Morgunblaðið - 29.07.1980, Side 13

Morgunblaðið - 29.07.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 13 Albert Baldursson flugkennari viö kennsluvél flugfélagsins. Stefnum að almennu þjónustuflugi FRÁ árinu 1978 helur Flugíélag Sauðárkróks verið starírækt, upp- haflena var félaginu ætlað að vera fluKskóIi en nú á að færa út kviarnar ok hefja þjónustufluK- Blaðamaður MorKunblaðsins ræddi við Albert Baldursson. flug- kennara og fluKrekstrarstjóra fé- latfsins. Hverjir eru eigendur félatísins? — Þetta er hlutafélag og flestir eigendurnir eru annað hvort flug- menn, eða að læra flug. Hvaða starfsemi rekur félagið? — Fram að þessu höfum við nær eingöngu verið með flugskóla, skól- inn á eina vél sjálfur og hefur aðgang að annarri. Skólinn hefur gengið ágætlega og t.d. byrjuðu 20 strákar að læra 1978 og þeir eru nú að týnast út með próf, einn af öðrum. Þessir strákar eiga margir hlut í félaginu og sumir þeirra hafa keypt sér vélar í félagi. Það má segja, að 5 vélar tengist félaginu beint eða óbeint. Ég held að það sé aðeins formsatriði að fá leyfið og við vonum að það komi bráðlega. Þegar leyfið er fengið, er hug- myndin sú, að fara út í leiguflug, útsýnisflug og almennt þjónustu- flug. Er grundvöllur fyir slika þjón- ustu hér? — Jú, ég held að það sé góður möguleiki á því að þetta geti gengið, vitaskuld gerist það ekki af sjálfum sér, en með því að byggja markvisst betra en t.d. á Akureyrarflugvelli. í sumar er verið að setja hér upp fullkomnari blindflugstæki og það má geta þess að hugmyndin er sú, að gera völlinn að varavelli fyrir millilandaflug. Hin öra uppbygging hér á Sauð- árkróki og góður flugvöllur gerir okkur bjartsýnni á viðgang félags». ins og við vonum að fólk fari með tímanum að nýta sér þá þjónustu sem flugið getur veitt. Páll Ragnarsson formaður Ungmennafélagsins Tindastóls: Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðár- króki hefur frá árinu 1907 staðið fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfi. Félagar í Tindastóli eru á þriðja hundrað og blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við Pál Ragnarsson formann félagsins á dógunum. um starfsemina. íþróttastarfsemin er virkust Eru íþróttamálin viðamest hjá félaginu? Jú, þau hafa alla tíð verið stærsti þátturinn í starfsem- inni, á sumrin er það knatt- spyrnan, sundið og frjálsar íþróttir sem mest eru stunduð, en á veturna er það körfubolt- inn og skíðin. Hvernig er aðstaða til íþróttaiðkana? Fyrir knattspyrnumenn er aðstaðan mjög góð, heldur lak- ari fyrir frjálsíþróttafólk og góð fyrir sundfólk. Það sem háir félaginu varð- andi inni-íþróttir er hins vegar aðstöðuleysi, en langþráður draumur um íþróttahús virðist nú vera að verða að veruleika. Skíðaáhugi hefur vaxið mik- ið á undanförnum árum og hefur félagið aðstöðu í landi Heiði í Gönguskörðum. Þar erum við byrjaðir að byggja upp skíðaland, en við fengum toglyftu að gjöf frá Lions-klúbbi Sauðárkróks árið Páll Ragnarsson. 1977. Við rekum þessa lyftu fyrir almenning og er áhugi vaxandi á íþróttinni. Eru íþróttaþjálfarar hér í föstu starfi? Við höfum verið með þjálf- ara í knattspyrnu á hverju sumri og hafa þeir flestir komið annars staðar frá. Þeir þjálfa alla flokka félagsins og leika gjarnan með sjálfir. Sama máli gegnir í frjálsum íþróttum, þar eru tveir bræður sem þjálfa, en þeir eru ráðnir af Ungmennasambandi Skaga- fjarðar, þannig að við deilum þeim á milli ungmennafélaga í Skagafirði. í sundmálum horfir Uppbygging skíðalands er næsta verkefni ágætlega, við höfum haft þjálf- ara á sumrin og nú verður Guðmundur Björnsson sem hefur verið driffjöðurin í þeim málum undanfarin ár hér á staðnum í vetur, gagnstætt venju, og við bindum vonir við að það ýti undir sundáhugann. Við höfum einnig haft þjálfara fyrir körfuboltaliðið, en það er aðstöðuleysið sem háir þeirri starfsemi mest. Sérfélögin verða æ fleiri Hvað með aðra starfsemi Áður fyrr vorum við með starfsemi á sviði leiklistar og skákar, en hér hafa nú verið stofnuð sérfélög um þessa starfsemi. Þannig er þetta með fleiri félög, við vorum t.d. með skógrækt hér áður fyrr, en nú er hér sérfélag, sem sér um það. Við því er að sjálfsögðu ekkert að gera og við getum þessa í stað einbeitt okkur þeim mun betur að íþróttunum. Við höfum verið hér með leikjaskóla fyrir börn á sumrin og staðið fyrir gönguferð.sem fram fór á göngudegi ung- mennasambandanna. Hvernig tekst ykkur að fá fólk til starfa? Það er gamla sagan, að það er erfitt að fá fólk í þetta, en ég vona að það lagist. Eitt af brýnustu málum félagsins er að skipta starfseminni upp í sjálfstæðar deildir og til þess þarf meiri mannskap. Hver eru helstu framtíðar- verkefni ykkar? Uppbygging skíðalandsins við Heiði er næsta verkefni, það þarf bæði að bæta við lyftum og koma þar upp hús- næði þannig að verkefnin eru næg á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.