Morgunblaðið - 19.07.1980, Side 15

Morgunblaðið - 19.07.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980 15 Breyttar aðstæður kalla á breytingar í rekstri Síldarverksmiðjur ríkisins reka nú verksmiðjur á sex stöðum á landinu, þ.e. Skagaströnd, Siglu- firði, Húsavík, Raufarhöfn, Seyð- isfirði og Reyðarfirði. A Skaga- strönd og Húsavík er eingöngu unnin fiskúrgangur frá frystihús- unum, en á hinum stöðunum er loðna aðalvinnslan. Heildaraf- kastagetan er um 3.500 tonn á sólarhring. Allar þessar verksmiðj- ur hafa verið meira og minna endurbættar til að geta sinnt þeim kröfum, sem gerðar eru til þeirra í dag. Töluverð breyting varð á rekstri verksmiðjanna 1972, þegar byrjað var að bræða loðnu. Þá þurfti að endurbæta þær mikið, því að þær voru ekki tæknilega undirbúnar fyrir hið nýja verkefni. Nú er svo komið að nýtingin er eins og bezt verður á kosið og til dæmis hefur nýting S.R. 46 í Siglufirði aldrei verið betri. Alls hafa Síldar- verksmiðjur ríkisins tekið á móti um 2.600 millj. tonna síldar og 1,3 milljónum tonna loðnu síðan þær hófu starfsemi sína. Einnig hafa þær tekið á móti miklu magni af karfa, ufsa og úrgangi. Árið 1979 tóku S.R. við um þriðjungi alls þess magns, sem landað var af loðnu, en nýtingin er yfirleitt betri en hjá öðrum verk- smiðjum, vegna þess að verksmiðj- ur S.R. liggja betur við miðunum. Til dæmis kemur lýsisframleiðsl- an mun betur út hjá okkur. Aðalatriði í rekstri S.R. í dag er orkusparnaður. Nú er svo komið að olíunotkun er hæsti kostnaðar- liður vinnslunnar. Á síðasta ári voru greiddar á þriðja milljarð króna í olíu. Stefnt er að því að spara 20% af olíukostnaði og hefur verið unnið að því með ýmsum hætti. Orkusparandi ráðstafanir hafa þegar leitt til þess að í S.R. 46 hefur oliúnotkun minnkað úr 84 kg miðað við tonn af hráefni niður í 68 kg/tonn. Á síðastliðnu ári tóku S.R. á móti tæpum 300 þús. tn af loðnu. Framleiðslan á loðnumjöli nam þá 50.000 tn, en á lýsi 33.000 tn. Nettó söluverðmæti afurða var 12.000 milljónir kr., hráefniskaup voru 6.100 milljónir og vinnulaun 1.400 milljónir kr. Yfir háannatímann starfa hjá verksmiðjunum um 250 manns. Við erum bjartsýnir á framtíð- ina og það er eins víst og dagur fylgir nótt, að síldin kemur aftur. Síldin hefur verið okkar mesta ævintýri í atvinnulífinu og bræðslurnar hafa skilað þjóðar- búinu miklum afrakstri," sagði Þorsteinn Gíslason, stjórnarfor- maður að lokum. Gömul mynd frá löndun á síldarárunum, þegar nótabátar voru notaðir og nótabassar stjórnuðu síldarkasti. Seinna komu hábryggjurnar svokölluðu til sögunnar við löndun. Þá var aflanum ekið á handvögnum eftir beim unn í bró. Þarna sér yfir 4.000 tonna þró og eru færiböndin komin til sögunnar við löndun. Athafnasvæði Síldarverksmiðja ríkisins i Siglufirði. Starfsmaður í hálfa öld UM LEIÐ og Síldarverksmiðjur ríkisins halda upp á fimmtiu ára afmæli sitt i Siglufirði heldur einn starfsmaður þeirra upp á fimmtiu ára starfsafmæli sitt. Hann heitir Eggert Theódórsson, borinn og barnfæddur Siglfirð- ingur. fæddur 1. júní 1907 og er þvi sjötiu og þriggja ára. „Ég byrjaði að vinna hér um hálfum mánuði áður en fyrsta síidin barst til verksmiðjunnar, þá byrjaði ég á lagernum og hef verið þar síðan," sagði Eggert, þegar rætt var við hann í tilefni afmæl- isins. „Stofnun verksmiðjunnar hafði mikii áhrif hér fyrir þennan stað, hún lyfti honum upp úr öldudal. Hér var þá mjög lítil atvinna, önnur en sú, sem fylgdi síldinni. Menn fögnuðu þessu og þá kvartaði enginn yfir reyknum. Menn voru ánægðir með peninga- lyktina. Vinnubrðgðin hafa Eggert Thcódórsson, birgðavörður breytzt mjög mikið. Hér á fyrstu árunum var mikið treyst á hand- aflið. Þá voru ofnarnir kolakyntir og það var oft erfitt að halda dampi undir kötlunum. Það var þrældómur að vera kyndari. Á sumrin komu stúdentar og unnu hjá okkur. Verkalýðsfélagið heimilaði að 30% af verkamönn- unum væru úr hópi stúdenta. Þeir urðu að vinna fyrir brauðinu sínu þá — engir voru styrkirnir. Þá færðist líf og fjör yfir staðinn, því margir gárungar voru oft í þeirra hópi. Já, maður saknar óneitan- lega þessa tíma. Þetta fjör hefur ekki komið aftur með loðnunni. Það breyttist mikið þegar við byrjuðum að bræða hana. Við, þessir gömlu Siglfirðingar, kunn- um ekki að meta lyktina af loðnunni. Þetta hefur verið skemmtiiegur tími og margt gerzt ó hálfri öld, en það er bezt að ég láti þig heyra vísu, sem mér var að berast í tilefni afmælisins: Er þú lúinn lahhar hcint og litur yflr hálfa ökl. ilrimur illa þakkar þrim. srm þrælar fram á hinzta kvöld.“ Dr. Jónas Bjarnason: Fóðurbætis- skatturinn Nokkrar vinsamlegar ábendingar til Matthíasar Eggertssonar, Hólum Nokkrar vinsamlegar ábend- ingar til Matthíasar Eggertsson- ar, Hólum. I Mbl. 17. júlí birtist hógvær og á margan hátt gagnleg grein eftir Matthías Eggertsson um fóður- bætisskattinn nýja. Af því tilefni og svo vegna þess, að ýmsir landbúnaðarmenn tala mikið um niðurgreiðslur á fóðurbæti í Efna- hagsbandalaginu, sem röksemd fyrir fóðurbætisskattinum á ís- landi, er þessi greinarstúfur ritað- ur. Matthías segir m.a., að niður- greiðslur á fóðurbæti keyptum til landsins frá Efnahagsbandalag- inu kippi fótunum undan sam- bærilegum rekstri hér á landi. íslenzkt atvinnulíf geti ekki liðið, að erlendar þjóðir komi á þennan hátt aftan að sér. Þetta virðist Neytendasamtökunum og fleiri aðilum ekki ljóst. 50% skattur á fóður alifugla og svína sé ætlaður til að vega upp á móti erlendu niðurgreiðslunum. Margt annað kemur fram í grein Matthíasar, sem enginn ágreiningur verður gerður út af. En um efni áðurgreindra til- vitnana (ekki orðréttar) vill undir- ritaður segja eftirfarandi: 1. Bygg kostaði í Danmörku um 80 kr. pr. kíló til útflutnings í maí sl., en niðurgreiðslur munu hafa verið á milli 200—300 D.kr. pr. tonn. Niðurgreiðslur á blönduðu fóðri munu hafa verið liðlega helmingi hærri í dönskum krónum talið. Byggverð í Kanada mun hafa verið svipað óniðurgreitt. Megnið af niðurgreiðslunum er því til að fá verðið niður í heimsmark- aðsverð! Ef bygg er keypt í Kanada fellur röksemdin niður. 2. Matthías telur að fóðurbæt- isniðurgreiðslur kippi fótunum undan sambærilegum rekstri hér- lendis. Þetta er bara unnt að skilja á þann veg, að niðurgreiðsl- urnar kippi fótunum undan ís- lenzkum fóðuriðnaði. Það má rétt vera fyrir graskögglaverksmiðjur og hugsanlega aðra fóðuröflun fyrir mjólkurkýr og sauðfé. Aðal ágreiningurinn vegna fóðurbætis- skattsins var út af 50% álagi á fóður svína og alifugla. Fóður þessara dýra er næstum alfarið innflutt, svo að röksemd Matthí- asar stenzt ekki gagnvart eggja-, svínakjöts- og kjúklingafram- leiðslu. 3. Ofangreindar framleiðslu- greinar tilheyra íslenzku atvinnu- Jónas Bjarnason lífi og skyndilegur 50% skattur á fóður þeirra svo og kvótaskömmt- un á fóðri samkvæmt náð sam- keppnisgreina er mun alvarlegri aðför að íslenzku atvinnulífi og hagsmunum neytenda en að láta fóður þeirra í friði. Erlendar þjóðir eru ekkert að koma aftan að íslenzku atvinnu- lífi. Það er sorglegt, hvað margir hafa gripið í þetta hálmstrá. Landbúnaðarráðherra hrekst nú úr einni varnarstöðunni í aðra. Matthías gerir því einnig skóna í grein sinni, að með fóðurbætis- skattinum séu Islendingar aðeins að verja sína eigin framleiðslu eins og aðrar þjóðir gera, og vitnar hann í nýlega grein mína í því sambandi. í ljósi þess, að fjármagn það, sem fæst af kjarn- fóðurskatti fugla- og svínafóðurs, á að fara m.a. í að bæta sauðfjár- bændum „skort á útflutningsbót- um“, er hér ekki um venjulega verndun á innlendri framleiðslu að ræða heldur um stuðning við „innrásaraðgerðir" á aðra mark- aði á tímum vaxandi verndar- ráðstafana fyrir landbúnaðaraf- urðir í milliríkjaviðskiptum. Ég held að ég geti fullyrt, að Neytendasamtökunum séu ljós öll aðalatriði þessa máls. Hvaða rök- semd er fyrir því að lágt kjarnfóð- urverð erlendis fyrir svín og alifugla geti verið grundvöllur skattlagningar til fjáröflunar fyrir offramleiðslugreinarnar og til að þrengja enn valkosti neyt- enda? Dr. Jónas Bjarnason, varaformaður Neytenda- samtakanna. Trúnaðarbréf afhent Á myndinni sjáum við Ilannos Jónsson, sondiherra. afhonda Luijji Cottafaci, framkva'mdastjóra S.Þ. í Gonf, trúnaðarbréf sitt som fastafulltrúi hjá alþjóðastofnunum í Genf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.