Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 31

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980 31 Guðmundur Eiríksson fyrrv. skólastjóri frd Raufarhöfn - Minning Hann var fæddur að Brekkna- koti í Þistilfirði 11. maí 1898 og andaðist á Kristneshæli þann 24. júní sl. Síðustu árin hafði hann átt bágt með fótaferð vegna meiðslis í hné. I vor var hann svo fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, og síðar að Kristneshæli. Eftir tiltölulega skamma dvöl þar hafði hann náð þeim bata að geta haft fótaferð. En eftir nokk- urn tíma fékk hann lungnabólgu, en þoldi ekki það álag, kallið var komið, ævidegi lokið. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Þorbjörg Guðmundsdóttir, hreppstjóra í Klifshaga í Öxar- firði og Eiríkur Kristjánsson, bónda á Völlum, Þistilfirði. Foreldrarnir voru annáluð dugnaðarhjón. Þorbjörg hafði ver- ið á kvennaskóla að Laugalandi ásamt systur sinni Vilborgu, og var það fátítt að tvær systur færu samtímis til náms á þeirri tíð. Vilborg giftist Björgvin Krist- jánssyni, bróður Eiríks, og bjuggu þau að Borgum í Þistilfirði, en hún missti mann sinn frá mörgum ungum börnum. Er hún hafði komið þeim upp að mestu, andað- ist hún fyrir aldur fram. Frá Brekknakoti fluttu foreldr- ar Guðmundar að Kollavík í sömu sveit. Voru þá tveir elstu drengir þeirra fæddir, en alls urðu börnin 10 tals og komust 9 af þeim til fullorðinsára. Aldursröð er þessi: 1. Eiður, smiður og afreksmaður til vinnu, 2. Guðmundur, sem hér er kvaddur, 3. Auður, ljósmóðir, 4. Kristján, dó ungur. 5. Kristján, búfræðingur og bóndi á Borgum, 6. Ragnar, bóndi að Ytra-Álandi í Þistilfirði, 7. Atli, smiður í Reykjavík, 8. Nanna, kennari, 9. Höskuldur búfr. frá Hólum, 10. Margrét, húsfreyja að Hóli á Sléttu, gift Þorsteini Steingríms- syni bónda þar, mikilhæf hjón og vel kynnt. Margrét lifir nú ein þessara dugmiklu systkina. Eftir að hafa búið nokkur ár i Kollavík, fluttu foreldrar Guð- mundar að Höskuldarnesi á Mei- rakkasléttu. Síðast byggja þessi dugnaðarhjón, ásamt mannvæn- legum, uppvaxandi börnum sínum, eyðibýlið Grasgeira, og bjuggu þar myndarlega um áratugi. — Eirík- ur, faðir Guðmundar, andaðist um fimmtugt, árið 1921. Þorbjörg húsfreyja leit yfir mannvænlegan barnahópinn þeirra og áfram var haldið, undir og með hennar stjórn. Grasgeirasystkini hafa áreiðan- lega verið samhent með það allt, sem laut að menningu og þroska, og var það í heiðri haft með daglegu starfi í öndvegi. Guðmundur Eiríksson hóf nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri skömmu eftir fermingu og var þar fyrst einn vetur við nám. Fór hann svo að fást við kennslu 17 ára gamall, mun þá hafa kennt um tveggja ára skeið, bæði heima og í Núpasveit. Fór hann svo í Gagn- fræðaskólann aftur og lauk þaðan prófi. Samfara þeim námsárangri stefndi hugur hans að því að miðla öðrum af menntun sinni, því að örfáir unglingar áttu þess kost að komast til náms. — Það var næsta ótrúlegt hvað greindir og vilja- sterkir menn með gagnfræðanám og aðra álíka menntun gátu miðl- að mörgum af námi sínu, og tæplega mun nokkuð eins þrosk- andi og kennsla, ef hún er af innri þörf. Guðmundur lá þar heldur ekki á liði sínu, og kenndi börnum og unglingum í Presthólahreppi og Raufarhöfn, sem var ört vaxandi þorp, þegar hér er komið sögu. Ennfremur mun hann hafa búið systkini sín undir þá skóla, sem þau sóttu. Guðmundur var geðþekkur og myndarlegur maður og mjög vel að manni. Aldrei skildi við hann sá eigin- leiki að vilja geta orðið að liði, ef þess var þörf, og er það mannlegur kostur, sem allir ættu að tileinka SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg er í söfnuði. en presturinn okkar predikar í meira en fjörutíu mínútur á sunnudagsmorgnana. Eg verð svo óróleg, af því að eg veit, að fjölskyldan mín vill fá sunnudagsmatinn á réttum tíma. Hvers vegna geta prestarnir ekki takmarkað ræður sínar við þann tíma, sem er upp gefinn, og leyft fólki að fara á réttum tima? Eg heyrði um Austurlandastúlku, sem giftist einum landa okkar, og hún fór í kirkjuna hans. Einhver spurði hana, hvernig henni félli við guðsþjónustuna. Hún svaraði: „Mér fannst hún athyglisverð. Eg hef séð fólk tilbiðja margs konar hluti, en þetta er í fyrsta sinn, sem eg hef séð menn tilbiðja klukkuna á kirkjuveggnum. Meðan predikunin stóð yfir, mændu allir á klukkuna með aðdáun. Og þegar vísarnir tveir sameinuðust á tölunni 12, lokuðu allir augunum og báðust fyrir, og guðsþjón- usta þeirra var á enda. Eg hef aldrei áður séð klukkudýrkendur." Eg skil löngun fólks yðar til að fá sunnudagsmatinn á réttum tíma. Samt finnst mér svolítið hlálegt að krefjast þess, að guðsþjónustan sé takmörkuð við eina klukkustund og ekki sekúndu fram yfir það, þegar þetta er í eina skiptið alla vikuna, aðeins stuttar 60 mínútur, sem þér beinið huga yðar að því, sem Guði heyrir til og nærir sál yðar. Finnst yður það ekki líka? I Biblíunni eru orð, sem eru svona: „Þar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.“ Samtöl um alla Evrópu hleruð frá enskri stöð London. 17. júli. AP. ÞJÓÐARÖRYGGISSTOFNUN Bandaríkjanna hlerar simtöl ok fylgist meó telex-sendinKum rikisstjórna. fyrirta'kja o« einstakl- in^a um alla Evrópu frá leynileKri fjarskiptamiðstöð i Menwith IIill. 562 ekra afskekktu svæöi 12 km vestur af IlarroKate í Yorkshire. að söKn tímaritsins „New' Statesman“ í daK- Stöðin er rekin í nánu sam- starfi við brezku póstmála- stjórnina að söKn blaðsins ok er stærsta ok leynileKasta hlerun- arstöð, sem óbreyttir borgarar reka utan Bandaríkjanna, að sögn blaðsins. Blaðið segir að „nema því aðeins að sovézka leynilögreglan KGB geti státað af einhverju stærra, virðist þetta vera stærsta hlerunarstöð heims.“ Bæði brezka landvarnaáðu- neytið og póstmálastjórnin neit- uðu mjög nákvæmum fullyrðing- um blaðamannanna Duncan Campbell og Linda Melvern í „New Statesman". Talsmaður ráðuneytisins sagði, að hér væri um að ræða endurvarpsstöð fjar- skipta bandaríska heraflans í Evrópu. Campbell, sem er fjarskipta- sérfræðingur, segir að svo mikil leynd hvíli yfir stöðinni, að jafnvel ómerkilegustu smáatrið- um um mannvirkin sé haldið leyndum fyrir Bandaríkjaþingi. Hann og Melvern segja, að rúmlega 800 manns vinni í stöð- inni allan sólarhringinn og vinzi upplýsingar úr fjarskiptum ein staklinga, fyrirtækja og ríkis- stjórna, er hafi efnahagslega og pólitíska þýðingu fyrir Banda- ríkin. í febrúar skýrði Campbell frá „Tinkerbell“-áætlun brezku leyniþjónustunnar um hleranir á samtölum við sendiráð og innan þeirra, jafnvel vinveittra ríkja eins og Bandaríkjanna. Stjórnin skipaði dómara til að fylgjast með hlerunum, þótt hún neitaði fullyrðingum um að hleranir væru orðnar eins víðtækar í Bretlandi og haldið væri fram. S-Kórea: Harma griðabeiðni íslands o.fl. ríkja sér, því að allsstaðar er þörf fyrir þvílíka mannkosti í sameiginlegri lífsbaráttu manna. Kona Guðmundar var Sigur- björg Björnsdóttir, bónda í Svein- ungsvík. Hún er myndarleg dugn- aðarkona, sem skilað hefur giftu- drjúgu dagsverki og hefur hvers manns lof, eins og það fólk allt. Þeim hjónum varð 6 barna auðið og eru þau þessi: Málfríður Anna, Jón, Þorbergur, Björn, Gissur, dó ungur, Eiríkur. Málfríður fór til náms að menntaskóla Norðurlands, Akur- eyri og lauk þaðan stúdentsprófi. Hún var gift lækni, og slitu þau samvistum en áttu börn. Málfríður hafði þegar ágæta menntun, en fór í Kennaraskóla íslands og kynnti sér einhverjar sérgreinar til kennaraprófs og hefur nú starfað sem kennari í Reykjavík nokkur ár. Hún hefur hlotið beztu einkenni ætta sinna beggja til starfs og skyldurækni. — Bræðurnir þrír eru útgerðar- menn á Raufarhöfn, en Björn hefur starfað sunnanlands, og er hann sem aðrir í ættinni dugmik- ill, skyldurækinn og trygglyndur. Guðmundur hóf búskap í Svein- ungsvík ásamt konu sinni 1929, og í nóv. fæðist þeim einkadóttirin, Málfríður Anna. Þá er þríbýli á jörðinni og er þar margt um manninn. — Guðmundur tók kennarastöðu á Raufarhöfn árið 1930, en árið 1933 er hann skipað- ur skólastjóri þar. En fyrst í stað fékkst ekki viðunandi húsnæði fyrir kennar- ann með svo auðsjáanlega vaxandi fjölskyldu, svo hann tók það ráð að fara heim í Sveinungsvík um helgar og notaði þá þau tækifæri til að draga nauðsynjar í heimilið. Þetta var 11—12 km leið, en auk þess var Ormarsá óbrúuð og oft ill yfirferðar. — Þeir erfiðleikar, sem af þessu hlutust, voru aldrei um- kvörtunarefni, enda var svo gam- an að koma heim. — Brátt varð þorpsskólinn of lítill og varð þá að kenna í fleiri stöðum og ráða fleiri til kennslustarfa. Meðal þeirra var Leifur Eiríksson og svo sá, er þessi kveðjuorð ritar. Um samstarf við Guðmund Ei- ríksson getur maður verið fáorður, það var aðeins á einn veg, af- bragðsgott, og þeir, sem tóku þátt í því, hafa vonandi verið menn til að virða það og meta. Eitt er víst að það mun vart hafa komið fyrir að óánægju gætti í þeim samskipt um og er vel þegar svo er. Seint á skólastjórnartíð Guð- mundar Eiríkssonar var hafist handa um byggingu á myndarlegu framtíðarhúsnæði fyrir skólanem- endur á Raufarhöfn. Það er öllum hugsandi mónnum ljóst, að við þær aðstæður, þar sem þorp vaxa eins ört og Raufar- höfn gerði á þessum tíma, er i mörg horn að líta vegna fjöigunar íbúa og einkum vegna kennslu komandi þjóðfélagsþegna. Það eitt er víst að sá, sm hér er kvaddur, átti drjúga., þátt í fram- för þessara mála, ekki síöur en margra annarra, án þess að beita ósanngjarnri kröfugerð, heldur reyna að leysa málin, þó það kostaði hann og starf hans auka- erfiði. Ég hygg að fáir hafi heyrt umkvartanir og eftirtölur, þótt ekki gengi allt að óskum. Meðan athafnalíf á Raufarhöfn var í algleymingi á síldarárunum, var Guðmundur verkstjóri hjá síldarverksmiðjunni á sumrin og eitthvað eftir að hann hætti kennslu og skólastjórn. Einn af sérstæðustu og mikil- hæfustu aldamótamönnum N- Þingeyinga hefur nú kvatt okkur. Hann hafði stundum sent sögur og greinar í blöð og tímarit, einkum þeim, sem æskunni tilheyrðu, og ég veit að þeir, sem lásu, þakka það. — Samferðafólk og ástvinir kveðja traustan og vandaðan sam- ferðamann, sem skilaði dagsverki sínu með atorku og manndómi án þess að vorkenna sjálfum sér eða ætla öðrum meiri hlut í erfiðu samstarfi. Persónueinkenni Guð- mundar Eiríkssonar voru ekki þannig. Ég kveð með þökk fyrir samstarf og góð kynni, og sendi ástvinum og ættingjum hins látna hlýjar kveðjur. Snæbjörn Einarsson. Seoul. 16. júlí. AI*. IIÁTTSETTUR suður-kóreskur embættismaður harmaði i dag sameiginlega beiðni ríkisstjórna tslands. Svíþjóðar, Noregs, Dan- merkur. V-Þýzkalands og Frakklands um að andófsmanna- leiðtoganum Kim Dae-jung. yrði hlift, Dae-jung situr nú i dýflissu og biður þess að mál hans fari fyrir herrétt, en honum hefur verið gefið að sök að reyna að Walls Salisburv, 17. júli — AP. PETER Walls hershöfðingi. valda- mesti hviti maðurinn i stjórn Ro- bert Mugabe í Zimbabwe. sezt í helgan stein í lok þessa árs að því er tilkynnt var í dag. Walls fer í fimm mánaða frí um næstu mánaðamót og lætur opin- berlega af störfum um áramótin. Engin ástæða var tilgreind fyrir afsögninni, en heimildir í stjórninni herma að Walls hafi tjáð Mugabe í síðasta mánuði að hann óskaði að draga sig í hlé. Walls barðist með Bretum gegn kollvarpa stjórn landsins i hylt- inKU. Embættismaðurinn sagði yfir- völd harma öll afskipti af innan- ríkismálum S-Kóreu og van- traustsyfirlýsingar á réttarfar landsins. í beiðni landanna sex var lýst þungum áhyggjum af þróun mála í S-Kóreu, m.a. að starfsemi stjórnmálaflokka skyldi bönnuð. hættir skæruliðum kommúnista í Malaya á árunum milli 1950 og 1960 og var yfirhershöfðingi minnihlutastjórn- ar hvítra manna í stríðinu gegn skæruliðum Mugabe og Joshua Nkomo. Mugabe skipaði hann yfir- hershöfðingja þegar hann kom til valda eftir kosningarnar í febrúar. Aðalverkefni Walls var að sam- eina 20.000 manna fastaher 35.000 manna her skæruliða. Mugabe sagði nýlega að hann gerði ráð fyrir að sameiniftgunni lyki fyrir árslok. Um 80 brezkir liðsforingjar aðstoða við sameiningu herjanna. t Innilegar þakkir til allra nær og fjær sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug viö andlát eiginkonu minnar og móður, GUÐRUNARJONSDOTTUR, Ránargötu 1. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Sveinn R. Jónsson, Kjartan Gunnarsson. t Þökkum hjartanlega auösýndan vinarhug og hluttekningu meö blómum og samúöarskeytum viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa, GUDJONS H. GUDNASONAR, fv. tollvaröar. Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og starfsfólki Land- spftalans. Klara Eggertsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Gunnar Gissurarson, Heiöa Guðjónsdóttir, Guömundur Clausen, Guöný Guöjónsdóttir, Ástþór Valgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.