Morgunblaðið - 26.06.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1980
27
„Þetta er rot-
högg á fram-
leiðsluna“
— segja alifugla- og svínabændur
um 200% fóðurbætisskattinn
„Þetta eru alveg hrikaleg tíðindi fyrir okkur. sem framleið-
um egg og ef við fáum þennan skatt ekki að fullu
endurgreiddan er fljótsagt að þetta er rothögg á framleiðsl-
una,“ sagði Einar Eiríksson, bóndi í Miklaholtshelli í
Árnessýslu og formaður Samtaka eggjaframleiðenda, er hann
var spurður álits á þeirri ákvörðun landbúnaðarráðherra að
setja á 200% fóðurbætisskatt á innflutt kjarnfóður. Þeir
forsvarsmenn alifugla- og svínabænda. sem Morgunblaðið
ræddi við í gær tóku allir fram að þeir hefðu ekki enn fengið
neinar upplýsingar um, hvort og hversu mikið af þessum
fóðurbætisskatti yrði endurgreiddur framleiðendum í þessum
greinum eins og heimildir eru fyrir í lögunum. Er ætlunin að
félög alifugla- og svinabænda ræði þetta mál íyrir helgi.
Einar Eiríksson bóndi í Mikla-
holtshelli sagði, að fóðurbætis-
skatturinn kæmi mjög illa við
eggjaframleiðendur og breytti þar
litlu þó hluti hans yrði endur-
greiddur þeim. „Þetta er alvarlegt
áfall fyrir okkur á sama tíma og
við höfum orðið að selja eggin
langt undir framleiðsluverði.
Lendi þessi 200% fóðurbætis-
skattur allur á okkur hækkar
framleiðsluverð á hverju kílói af
eggjum úr 1550 krónum í um 4000
krónur. Það sjá allir að slík
hækkun er óraunhæf á sama tíma
og offramboð er á eggjunum,“
sagöi Einar.
„Ég get ekki sagt annað en mér
finnst langt gengið, þegar við
alifuglabændur eigum að fara að
bjarga búgreinum, sem eru fjar-
skyldar. Það eru líka takmörk
fyrir því hvað við getum hækkað
verð á kjúklingum til neytenda.
Með þessari skattheimtu er verið
að láta okkur borga skatt til að
bjarga mjólkurframleiðendum en
ég hef ekki orðið var við að þeir
hlypu undir bagga til að hjálpa
okkur, þegar við höfum átt við
erfiðleika að stríða," sagði Ásgeir
Eiríksson, bóndi á Klettum í
Gnúpverjahreppi og formaður
Hagsmunafélags fuglaframleið-
enda en það félag fer með forsvar
fyrir kjúklingaframleiðendur.
Ásgeir sagði, að heyrst hefði
eftir landbúnaðarráðherra, að
með þessum fóðurbætisskatti væri
meðal annars verið að bjarga
íslenskum fóðurblöndunarstöðv-
um og örva sölu á innlendum
fóðurvörum. „Það er í þessu sam-
bandi ástæða til að benda á að við,
sem ölum upp unga getum ekki
notað innlendar fóðurblöndur, því
þær standast ekki þær gæðakröf-
ur, sem við verðum að gera.
Ungarnir drepast hreinlega þegar
þeir fá íslensku blöndurnar. Mér
finnst því hart að erlendar fóður-
blöndur séu hækkaðar allt að
helmingi meira en innlendar fóð-
urblöndur," sagði Ásgeir.
„Manni finnst það alveg með
ólíkindum að bjóða neytendum og
okkur svínabændum upp á þetta,
því við höfum fram að þessu þurft
að selja okkar framleiðslu við
hliðina á stórlega niðurgreiddum
vörum, en þessar niðurgreiðslur
hafa verið slumpareikningur hjá
misvitrum pólitíkusum. Eg trúi
því ekki fyrr en ég tek á því að við
verðum látnir greiða þennan
skatt. Okkur hefur ekki verið
hjálpað, þegar við höfum verið í
erfiðleikum með okkar fram-
leiðslu," sagði Kristinn Sveinsson,
formaður Svínaræktarfélags Is-
lands.
Kristinn saðgi, að nú jaðraði við
að offramboð væri á svínakjöti og
fóðurbætisskatturinn hlyti að
hafa áhrif á verð svínakjötsins, ef
hann yrði látinn skella á svína-
bændum. „Mér finnst það ekki ná
neinni átt að pólitíkusar segi
húsmæðrunum fyrir um hvað þær
eigi að kaupa í matinn," sagði
Kristinn.
Frá blaðamannafundi í Líknarheimilinu Skildi. Frá vinstri: Blaðamaður Vísis, Ewald Berndsen,
Albert Guðmundsson og Henrik Berndsen.
Líknarfélagið Skjöldur:
Verndarheimili fyr-
ir áfengissjúklinga
LÍKNARFÉLAGIÐ
Skjöldur bauð blaða-
mönnum nýlega á sinn
fund í húsakynnum sín-
um að Ránargötu 6
Reykjavík, til að kynna
starfsemi félagsins og til-
urð. Blaðamaður Mbl.
ræddi þar við Henrik
Berndsen, einn af stofn-
endum félagsins og fékk
hjá honum eftirfarandi
upplýsingar:
Við Ewald Berndsen og fleiri
áfengissjúklingar reyndum
mikið að fá menn í lið með
okkur til að stofna heimili og
samhjálp fyrir áfengissjúkl-
inga, sem vildu komast á réttan
kjöl og verða nýtir þjóðfélags-
þegnar á ný. Þetta gekk erfið-
lega framan af, en fyrir um það
bil 5 árum hugkvæmdist okkur
að leita á náðir Alberts Guð-
mundssonar og þar komum við
svo sannarlega að opnum dyr-
um. Verulegur skriður komst á
málið og fyrir hans atbeina
fyrst og fremst, samþykkti
Reykjavíkurborg að kaupa
þetta hús og afhenda það Líkn-
arfélaginu Skildi, sem stofnað
var til að sjá um rekstur
hússins og til aðstoðar öllum
þeim áfengissjúklingum, sem
þurftu á aðstoð að halda og
leituðu á náðir þess.
Nú eru um 4 ár liðin síðan
þetta varð að veruleika, og á
þeim tíma hefur félagið unnið
kraftaverk á sínu sviði undir
stjórn og umsjón Ewalds
Berndsens og konu hans Huldu
Knútsdóttur. Félagið hefur nú
gert 30 áfengissjúklinga að nýt-
um þjóðfélagsþegnum, í stað
þess að vera verulegur baggi á
samfélaginu, vinna þeir nú eðli-
lega vinnu, lifa eðlilegu lífi og
afla tekna fyrir sjálfa sig og
þjóðarbúið.
í húsinu búa nú 20 aðilar og
er eina skilyrðið fyrir búsetu
hér að viðkomandi sé hættur að
neita áfengis og stundi ein-
hverja atvinnu. Vistmenn
greiða sjálfir allan fæðiskostn-
að.
Við höfum nú náð það langt,
að nú leita ekki eingöngu úti-
gangsmenn á náðir okkar, þeir
finnast nú varla lengur, heldur
koma menn til okkar mun fyrr,
áður en vandamál þeirra er
komið á svo alvarlegt stig. Hér
hefur greinilega orðið mikil
hugarfarsbreyting á.
Þetta hús er verndarheimili
þeirra, sem eru að snúa frá
áfengisvandanum. Okkur
finnst, að vel hafi til tekist, að
hér sé um eitt mesta mannúðar-
starf, sem unnið hefur verið
með aðstoð borgarinnar, og það
eigum við áfengissjúklingarnir
allt einum manni að þakka, það
er Albert Guðmundssyni, hans
þáttur verður seint metinn að
verðleikum.
Fréttatilkynning VSÍ:
ASI hefur stöðvað frek-
ari samningaviðræður
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Vinnuveitendasambandi íslands,
þar sem því er lýst yfir, að
Alþýðusamband íslands hafi með
neikvæðri afstöðu sinni stöðvað
frekari samningaviðræður. VSÍ
geti ekki fallizt á að halda áfram
viðræðum, nema ASÍ viðurkenni
að hlutfallslegar verðbætur séu
forsenda samræmds launastiga.
„Á fundi með sáttanefnd í
morgun ítrekaði samningaráð
Vinnuveitendasambands íslands
kröfu sína um, að Alþýðusamband
íslands féllist á hlutfallslegar
verðbætur á laun. Það hefur frá
öndverður verið forsenda af hálfu
VSÍ fyrir þeim samræmda launa-
stiga sem til umræðu hefur verið
síðustu vikur. Viðræðunefnd ASÍ
hafnaði þessari kröfu, jafnframt
neitaði viðræðunefnd ASÍ að hefja
viðræður um almenn kjaraatriði í
tillögum VSÍ að kjarnasamningi.
Samningaráð VSÍ telur að ekki sé
unnt að halda afram umræðum
um samræmdan launastiga í til-
lögum að kjarnasamningi nema
fyrir liggi samkomulag um hlut-
fallslegar verðbætur og viðræður
hefjist um almenn kjaraatriði í
tillögunum.
Þegar tillagan að kjarnasamn-
ingi var lögð fram 23. maí sl. var
mjög skýrt tekið fram af hálfu
VSI að útilokað væri að samræma
launastiga nema með hlutfalls-
legri vísitölu. Jafnframt var ítrek-
að að ná yrði samkomulagi um
almenn kjaraatriði og sérkröfur
áður en gengið yrði frtsamkomu-
lagi um launastiga, en fallist var á
að hefja viðræður um þann hluta
kjarnasamningstillagnanna.
Á sáttafundi sl. fimmtudag
lagði ASÍ fram svar við tillögum
VSI um launastiga. Þar var m.a.
gert ráð fyrir meiri hækkunum til
þeirra launahópa innan ASÍ, sem
búa við bezt launakjör með því að
felldar voru niður skerðingar
álaga, sem komið hafa til vegna
launajöfnunarstefnu síðustu ára.
Síðan gerir ASÍ kröfu til þess að
verðbætur verði eftir hraða verð-
bólgunnar látnar hækka lægri
laun meir en önnur. Þetta sýnir að
innan ASI ér ekki fremur en fyrr
nokkur samstaða um launastefnu.
Ýmis félög innan ASÍ hafa þegar
lýst sig reiðubúin til þess að
samþykkja hlutfallslegar verð-
bætur. Samstaða þar um er því
ekki fyrir hendi innan ASÍ. Jafn-
framt er ástæða til að benda á að
eitt af samböndum ASÍ hefur sagt
sig úr viðræðunefnd þess.
Verðbótakerfi af því tagi sem
viðræðunefnd ASÍ heldur fast við
eyðileggur á mjög skömmum tíma
samræmdan launastiga. Óhjá-
kvæmilegt var því að fá, áður en
lengra var haldið, skýr svör við
því, hvort ASÍ samþykkti hlut-
fallslegar verðbætur. Það knúði
ennfremur á að úr þessu yrði
skorið, að ríkisstjórnin hefur fyrir
skömmu gert að tillögu sinni í
samningum við BSRB verðbóta-
kerfi, er tekur mið af tillögum
ASÍ. VSÍ mótmælti þessari tillögu
mjög ákveðið þegar hún kom fram
og benti þá þegar á, að hún gæti
spillt fyrir framgangi samninga á
almennum vinnumarkaði.
ASÍ hefur með neikvæðri af-
stöðu sinni stöðvað frekari samn-
ingaviðræður. VSÍ getur ekki fall-
ist á að halda áfram viðræðum
nema ASÍ viðurkenni að hlutfalls-
legar verðbætur eru forsenda
samræmds launastiga og fallist á
að hefja viðræður um almenn
kjaraatriði í kjarnasamningstil-
lögunni.
VSÍ ítrekar jafnframt að við
núverandi aðstæður er ekki unnt
að gera kjarasamninga, er auka
heildarlaunakostnað, nema auka
enn á fallhraða krónunnar. Þau
rekstrar- og atvinnuvandamál í
höfuðatvinnugreinum þjóðarinn-
ar, sem öllum eru nú ljós sýna
ótvírætt að önnur sjónarmið má
ekki leggja til grundvallar í sam-
ningum."