Morgunblaðið - 19.07.1980, Page 10

Morgunblaðið - 19.07.1980, Page 10
] (l MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980 Itzhak Rabin. fyrrum forsætisráðherra ísrael, ræðir við Henry Kissinger Skrifstofa Kiss- ingers er í George- town. Þar er allt á ferð og flugi, og úir þar og grúir af skrifstofu- stúlkum, aðstoðar- mönnum og öryggis- vörðum. Mér fannst þessi íbúrðarmikla skrifstofa líkjast einna helzt járn- brautarstöð á há- annatíma. Kissinger er jafn önnum kafinn nú og þegar hann var utan- ríkisráðherra. Henry Kissinger er ætíð hinn sami, þótt hann sé ef til vill ekki jafn- mikið í svíðsljósinu og þá. Þegar hann opnar hurðina og gengur til móts við mig, koma einnig smávaxnir grá- klæddir Kínverjar. Hann segir mér frá því himin lifandi að Kín- verjar leiti ennþá ráða og álits hjá sér. Hann fræðir mig samt ekki um það hverra erinda þeir hafi ver- ið hjá honum. Á veggjum skrifstofu hans hanga myndir frá tímum stjórn- málaferils hans og þeim merkisat- burðum sem þá gerðust. Við sjáum myndir af honum með Mao, Tschu-En-Lai, Breschnew og Goldu Meir. Maður tekur þó sér- staklega eftir konu hans, Nancy. Hana er að sjá á flestum myndun- um. Hann er mjög skemmtilegur í viðræðum og afar svipbrigðaríkur. Og það er ekki að undra þótt skoðanir og athugasemdir hans séu ennþá vegnar og metnar um heim allan. Það læðist jafnvel sá grunur að manni að Kissinger myndi ekkert hafa á móti því að taka sér stöðu meðal helztu ráða- manna heimsins í annað sinn. Rabin: Þegar rússneski herinn réðst inn í Afganistan hreyfðu Bandaríkjamenn hvorki legg né lið landinu til hjálpar. Ég er þess fullviss að Rússarnir hefðu ekki leyft sér slíkt ef þeir hefðu þurft að óttast að Bandaríkjamenn myndu veita þeim ákúrur. Að hve miklu leyti finnst þér að Banda- ríkin beri ábyrgð á innrásinni í Afganistan? Kissinger: Innanríkisvandamál hafa orðið þess valdandi að Bandaríkin hafa ekki skipt sér jafnmikið af því sem er að gerast í heiminum og skyldi. Þetta hefur haft það í för með sér að Sovétrík- in hafa sífellt verið að færa sig upp á skaftið. Rabin: Hvað olli því að Sovét- ríkin gerðu innrás í Áfganistan? Kissinger: Ástæðan er senni- lega sú að Sovétmenn héldu að kommúnistastjórnin í Kabúl gæti ekki haldið velli án stuðnings hers Sovétmenn hvorki sparað hótanir né loforð. Þótt þessi þróun sé komin vel á veg, er ekki um seinan að stemma stigu við henni. Rabin: Ekki er hægt að neita því að Sovétmenn hafa hafizt til mikilla áhrifa í Asíu og Afríku. Getur verið að stjórninni í Wash- ington sé ókunnugt um framgang mála þar? Maður kynni að freist- ast til þess að trúa þvL Kissinger: Ég er þeirrar skoð- unar að það hefði verið auðvelt að stöðva framrás Hitlers árið 1936. Hefði það verið gert, myndi fólk kannski deila um það enn þann dag í dag hvort hann hefði verið misskilinn föðurlandsvinur eða brjálæðingur sem hugði á heims- yfirráð. Árið 1941 vissu allir hvernig þetta var í pottinn búið, en það hafði kostað 20 milljónir mannslífa. Ástandið í Afríku árið 1975 var svipað þessu. Það hefði verið hægt að stöðva framrás Rússa og Kúbumanna í Angóla. Það verður æ erfiðara að gera það, og þess vegna líki ég ástandinu þar við ástandið árið 1936. Að öðru leyti er ekki hægt að bera stefnu Rabin: En það kynni að vera að Sovétmenn þjörmuðu svo að Afr- íku og löndunum við Persaflóa að Bandaríkjamenn yrðu að lúta í lægra haldi og þar með gætu þeir knúið Vestur-Evrópu til hlutleys- is. Kissinger: Grundvallarstefna Sovétríkjanna er sú að ná sem mestum áhrifum til þess eins að veikja stöðu okkar í heiminum. Sovétmenn eru meistarar í valda- taflinu. Því er það mjög líklegt að til þess kynni að koma sem þú varst að tala um. Rabin: En á efnahagssviðinu standa Sovétmenn höllum fæti. Kissingar: Það er satt. En sú staðreynd eykur aðeins á hættuna, því að Sovétmenn kynnu að freist- ast til þess að notfæra sér hernað- arlega yfirburði. Rabin: Þeir sem málum eru ókunnugir gætu látið freistast til þess að trúa að Bandaríkin standi höllum fæti í kapphlaupinu um hernaðaryfirráð í heiminum. Stríð Sovétmanna. En gaman væri að vita hvað það var sem fékk Sovétmenn til þess að setja á stofn kommúnistastjórn í Kabúl árið 1978. Þá hefðum við átt að taka það skýrt fram að við gætum alls ekki fellt okkur við slíkar vald- beitingar. Það er óhugsandi að taka því með þegjandi þögninni að hverri valdatöku kommúnista fylgi innrás sovézkra hermanna. Rahin: Nú á dögum virðist olían vera allsráðandi í heiminum og stefnumarkandi í stjórnmálum. Kissinger: Nei, hér er ekki um olíuna að ræða, heldur er það spurningin um hver hefur völdin í Afríku og Asíu. Þar með er ég samt ekki að neita tilvist olíu- vandamáisins. Hvað orkuvanda- málið snertir, þá finnst mér að hlutverk stórþjóðanna sé að styðja við bakið á ríkjum eins og Sádí- Arabíu og Kuwait, og sanna að þau séu fær um að verja þessi lönd ef á þyrfti að halda. Ef okkur tekst þetta ekki, gæti það orðið til þess að hin róttæku öfl næðu yfirhöndinni. Rabin: Þegar þér voruð utan- ríkisráðherra, hélduð þér því oft fram að það væri í þágu heimsins að stuðla að friði í hinum nálæg- ari Austurlöndum. En hættan er ekki öll um garð gengin þótt friðarsáttmáli hafi verið undirrit- aður. Á hvaða hátt gætu ísrael og Egyptaland að yðar mati stuðlað að friði í heiminum? Kissingar: Brátt munu deilur Araba og ísraelsmanna skipta litlu máli á sviði alþjóðastjórn- mála. Aðalvandamálið á næsta áratug mun vérða það að Sovétrík- in, ásamt róttækum ríkjum þriðja Mður heimsins, munu leitast við að Htillækka Vesturveldin á alla lund. Þessi þróun mun hafa í för með sér að frekar mun verða grafið undan virðingu og áhrifum Vesturveldanna. Bandaríkin verða að temja sér meiri hörku í við- skiptum sínum við andstæð- ingana. Bandamenn okkar vita vart lengur hvort okkur sé að treysta því við höfum verið alltof umburðarlyndir við Sovétmenn. Af þessu hefur skapazt mikið öryggisleysi. — Það er ekki um annað að velja en snúast til varnar og láta hart mæta hörðu. Ef við gerum það ekki er lýðræð- inu um heim allan hætta búin. Ég ber mikinn kvíðboga fyrir örlög- um vestrænna þjóða á komandi áratug. Rabir: Mér sýnist að afstaða Bandaríkjanna hafi haft ill áhrif á mörg Evrópulönd. Bilið milli Par- ísar, Washington og Bonn fer stöðugt breikkandi. Hverju spáir þú um örlög Evrópu? Kissingar: Sum ríki Evrópu hafa glatað trú á mátt sinn og megin. Tilraunir Sovétmanna til þess að koma Evrópu á kné hafa haft sín áhrif, að minnsta kosti óbeint. Þessi áhrif eiga að hluta til rætur að rekja til þess að Evrópu- ríkin hafa orðið fyrir vonbrigðum með Bandaríkin. Einnig hafa Sovétmanna og nazista saman. — Rússar eru afar þolinmóðir. Þeir einblína ekki á einstaka persónu, og ég efast um að þeir fylgi ákveðinni stefnu. Framgangur Sovétmanna er ekki til orðinn vegna einstakra ákvarðana, held- ur hafa þeir haft vit á að notfæra sér þau tækifæri sem gefizt hafa. Rabin: Trúir þú því virkilega að Sovétmenn hafi ekki á stefnuskrá sinni að ná heimsyfirráðum? Ég trúi því fastlega, því annars væru athafnir þeirra í Afganistan, Aden, Angola, og Vestur-Evrópu tilviljunarkennt fálm. Kissinger: Ég trúi því statt og stöðugt að Sovétmenn séu ekki að vinna að heimsyfirráðum. Aftur á móti virðist mér að það sé á stefnuskrá þeirra að koma sér upp áhrifasvæðum sem þeir geti svo notfært sér síðar ef á þyrfti að halda. Kissinger: Það er staðreynd að staða okkar fer versnandi. Rabin: Hvað verður gert til úrbóta? Kissinger: Bandaríkin verða að keppast við að vígbúast sem bezt, bæði hefðbundnum vopnum og kjarnorkuvopnum. Rabin: Myndi bandaríska þjóð- in fallast á slíkt? Kissingar: Mér finnst að öllum stjórnum Vesturlandaþjóða beri skylda til að sýna fram á að þær geri sitt ýtrasta til þess að afstýra stríði. En á hinn bóginn verður að gæta þess að friðurinn verði ekki að höfuðtakmarki. Það gæti leitt til þess að hægt væri að beita kúgun og þvingunum. Mikilvægt er að geta siglt milli skers og báru í þessum efnum. Rabin: Heldurðu að hægt verði að komast hjá einni heimsstyrj- öldinni enn? Kissingar: Því alvarlegra sem ástandið er, þeim mun erfiðara verður að bregðast við því. Og þeim mun meiri freisting fyrir andstæðingana að láta kné fylgja kviði. Ég held að hægt verði að komast hjá heimsstyrjöld ef skynsemi og festa eru látin ráða. Við erum þess fullkomlega megn- ugir, með eða án bandamanna okkar, að láta hart mæta hörðu. Innviðir okkar þjóðfélags eru traustari en þeirra Sovétmanna. Rabin: Þó að þú sért ekki við stjórnvölinn nú get ég ímyndað mér að þig kunni að langa til þess að stíga í valdastólinn á ný. Gerirðu ráð fyrir að eiga eftir að þjóna landi þínu á sviði utanrík- ismála í náinni framtíð? Kissinger: Þessari spurningu kýs ég fremur að láta ósvarað. (Welt am Sonntag).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.