Morgunblaðið - 29.07.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.07.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 Laxá í Aðaldal: Fyrsti laxinn veiðist of an laxastigans FYRIR nokkrum dögum veiddist lax ofan við hinn nýja laxastiiía í LaxárKÍjúfri i Laxá i Aðaldal. Laxinn veiddi Karl Kristins- son frá Akureyri og var fiskur- inn rúm 10 pund að þyngd. Laxinn veiddist á veiðistað sem heitir Kletthólmi. en sá staður er fyrir landi Árhvamms og Kast- hvamms. Ekki hafa fleiri laxar veiðst ofan laxastigans síðan, en á þessu svæði í Laxá er veiddur urriði. Neðarlega í laxastiganum er telj- ari, sem telur þá fiska sem upp fara, en í gegnum þennan teljara hafa nú gengið um 100 laxar. Nú er verið að setja upp teljara í efri hluta stigans og er þá hægt að sjá hve margir fiskar hafa gengið upp úr honum. Laxastiginn hefur verið þrjú ár í byggingu og samanstendur af sex stigum og biðstöðum á milli. Ef tekst að fá laxinn til að ganga að ráði upp stigann þá lengist veiði- svæðið í Laxá í Aðaldal um helming og opnast þar nýir mögu- leikar fyrir laxveiðimenn. Verður líklega að tyrfa yfir blómin — segir garðyrkjustjóri IIÉR hlýtur að þurfa að koma til hugarfarsbrcyting. þessi skemmdarverk eru að verða svo yfirþyrmandi að við skiljum ekki hvað er að gerast og fáum ekki við neitt ráðið og lögreglan ekki heldur. sagði Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri Reykjavíkur- borgar í samtali við Mhl. í gær er hann var spurður álits á þeim skemmdarverkum. sem þráfald- lega eru unnin á gróðri víða um borgina. — Það er vonlaust að eyða fjármunum í að setja niður blóm og trjágróður þegar menn slíta hann jafnóðum upp aftur, gróður- inn fær ekki að vera í friði í miðbænum eða þar sem skemmti- staðir eru í nánd. Fólk er rekið þaðan út laust eftir miðnætti og leitar frekari útrásar í skemmd- arverkum og það er vart annað en einhver sálræn veila að þurfa að ráðast á gróður og skemma. Ekki veit ég hvort hér má kenna uppeldinu, kynslóðabilinu eða hverju, en hér er á ferðinni miklu meira vandamál en við fáum ráðið við og taka verður upp í stærra samhengi. — Líklega endar þetta með því að ég beiti mér fyrir að láta tyrfa yfir blómagróður í miðbænum til þess að skaði skattborgaranna sé minni, en heldur þykir mér það leiður verknaður í starfi garð- yrkjustjóra eftir 30 ár, sagði Hafliði Jónsson að lokum. Árni Eylands látinn ÁRNI Eylands er látinn, 85 ára að aldri, en hann var fæddur að Þúfum i Óslandshlið i Skagafirði 8. maí 1895. Árni lauk búfræðiprófi frá Hól- um 1913. Síðan var hann við verknám í Noregi og Þýzkalandi. Hann var ráðunautur Búnaðar- félagsins 1921—1937 og starfs- maður Búnaðardeildar Sambands- ins frá 1927—1945. Árni var fram- kvæmdastjóri Grænmetisverzlun- ar ríkisins frá 1936 til 1943 þegar hún var lögð niður. Fulltrúi í Atvinnumálaráðuneytinu var Árni 1946—1958 og Landbúnað- arfulltrúi við íslenzka sendiráðið í Ósló 1960-1964. Árni skrifaði fjölmargar grein- ar um landbúnaðarmál í Mbl. Árni var giftur norskri konu, Margit, og lifir hún mann sinn. Prófessor í félagsfræði Menntamálaráðherra hefur sett dr. Þórólf Þórlindsson prófessor í félagsfræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Deildarráð fé- lagsvísindadeildar hafði mælt með dr. Þórólfi að undangengnu sam- dóma áliti dómnefndar, sem mat hæfni umsækjenda. Þetta er í fyrsta sinn sem staða prófessors í félagsfræði er veitt. Ljósm. Mbl. Arnór Fyrstu kartöflurnar teknar upp Fyrstu kartöflurnar á almennan markað voru teknar upp um helgina og er það fádæmi að kartöflur séu teknar upp svo snemma. Það voru bændurnir að Háfi í Djúpárhreppi sem fyrstir tóku upp úr görðum sínum og mun Grænmetisverzlunin fá kartöflurnar einhvern næstu daga. Væntanlega koma íslenzkar kartöflur á markaðinn innan skamms. Spretta hefur verið mjög góð um allt land. Myndin sýnir garðana að Háfi og fyrstu pokarnir eru þarna komnir á vagn. Dr. Þórólfur Þórlindsson. Skattálagningarseðlar sendir út fyrir helgi Árni Eylands. SKATTGREIÐENDUR í Reykjavík. á Reykjanesi og í Norðurlandskjördæmi eystra munu væntanlega íá heimsenda í pósti skatt- álagningarseðla sína nú fyrir helgi, væntanlega á fimmtudag eða föstudag, samkvæmt upplýsingum er Morgunblaðið fékk á skatt- stofunum í Reykjavík, Ilafnarfirði og á Akureyri í gær. Hér er um að ræða skattálagningu á einstakl- inga, en skattálagning á fyrirtæki er ekki tilbúin enn. Unnið er að vinnslu álagningarseðlanna hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar, og er vinnsla það langt komin, að unnt verður að senda seðl- ana út til skattgreiðenda í fyrrnefndum umdæmum fyrir helgi sem fyrr segir. Ekki er hins vegar ljóst hvenær skattgreiðendur í öðrum umdæm- um fá „glaðninginn“ heimsend- ann, en það mun væntanlega verða í síðasta lagi í næstu viku, takist það ekki nú fyrir helgi. Skattfrá- dráttur einstaklinga um mánaða- mótin núna verður því ýmist í samræmi við greiðslu júnímánað- ar, eða eftir nýju álagningunni, eftir því hve snemma fyrirtækjum berst nýja álagningin. Skattskrár verða ekki lagðar fram nú, um leið og einstaklingum eru birt álögð gjöld, eins og verið hefur. Ástæðan er sú, að sam- kvæmt nýju skattlögunum skal ekki leggja hana fram fyrr en eftir að kærufrestur er útrunninn, og búið er að fjalla um kærur þær er berast kunna. Kærufrestur er einn mánuður, eða til loka ágústmán- aðar. Að sögn Gests Steinþórsson- ar skattstjóra í Reykjavík má síðan búast við að um það bil tvo mánuði taki að fara yfir fram komnar kærur, og verður því ekki unnt að leggja skattskrár fram fyrr en í nóvembermánuði. Þang- að til verða menn því að bíða með að sjá hvað náunginn greiðir í opinber gjöld að þessu sinni, og framvegis. Hraðbátur sigldi yfir trillu LITLU munaði. að stórslys yrði rétt utan við Akranes seinni partinn í gærdag. þegar hraðbát- ur frá Borgarnesi sigldi á fullri ferð yfir trillu frá Akranesi Ferðin á hraðbátnum var svo mikil, að hann keyrði húsið af trillunni og endastakkst í sjóinn. Ekki urðu nein slys á mönnum og voru bátarnir dregnir inn til Akraness í gærkvöldi. Sr. Sigurður Krist- jánsson látinn SÉRA Sigurður Kristiánsson, fyrrverandi prófastur á Isafirði, er látinn, 73 ára að aldri. Hann var fæddur á Skerðingsstöðum i Reykhólasveit 8. janúar 1907. Sigurður lauk búfræðiprófi frá Hólum 1927. Síðan lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri tíu árum síðar og kandidatsprófi frá guðfræðideild Háskóla Islands 1941. Sigurður Ályktun sveitarstjórna Eskifjarðar og Reyðarfjarðar: var við framhaldsnám í Bretlandi veturinn 1948—1949. Sigurður stundaði prestskap mjög víða í gegnum árin, en síðast var hann sóknarprestur í Stað- arprestakalli við Súgandafjörð. Hann var kirkjuþingsmaður frá árinu 1970 og í yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis 1959—1974. Hann var formaður Prestafélags Vestfjarða frá 1954. Kona Sigurðar er Margrét Hagalínsdóttir og þau áttu saman fjögur börn, Agnesi, Hólmfríði, Rannveigu og Sif. Orkufrekur iðnaður á Reyðarfirði í tengslum við Fljótsdalsvirkjun Á SAMEIGINLEGUM fundi sveitarstjórna Eskifjarðar og Reyðarfjarðar nýverið var eftir- farandi ályktun samþykkt sam- hljóða til þingmanna Austur- landskjördæmis og stjórnvalda: Sveitarstjórnir Eskifjarðar og Reyðarfjarðar telja nauðsyn- legt að rennt verði styrkari stoð- um undir atvinnulíf á Austur- landi, Sveitarstjórnirnar telja að slíkt muni best gert með því að koma á fót orkufrekum iðnaði á Reyðarfirði í tengslum við Fljóts- dalsvirkjun. Sveitarstjórnir Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar hafa í þessu skyni látið gera könnun um hugsanlega valkosti og vilja með því sýna vilja sinn í verki. Niðurstaða 1. áfangaskýrslu þessarar könnunar bendir til að framleiðsla á ferrosílicon og ferro- mangan henti vel aðstæðum í Reyðarfirði. Þá vilja sveitarstjórnirnar benda á að hagkvæm virkjun, sem Fljótsdalsvirkjun óumdeilanlega er, með hagkvæmri orkusölu kem- ur Austurlandi öllu til góða bæði hvað varðar húsahitun og annan iðnað. Sveitarstjórnir Eskifjarðar og Reyðarfjarðar vilja minna á sam- þykkt atvinnumálanefndar þess- ara staða frá maí 1979. Jafnframt skora sveitarstjórn- irnar á þingmenn kjördæmisins og stjórnvöld að vinna að þessu máli af fullum þunga þannig að ákvarðanir megi taka sem fyrst. Sr. Sigurður Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.