Morgunblaðið - 19.07.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980
5
Vinnuveitendasamband Islands:
Messa í eyðikirkju
að Stað í Aðalvík
EKKI alls íyrir loniru efndi
Átthagafélag Sléttuhrepps til
ferðar til Aðalvikur og gafst þá
féiögum ok gestum þeirra kost-
ur á að heimsækja Kömlu átt-
hagana. Félagið efnir til slikrar
ferðar þriðja hvert ár og er
þessi hin fjórða í röðinni. Prest-
ur er jafnan með i þessum
ferðum <>k messar að Stað i
Aðalvik, gamla prestssetrinu.
Tilhögun þessara ferða er
þannig að Átthagafélagið skipu-
leggur og boðar ferðina en fólkið
safnast saman á ísafirði á til-
settum tíma. Þaðan er svo farið
á Strandir með Fagranesinu.
Að þessu sinni var haldið af
stað frá ísafirði föstudaginn 11.
júlí og sá núverandi formaður
félagsins, Friðrik Hermannsson
lögregluþjónn frá Látrum, um
ferðina. Fyrst var komið við á
Sléttu en aðalhópurinn fór í land
á Sæbóli.
Fagranesið hélt síðan áfram
að Látrum og þaðan norður að
Höfn í Hornvík með ferðafólk.
Messað var í Sæbólskirkju kl.
2 sunnudaginn 13. júlí og var
kirkjan troðfull og stór hópur
utandyra, — nálega 200 manns
voru við þessa messu. Prestur
var séra Olafur Skúlason. Frið-
rik Hermannsson sá um að láta
sérprenta sálma, sem sungnir
voru við messuna, og gat prestur
þess sérstaklega að hvaða söfn-
uður sem væri gæti verið ánægð-
ur með þann söng sem í kirkj-
unni var. Þegar sálmarnir höfðu
verið sungnir var sungið síðasta
erindi kvæðisins Aðalvík sem
Jón M. Pétursson orti til sveitar-
innar 1924. Erindið er svona:
Hrilla vættfr hlúi
hér aA hvrrjum reit.
Blessun æ hér búi.
breiAist friAur yfir sveit.
Börn þin ætiA lukkan ieiAi
lifs i striAi og hverri þraut.
Æ þau tiitni huaans heiAi.
hræsni allri visi i braut.
Að lokinni messu sáu konur
um veitingar á prestssetrinu,
sem nú er komið í eyði, fyrir alla
sem hafa vildu.
Síðan byggðin í Aðalvík fór í
eyði hafa verið reist þrjú ný hús
Sæbólsmegin og eitt er í bygg-
ingu í sumar. I þessum húsum er
búið yfir sumartímann og eru
það fyrrverandi Aðalvíkingar
sem þau hafa reist.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson,
einn þátttakenda í ferðinni, seg-
ir að hún hafi verið mjög
ánægjuleg í alla staði, „en það
skyggði nokkuð á, að þrátt fyrir
góðan vilja biskups um að við
fengjum afnot af kirkjumunum
okkar, sem geymdir eru á ísa-
firði, þá gekk okkur illa að fá þá.
Sérstaklega söknuðum við þess
að fá ekki báðar kirkjuklukkurn-
ar, því kærar minningar tengj-
ast því þegar þeim var hringt
saman og klukknahljóðið ómaði
milli fjallanna í víkinni."
ASÍ hefur slit-
ið viðræðun-
um við VSÍ
Hér fer á eftir fréttatilkynn-
ing, sem Morgunblaðinu barst í
gær frá Vinnuveitendasambandi
íslands um viðræðuslit milli ASf
og VSÍ á sáttafundi. sem haldinn
var i gær og stóð fjórar klukku-
stundir, frá klukkan 08 til 12 á
hádegi:
Á fundi sem sáttanefnd hélt kl.
8.00 í morgun með fulltrúum
vinnuveitenda kom fram af hálfu
Vinnumálasambands samvinnufé-
laganna, að það hefði að undan-
förnu átt fundi með Alþýðusam-
bandi íslands um sérsamninga
þessara aðila á nánar tilteknum
grundvelli. Þegar þessi staða var
komin upp, lýsti VSÍ yfir því að
það sæi ekki ástæðu til frekari
viðræðna við ASÍ þar sem óeðli-
legt væri að slíkar baktjaldavið-
ræður færu fram samhliða opin-
berum viðræðum ASI og VSI
undir stjórn sáttanefndar.
Á fundi sem sáttanefnd hélt í
framhaldi af þessu með fulltrúum
ASÍ og VSÍ afneituðu fulltrúar
Alþýðusambandsins alfarið að
viðræður hefðu farið fram við
Vinnumálasamband samvinnufé-
laganna að undanförnu, jafnvel
ekki í einkasamtölum. En jafn-
framt lýsti ASÍ yfir því þegar í
byrjun fundarins að viðræðunefnd
þessi hefði fyrr um morguninn
ákveðið að óska eftir því við
sáttanefndina að hún boðaði til
sérviðræðufundar milli ASI og
Vinnumálasambands samvinnufé-
laganna kl. 14.00 á þriðjudag í
næstu viku. Fulltrúar ASÍ sögðu
að þessi ákvörðun hefði verið
tekin eftir að viðræðunefndin
hefði lagt mat á niðurstöðu fundar
milli ASÍ og VSÍ sl. miðvikudag.
Af hálfu VSÍ voru ekki bornar
brigður á afneitum ASÍ á sérvið-
ræðum við Vinnumálasamband
samvinnufélaganna að undan-
förnu. En fyrirvaralausa ósk ASÍ
um sérviðræður við Vinnumála-
samband samvinnufélaganna get-
ur VSÍ á hinn bóginn ekki túlkað á
annan veg en ASI hafi ákveðið að
rjúfa viðræðurnar við Vinnuveit-
endasambandið. Fulltrúar Vinnu-
veitendasambandsins lýstu þar af
leiðandi á ný yfir því, að VSI tæki
ekki við svo búið þátt í frekari
viðræðum við ASI.
Samningaráð Vinnuveitenda-
sambands íslands lítur því svo á
að viðræðunefnd ASÍ hafi með
fyrirvaralausri ósk um sérviðræð-
ur við Vinnumálasamband sam-
vinnufélaganna rofið samninga-
viðræðurnar og þar þeð hindrað
frekara sáttastarf milli ASÍ og
VSÍ.
Stórfellt atvinnuleysi á
Ljósmyndasýning hald-
in í tilefni afmælis S.I.
Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins:
Laugardaginn 19. júli hefst i
Alþýðuhúsinu á Siglufirði ljós-
myndasýning. Alls eru á sýning-
unni 350 myndir, og eru flestar
þeirra eftir Steingrim Kristins-
Leiðrétting
Prófessor Gísli Jónsson hafði
samband við Mbl. vegna fréttar í
blaðinu í gær frá fundi Neytenda-
samtakanna undir fyrirsögninni
„Vann málið og fékk bætur". Sagði
hann fréttina rétta, en einhver
misskilningur hefði orðið um til-
efni þess að maðurinn fór í mál við
Rafveitu Hafnarfjarðar. Ástæðan
var sú, að Rafveitan hækkaði
gjaldskrá sína um 10%, skv. heim-
ild, en hóf innheimtu án þess að
gjaldskráin hefði verið auglýst,
sem henni ber að gera.
„Aftur á móti“, sagði Gísli,
„gerðist það einnig, að sama
rafveita hækkaði eitt sinn einn lið
gjaldskrár um 19%, en hafði
aðeins heimild til 17% hækkunar.
Það mál fékkst leiðrétt með milli-
göngu iðnaðarráðuneytisins og
fengu þolendur mismuninn endur-
greiddan."
Kirkjugestir koma að landi við Sæból. Myndin er tekin í fyrstu kirkjuferðinni.
Átthagafélag Sléttuhrepps:
son. Hluti er úr safni Kristfinns
Guðjónssonar, og örfáar eru eft-
irtökur. Ljósmyndasýningin er
haldin i tilefni 50 ára afmælis
Sildarverksmiðja ríkisins. Allar
myndirnar hefur Steingrimur
Kristinsson unnið til sýningar-
innar og eru þær til sölu, með
þeirri undantekningu að pcr-
sónuljósmyndir eru aðeins seldar
með samþykki viðkomandi eða
ættingja hans. Sýningin á að
sýna mannlifið, starfsmenn S.R.
og hluta af umhverfinu sem þeir
hafa lifað i.
Hagi hf. hefur um
langt skeið haft
verzlun og sýningar-
sal að Suðurlands-
braut 6 í Reykjavík,
auk verzlunar sinn-
ar á Akureyri, en
hefur nú flutt verzl-
unina í Reykjavik í
Austurver við Iláa-
leitishraut.
komandi haustmánuðum
haustmánuðum. Ljóst er, að nú-
verandi ríkisstjórn eða hluti henn-
ar getur hlaupist frá þeim vanda
sem við er að glíma hvenær sem
er.
Framkvæmdastjórn verkalýðs-
ráðs Sjálfstæðisflokksins telur að
Sjálfstæðisflokkurinn verði að
vera tilbúinn að axla þá ábyrgð
sem því fylgir að fara með stjórn
landsins í minnihlutastjórn eða í
samvinnu við aðra stjórnmála-
flokka í þeim tilgangi að leysa þau
vandamál, sem við er að etja og
treysta atvinnuöryggi lands-
manna.
Fundurinn beinir því til mið-
stjórnar og þingflokks að vinna
ötullega að því, að á næsta Alþingi
verði lagðar fram tillögur um
breytingu á kjördæmaskipun sem
miði að auknum jöfnuði þegnanna
í vægi atkvæða. Um tillögur sjálf-
stæðismanna í því máli, varan-
legar aðgerðir gegn verðbólgunni,
lausn á offramleiðslu landbúnað-
arvara, virkjun vatnsfalla og
aukna stóriðju, auk alhliða upp-
byggingar hefðbundinna atvinnu-
greina, verði svo kosið í næstu
kosningum.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá Verka-
lýðsráði Sjálfstæðisflokksins:
Fundur í framkvæmdastjórn
Verkalýðsráðs Sjálfstæðisfiokks-
ins þann 16. júlí undirstrikar enn
einu sinni að aðalorsök þess efna-
hagsvanda, sem þjóðin nú býr við,
er óðaverðbólgan, sem ekkert lát
virðist vera á og engar raunhæfar
ráðstafanir gerðar gegn.
Hinn mikli vandi útflutnings-
atvinnuveganna er að lang mestu
leyti verðbólgunni að kenna, sem í
haust mun taka enn stökk upp á
við. Vandinn, sem við er að glíma,
hefur þegar orsakað uppsagnir
starfsmanna fiskiðnaðarins í
hundraðatali og er allt óráðið
hvort frystihúsin, sem eru megin-
uppistaða atvinnulífsins kringum
allt land, taki til starfa að loknum
sumarleyfum.
Ef ríkisstjórnin tekur ekki í
taumana á næstu vikum og treyst-
ir grundvöll atvinnuveganna, er
viðbúið að yfir þjóðina dynji
stórfellt atvinnuleysi á komandi