Morgunblaðið - 29.07.1980, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980
A ferð um Skaqafiöró /
Á Sauðárkróki hefur uppbygging orðið
mjög mikil á siðustu árum og vekur það strax
athygli aðkomumanna hversu blómleg byggð
hefur þróast þar. Frá bæjarstjórnarkosning-
unum 1978 hafa sjálfstæðismenn myndað
meirihluta bæjarstjórnar, með þrjá menn,
ásamt einum manni frá Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna og öðrum frá
Álþýðuflokknum. Blaðamaður Morgun-
blaðsins ræddi við Þorbjörn Árnason forseta
bæjarstórnar og oddvita sjálfstæðismanna um
bæjarmálefni á Sauðárkróki.
Skólamálin
hafa forgang
Hvaða málaflokkur hefur ver-
ið forgangsverkefni að undan-
förnu?
Við takmarkað fjármagn
kemur alltaf til vals á milli
margra kosta og við höfum hér í
bæjarstjórninni, kosið að láta
skólamálin hafa forgang, en það
hefur orðið mikil uppbygging á
því sviði. Fyrst ber þar að nefna
Fjölbrautarskólann, sem tók til
Bindum miklar
vonir við smáiðnað
Hvað er næsta forgangsverk-
efni hjá ykkur?
Eins og komið hefur fram
hafa skólamálin verið númer
eitt, en hugmyndin er sú, að
næsta forgangsverkefni verði
varanleg gatnagerð í bænum, og
við vonumst til að geta hafist
handa næsta sumar, ef okkur
tekst að afla nægjanlegs fjár-
magns.
Þorbjörn Árnason forseti bæjarstjórnar:
Sauðárkrók-
ur er orðinn
forystubyggð á
Norðurlandi-
Vestra
starfa á sl. vetri, en hugmyndin
er, að hann komi til með að
þjóna öllu Norðurlandi-vestra.
Verið er að byggja verknámshús
við Fjölbrautaskólann, lokið er
við byggingu nýrrar álmu við
skólann og stækkun heimavist-
arinnar og nýtt bóknámshús
bíða þess að fjármagni verði
veitt til þeirra bygginga.
Fyrir utan uppbyggingu Fjöl-
brautaskolans, er bygging
íþróttahúss á dagskrá og við
væntum þess að í framtíðinni
verði hægt að líta á Sauðárkrók
sem miðstöð skólahalds á Norð-
urlandi-vestra. Aðrar bygg-
ingaframkvæmdir eru einnig á
döfinni á vegum bæjarins og má
þar nefna nýtt félagsheimili,
sem mun rísa hér rétt í bæjar-
jaðrinum. Annað brýnt verkefni
verður framkvæmt á þessu ári,
en það er bygging nýs leikskóla,
sem staðsettur verður í Hlíða-
byggð, en þar hefur risið nýtt
hverfi sem samkvæmt skipulagi
átti að anna eftirspurn fram til
1985, en er nú fullbyggt.
Þetta er gott dæmi um þá
miklu uppbyggingu sem hér
hefur átt sér stað, þar sem bæði
fólksfjölgun hefur orðið örari en
ráð var fyrir gert samfara
mikilli aukningu atvinnutæki-
færa, sem útgerðin á stærstan
þátt í.
Hvað með önnur atvinnu-
tækifæri en tengdum sjávarút-
vegi?
Eins og komið hefur fram í
fréttum, þá stöndum við í
ströngu við að fá steinullarverk-
smiðju hingað, en á þessari
stundu er það alls óráðið hvort
af því verður. Þetta hefur verið
hitamál nokkuð lengi, við teljum
okkur eiga rétt á, að fá þessa
verksmiðju, bæði vegna þess að
við teljum okkur hafa átt frum-
kvæðið að þessari hugmynd og
auk þess lagt mikla vinnu og
fjármuni í rannsóknir á þessum
möguleika. Mér fyndist það
óneitanlega hart, ef við yrðum
rændir þessari hugmynd og ég
er þeirrar skoðunar að ef
byggðastefna á að vera eitthvað
annað en pappírsgagn, þá sé
engin spurning um réttmæti
þessa að við fáum verksmiðjuna.
Það er einnig alveg ljóst, að
sunnlendingar hafa miklu fleiri
og fjölbreyttari möguleika á
sviði jarðefnaiðnaðar, en við
höfum, sem einnig hlýtur að
vega þungt.
Eg vil þó taka það fram, að
þrátt fyrir að við yrðum af
steinullarverksmiðju myndum
við ekki leggjast með tærnar
uppí loftið, hér eru ýmsir aðrir
möguleikar á sviði milliiðnaðar
og smáiðnaðar, en við höfum nú
þegar nokkur fyrirtæki sem
stunda smáiðnað.
Texti og myndir: Friörik Friöriksson
%
s si i
' ' J: ...1' gjjh f i
• 1 " Ár .i
1 * m* *r* 11
jJLi1 ggg *
Þorbjörn Árnason
Ég get t.d. nefnt einn mögu-
leika, en hann er sá að menn
setji hér upp gróðurhús og nýti
sér heita vatnið, en borholan er
í landi bæjarins og þannig eru
margir möguleikar fyrir hendi.
Þegar rætt er um atvinnu-
uppbyggingu, má ekki gleyma
því mikilvæga hlutverki sem
samgöngur gegna, í að byggja
upp atvinnulíf, en á því sviði eru
við lánsamir. Samgöngur á landi
eru mjög góðar en auk þess er
hér einn besti flugvöllur lands-
ins og hugmyndin er, að malbika
hann næsta sumar. Þessi flug-
völlur verður þá næst stærsti
flugvöllur landsins og gefur
möguleika á millilandaflugi t.d.
með afurðir beint á markað. Þá
er hér ört vaxandi flugfélag á
staðnum, sem gæti gegnt miklu
þjónustuhlutverki.
Séö yfir gamla bæinn á
Sauöárkróki.
Ýmsir vaxtaverkir
fylgja
miklum uppvexti
Hvaða mál eruð þið sjálfstæð-
ismenn ánægðastir með í bæjar-
stjórninni?
Ég get fullyrt, að við erum
ánægðastir með skólamálin,
uppbygging Fjölbrautaskólans
hefur tekist vel og við höfum
náð því markmiði okkar, að
veita fólki sambærilega mennt-
un og annars staðar, í heima-
byggðarlagi.
Við teljum okkur einnig eiga
stóran þátt í því að bygging
íþróttahúss og félagsheimilis
stendur nú fyrir dyrum. Þá má
geta þess, að félagsmálastjóri
hefur verið ráðinn til bæjarins,
en hans meginverkefni eru á
sviði æskulýðs- og öldrunar-
mála.
Hvaða fleiri verkefni eru á
döfinni hjá bænum?
Ég get nefnt byggingu heitra
potta við sundlaugina, bygging
nýs golfvallar stendur einnig
fyrir dyrum og verið er að
undirbua næsta byggingasvæði
bæjarins, sem áætlað er að verði
fyrir sunnan sjúkrahúsið.
Hverjir eru að þínu mati fram-
tíðarmöguleikar Sauðárkróks?
Ég er fæddur hér og uppalinn
og hef því fylgst með þessari
þróun. Hingað hafa straumarnir
legið, á sviði heilbrigðis-,
mennta- og atvinnumála, þann-
ig að Sauðárkrókur er orðin
forystubyggð á Norðurlandi-
vestra. Sú staða verður þó aldrei
varanleg, ef við höldum ekki
góðri samvinnu við sveitarfélög-
in í kringum okkur. Þegar þessi
atriði eru öll höfð í huga, getur
maður ekki verið annað en
bjartsýnn á framtíð staðarins.