Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980
39
sem svip sinn settu á alla hans
gerð. Hann var hugsjónamaður,
hann var einlægur trúmaður og
hann var vinfastur svo af bar.
í rauninni á það ekki að vera
harmsefni, þó vinnulúinn erfiðis-
maður fái hvíld, að loknum löng-
um starfsdegi, — fremur hið
gagnstæða. En oftast mun samt
svo, að dauðinn, þessi eðlilegi og
óumflýjanlegi endapunktur alls
lífs, veldur sársauka og söknuði
þeim, sem næstir standa og ekki
fá lengur notið mannbætandi
samfylgdar hins gengna.
Þannig er mér farið nú, og svo
mun um alla þá, bæði skylda og
vandalausa, sem Hilmar áttu að
vini. En mótvægi missis er ávinn-
ingurinn, sem af því hlaust að
þekkja og eiga að vin drengskap-
armann.
Línum þessum er ekki ætlað að
vera eftirmæli. Hér fylgja engar
ættartölur, engin upptalnig opin-
berra starfa, engin afrekaskrá,
ekkert niðjatal. Þær eru sprottnar
af þeim hughrifum sem andláts-
fregn þessa vinar míns olli.
Þær eiga bara að vera framrétt
hönd til kveðju og þakka.
Sig. Þorbjarnar,
Geitaskarði.
vermir suma á lífsgöngunni með-
an leiðir annarra liggja um
skuggadali vai'ðaða erfiðleikum og
mótlæti. Ferð Brynhildar í þessari
veröld varð ekki löng og þann
stutta tíma, sem við er þetta
ritum urðum henni samferða, var
ganga Brynhildar erfið.
Það var ekki auðvelt að kynnast
Brynhildi. Þegar slík kynni tókust
kom í ljós tilfinningahiti, trú-
mennska, samvizkusemi og um-
fram allt hjartahlýja, sem e.t.v.
fékk ekki þá útrás sem hún þurfti.
Brynhildur var starfsöm og afar
samvizkusöm í störfum sínum.
Hún vildi vera öllum hjálpsöm og
taldi ekki eftir sér lengri vinnu-
tíma en nauðsynlegur var til þess
að ljúka verkum sínum. Brynhild-
ur var örlát og í takmörkuðum
efnum var hún óspör á að veita
öðrum hlutdeild í því, sem hún
átti. Þau voru ófá skiptin, þegar
dætur okkar komu á vinnustað, að
Brynhildur sýndi þeim blíðuhót og
vildi þá gleðja þær á einhvern
hátt.
Við hjónin vottum Pétri syni
hennar og systrum, okkar dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning Brynhildar.
Elin og Þráinn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför
JÓNS AXELS PÉTURSSONAR
fyrrverandi bankastjóra
Astríður Einaradóttir
Pótur Axel Jónsson Rósa Ólafsdóttir
Þóra Haraldsdóttir Guðmundur Jónsson
Einar A. Jónsson Herdís Hinriksdóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
JÓNÍNU ÞORBJARGAR ÁRNADOTTUR
Berta Guðjónsdóttir Ragnar Hall
Gunnar Guöjónsson Laufey Guömundsdóttir
Anna Guöjónsdóttir Yngvi Jónsson
Kristrún Guöjónsdóttir Jóhannes S. Lárusson
Árni Guðjónsson
Sólveig Eiríksdóttir
og barnabörn
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
jaröarför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur. afa og langafa
GUONA RUNÓLFSSONAR,
Úthaga 10, Selfossi.
Vilborg Sigurbergsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö, vináttu og hlýhug viö andlát og
útför,
SR. ÞORSTEINS B. GÍSLASONAR,
Bugóulæk 13.
Ólína Benediktsdóttir
Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Guðmundur Þorsteinsson Ásta Bjarnadóttir
Gísli Á. Þorsteinsson Lilja Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Við treystum
Guðlaugi!
Árni Tryggvason
leikari
Guðmundur Steinsson
rithöfundur
Hólmfríður Pálsdóttir
leikari
Elín Sigurvinsdóttir
söngvari
Guðrún Þórðardóttir
leikari
Jón Gunnarsson
leikari
Ruth Magnússon
söngvari
Guðmundur Hagalín
rithöfundur
Gunnar Eyjólfsson
leikari
Randver Þorláksson
leikari
A GOODYEAR
GEIGAR SPYT
ALDREI
Þetta eru að vísu stór orðen við höfum okkar
ástæðu til að ætla að GOODYEAR hjól-
barðarnir reynist betur en aðrar gerðir hjól-
barða.
Ræddu málin í rólegheitum við einhvern
umboðsmanna okkar.
OOOD/YEAH
-gefuriéttagripiö
__ m
HEKLAHF
Hjólbarðaþjónustan
Laugavegi 172, símar 28080 og 21240