Morgunblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980 17 —FYRRI- GREIN svið í kjölfar innlimunar landsins 1940. Aðstoð heitið Rússar hafa reynt að draga úr áhrifum baráttunnar fyrir því að hundsa leikana í erlendum höfuð- borgum og fá ríkisstjórnir, íþrótta- menn og íþróttafélög til að virða hana að vettugi. Rússar hafa einnig tjáð sig reiðubúna að styrkja þátt- töku íþróttamanna frá Þriðja heim- inum. Japanska blaðið „Yomiuri Shimbun" hermir, að aðstoðarut- anríkisráðherra Rússa, Firyubin, hafi gefið í skyn í Bangkok, að auk þess að standa undir ferðakostnaði keppenda munu Rússar veita viss- um þátttökuríkjum efnahagslega og. hernaðarlega aðstoð. Blaðið sagði, að Rússar hefðu þegar lagt til að þeir útveguðu Asíu- og Afríkuríkj- um vopn til að verðlauna þátttöku þeirra á leikunum. Samkvæmt grein í sovézka tíma- ritinu „Asía og Afríka í dag“ um aðstoð við þróunarríki, sem Tass vitnaði í var sovézka Ólympíunefnd- in fús að veita 50—100% afslátt á ferðum á leikana með flugvélum Aeroflot eftir því hve þjóðartekjur viðkomandi landa væru miklar eða hvernig fjárhag Ólympíunefnda þeirra væri háttað. Fréttir hermdu, að einn af leiðtogum skipulags- nefndar leikanna, sem fór til Manila í apríl, hefði heitið fjárhagsstuðn- ingi, bæði í sambandi við ferðir á leikana og gistingu. Lagos-útvarpið sagði seint í maí, að sendiherra Rússa í Nígeríu hefði tilkynnt á vörusýningu að allir keppendur frá Afríku fengju ókeypis flugfar og þar að auki gistingu og uppihald. „Newsweek" sagði í síðasta mánuði, að Rússar hefðu gefið í skyn að þeir kynnu að styðja bágborinn kókos- hnetuiðnað Filippseyinga með pönt- unum, en Ólympíunefnd þeirra ákvað þó að hundsa leikana. Jórdön- um var boðið að fá Bolshoi-ballett- inn í heimsókn, ef þeir tækju þátt í leikunum. Sovézkir þjálfarar hafa verið sendir til nokkurra landa og auk þess sovézkur íþróttabúnaður. um hæli í New York í febrúar, þegar hann sat þar fund óháðra ríkja. Hann sagði að „hvers konar ráðstaf- anir, sem knýja á um að Rússar hörfi með herlið sitt, hafa notið stuðnings afghonsku þjóðarinnar, sem telur þær efla baráttu sína. Ég styð ákvörðunina um að hundsa leikana og tel hana skref í rétta átt.“ Fá ríki hafa verið eins hreinskilin og Sovétríkin um pólitískt mikil- vægi OL. í ritinu „Sovézkar íþróttir: spurningar og svör“, sem Novosti gaf út, sagði til dæmis í fyrra: „Sú skoðun, sem er vinsæl á Vesturlönd- um, að „íþróttir séu hafnar yfir stjórnmái" nýtur ekki nokkurs stuðnings í Sovétríkjunum ... svo að í hvert sinn er einhver segir, að íþróttir séu utan ramma pólitískra samskipta, finnst okkur ummæli þeirra ekki alvara." Mjög pólitísk afstaða kemur einnig fram í bækl- ingi, sem var gefin út handa flokks- starfsmönnum. Sú ákvörðun að halda Ólympiuleikana „í höfuðborg fyrsta sósíalistaríkis heimsins", seg- ir í bæklingnum, „ber vott um almenna viðurkenningu á sögulegu mikilvægi og réttmæti utanríkis- stefnu lands okkar, hinu gífurlega framlagi Sovétríkjanna til barátt- unnar fyrir friði.“ Með henni væri einnig „staðið í reynd við alþjóðleg- ar skuldbindingar, meðal annars samkvæmt samningnum í Hels- inki.“ Kiilanin lávarður hefur játað, að hann hafi vakið máls á þessu í maí við Brezhnev í Moskvu. Forset- inn mun hafa spurt, hvað væri athugavert við þetta. Killanin svar- aði því til, að ákvörðunin hefði einungis verið tekin af íþrótta- ástæðum. „Brezhnev virðist engu hafa haft við að bæta,“ sagði „The Times". Þrengingar Jafnframt herma fréttir frá So- vétríkjunum og öðrum Austur- Evrópulöndum, að fólk í þessum löndum hafi orðið að þola óvenju- miklar þrengingar í marga mánuði vegna undirbúnings Moskvu-leik- anna. Kjöt hefur verið sagt nánast ófáanlegt í mörgum borgum Aust- ur-Evrópu í nokkurn tíma og jafnvel meiri skortur er á öðrum undir- stöðunauðsynjum en venjulega. Fra fyrstu Ólympiuleikunum í Aþcnu 18ÍK5. Afstaða Afghana Óvíst hefur verið um þátttöku Afghana á leikunum. Staðhæfingar um, að allir frjálsíþróttamenn þeirra, sem áttu að fara á leikana, hafi verið myrtir úr launsátri hafa að nokkru fengizt staðfestar í flóttamannabúðum í Pakistan. Sagt er, að ættflokkastríðsmenn hafi drepið frjálsíþróttamennina „til þess að heimurinn gæti dregið af því lærdóm." í marz flúðu nokkrir menn úr landsiiðinu í knattspyrnu frá Afghanistan og báðu um hæli í Evrópu til að mótmæia innrás Rússa, og einn þeirra, Mohammad Saber Rohparwar, átti sæti í Ólympíunefnd landsins. Maður úr körfuboitaliði Afghana, sem fiúði til Pakistan í marz, hélt því fram, að margir aðrir afghanskir íþróttamenn ætluðu að flýja. Hljóð- ið í Afghönum kom gleggst fram í viðtali við háttsettan starfsmann afghanska utanrikisráðuneytisins Abdul Rahim Ghafoorzai, sem bað Vissar vörutegundir hafa horfið og birzt síðan aftur, en verðið stór- hækkað. Jafnvel sængurföt virðast hafa horfið úr verzlunum og hótelin hafa söisað þau undir sig. Sovézkir andófsmenn styðja ein- dregið baráttuna fyrir því að hundsa leikana. Nóbelsverðlauna- hafinn dr. Andrei Sakharov sagði í bréfi sem var smyglað frá Gorky þar sem hann er í útiegð, að refsiaðgerðir eins og þær að hundsa Moskvu-leikana væru „geysilega mikilvægar" á margan hátt, sem Vesturlönd ættu erfitt með að skilja. „Þær geta stuðlað að eflingu ábyrgari, kreddulausari manna í sovézku forystunni," sagði dr. Sak- harov í bréfinu, sem birtist í „New York Times“ í júní. „Sérhver áhorf- andi eða íþróttamaður, sem kemur til Ólympíuleikanna, mun óbeinlínis styðja hernaðarstefnu Sovétríkj- anna ... Ekkert hefur breytzt síðan í valdatíð Stalíns. Leiðtogarnir halda áfram vígbúnaðar kapphlaup- inu, sem þeir fela með friðartali." Unglingakórinn söng við góðar undirtektir Færeying- arnir ætl- uðu að flýta för sinni Húsavik. 18. júlí. HÚSVÍKINGAR hafa verið held- ur grandalausir fyrir bílaþjóf- um og skildi einn Húsvikingur bílinn sinn eftir á bílastæði skammt frá kirkjunni. Þegar hann ætlaði að taka hílinn var hann horfinn. Maðurinn hafði þó engar áhyggjur af því. og taldi að kona sín hefði tekið bilinn. En þegar hann kom heim um kvöldið var bíllinn hvergi og konan hafði þar hvergi komið nálægt. Lögreglan hóf því eftir- grennslan um bílinn og frétti fljótlega að hann hefði sést á flugvellinum og ók þá sem leið liggur fram dalina og fann bílinn í Reykjadal og á leið til Reykjavík- ur. Stjórnendur farartækisins reyndust vera Færeyingar, sem komið höfðu með Smyrli á þriðju- daginn og ætluðu á þennna hátt að flýta för sinni til Reykjavíkur. En lögreglan tafði för þeirra og bauð þeim gistingu eina nótt hér. Þeir héldu síðan til Akureyrar og kann ég ekki sögu þeirra lengri. Grunur leikur á því að Bakkus hafi þarna einhversstaðar verið nálægur. — Fréttaritari. „PUDAS“ unglingakórinn frá Tornio i Finnlandi hélt sína fyrstu tónleika þann 15. júli sl. í Grindavik. Ilúsfyllir varð. og að sögn góðar undirtektir. Þá söng kórinn í Keflavíkurkirkju þann IIÓTEL Norðurljós á Raufarhöfn hefur nýlega skipt um eigendur. Fyrri eigandi var Guðjón Styrk- ársson en hann hefur nú selt hótelið Raufarhafnarhreppi á 47 milljónir króna. Kaupin fóru fram 4. júli s.l. Sveinn Eiðsson sveitarstjóri tjáði Mbl. að hótelið yrði opnað 16. júlí. A myndinni sjáum við Jón Ilólmgeirsson í Grindavik taka við bæjarmerki Tornio. en það afhentu þeir Eiro Punkki og Eino Tuppurainer. núna um helgina. Hótelstjóri hef- ur verið ráðinn Örn Egilsson. Á Hótel Norðurljósi eru 35 herbergi sem geta tekið tvo gesti hvert. Þar er einnig matsala. Raufarhöfn og nágrenni hefur upp á ýmislegt að bjóða fyrir ferðamenn, t.d. lax og silungsveiði. Hótel Norðurljós opnar á ný Véla- og þjónustukynning Útgerðarmenn og vélstjórar um land allt Leyfum okkur aö heimsækja ykkur á næstu 2—3 vikum til skrafs og ráöageröa. Augnayndiö í feröinni veröur ein af hinum frábæru CATERPILLAR VÉLUM, CAT. 3408 365 hö. viö 1800 sn/mín. 3408 [CATl PLUS CATERPILLAR Verðum á eftirtöldum stöðum: Eskifirði Fáskrúðsfirði Breiðdalsvík Djúpavogi Hornafirði 20. júlí kl. 10:00-12:00 20 júlí kl. 15:00-17.00 21. júlí kl. 10:00-12:00 21. júlí kl. 15:00-17:00 22. júlí kl. 9:00-12:00 CATERPILLAR SALA S ÞJÓNUSTA HEKLA HF CaterptHar, Cat.og CB eru skrósett vorumerki Laugavegi 170-172, — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.