Morgunblaðið - 19.07.1980, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980
Elías Kristjáns-
son fyrrv. birgða-
stjóri - Minning
Fæddur 3. drscmbor 1905
Dáinn 11. júlí 1980
Andlát frænda míns ot; sam-
starfsmanns um áraraðir, Elíasar
Kristjánssonar, kom mér á óvart.
Éj; hafði tal af honum fyrir
skömmu, þá var hann hress að
vanda með áætlanir um ferðir á
æskuslóðir vestur í Reykhólasveit.
Elías var fæddur að Skerðings-
stöðum í Reykhólasveit 3. desem-
ber 1905, hann var því tæpiega 75
ára er hann andaðist 11. þ.m.
Elías var sonur hjónanna Agnesar
Jónsdóttur ot; Kristjáns Jónssonar
bónda ot; hreppstjóra, sem þar
bjut;t;u. Hann var 6. í röðinni af 14
systkinum. Snemma kom fram hjá
honum áhu(;i til að menntast.
Systkinin voru mörg og veraldar-
auður foreldranna takmarkaður.
Elías stundaði nám í Hvítár-
bakkaskóla 1924—1926 til undir-
búnings frekara náms. Kreppan
var í algleymingi og erfitt um
fjárráð. Hann réðist eitt sumar á
síld. Það sumar varð aflabrestur
og tekjur rýrar. Hann hafði
ákveðið að fara til Noregs til
frekara náms. Elías hafði sam-
band við skipstjóra á norsku
síldveiðiskipi og samdist svo um
að hann fengi að fljóta með til
Noregs um haustið fyrir sann-
gjarnt verð. Þannig hafði Elías öll
spjót úti um að spara þær fáu
krónur, sem hann hafði safnað til
námsins.
Elías stundaði nám við lýðhá-
skólann í Voss 1928—29 og Skiens-
fjord Mekaniske Fagskole 1929—
31.
Þegar Elías kom heim gerðist
hann eftirlitsmaður hjá Lands-
símanum. Var starf hans einkum
fólgið í eftirliti símabúnaðar á
landssímastöðvunum og gera til-
lögur um breytingar til bóta.
Minningar vakna — ég ungur að
árum ferðaðist með Eiíasi um
landið í símaeftiriitsferðum 1943.
Árið 1941 hafði Elíasi verið afhent
ný bifreið til eftirlitsstarfa, sem
hann réði allri yfirbyggingu og
innréttingu á. Innréttingin vakti
athygli hvar sem komið var. Það
voru skápar fyrir nauðsynlegustu
mælitæki, skrifborð, sem hægt var
að leggja upp að vegg, fataskápur
og öðrum megin var svefnbekkur.
Þetta hannaði Elías einkum til að
vera óháður gististöðum á sínum
mörgu eftirlitsferðum. Þó veit ég
að hann þurfti sjaldan að nota
þessa aðstöðu, þar sem honum var
alls staðar fagnað hvar sem hann
kom, — ætíð glaður og reifur.
í júlí 1943 var afráöiö að ég færi
með Elíasi til að kynnast síma-
lögnum á Norður- og Austurlandi.
Þetta sumar var kalt á Norður- og
Austurlandi. Frá Húsavík var
ferðinni heitið til Austurlands um
Reykjaheiði. Á heiðinni snjóaði og
voru bílar fastir í snjó í byrjun
ágúst. Sigurður heitinn Kristjáns-
son símstöðvarstjóri og bóndi á
Grímsstöðum á Fjöllum kvaðst
vart muna slíka tíð. Þar var snjór
yfir öllu og slydduhríð um háslátt-
inn.
Síminn yfir fjallgarðinn Haug,
sem er á milli Grímsstaða og
Vopnafjarðar og tengdi ísland við
Evrópu um gamla sæsímann, var
bilaður og var rík áhersia lögð á
að viðgerð yrði hraðað.
Elías samdi við Sigurð um að fá
leigða hesta og fylgdarmann. Sig-
urður brást vel við og fylgdarmað-
urinn var ekki neinn amlóði, sonur
Sigurðar, Benedikt, hreystimenni
mikið.
Ég hafði verið í sveit og vanist
hestum, enda kom það sér vel. Við
fengum svartahríð og er í sælu-
húsið á Haug kom voru flestir
ánægðir, enda hríðin svo svört að
ekki sást á milli staura, — sem
þar voru á aðeins 25 metra bili,
næst jarðsímanum, sem liggur
yfir efsta hluta Haugs og var
jarðsíminn biiaður.
Næsta dag, við erfiðar aðstæð-
ur, var unnið að mælingum og
viðgerð undir öruggri stjórn Elías-
ar Kristjánssonar. Þeir sem
þekktu Elías vissu að hann vildi
láta hlutina ganga og gat verið
hamhleypa til verka. Enda drógu
þeir ekki af sér Elías og Benedikt í
þetta skipti á Haug í hríðarveðri.
Lýðveldisárið 1944 var Elías
skipaður birgðastjóri Pósts og
síma og gegndi því starfi með
sóma þar til að hann lét af
störfum vegna aldurs árið 1975.
Elías var hestamaður góður og
átti verðlaunagæðinga, sem hann
hafði yndi af að hugsa um og
hirða.
Elías Kristjánsson taldi það sitt
mesta gæfuspor á lífsleiðinni er
hann, 21. ágúst 1937, kvæntist
Randí Þórarinsdóttur. Þeim varð
tveggja barna auðið. Sonurinn
Þorgeir og dóttirin Betzý voru
þeim einkar kær og færðu þeim
barnabörnin, sem voru þeirra
augasteinar.
Hjónaband Randíar og Elíasar
var einkar hugljúft — sólskins-
dagar til hinsta dags.
Við hjónin vottum frú Randí,
börnum, barnabörnum og öðrum
vandamönnum dýpstu samúð.
Hafstcinn Þorsteinsson.
Horfinn er vinur. Minningar
streyma fram, minningar um vel-
gerðar- og sómamanninn Elías
Krístjánsson.
Ég sem þessar línur rita, kynnt-
ist Elíasi fyrir 30 árum. Allan
þennan tíma reyndist hann mér
sem besti faðir, alltaf reiðubúinn
að leysa vanda sem að höndum
bar. Alltaf hafði hann tíma til
slíks þótt hlaðinn væri störfum.
Já, það er ómetanlegt að hafa átt
slíkan mann, sem Elías heitinn
var, að fölskvalausum vini.
Ekki er ætlun mín að gera
farsælu ævistarfi Elíasar Krist-
jánssonar tæmandi skil, aðeins
bera fram þakkir við leiðarlok.
Kæra Randí og börn. Mikill er
ykkar harmur, megi góður guð
styrkja ykkur á kveðjustund. Ég
og fjölskylda mín vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Að endingu bið ég guð að blessa
minningu þessa mæta manns. Far
þú í friði, friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sveinbjörn Bcncdiktsson
Dauðsföll koma á óvart, þegar
ekki er vitað annað en að heilsan
sé í góðu lagi, enda þótt aldur sé
farinn að færast yfir.
Mér brá því nokkuð, þegar mér
var tilkynnt um lát Elíasar Krist-
jánssonar fyrrv. birgðastjóra
Pósts og síma. Ekki er langt um
liðið síðan ég hitti Elías og þá
glaðan og hressan að vanda og
fullan áhugaá ýmsum verkefnum,
sem fyrir lágu.
Elías lét af störfum hjá Pósti og
síma 31. des. 1975 þá sjötugur að
aldri. Ellimörk voru þó ekki á
honum að sjá, nóg verkefni biðu
og nokkrum mánuðum eftir að
hann hætti sagði hann við mig að
fólk ætti ekki að þurfa að kvíða
því að fylla 70 árin, margt væri
hægt að gera sér til gagns og
dægrast.vttingar.
Elías réðist til Pósts og síma á
miðju ári 1933, var þá nýkominn
frá námi í Noregi. Vann hann við
ýmis störf á tæknisviðinu en
snemma árs 1945 var hann settur
til þess að hafa umsjón með
birgðum stofnunarinnar og var
birgðastjóri þar til hann hætti
starfi. Áuk þess hafði hann á
hendi stjórn og umsjón með ýms-
um framkvæmdum og fórust hon-
um öll þessi störf vel úr hendi.
Elías var ávalt með það í huga að
vel og hagkvæmlega væri unnið en
jafnframt lagði hann áherslu á
hirðusemi og snyrtimennsku, enda
var frágangur allur til fyrirmynd-
ar.
Ég kynntist Elíasi ekki fyrr en
árið 1961 er ég réðist til starfa hjá
Pósti og síma. En alla tíð síðan
höfðum við mikil samskipti og
margvísleg mál voru rædd. Og
alltaf var Elías úrræðagóður og
fundvís á þær leiðir, sem hag-
kvæmastar voru í hverju máli.
Elías var reglusamur og árvökull í
starfi og krafðist þess sama af
öðrum. Fór ávalt vel á með okkur
og gat ég margt af honum lært.
Elías var kátur og hress í
vinahópi og kunni frá mörgu
skemmtilegu að segja og gæddi
hverja frásögn miklu lífi. Hann
var traustur vinur vina sinna og
gott var til hans að leita.
Góður drengur er genginn. Við
kveðjum hann með þökk í huga og
biðjum honum góðs á nýjum
leiðum. Eftirlifandi eiginkonu og
öðrum aðstandendum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Páll V. Danielsson.
llryKKjast ok KloAjast hér um íáa daga.
hcilsast »k kvortjast þaA or lifslns saRa.
Enn hefur hinn slyngi sláttur-
maður verið hér á ferð meðal
okkar og höggvið stórt skarð í
vinahópinn. Það var vorið 1945 að
fundum okkar Elíasar Kristjánss-
onar bar fyrst saman á heimili
Jónu systur minnar og Ólafs mágs
míns að Hamrafelli í Mosfellss-
veit.
Þeir Ólafur, Elías og Jóhann
Jónasson frá Öxney voru þá búnir
að reka þar félagsbú í eitt ár.
Þá þegar voru þau Elías og kona
hans Randý Þórarinsdóttir orðnir
miklir og góðir heimilisvinir fjöl-
skyldunnar á Hamrafelli. Hafa
þau vináttubönd haldist síðan og
aldrei rofnað. Má með sanni segja
að þessar tvær fjölskyldur hafi
sameinast í eina er árin liðu. Ég
minnist þess, að móðir mín, sem
heima átti á Hamrafelli sín síðari
ár, sagði oft við mig að hann Elías
ætti engan sinn líka og veit ég að
margur hefur viljað taka undir
orð hennar.
Seinna áttum við Elías eftir að
vera nágrannar í Mosfellssveitinni
um ára bil. Betri nágranna get ég
ekki hugsað mér. Það var eins og
hann væri alltaf í viðbragðsstöðu
til hjálpar, ef hann hélt eitthvað
vera að. Hann var sjálfur yfir-
hlaðinn störfum alla tíð, þó var
eins og hann hefði tíma til alls.
Varð það til þess, að margir
notfærðu sér þessa eiginleika
hans, því þeir vissu að Elías vildi
hvers manns vanda leysa.
Það var gaman að sjá Elías
vinna. Frá honum stafaði kraftur
og sú hreina vinnugleði þess, sem
á margt getur lagt gjörva hönd.
Elías var mikill ferðamaður og
komst oft í hann krappan á sínum
ferðum að vetri til í stórviðrum og
eins í viðureign við óbrúaðar ár og
önnur torleiði. Skemmtilegur
ferðafélagi var hann og manna
fróðastur um menn og málefni
þessa lands. Hafði og mikla
frásagnarhæfileika og kunni
manna best að segja frá spaugi-
legum atburðum og bianda frá-
sögn sina græskulausu gamni.
Ekki var ég lengi búinn að
þekkja Elías, er hann trúði mér
fyrir því, að allt frá bernskudög-
um sínum hafi hann átt sér þann
draum að eignast góðan reiðhest.
Svo gerðist það einn síðsumardag,
eftir að hann fékk umráðarétt yfir
landsspildu í Mosfellssveit, og
kallaði Vík, að hann bregður sér
austur að Kirkjubæ á Rangárvöll-
um og kaupir þar tvær brúnar
hryssur. Ég man það enn, hvað
hann var innilega glaður er hann
sýndi mér þær í fyrsta sinn. Síðan
þetta var hefur mikið vatn til
sjávar runnið, en Elías hélt vöku
sinni og nú, er leiðir skilja var
hann búinn með sinni smekkvísi
og framsýni að koma sér upp
álitlegum reiðhestastofni, sem
hver hrossaræktunarmaður gæti
verið stoltur af að eiga. Enda eru
þær orðnar margar ánægjustund-
irnar, sem þau hjón Elías og
Randý hafa átt í sambandi við að
koma þessum stofni á legg.
Elías Kristjánsson var maður
hlýr í viðmóti og barngóður svo að
börn undu sér best þar sem hann
var. Ekki voru börnin á Hamra-
felli eða Bjargarstöðum þar af-
skift og reyndist hann þeim í blíðu
og stríðu sem besti faðir.
Og nú þegar hann er horfinn frá
okkur, eru honum færðar ástar-
þakkir frá þeim og foreldrum
þeirra fyrir samfylgdina. Konu
hans, börnum og barnabörnum
vottum við okkar dýpstu samúð,
og biðjum góðan guð að styrkja
þau á raunastund.
Benedikt Sveinbjarnarson,
Austvaðsholti.
ATHYGLI skal vakin á þvi, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á i
miðvikudagsblaði. að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera i sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu línubili.
+
Bróöir okkar,
STEINGRÍMUR S. WELDING,
bílvélavirki,
lést í Landspítalanum 17. þessa mánaöar.
Systkini hins látna.
t
Hjartkær bróöir okkar,
ÚLFAR GUÐJÓNSSON,
bifreiöarstjóri frá Vatnsdal,
Reynimel 46, Reykjavík,
lést aö heimili sínu 13. júlí sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 21. júlí kl. 15 síödegis.
Systkinin.
+
Móöir okkar,
ANNA Þ. MAGNUSDOTTIR,
Bústaöavegi 73,
veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 21. júlí
ki. 13.30.
Hulda Sproat,
Elfar Skarphéöinsson,
Anna S. Skarphéðinsdóttir,
Magnús Skarphéóinsson,
Elín Skarphéöinsdóttir,
Hilmar Skarphéöinsson.
+
Ástkær eiginmaöur minn, faöir, sonur okkar og bróöir,
INGI GARÐAR EINARSSON,
Flúöaseli 61,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 23. júlí kl.
10.30. Þelm sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag
íslands eöa Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra.
Dagný Leifsdóttir,
Steinunn Sigurgeirsdóttir,
Ragnar G. Einarsson,
Davíö örn,
Einar Helgason,
Helgi R. Einarsson.
+
Ástkær dóttlr mín, kona. móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ANNA SIGUROARDÓTTIR,
Meistaravöllum 23,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. þ.m. kl.
10.30. Fyrir hönd vandamanna.
Hansína Jóhannesdóttir,
Jón Kristjánsson,
Anna Bjarnadóttir,
Hansina Bjarnadóttir,
Hrafnhildur Bjarnadóttir,
Þóranna Bjarnadóttir,
Bára Bjarnadóttir,
Hrönn Jónsdóttir,
Guórún Bjarnadóttir,
Kristinn Oddsson,
örn Ingólfsson,
Róbert Brink,
Kristján Jónsson ______________
•1 .. v • ■'rt. :• .A<dr-3HMiHEiVnfaW
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát
eiginmanns míns, fööur okkar, afa og langafa,
ÞORLÁKSÁSMUNDSSONAR,
Langholtsvegi 148.
Sérstakar þakkir færum viö Umbúöamiöstööinni h.f. Héöinsgötu 1.
Eva Asmundsson,
Asmundur Þorláksson,
Elíane Þorláksdóttir,
Svana Guöbrandsdóttir,
Yngvi Jóhannsson.