Morgunblaðið - 19.07.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.07.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980 Ronald Reagan frambjóðandi Repúblikana Sagt er um Ronald Reagan, forsetafram- bjóðanda Repúhlik- anaflokksins, að hann hafi stefnt að forseta- framboði síðast liðin 10 ár, ef ekki lengur. Hann þótti of íhaldssamur í kosningunum 1976 og beið ósigur fyrir Gerald Ford, þáverandi forseta, á landsþingi flokksins. Mótfram- bj<>ðendur Reagans í forkosn- ingunum í ár þóttu allir frjáls- lyndari en hann, en hann tók þó þegar forystu við upphaf bar- áttunnar í New Hampshire í febrúar sl. Ronald Reagan vakti fyrst athygli sem stjórnmálamaður 1964, þegar hann studdi Barry Goldwater. sem þótti mjög íhaldssamur, með ráð og dáð. Goldwater tapaði með miklum mun fyrir Lyndon B. Johnson í kosningunum. Repúblikanar hafa síðan útnefnt frjálslyndari frambjóðendur — þar til nú. Reagan á eftir að sæta harðri gagnrýni í kosningabaráttunni fyrir skoðanir sínar og reynslu- leysi. Hann þykir þó eiga góða möguleika á að vinna kosn- ingarnar í nóvember. Flokkur hans stendur sameinaður að baki hans, en óánægja og glundroði ríkir í herbúðum Demókrata. Hægri sveifla hefur átt sér stað í landinu, og ólíklegt þykir, að sömu örlög bíði Reag- ans í ár og biðu Goldwaters 1964. Reagan flutti í stórum drátt- um sömu kosningaræðu í for- kosningabaráttunni í ár og hann flutti í baráttunni fyrir fjórum árum. Sumir segja, að það sé sama ræðan og hann hefur flutt undanfarin 30 ár. Hann hefur hugmyndir sínar skrifaðar á lítil spjöld, sem hann raðar á mis- munandi vegu, svo að ræðan hljómar ekki alltaf eins. Búizt er við, að hann haldi uppteknum hætti á næstu mánuðum. Efna- hags-, orku- og utanríkismál eru meginuppistaðan í ræðu hans, en hann nefnir einnig umsvif og eyðslusemi alríkisstjórnarinnar og mikilvægt hlutverk fjölskyld- unnar í þjóðfélaginu. Efnahagskreppa með verð- bólgu og atvinnuleysi herjar í Bandaríkjunum. Reagan vill leysa kreppuna með 30% lækkun tekjuskatta á þremur árum og minni afskiptum ríkisins af verzlun og viðskiptum. Hann styður stefnu sína í skattamál- um með hagfræðikenningum Arthurs Laffer. Þær herma, að auka megi framleiðslu og at- vinnu með skattalækkup. Fólk mun spara eða eyða viðbótar- tekjum, sem það hlýtur við skattalækkun, og auka þannig framboð á lánsfé og eftirspurn. Framleiðsla myndi aukast og meiri atvinna yrði í boði. Sú aukning myndi auka skattatekj- ur ríkisins umfram tekjumiss- inn, sem yrði við upphaflegu skattalækkunina. Kenningar Laffers myndu kynda undir verðbólgunni, en Reagan hefur haft þyngri áhyggjur af atvinnu- leysi og samdrætti í framleiðslu. Bændur og bílaframleiðendur eru meðal þeirra, sem ríkið hefur haft mikil afskipti af undanfarin ár. Reagan telur, að ríkið eigi alveg að sleppa hend- inni af landbúnaði og láta bænd- ur heyja frjálsa samkeppni á markaðnum eins og aðra fram- leiðendur. Þannig heldur hann, að framleiðsla landbúnaðaraf- urða verði mest og verð helzt við hæfi neytenda. Bílaiðnaðurinn í Bandaríkjunum hefur orðið harðast fyrir barði efnahags- kreppunnar í ár. Reagan kennir afskiptum alríkisstjórnarinnar að hluta til um ástandið nú. Hann gagnrýnir kvaðir um ör- yggisbúnað og mengunarhreinsi- tæki í bílum, en þær hafa reynzt framleiðendum dýrar. Takmark Reagans í efnahagsmálum er að hverfa aftur til þess tíma, þegar verðlag í Bandaríkjunum var stöðugt, atvinnuleysi lágt, fram- leiðsluvörur samkeppnishæfar og dollarinn sterkur gjaldmiðill. Orkukreppan í heiminum hef- ur haft slæm áhrif á efnahags- mál Bandaríkjanna, en Reagan telur hana uppspuna frá rótum. Hann vill, að ríkið hætti öllum afskiptum af olíufyrirtækjum og olíuverði, og telur, að framboð á olíu muni þá aukast til muna. Hann hristir höfuðið yfir tali um orkuskort í landi, þar sem ógrynni kola er grafið í jörðu og bíður vinnslu. Hann er hlynntur kjarnorkuframleiðslu og gerir lítið úr hættu, sem stafar af henni. Hugmyndir Reagans í utan- ríkismálum beinast allar að sambandi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Stefna hans byggist á þeirri trú, að kommún- istar bíði bara hentugs tækifær- is til að taka yfir heiminn. Hann vill auka styrk Bandaríkjanna í varnarmálum og er hlynntur öllum helztu vopnum, sem varn- armálaráðuneytið hefur stungið upp á undanfarin ár. Hann er andvígur SALT II samnlngnum og hefur gert lítið úr detente- stefnu Henry Kissinger. Reagan er mikill stuðnings- maður ísraelsmanna og telur ísrael mikilvægan þröskuld í vegi Sovétríkjanna í Mið-Aust- urlöndum. Hann hefur gagnrýnt samband Bandaríkjanna við Kína, sem kostaði sambandsslit við Taiwan, og vill taka upp samstarf við þjóðina að nýju. Hann hefur gagnrýnt mannrétt- indastefnu stjórnar Jimmy Cart- ers í utanríkismálum. Talið er, að hann muni sjálfur taka af- stöðu með eða á móti erlendum stjórnum, ef hann nær kjöri sem forseti, með hliðsjón af sam- bandi þeirra við Rússa, frekar en ánægju þegnanna með viðkom- andi stjórn. Gagnrýnendur Reagans eru márgir, þótt þeim hafi fækkað til muna á síðustu mánuðum. Helzt setja þeir íhaldssemi og reynsluleysi Reagans fyrir sig. Stuðningsmenn hans minna því oft á, að Reagan var ríkisstjóri Kaliforníu, sem þeir kalla næst- erfiðasta starfið í landinu, í átta ár eða 1967—75. Reagan hreykir sér oft sjálfur af frammistöðu sinni á þessum árum, en þeir, sem vilja draga úr íhaldssemi hans, segja, að þá hafi komið í ljós, að hann er ekki eins ihaldssamur og hann vill vera láta. Reagan gagnrýndi umsvif ríkisins 1967, eins og hann gerir nú (hann segist ætla að leggja mennta- og orkumálaráðuneytin niður, ef hann nær kjöri, og auka sjálfstjórn ríkjanna — sumir segja, að hann vilji helzt leggja Washington í eyði á átta árum), er. tókst ekki aðs kera þau verulega niður. Demókratar höfðu yfirhöndina í þinginu í Kaliforníu á þessum árum sem endranær og samþykktu ekki tillögur hans. Hann fékk þó samþykktar endurbætur á fé- lagsbótakerfi ríkisins og sneri við miklum halla, sem var á fjárlögum þess. Reagan nefnir oft, að afgangur hafi verið á ríkisrekstri hans og skattgreið- endur hafi fengið endurgreiðslur úr ríkissjóði í hans tíð. Hann nefnir þó ekki, að þrjár skatta- hækkanir hafi gert þetta kleift og ein þeirra verið sú mesta í sögu ríkisins. Reagan hefur enga reynslu í utanríkismálum, og sumir óttast, að hann yrði fljótur að stofna til styrjaldar, ef út af brygði í samskiptum við Sovét- ríkin. Hann hefur komið sér upp myndarlegum hóp utanríkis- ráðgjafa, sem munu leiðbeina honum í framtíðinni. En eitt af því, sem stuðningsmenn hans telja honum helzt til framdrátt- ar, er vilji til að hlusta og taka mark á ráðleggingum annarra. Hann þótti hafa góðan hóp starfsmanna í Kaliforníu og vera góður stjórnandi. Margir starfsmenn Reagans komu úr viðskiptalífinu, en þar á hann marga vini og stuðnings- menn. Aðrir vinir þeirra Nancy, konu hans, og Ronalds Reagans eru flestir frá Hollywoodárum þeirra, en Reagan var leikari, áður en hann gerðist stjórn- málamaður. Hann var formaður félags kvikmyndaleikara í nokk- ur ár, en fyrri eiginkona hans, Jane Wyman, sótti um skilnað vegna tímans, sem hann eyddi í það starf. Hann giftist Nancy Davis árið 1952. Fram að því var hann sannfærður Demókrati, en hún er talin hafa haft áhrif á skoðanaskipti hans. Hann var fyrst skráður í Repúblikana- flokkinn 1964. í upphafi kosningabaráttunn- ar var mikið gert úr háum aldri Reagans — hann er 69 ára. Frammistaða hans á fundum og í sjónvarpi hefur leitt huga fólks frá elli hans, auk þess sem hann hefur lofað að hætta störfum strax og læknar segja að honum sé farið að hrörna. Margir eru ánægðir með einfaldar skýr- ingar hans á öllum hlutum, en öðrum finnst hann ávallt vera að leika og vilja miklu heldur sjá hann í sjónvarpinu um miðnætt- ið í „King’s Row“, sem þótti ein af hans beztu myndum, en í fréttum fyrir kvöldmat. ab

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.