Morgunblaðið - 19.07.1980, Page 27

Morgunblaðið - 19.07.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980 27 Frá songdöKunum 19.—22. júní. Heimir Steinsson rektor: Söngdagar í Skálholti Eitt af hinu leyndardómsfulla í fari fornra helgistaða er það, hversu þeir seiða til sín sundur- leitasta fólk og bregða yfir það sameiginlegum hjúpi upphafn- ingar og töfra. Úr öllum heims- hornum og af hverri mannfélags- gráðu rekur þessa gesti að, en allir ummyndast þeir með nokkrum hætti þann tíma, sem þeir staldra við, hvort heldur stundin er stutt eða löng. Sá sem sem fengið hefur það verkefni að gæta staðar sem þessa að hluta til, fellur auðveld- lega í þá freistni að lyppast niður í gráa flatneskju andspænis hinum helgasta leyndardómi. Virkir dag- ar eru ótrúlega skæðir óvinir einlægra hughrifa. En þegar ferðamennina góðu ber að garði á hátíðastundu, lifnar yfir sljóum heimasetanum og hann eignast hlutdeild í gleði hinna aðkomnu og lotningu þeirra. Þannig færir hver gestkoma honum staðinn að nýju og gerir honum kleift að taka þátt í sameiginlegri lofgjörð allra þeirra er unna hinni heilögu jörð. II Að kvöldi fimmtudagsins 19. júní tók að strjálast í hlað í Skálholti hópur karla og kvenna einu sinni sem oftar á sumrinu. Komumenn fóru sér að engu óðslega, en settust að í hinum ýmsu vistarverum Skálholtsskóla, fengu sér kaffisopa í matsal og hugðu að veðri á hlaði úti. Allt að einu virtust þeir ekki saman komnir að tilefnislausu enda var ekki langt liðið á kvöld, þegar tónar bárust innan úr kennslu- stofum skólans, varfærnislegir og leitandi í fyrstunni, en brátt markvísir og hiklausir. Að morgni næsta dags var skólinn endilangur einn samfelld- ur hljómbotn sætlegrar kveðandi. Fimm tugir manna voru sestir hér að, og enn átti þeim eftir að fjölga. Sungið var og leikið víðs vegar um húsið, en þess á milli söfnuðust allir til samæfinga. Innan stundar barst tónaflóðið um Skálholtsstað allan, enda var nú sungið í dóm- kirkjunni sjálfri, einu veglegasta hljóðfæri sem smíðað hefur verið á Islandi, húsi sem kveður betur en páfinn hverju sinni sem þar er tekið í streng eða lostið upp hrópi. Hópur þessi virtist gera lítið annað en syngja og leika. Þó varð uppstytta á málum, en þá ríkti óþvinguð glaðværð þeirra manna sem eiga sér sameiginlegt áhugamál ellegar þekkjast vel nema hvort tveggja sé. Leið svo föstudagurinn allur og laugardag- urinn, en að kvöldi heyrðu menn Guðsorð í Skálholtskirkju og luku með söng. A sunnudag var sem dreifðum vötnum væri beint að einum ósi. Nú kom í ljós, að hér hafði engan veginn verið sungið út í bláinn. Messað var í Skálholtskirkju, og komumenn báru uppi lofgjörð og þökk með messusöng og sálma- gjörð ásamt organslætti. Síðdegis var efnt til tónleika. Og nú dreif enn að fjölmenni, nýja gesti er haft höfðu spurnir af því, sem til stóð, þótt ekki væri auglýstur viðburðurinn. Sönglitlum manni og kunnáttu- lausum í tónfræðum fer best að þegja um þennan lokaþátt. Þó á einnig slíkur hlerari sinn tíma. Fákænum heimilast að segja, hvað þeim þykir fallegt. í þau átta ár sem ég hef búið í Skálholti þykist ég ekki hafa marga stund betri lifað. Safnast þó saman í Skálholtskirkju fremstu menn ís- lands í greinum söngs og hljóma, en ágætir menn úr fjarlægum löndum einnig. III Fyrir hverju verulega vel heppnuðu verki ræður að jafnaði einn maður. Væri honum ekki til að dreifa, færi hin besta samvinna út um þúfur. „Söngdagar í Skál- holti", sem nú voru haldnir öðru sinni um Jónsmessuleytið, eru tilorðnir að undirlagi Jónasar Ingimundarsonar. Færni hans á vettvangi tónmennta er öðrum kunnugri en undirrituðum. Kenn- arahæfileikar Jónasar og öldungis frábær lipurð í leiðtogahlutverki liggur hins vegar einföldum áhorf- anda í augum uppi. Aðspurður segir Jónas Ingi- mundarson fólk það, er safnast saman til „Söngdaga í Skálholti" vera af öllu landinu. Einnig kveð- ur hann það fylkja liði án tilefnis, annars en gamans. Sú er von Jónasar, að söngdagar þessir verði árlegur viðburður fyrstu helgi eftir 17. júní. Einnig á hann sér þann draum, að annar kjarni áþekkur myndist í fjarlægum landsfjórðungi. Þegar spurt er um tilgang þessa athæfis, verður Jónasi létt um mál: Spurningin er réttmæt. Hér er ekki á ferð kór, er að staðaldri komi saman, heldur sundurleitur hópur, sem raunar verður að kór á þeim þremur til fjórum dögum, er hann hefur til ráðstöfunar, en tvístrast síðan og hver maður fer til síns heima. „Konsertinn" í lokin vill Jónas setja á gæsalappir. Þetta er ekki „konsert" í venju- legum skilningi þess orðs, enda er honum ekki á loft haldið. Tónleik- arnir eru einungis eðlileg úttekt á því, sem gestirnir hafa fengist við, meðan þeir dvöldu í Skálholti. Samsöngur þessi er fyrst og fremst ætlaður þátttakendum sjálfum, þótt allir séu velkomnir, er líta vilja inn. Hver er þá tilgangurinn? — „Allt starf mitt er trúboð, mann- rækt“, segir Jónas Ingimundarson. „Menn gera mikið af því að sækja tónleika, en fást minna við það að koma saman sjálfir í gleðinni yfir að vera til og njóta þess að syngja og leika. Músík er í hópi mark- verðustu fyrirbæra undir sólinni. Fátt er betur til þess fallið að aga persónuleikann og hefja hann til flugs. Tilgang söngdaganna er því að finna í því verki, sem hér er unnið, og í ljúfri reynslu þátttak- enda, ásamt þeim framförum er þeir taka“. Mannfagnaður og mannrækt gætu trúlega verið einkunnarorð „Söngdaga í Skálholti". Og hvoru tveggja er til skila haldið af óvenjulega hæfum fyrirliða. IV En Jónas Ingimundarson er ekki einn að verki. „Hér er mikið saman komið af undirstöðufólki", segir Jónas. Kjarni hópsins var í upphafi söngsveitin „Hljómeyki", og mæddi undirbúningur fyrstu „Söngdaga" mjög á því forystuliði. Þar er að finna þau Halldór Vilhelmsson, Rúnar Einarssson, Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur og Áslaugu Ólafsdóttur. Ógleymdur skal og Marteinn Hunger Frið- riksson, sem að sínum hluta ber uppi söngverkið af alkunnri snilld. Fjölda áþekkra fyrirmanna er að finna meðal þátttakenda, þótt ekki verði taldir hér. Flestir lesa nótur, og af því leiðir, að menn læra á fáum dögum hin útsmogn- ustu tónverk. Ófáir kunna að handfjalla nokkurt hljóðfæri. „Það er liður í leiknum að reyna að músísera með það efni, sem fyrir hendi er“, segir stjórnand- inn. Hér eru á lofti flautur af flestu tagi og fer hver pípari óaðfinnanlega með sitt tól. Gömul hljóðfæri skipa öndvegi, raket, kornet og musette, og má lukka til að leikmaður kunni að bera heiti þessara instrúmenta sér í munn, hvað þá heldur stafsetja þau. Þó eru hér meðal annars á ferð forfaðir trompetsins og náfrændi óbósins, svo að einhvers sé getið, sem almenningi lætur kunnuglega í eyrum. Öllu er þessu saman safnað í einn stað á hinum óform- legu lokatónleikum söngliðsins. Nokkrir láta lítið yfir sér, segj- ast ekki lesa nótur að ráði, en leggja við hlustir og læra af hinum. En gleði þeirra virðist engu minni en annarra. „Hér gerast hinir ótrúlegustu hlutir,“ segir gömul leiksystir mín, sem komin er á vettvang ásamt bónda sínum. „Einnegin maðurinn minn er farinn að yrkja". — Stökur og limrur læðast á milli manna, þegar hlé verður á hinni skipu- lögðu glaðværð. Kætin ljómar í hverju auga. V í tilefni þessa mannfundar hef- ur Jónas Ingimundarson tekið saman snotra bók, er hann nefnir „Söngdaga 80“, en undirfyrirsögn er „í Skálholti 19.—22. júní“. Hér er m.a. að finna „Missa brevis“ eftir John Speight, Englending sem búsettur er á Islandi og vinnur við tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Að því verki er unnið í Skálholti þessu sinni, og verður sá þráður þó tekinn gaum- gæfilegar upp síðar. „Messunni stuttu“ fylgir „Vegsamið I)rottin“ eftir Heinrich Schút/,, tveggja kóra verk, byggt á 100. sálmi Davíðs. Fjöldi „smálaga“, sem Söngstjórinn svo nefnir. er einnig í bókinni, enda kemur á daginn, að lokatónleikarnir endast rnönnum liðlega hálfa aðra klukkusturtd og eru svo fjölbreytilegir, að eftir- vænting hlustandans vex með hverju andartaki. I fyrra var aðalverkefni „Söng- daga í Skálholti" Re<iuiem eftir Gabriel Fauré. Þessu sinni tekur hópurinn fleiri meiri háttar verk til meðferðar, þ.á.m. „Missa brev- is“ eftir Haydn, „Litlu orgelmess- una“, sem svo er nefnd. Aðalvið- fangsefnið er þó „Pange lingua“ eftir Zoltan Kodály. Textinn er alkunnur, saman settur af heilög- um Tómasi frá Aquino og hefur löngu öðlast fastan sess í íslenskri altarisþjónustu í þýðingu Stefáns Thorarensen: Tunga mín af hjarta hijóði. Það má teljast nokkur dirfska að fella ný tónverk að svo fornum texta og máttugum, sem löngu er samgróinn öðrum hljómum i vit- und tilheyrandans. Tilbeiðsla lík- ama Krists og blóðs er einn dýpsti leyndardómur heilagrar kirkju og óvíða eru því efni betri skil gerð en í nefndum texta. Hin íslenska og hin latneska gerð þessa sálms eiga sér hvor um sig tiltekna tóna. Er það ekki bíræfni að ástunda músíkalska tilraunastarfsemi andspænis þeim hinum dýrasta hlut? Spyr sá sem ekki veit. Víst er um það, að tónverk Kodálys var þessu sinni ótvírætt hámark „Söngdaga í Skálholti", enda skil- aði hópurinn síglaði því með þvílíkum afburðum, að örðugt er að gera sér í hugarlund betri árangur á svo skömmum tíma. Skálholtsdómkirkja tók að sínum hluta undir hina óviðjafnanlegu lofgjörð kirkjuföðurins stór- brotna. Guð var í sannleika ákall- aður i Skálholti á þeirri stundu, eins og svo löngum fyrr og síðar. VI Framangreind orð eru ekki ann- að en dreifð þankabrot tileyranda, er ekki gafst tóm til beinnar þátttöku og ber takmarkað skyn á það, sem fram fór. í upphafi var þess getið, að góðir gestir gæði fornan helgistað nýju lífi og veki heimamenn af blundi. Sú varð raunin á þessu sinni og greinar- korn þetta er tilraun tii að þakka þá vakningu. „En hvatki er mis- sagt er í fræðum þessum", þá er skylt að skrifa þau afglnp öll á reikning greinarhöfundar eins, en ekki söngstjóra eða annarra komumanna. Sérstök ástæða er að lyktum til að bera lof á Jónas Ingimundarson og samverkamenn hans fyrir þá glaðværu fræðslustarfsemi, sem „Söngdagar í Skálholti" raunveru- lega eru. Markmið þessara tiltekta er ekki það að miklast af árangri úrvalsliðs og fá samandrifna hlustendur til að falla í stafi. Hitt vakir fyrir frantkvæmdamönnum að ástunda gagnkvæma fræðslu og uppörvun. „Söngdagar í Skálholti“ eru „alþýðlegir" í orðsins bestu merkingu. Þar virðist sérhver sá eiga heima, sem einfaldlega þykir gaman að syngja og hefur yndi af nokkurra daga samvist við annað fólk. Jafnframt eru viðfangsefnin tekin þeim tökum, að tæpast þarf nokkur kunnáttumaður að telja sér misboðið. Skálholti, 4. júlí 1980 Heimir Steinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.