Morgunblaðið - 29.07.1980, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980
7
Sovéskur
þrýstingur
í þættinum „Ordspor" í
nýútkomnu hefti al tíma-
ritinu Frjáls verslun er
eftirfarandi frásögn af
því, sem gerdist bak við
tjöldin í nýlegum viö-
skiptaviöræöum viö Sov-
étmenn. Frásögn tíma-
ritsins er á þennan veg:
„Nýgeröur ramma-
samningur við Sovétríkin
þykir lofa góöu fyrir ýms-
ar útflutningsgreinar Ís-
lendinga. Voru Sovét-
menn fúsari til viðskipta
en ýmsir áttu von á fyrir-
fram. En það mun hafa
komið fram í viðræöum
við oddvita sovézku
samninganefndarinnar
að hún væri reiðubúin til
samninga viö íslendinga
um fleira en það, sem
fram kom á pappírnum.
Sovétríkin eru reiðubúin
til að selja íslendingum
tækni og taka þá íslenzk-
ar útfningsafurðir á móti.
Eru þeir þá sérstakiega
með í huga vélar og
tækni í sambandi við
uppbyggingu raforku-
vera. Þá létu Sovétmenn í
Ijós vilja sinn til að fá
undanþágur til veiða í
íslenzkri fiskveiöilög-
sögu. Þar var fyrst og
fremst átt við kolmunna-
veiðar og að aflanum yrði
jafnvel landaö hérlendis.
Þessu tali var eytt strax í
fæöingu af forsvars-
mönnum íslenzku samn-
inganefndarinnar og Sov-
étmenn hvattir til að
nefna það ekki upphátt
við samningaborðið, sem
þeir gerðu ekki. Enn-
fremur létu hinir sovézku
fulltrúar í Ijós vonir um að
íslenzk blöð skrifuöu
vinsamlegar um Sovét-
ríkin en þau gerðu nú
mörg hver. Þessu var
svarað með því að benda
á grundvallarlögmál
skoðanafrelsis og
prentfrelsis sem hér
ríktu. Hinir sovézku emb-
ættismenn, sem þátt
tóku í viðræðunum létu
það gott heita að sinni en
íslenzku samningamenn-
irnir eiga von á aö á þessi
mál verði minnt í framtíð-
inni af hálfu Sovét-
manna.“
Barnalegar
yfirlýsingar
Margar barnalegar yfir-
lýsingar sjást nú víöa á
prenti hjá þeim, sem
reyna að halda fast við
það sjónarmiö, að engin
rök séu gegn þátttöku í
Ólympíuleikunum í
Moskvu. Þó stakk mjög í
stúf við allt það hjal
samtal, sem fréttamaður
ríkisútvarpsins á leikun-
um átti við sovéska konu,
er ekki vildi láta nafns
síns getiö af eðlilegum
ástæðum, og útvarpað
var sl. föstudagskvöld.
Færi vel á því, að útvarp-
ið endurtæki það samtal
eins og flest annað síð-
ustu daga.
Barnaskapurinn í
áróðrinum um leikana er
þó mestur hjá Sovét-
mönnum sjálfum. Frétta-
deild KGB, Novosti, sem
hefur skrifstofu hér á
landi, sendi í síöustu viku
út fréttabréf, þar sem
með eftirfarandi hætti er
skýrt hvers vegna svo
fáir bílar sjást á götum
Moskvu, þegar Ólympíu-
leikarnir fara fram.
„Hugsum okkur að
engar takmarkanir væru
á aögangi bifreiða að
borginni. Þaö myndi
þýða, að 500—700 þús-
und bifreiðir myndu bæt-
ast viö þá umferö, sem
nú er um borgina. í því
tilfelli myndi mjög senni-
lega, ef ekki óhjákvæmi-
lega koma til umferðar-
truflana og þar af leið-
andi tafa á flutningi
keppenda og ólympíu-
gesta um borgina.
Dagskráin er hins vegar
fastbundin upp á mínútu.
Umferðatruflanir myndu
rugla keppnisdag-
skránni. Nei, þeim sem
óska Ólympíuleikunum
alls ílls verður ekki veitt
sú ánægja."
Og höfundur þessara
gullvægu orða á ekki í
vandræðum meö að skil-
greina nauðsyn þess, að í
Moskvu skuli vera einn
lögreglumaður fyrir
hvern einn útlendan gest.
Hann segir, að það sé til
þess að „hafa hemil á
fólksstraumnum“. Þá
segir hann, aö vissulega
unni „menn íþróttum um
heim allan, en það er
ógerlegt að koma fyrir
milljónum íþróttaunn-
enda, jafnvel þótt í borg-
inni væru tífalt fleiri hótel
en eru í Moskvu." Þess
má geta, að Sovétmenn
bjuggust við um það bil
300 þúsund útlendingum
til að horfa á leikana, en
talið er að þeir verði á
milli 70 og 80 þúsund.
Mamiya ZE
Tölvustýröur quartz-tímamælir er
meöal margra tækninýjunga, sem gera
Mamiya ZE aö myndavél, sem er langt
á undan sinni samtíö.
Myndavél, sem hægt er aö taka
meö fullkomnustu myndir af erfiöustu
viöfangsefnum. Myndavél, sem þrátt
fyrir tæknilega fullkomnun, er sára
auöveld í notkun.
Mamyia 135 EF
Falleg vél fyrir 35 mm filmu meö
innbyggöu flassi og 38 mm linsu.
VERÐ
AÐEINS KR.
174.000
56.400
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR
S:20313 S: 82590
AUSTURVER
S:36161
Umboðsmenn
um allt land
Utsolustaöir Karnabaer Ldugavegi 6b — Karnabær Glæsibæ - Epiið Akranesi — Ephö isafiröi 'ví
Alfholl Siglufiröt — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafiröi — Eyjabær Vestmannaeyjum J
LITASJÓNVÖRP
með
,Linytron Plus‘
myndlampa er
japönsk tækni
í hámarki.
TUDOR
rafgeymar í álla bíla,
vinnuvélar og báta
.. Já — þessir meb 9 lif!"
Skipholt 35. — Sími: 37033
Litli þrautgóði
fjölskyldubíllinn
SIMCA 1100
SIMCA 1100 er einn duglegasti litli fimm manna fjölskyldubíllinn,
sem marg sannaö hefur kosti sína á íslenzkum vegum og
vegleysum. SIMCA 1100 er fimm manna framhjóladrifinn
fjöiskyldubíll, sem eyðir 7,7 I. pr. 100 km samkv. uppl. frá
verksmiðju. Öryggispönnur eru undir vél, gírkassa og bensíntank,
auk þess er 21 cm undir lægsta punkt. Á fáeinum sekúndum má
t.d. breyta SIMCA 1100 í stationbíl, enda er hann með fimmtu
hurðina aö aftan.
Verð miðað vid 15.7.80: SIMCA 1100 LE kr. 5.535.817.-
SIMCA 1100 GLS kr. 6.128.518.-
Þú færð ekki betri bíl á betra verði. Hafðu samband strax
CHRYSLER
M
lil k >
SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454
& Vökull hf.