Morgunblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980 7 Viöbrögö krata Andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins hafa með mismunandi hntti brugðist við rseðu þeirri, sem Geir Hallgrimsson, formaður flokksins, flutti í Bolungarvík um síðustu helgi. Sýna þau viðbrögð, að andstæðingunum svíður undan mörgu þvi, sem þar er sagt, enda vegið að ýmsum heilög- um kúm þeirra vinstri manna. Er þeim greini- lega annt um að halda þessu geldneyti sínu á þeim skíkum stjórnmála- lífsins, sem þeir telja friö- helga, og firtast því mjög við, þegar á það er drep- ið. Viöbrögð krata við ræðunni vekja mesta undrun. Vegna þess hve fáir gera sár það ómak að líta í Alþýðublaöið af skiljanlegum ástæðum, má geta þess til dæmis um hugarangrið, sem ræða Geirs hefur vakið meðal stjórnenda þess, að þar er birt svohljóð- andi fyrirsögn á baksíðu í fyrradag: „Víst er’ann klofinn Geir“ og veröur ekki annað skilíð en höf- undur eigi við Sjálfstæð- isflokkinn. Og á forsíöu þessa rannsóknafrétta- blaðs hafa birst skrif um stööu mála í Sjálfstæðis- flokknum og meðal ann- ars rætt við Helga nokk- urn Vigfússon, sem sam- kvæmt frásögn blaðsins mun vera pólitískur þungavigtarmaöur. Reiðin, sem gýs nú upp í Alþýðublaðinu, á rætur að rekja til tveggja um- mæla Geirs Hallgríms- sonar í ræðu sinni. í fyrsta lagi sagði hann: „Sjálfstæöisflokkurinn sinnir hlutverki sínu ekki með ínnihaldslausu glamri og gauragangi. Al- þýðuflokkurinn vill fá að sitja einn að slíkum vinnubrögöum.” Sann- leikanum veröur hver sárreiöastur, segir mál- tækiö og það sannast nú á Alþýðuflokknum. í öðru lagi er það setningin: „Vísasti vegurinn til ráð- deildarleysis i fjármálum er að hafa fulla vasa af annárra fé.“ En kjarninn í stefnu Alþýðuflokksins er einmitt sá, að stjórnmála- mennirnir séu betur færir um aö ráðstafa aflafé einstaklinganna en þeir sjálfir. Opinbert fjármála- vafstur er þungamiöjan I stefnu krata, hvað svo sem þeir segja um spill- inguna, sem af því leiðir, þegar þeir ganga fram fyrir kjósendur ( at- kvæðaleit. Lína Þjóöviljans Marxistar sleppa aldrei ótilneyddir þeim völdum, sem þeir hafa einu inni náð. Réttmæti þessarar staðhæfingar hefur verið staðfest í mörgum lönd- um og sumsstaðar hika marxistar ekki við að framfylgja henni með því að hundsa lýðræðislega stjórnarhætti. Alþýðu- bandalagsmenn, marx- istarnir á íslandi, státa sig mjög af því, aö þeir hafi aldrei rofið það stjórnarsamstarf, sem þeir hafi átt aðild að, og ( þvi efni eru þeir trúir kenningunni eins og mörgum öðrum. Mikillar taugaveiklunar gætir nú í rööum alþýöu- bandalagsmanna vegna þess, að mörgum flokks- mönnum er Ijóst, aö trúnaöurinn við þá kenn- ingu marxista, að sitja hvað sem tautar og raul- ar, er aö saxa fylgið af flokknum. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar breið- ast út eins og eldur í sinu. í forystugrein sinni í gær gerir Þjóöviljinn tilraun til að stappa stálinu í menn og segir: „Staðreyndin er, að innan núverandi ríkis- stjórnar rfkir góður starfsandi og eining um að leysa þau vandasömu verkefni sem við blasa og jafna skoðanaágreining um stjórnarstefnuna." Lína Þjóðviljans er sem sé sú, aö allt gangi vel innan stjórnarinnar og þess vegna eigi menn að láta af andstöðu við hana. Það er til marks um það hve mikil gjá hefur mynd- ast milli valdastéttarinn- ar ( Alþýðubandalaginu og hins almenna kjós- anda, að blaðafulltrúi valdamannanna, Einar Karl Haraldsson ritstjóri, er látinn festa þessar línur á blað til að kippa öllu í liðinn. En menn þurfa ekki einu sinni að vera í Alþýðubandalaginu til að sjá, að einmitt slík dýrðarrolla um ríkis- stjórnina ftýtir fyrir frá- hvarfi manna frá flokkn- um. BÍLASTILLINCAR Bjorn B. Steffensen Lokaö vegna sumarleyfa, 1.—31. ágúst. JQZZBQLL©ttQl<ÓLÍ BQPU Ljósa- líkom/mM J.S.B. stofa JiSiBi Bolholt 6, 4öa hæö ★ sólarbekkir ★ sturtur ★ sauna * setustofa Morgun- dag- og kvöldtímar. 7 daga kúrar eöa stakir tímar. Upplýsingar og innritun í síma 36645 njpg ino^öQQGintogzzoT N 0 CT CT C0 P „Skáld og trú4‘ aðal eíni Kirkjuritsins KOMIÐ er út nýtt hefti Kirkjurits- ins, 2. hefti á þessu ári. Aðalefni þess er „Skáld og trú“, en þar er Kreint frá umra-ðum sem fram fóru i Skálholti fyrstu helKÍna i mai i húsakynnum Lýðháskólans. Skáld, bókmenntafræðingar og guðfræðingar komu þar saman og ræddu trúarleg viðfangsefni í sam- tímabókmenntum. „Árangur þessar- ar samveru birtist m.a. í þessu hefti Kirkjuritsins. Þetta var fólk á öllum aldri með ólík viðhorf á flesta grein. en málin voru rædd af skilningi og hlustað með opnum huga ... Dr. Gunnar Kristjánsson var ráðstefnu- stjóri og hann er einnig umsjónar- maður Sjónarhorns þessa Kirkjurits, enda skylt skeggið hökunni. Hann flutti yfirgripsmikið inngangserindi. Spurningar, sem það vakti, svo og þær spurningar, sem vöknuðu þegar skáldin lásu úr verkum sínum, urðu kveikjan að umræðum hópsins", seg- ir sr. Bernharður Guðmundsson rit- stjóri Kirkjuritsins m.a. í aðfarar- orðum þessa heftis. Mjúkar plötur undir þreytta fætur Teg. „Hamburg“ Þolir olíu og sjó, rafeinangrandi, grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 11,5 mm þykk, stærðir allt aö 1x10 metrar. Notast í vélarrúmum og verksmiöjum þar sem fólk stendur tímum saman viö verk sitt. Teg. „Rotterdam“ Þolir sæmilega olíu og sjó, grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 23 mm á þykkt, stæröir 40x60 cm, 40x120 cm, 60x80 cm og 80x120 cm. Notast yfir vélarrúmum og í brú og á brúarvængjum. ©ITD ©© Vesturgötu 16, Reykjavík, símar 13280/14680. AIINVCIIIPAD. AUuLYoINuAK: 22480 ArliKtltloLA: 83033 RITSTJORN Ou SKRIFST0FUR: 10100 EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (iLYSINGA- SIMINN f.R: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.