Morgunblaðið - 29.07.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1980
3
bau heita f.v. Reynir, Svava, bórhallur, Álfur ok Ásrún. Við
hittum þau á strætisvasínastoppistóð. þar sem þau voru á leið heim
úr Vesturbæjarlauginni. Ásrún var talsvert bjartsýnni en þeir á
veðurstofunni ok spáði hiklaust Kóðviðri fram á haust, —
krakkarnir voru henni hjartanloxa sammála. Ljúsm. R.W.
Nú eru tjóð ráð dýr því önKuliinn hefur festst í botni. Árni neytir allra bra>?ða til að „losa“ en
SveinbjörK heldur á stönginni á meðan. — Annars var aflinn orðinn dásóður. — 6 sandkolar. tuska or
poki utan af saltstöngum — en ekkert stígvél enn sem komið var. Ljúsm. Kristján.
Sólskinið á förum —
en vonandi bara í bili
VEÐURGUÐIRNIR hafa verið ósínkir á sólskinið við
landsmenn yfir helgina og hafa sólbaðsdýrkendur væntanlega
átt náðuga daga.
Morgunblaðið hafði samband við Markús Einarsson veður-
fræðing og var hann spurður hvort búast mætti við
áframhaldandi sólskini. „Nei, það verður að teljast heldur
ólíklegt", sagði Markús, „það er þegar byrjað að þykkna upp á
Austurlandi og byrjað að rigna við austurströndina. Við
reiknum með að þetta regnsvæði þokist vesturyfir landið og á
morgun verði úrkoma um allt Austurland. bað mun svo
þykkna upp vestanlands og varla verða mikið um sólskin".
bá var Markús spurður hvort þeir á Veðurstofunni hefðu
einhverja sérstaka skýringu á góðviðrinu sem verið hefur í
sumar eða hvort eitthvað væri hægt að spá um síðsumarið
útfrá veðráttunni undanfarið. „Við höfum ekki neina sérstaka
skýringu — svona staðviðri koma bara öðru hvoru. bað er
afstaðan innan lægðakerfisins sem ræður þessu, — þegar
viðrar svona hjá okkur verða aðrir að gjalda þess, t.d. hefur
veðrið verið með eindæmum slæmt í Evrópu. Önnur sumur
getur þetta svo snúizt við. — Um síðsumarið er ekkert hægt að
spá út frá veðráttunni undanfarið — við verðum bara að vona
að góðviðrið haldist", sagði Markús að lokum.
Morgunblaðsmenn fóru á flakk í góða veðrinu í gær og
spjölluðu við suma af þeim fjölmörgu, sem nutu útiverunnar
og sólskinsins.
„bað er fremur lítið um að vera hérna núna — þorskveiðibannið
lamar allt“, sagði Garðar Jónsson fiskmatsmaður er blaðamaður
| Morgunblaðsins innti hann eftir hvaö væri að gerast við höfnina.
t „flestir stóru bátarnir Iiggja siðan hætt var á netum og biöa eftir
loðnu og haustsild. bað hefur verið reitingur hjá smábátunum, —
helzt ýsa. Grásleppuvertiðinni lauk þann 17. og hún var fremur
léleg.“ Ljúsm. Kristján.
F.v. Eyjólfur (upp við húsið), Guðbrandur, Eggert, Kristján og Jón. beir vinna hjá Togaraafgreiðsl-
unni og voru langt komnir með að landa úr Ingólfi Arnarsyni þegar Morgunblaðsmenn bar að. beir
notuðu kaffitimann til að sleikja sólskinið þvi all kuldalegt er i lestinni og þaðan sér ekki til sólar.
Ljósm. Kristján.
„Nei, nei, — ekki taka af okkur fleiri myndir“, sögðu þær Karen og Dóra meðan ljósm. Morgunbl.
skaut á þær trekk i trekk. Við hittum þessar fegurðardisir i Vesturbæjarlauginni og gátum ekki stillt
okkur um að taka þær tali. bær sögðust stundum koma þarna i sund og yfirleitt nota hverja stund til
sólbaða. Ekki vildu þær spá neitt i veðráttuna en vonuðu að góðviðrið héldist. Ljúsm. rax.
p ■ m '