Morgunblaðið - 29.07.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.07.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 Jón Sigurðsson, fyrrv. borgarlæknir: Síminn og einstæöir aldraðir og öryrkjar „Eyðum einmanakendinni" var eitt sinn kjörorð Rauða krossins hér á landi, kjörorð, sem er og verður alla tíð í gildi, og sem allir, ungir og fullorðnir ættu að gera að sínu. Einmanakenndin er þrúg- andi böl fyrir marga, mjög marga, einkum aldraða einstæða einstakl- inga og öryrkja. Oft er hún sárust hjá þeim, sem gleymdir eru, eða telja sig gleymda, af nánum ætt- ingjum og vinum. Margir kannast við sértaka og mikla þörf þessara einstæðinga fyrir að komast í persónulegt samband við annað fólk, fyrir að tjá sig og að heyra aðra segja frá eða bara tala. Heimsóknir ættingja, vina og kunningja eru að sjálfsögðu kær- komnastar, en heimsóknir og fyrirgreiðsla heimahjúkrunar, heimilishjálpar, sjúkravina og annars góðs fólks eru einnig þessum einstæðingum ómetan- legar. En margur er sá, sem engar heimsóknir fær, eða óheyrilega strjálar. — Hér kemur síminn í góðar þarfir og er fjölmörgum einstæðingum algjör nauðsyn, sem afþreyingartæki. Títt er hann einnig óhjákvæmilegt hjalpartæki við aðdrætti á nauðsynjum, eða þegar annarrar persónulegrar að- stoðar er þörf. Verður nánar vikið að þessu síðar. — í þessu spjalli er einvörðungu átt við mitt heima- svæði, Reykjavík. Opinberum aðilum eru framan greind atriði ljós og þeir hafa í verki viljað stuðla að því, að sem flestir einstæðir aldraðir og ör- yrkjar geti notið símaþjónustu. Af Reykvíkingum, sem svo er ástatt hjá, hafa 1920 óskerta tekjutrygg- ingu og heimilisuppbót (1597 aldr- aðir og 323 öryrkjar). Næstum öllum, þessum aðilum, eða 1900 manns, hefur Landssíminn, að fengnum umsóknum, veitt eftir- gjöf á ársfjórðungsgjaldi símans, sem nú er 14.943 krónur. í því felast 300 símtöl, svokölluð „skref", eða 3—4 á dag, en hvert umframskref, sem nú kostar 32.85 krónur, greiðir símnotandinn sjálfur og sama er að segja um stofngjaldið, sem er alls 144.026 til 153.967 krónur, eftir aðstæðum á hverjum stað. I öllum kostnaðar- tölum er söluskattur reiknaður með. Ellilífeyrisþegi (67 ára) eða ör- yrki, sem býr einn og hefur ekki aðrar tekjur en sem svarar ellilíf- eyri, tekjutryggingu og heimilis- uppbót, fær mánaðarlega til lífs- Vitni vantar að árekstri SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík heí- ur beðið Morgunhlaðið að auglýsa eftir vitnum að árekstri, sem varð á mótum Grensásvegar og Fellsmúla laust eftir klukkan 18 sl. föstudag. Þar rákust harkalega saman bifreið af Mustang-gerð, R— 58883 og bifreið af Mazda- gerð, R—9125. Báðir öku- mennirnir fullyrða að þeir hafi ekið á móti grænu ljósi. Þarf lögreglan nauðsynlega að ná tali af vitnum, svo skera megi úr um hvor bifreiðin var í rétti þegar umræddur at- burður varð. nauðsynja 212.110 krónur (91.915 + 88.651 + 31.544 kr.) frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Það liggur í augum uppi, að af þessum tekjum er ekki unnt að ráða við greiðslu á stofngjöldum síma, og hafi nauðstaddur einstæðingur ekki síma fyrir, frá þeim tíma þegar betur stóð á hjá honum fjárhags- lega, verður hann að vera án síma, nema sérstök hjálp komi til, t.d. frá félagsmálastofnun borgarinn- ar, en sú hjálp mun aðeins veitt í brýnustu tilvikum. Dr. Jón Sigurðsson Með hliðsjón af því, sem að framan segir um tölu þeirra, sem þegar hafa síma og um fyrir- framgreiðslu opinberra aðila, sem þegar er veitt, virðist sem ekki þurfi mjög stórt átak til að sjá svo um, að allir einstæðir aldraðir og öryrkjar hafi síma, þ.e.a.s. þeir, sem til næst og þeir sem það vilja. Ber þá einnig að hafa í huga þá, sem einstæðir eru, févana og einmana aldraðir og öryrkjar, þótt ekki hafi fulla tekjutryggingu og heimilisuppbót. Þetta átak ber okkur Reykvíkingum að ráðast í og framkvæma sem fyrst. En einmanakenndin og hjálpar- þörfinni verður ekki eytt með því einu að ráða yfir síma. Um- framskrefin láta fljótt á sér kræla, ekki koma öll símtöl að gagni, og umframskrefin eru mörgum tekjulitlum þung í skauti. Aldraðir og öryrkjar eru oft lítt hreyfanlegir, og síminn er þeim iðulega einasta leiðin til að hafa samband við umhverfið, til hugar- hægðar og aðstoðarbeiðna. Þessir einstaklingar tala oft lengi í síma, þurfa þess títt og eiga að hafa leyfi til þess. Þjóðfélagið hefur vel efni á að leyfa þeim það, a.m.k. á meðan misnotkun á sér ekki stað. Ég hygg, að mikill meiri hluti þjóðarinnar telji það sjálfsagðan hlut. Einnig alþingismennirnir okkar, þótt þeim hafi orðið það á, með samstöðu allra flokka (!), að samþykkja síðla vetrar 1974 þingsályktun um að taka upp hér a Reykjavíkursvæðinu tímamæl- ingu á símtölum. Þau verða eftir það því dýrari sem þau eru lengri. Þegar þingmennirnir sam- þykktu umrædda ályktun hafa þeir sjálfsagt ekki gert sér grein fyrir því, að þeir, sem sízt skyldi, yrðu mest fyrir barðinu á þeim mikla kostnaðarauka, sem tíma- mælingu fylgir. Einstætt févana, lasburða og bæklað fólk, sem bundið er við heimili sín, hafa öðrum fremur þörf fyrir simtöl án stöðugrar umhugsunar um hina hvimleiðu tímamælingu. Hún yrði þeim hreinlega fjárhagslega um megn. í því trausti að hér hafi mistök átt sér stað, en ekki ásetningur, leyfi ég mér að vona, að hæstvirt- ur ráðherra, eða aðrir ráðamenn í fjarveru alþingismanna, feli þegar nokkrum sérfróðum mönnum að finna leið eða leiðir til að ráða bót hér á, á meðan enn er tími til að leggja tillögur um það fyrir Al- þingi í haust. Hin fyrirhugaða breyting á símaþjónustunni hér mun ekki verða gerða fyrr en eftir næstu áramót. En það er einnig önnur hlið á þessu máli, sem ég vil leyfa mér að vekja athygli á, þ.e. öryggi þeirra, sem einir búa, aldraðir og heilsu- veilir, og sem ekki er litið til eða haft samband við daglega eða svo dögum skiptir. Fyrir kemur, og oftar en margur hyggur, að ein- stæðingar slasast eða veikjast skyndilega á heimilum sínum á þann hátt, að þeir verða algjörlega ósjálfbjarga og geta þá legið þannig á sig komnir, eða jafnvel dánir, marga daga, án þess að nokkur komi til liðsinnis. Þetta hendir hér og er algengt fyrirbæri í stórum borgum erlendis. Á sl. 10 árum, 1970—1979, hefur hér í borg verið komið 79 sinnum að látnu fólki, sem enginn hafði haft samband við í 1—14 sólar- hringa áður en komið var að þeim látnum. Þegar það skeður er það alltaf átakanlegt og stundum óhugnanlegt. Á Norðurlöndum er mér kunn- ugt um, að fyrir tilstilli Rauða kross félaga hafi verið komið á keðjusímhringingum með skipu- legum hætti á milli ákveðinna hópa einstæðinga, aldraðra og öryrkja, 5—10 í hverri keðju. Hringir þá einn, dag hvern, til einhvers annars þátttakanda í símakeðjunni á tímabili, sem sam- komulag er um, sá hringir á sama hátt til hins þriðja og svo koll af kolli, uns hringt hefur verið til hins síðasta í keðjunni. Ef einhver hringir ekki eða svarar ekki á hinum tiltekna tíma, er símleiðis reynt að fá nágranna þess manns, ef til er, til þess að grennslast fyrir um hagi mannsins. Fáist ekki viðhlítandi upplýsingar um líðan hans, er opinberum aðila falið málið til athugunar — og/ eða meðferðar, eftir atvikum heilsugæzlustöð, heimahjúkrun, sjúkrabíl eða lögreglu (t.d. ef brjótast þarf inn í íbúð). Felst í þessu mikið öryggi og öryggistil- finning hjá einstæðu fólki og jafnframt viss afþreying. Með þessum hætti mun oft hafa mynd- ast síma-vinátta milli keðjufélaga, sem aldrei hafa sézt. — Með fyrirhugaðri tímamælingu hjá einstæðum öldruðum og öryrkjum yrði umrædd keðjusímhringing vonlaus. Að minni hyggju mundi ekki verða erfitt að fá einhver líknar- eða mannúðarsamtök til þess að skipuleggja og koma á umræddum skipulögðum keðjusímhringingum á milli þeirra einstæðinga, er hér greinir, ef opinberir aðilar ryðja fjárhagserfiðleikum úr vegi. Jón Sigurðsson. Óskar Jóhannsson, kaupmaður: Að éta ljón og verða sterkur Fyrir hönd vina minna, Péturs og Páls, þakka ég þeim fjölmörgu, sem höfðu samband við mig og vildu hjálpa mér að dæma í bensínkaupamáli þeirra félag- anna. Margir lýstu jafnframt undrun sinni yfir, að ég þyrfti að spyrja aðra álits á svo einföldu máli sem þessu. ÚRSKURÐUR Allra dómur hefur verið á einn veg; sá, sem notaði bensinið, á að borga það. Hinn á ekki að þurfa að greiða fé úr eigin vasa til að eignast aftur það magn. sem hann átti áður. Það var ekki út í bláinn, að ég óskaði eftir svari þriggja tiltek- inna aöila við spurningunni; „Hvar er réttlætið í þessu rnáli?" Við viljum geta treyst því, að allir þegnar landsins séu jafnir fyrir þeim lögum, sem við sjálf setjum okkur sem sjálfstætt menningar- þjóðfélag. En fyrirmæli tveggja af þremur þeirra embætta, sem óskað var svars frá, eru ekki í samræmi við réttarvitund al- mennings. EIGNAUPPTAKA Ef þú átt peninga og leggur þá inn í banka, færðu allt upp í 46% vexti á ári, en þú hagnast ekkert á því ef verðbólgan er 60%. Ef þú rekur verslun og liggur með vörubirgðir í eitt ár, færðu enga vexti fyrir það fé sem bundið er í vörunum, því söluverð miðast við það verð, sem gilti þegar varan var keypt, samkvæmt fyrirmælum verðlagsyfirvalda. Þarnæst kaup- irðu vörur fyrir alla peningana aftur, en færð auðvitað miklu minna magn en áður. Þótt öllum þyki gott að kaupa vörur á „gamla verðinu", sér hver maður, að hér er um eignaupptöku að ræða. Verðlagsyfirvöld telja þó að ekkert hafi tapast því þú átt vörur fyrir jafnmargar krónur og áður! RÖKLEYSA Þrýstihóparnir, sem segja stjórnmálamönnum fyrir verkum, hafa reynt að telja fólki trú um, að tap verslunarinnar hljóti að vera hagur almennings. Þau rök eru sama eðlis og sannfæring þjóð- flokks nokkurs í Afríku sem trúir því, að ef maður étur ljón, verði hann sterkur og hugaður eins og ljón! Hálfdauð eða aldauð verslunar- fyrirtæki eru ekki líkleg til stór- ræða í samkeppni um þjónustu við almenning og hina undirstöðuat- Óskar Jóhannsson vinnuvegi þjóðarinnar, en án verslunar gæti enginn þeirra þrif- ist. Saga þjóðarinnar gegnum ald- irnar sýnir, að það voru fjötrarnir á versluninni sem komust næst því að binda endi á tilveru hennar. Hagur verslunarinnar og fólksins í landinu hefur alltaf og mun alltaf fara saman. FARIÐ AÐ DÆMI B.S.R.B. Það er af Pétri og Páli að segja, að þeir eru orðnir langeygðir eftir svari embættismannanna um réttlætið. Til að flýta fyrir lausn málsins hafa þeir því farið að dæmi B.S.R.B. manna og slegið töluvert af kröfum sinum og láta sér nú nægja svar frá einum, það er að segja, formanni verðlags- nefndar. Þeir biðja mig að koma þeirri bón á framfæri við þig, ritstjóri góður, að þú sendir einn þinna ágætu blaöamanna á fund hans til að fá svar við fyrrnefndri spurn- ingu og biðja hann einnig að útskýra fyrir okkur hversvegna ekki megi nota svipaðar aðferðir í verðlagsmálum og nágrannalönd okkar gera. Hvort honum finnist kannski okkar aðferðir hafa skilað betri árangri en þeirra?! VERÐA ENDURNAR SNUÐAÐAR? p.s. Mér var falið að geyma 600 krónurnar, sem deilt var um í fyrstu. Við höfum ákveðið að gera okkur dagamun daginn sem svarið berst, kaupa vísitölufranskbrauð og gefa öndunum á tjörninni. En eins og allir vita, rýrnar brauðið sem fæst fyrir peningana með hverjum deginum sem líður. Ég treysti því Björgvini til að svara tafarlaust, því hvað sem öðru líður, getur enginn heiðvirður embættismaður verið þekktur fyrir að snuða blásaklausar end- urnar með aðgerðarleysi sínu, — þó hann hafi í mörg horn að líta. Meðfyrirfram þökkfyrir tilvon- andi svar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.