Morgunblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980 39 Heimsmet á stöng Ólsarar fengu góöa heimsókn FYRSTU deildar lið Akurnesinga lék í gær gestaleik við Víkinga frá Ólafsvík. Akurnesingar, sem léku án fjögurra eða fimm fastamanna, sigruðu örugglega 5—1 og sýndu á köflum ágæta knattspyrnu. Víkingarnir börðust vel, en áttu við ofurefli að etja. Það bar helst til tíðinda af þeirra hálfu, fyrir utan glötun á tveggja opinna marktækifæra, að markvörður þeirra, Kristinn Arnarson, varði með miklum tilþrifum vítaspyrnu Jóns Áskelssonar. Dómari var hinn gamalkunni knattspyrnu- maður Gylfi Scheving. Var hann einn sporléttasti maður á vellin- um. Var hann ekki meiri heima- dómari en svo, að hann hefði hiklaust dæmt Víkinga í 10 ára fangelsi eða svo ef þeir hefðu tautað einu orði meira en þeir gerðu. Ólsarar eru þakklátir ÍA fyrir komuna. Fréttaritari. FRANSKI stangarstökkvarinn Phillipe Houvion setti í fyrradag nýtt heimsmet í stangarstökki, er hann lyfti sér yfir 5,77 metra. Mjög skammt er síðan nýtt heims- met var sett í þessari grein. Var þar á ferðinni landi Houvion, Thierry Vigneron, og var met hans 5,75 metrar. Houvion er aðeins 22 ára gamall og binda Frakkar eðlilega miklar vonir við hann, RM í frjálsum REYKJAVÍKUR-meistaramótið í frjálsíþróttum verður háð 23. og 24. júlí næstkomandi. Keppt verð- ur í öllum greinum karla og kvenna. Mótið hefst kl. 19 báða dagana. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Stefáns Jó- hannssonar fyrir sunnudagskvöld. ekki síst á Ólympíuleikunum sem eru í þann mund að hefjast. Öldungamót MEISTARAMÓT íslands í frjáls- íþróttum fyrir öldunga fer fram fimmtudaginn 24. júií í Kópa- vogi. Mótið hefst kl. 19. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 100 m hlaupi, 800 m hlaupi, 3000 m hlaupi, langstökki, hástökki. kúluvarpi. kringlukasti og spjót- kasti. Aldursflokkaskipting er sú að i yngri flokki karla eru karl- menn á aldrinum 35—39 ára, en eldri flokk skipa þeir sem eru 40 ára og eldri. Yngri flokk kvenna skipa konur á aldrinum 30—34 ára og i eldri flokki kvenna eru konur 35 ára og eldri. Þátttökutilkynningar þurfa að berast skrifstofu FRÍ (s. 83386) eða i sima 40283 fyrir næstkom- andi miðvikudagskvöld. • Verður Asgeir með í landsleikjum haustsins? „Verö með í haust ef leikir stangast ekki á leiki Standard“ — segir Ásgeir Sigurvinsson Það munaði sannarlega miklu fyrir íslenska landsliðið i knattspyrnu. að njóta á nýjan leik krafta Ásgeirs Sigurvinsson- ar. Gegn Svium var hann lykil- maður og sýndi algeran stórleik. Asgeir var loks með landsliðinu á ný, eftir talsvert hlé. Ásgeir sagði í spjalli við Mbl. í Svíþjóð, að hann hefði eftir sem áður mikinn hug á að leika með íslenska landsliðinu. Næstu lands- leikir eru í haust, nánar tiltekið 3. september á Laugardalsvellinum gegn Sovétríkjunum, 24 september gegn Tyrkjum ytra og síðan gegn Rússum 15. október. „Ef þessir leikir stangast ekki á við leiki Standard Liege, hef ég mikinn áhuga á að gefa kost á mér í landsliðið" sagði Ásgeir. „En eins og sakair standa, veit ég lítið um leikdaga Standard, þar sem ekki hefur verið raðað niður í deildar- keppnina enn þá. Þess má geta hér, að Ólafur Sigurvinsson, bróðir Ásgeirs, sem hefur búið í Belgíu um nokkurra ára skeið og leikið þar með 3. deildar liði er væntanlegur heim. þr. Sigurvegarar á meistaramóti GR • Á meðfylgjandi mynd má sjá þá kylfinga sem verðlaun hrepptu á meistaramóti GR sem fram fór um síðustu helgi. Fremst fyrir miðju í neðstu r<»ð eru þau systkinin Steinunn Sæmundsdóttir og Óskar Sæmundsson. en þau urðu sigurvegarar í meistaraflokki karla og kvenna. Steinunn setti þá nýtt og glæsilegt vallarmet í kvennaflokki. Beint fyrir ofan Steinunni er Súlveig Þorsteinsdóttir sem jafnaði gamla vallarmetið. Léku stúlkurnar mjög vel. — segir Örn Eiðsson formaður FRÍ „Ég held að möguleikar okkar á sigri i Kalottkeppninni séu nokkuð góðir,“ sagði örn Eiðs- son, formaður Frjálsíþróttasam- bands íslands á fundi með blaða- mönnum í gær, er FRÍ kynnti undirbúning að Kalottkeppninni í frjálsíþróttum, en keppnin verð- ur að þessu sinni háð í Reykjavik dagana 9. og 10. ágúst næstkom- andi. í keppninni taka þátt lands- lið íslands í frjálsíþróttum og úrvalslið norðurhluta Noregs, Sviþjóðar og Finnlands, en í þcssum landshlutum er að finna margt af bezta frjálsíþróttafólki viðkomandi landa. Tveir kepp- endur eru frá hverjum aðila i grein. þannig að i hverri grein taka þátt átta iþróttamenn. Þetta er í annað sinn, sem keppnin fer fram á Islandi, fyrra skiptið var 1976. íslenzka landslið- ið hefur tekið þátt í þessari keppni frá 1972 og ávallt verið með síðan nema árið 1973. Finnar hafa verið sigursælir í þessari keppni og alltaf borið sigur úr býtum síðan íslands varð þátttakandi utan 1975, er keppnin fór fram í Trömsö í Norður-Noregi, en þá sigraði Island. Þó að íslands þreyti hér keppni við hluta áðurnefndra landa, er íbúafjöldi þessara landshluta hvers fyrir sig meiri en íbúafjöldi íslands. Kalottkeppnin hefur allt- af verið mjög skemmtileg og jöfn, og er skemmst að minnast keppn- innar hér í Reykjavík 1976, en þar var baráttan mjög hörð milli Finnlands og íslands. Lauk henni með sigri Finna, en íslenzku stúlk- urnar báru þó sigurorð af þeim finnsku í kvennakeppninni. 300 manna hópur Keppendur og fararstjórn nor- rænu bræðraþjóðanna skipa á þriðja hundrað manns. Auk þess munu koma 70 áhorfendur frá Noregi til að hvetja sína menn, en norska liðið hefur verið í framför undanfarið og stundum sótt fast að íslenzka liðinu, sem alltaf hefur hlotið annað sætið, utan einu sinni er Island sigraði. Það er von Frjálsíþróttasam- bandsins að íslenzkir íþróttaunn- endur láti sig ekki vanta á völlinn, en keppnin fer fram í Laugardal, því mikill kostnaður er því sam- fara að halda slíkt íþróttamót, nokkrar milljónir bara í uppi- haldskostnað fyrir erlendu gestina að sögn Arnar Eiðssonar. „Það er mikil vinna að skipu- leggja svona mót og geta tveir starfsmenn á skrifstofu sam- bandsins vart annað þessa dag- ana,“ sagði Örn, „lágmarksfjöldi dómara er t.d. 50 menn," bætti hann við. Örn sagði jafnframt að íslenzka liðið, sem samanstendur af 30—40 íþróttamönnum yrði tilkynnt í næstu viku, en val þess annast „landsliðseinvaldur frjáls- íþróttamanna", Magnús Jakobs- son stjórnarmaður í FRÍ. „Það er ljóst að allir sem erindi eiga í liðið verða með,“ sagði Örn, „og ég held möguleika okkar í keppninni góða, því árangur okkar manna fer stöðugt batnandi og fjölgar þeim greinum jafnt og þétt sem við getum vænst góðs árangurs í. Við vitum að vísu enn sem komið er litið um styrkleika hinna liðanna, en undanfarin ár hefur styrkleiki þeirra verið nokkuð breytilegur, en vegna batnandi árangurs okkar manna er ég bjartsýnn á góða frammistöðu íslenzku frjáls- iþróttamannanna í keppninni," sagði Örn Eiðsson að lokum. — ágás. Eskfirðingar athugið AÐ GEFNU tilefni skal eítir- farandi tekið fram. Grein Mbl. um 2. deildar leik Austra og Ármanns í vikunni var samin á ritstjórn Mbl. Ævar Auð- björnsson fréttaritari blaðsins á Eakifirði iét biaðinu í té upplýsingar frá leiknum. en alit svartsýnishjal um stöðu Austra i deildinni var soðið saman á ritstjórn Mbl. Fallhlífar- stökkí Laugardal ÞAÐ ER alltaf verið að brydda upp á nýjungum hvað varðar hálfleiksgaman. Hefur áhorfendum verið boðið upp á allt milii himins og jarðar, skotkeppni, bráðbana o.m.fl. KR-ingar ætla að bjóða upp á fallhlífarstökk á sunnudags- kvöldið, er liðið mætir Þrótti. Ef veður leyfir, munu þrír félagar í flugbjörgunarsveitinni stökkva úr 3000 feta hæð og reyna að lenda eins nærri miðjupunktin- um og þeir frekast geta. Kajakí lauginni ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ I sundi fer fram um helgina og hófst reyndar i gærkvöldi. Fer það fram i Laugardalslaug. Má búast við hörkukeppni, þar sem að flestir ef ekki allir fremstu sundmenn landsins verða meðal keppenda. Nýstárlegu skemmtiatriði verður skotið inn á milli greina. en þá munu nokkrir breskir kajak-sérfræðingar sýna listir sinar i sundlauginni. Sund y ^ „Möguleikar okkar í Kalottkeppninni góðir"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.