Morgunblaðið - 29.07.1980, Page 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JULI1980
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JULI 1980
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakið.
Fallvalt
veraldargengi
Sagan geymir ótal dæmi um stjórnendur, sem ætla að
þröngva þegnum sínum til hlýðni við sig en lenda fyrr eða
síðar í þeim ógöngum, að einungis valdbeiting dugar til að
halda þeim í sessi. Þegar svo er komið er það styrkur
leynilögrejrlu eða hers, sem ræður því, hve lengi þeir þrauka.
Kúgunarkerfi kommúnismans er skýrasta dæmið um þetta úr
samtímasögunni. í Sovétríkjunum hefur í tæp 63 ár tekist að
halda hundruðum milljóna manna í heljargreipum.
Á sunnudaginn andaðist Mohammed Reza Pahlevi fyrrum
íranskeisari, útlægur, einmana, bitur og óvelkominn í
fjölmörgum þjóðlöndum. 37 ára valdaferill hans þróaðist að
lokum á þann veg, að á trúarlegum forsendum var veldi hans
brotið á bak aftur. Þær þjóðfélagsumbætur, sem hann beitti
sér fyrir, þóttu of róttækar og vald leynilögreglunnar SAVAK
magnaðist. Síðasta úrræði keisarans var að beita hernum gegn
írönsku þjóðinni, og þegar hann lét ekki lengur að stjórn var
síðasta vígið fallið. Síðan hafa trúarleiðtogar farið með
alræðisvald.
Aðeins 22 ára að aldri var Reza Pahlevi settur til æðstu
valda. Það var á árinu 1941, þegar Bretar og Sovétmenn sóttu
með herliði inn í íran gegn keisaranum föður hans og
útsendurum nasista, sem hann hafði gert sér handgengna.
Rauði herinn hvarf ekki á brott frá íran fyrr en 1946, eftir að
kommúnistar höfðu þó stofnað sjálfsstjórnarríki í Azerbajdzh-
an við sovésku landamærin. Með aðstoð Sameinuðu þjóðanna
tókst hinum unga þjóðarleiðtoga það, sem enginn annar gat í
lok styrjaldarinnar: að losna við Rauða herinn úr landi sínu.
Næsta meiriháttar þrekraun hans var baráttan við dr.
Mossadiq, sem tókst 1952 að ná alræðisvaldi með stuðningi
kommúnista og afturhaldssamra stórlandeigenda. Leikbragð
Mossadiqs var að krefjast þjóðnýtingar á Bresk—íranska
olíufélaginu, sem flutti olíuauðinn úr landi. Keisarinn sá sér
þann kost vænstan að flýja land 1953 en eftir nokkra daga
sneri hann aftur heim, eftir að herinn og fjöldahreyfing, sem
stofnuð var að undirlagi Bandaríkjamanna hafði hrakið
Mossadiq frá völdum. Blftir það jukust bandarísk áhrif jafnt og
þétt í landinu.
Reza Pahlevi vildi á skömmum tíma gera íran að nútímaríki
á vestræna vísu. í orði stefndi hann að vestrænum
stjórnarháttum. Honum var það kappsmál, að Iran yrði meðal
helstu hernaðarvelda heims. Hann kallaði sjálfan sig konung
konunganna. Honum tókst að halda vinsamlegu sambandi við
bæði Bandaríkin og Sovétríkin, þótt ávallt væri ljóst, að hann
drægi taum Vesturlanda. í krafti olíuauðs og áhrifa átti hann
greiðan aðgang að vestrænum fjölmiðlum, og hann var óspar á
yfirlýsingar um hnignun Vesturlanda og nauðsyn þess, að þau
héldu vöku sinni. Hann vai" greinlega hættur að þekkja eigin
takmörk. Hann sópaði fé til sín og sinna og virtist ekki gera sér
neina grein fyrir því í hvert óefni var komið, fyrr en hann
hvarf úr landi í ársbyrjun 1979, áreiðanlega í þeirri von, að sér
tækist aftur sama herbragðið og 1953. En Ayatollah Khomeini
náði undirtökunum, og meðan landflótta keisarinn hefur farið
úr einu landinu í annað hefur lýðurinn krafist dóms yfir
honum. Með leynd komst hann til lækninga í Bandaríkjunum,
í hefndarskyni voru starfsmenn bandaríska sendiráðsins í
Teheran teknir í gíslingu. Sá atburður virðist geta orðið mjög
afdrifaríkur fyrir pólitíska framtíð Jimmy Carters Banda-
ríkjaforseta.
Fall keisarans hefur alls ekki orðið írönsku þjóðinni til góðs.
Þvert á móti eykst ógnarstjórnin frá degi til dags. Fregnir
berast um blóðugar hreinsanir innan hersins. Þjóðarbrot
sætta sig ekki við miðstjórnina. Efnahagsstarfsemin er í
molum. Ovissan hefur aukið spennuna í alþjóðamálum, um leið
og Sovétmenn hernema nágrannaríkið Afganistan. Hugarfar
írönsku ráðamannanna lýsir sér ef til vill best í orðum
útvarpsstöðvar þeirra, sem sagði að með Reza Pahlevi væri
gengin „mesta blóðsuga aldarinnar".
Saga hins útlæga íranskeisara geymir dæmi um mikla sigra,
æðstu metorð og dýpstu niðurlægingu. Hún er áminning um
fallvalt veraldargengi og dapurleg örlög þjóðar, sem verður
leiksoppur öfgafullra leiðtoga. Helsjúkur af krabbameini
virtist Mohammed Reza Pahlevi aðeins eiga einn valdamikinn
vin, sem var til þess búinn að sýna vináttu sína í verki, en það
er Anwar Sadat, Egyptalandsforseti. Af miklu hugrekki býður
hann óvinum útlagans byrginn — jafnt þegar hann er lífs og
liðinn.
Frá krýningunni 1971. Farah keiaaraynja krýpur lyrir framan „keisara
keísaranna, Ijós aríanna, konung konunganna,“ o.s.lrv.
Fjölakyldan saman. Myndin var tekin 1976.
Keisarinn og Farah Diba í Marokkó, en þar dvöldu þau
skamma hríð í útlegö sinni.
Veikur maður og
hrjáður: fyrrverandi
keisarinn í Panama.
Texti:
Jóhanna
Kristjóns-
dóttir
í Teheran 1978: keisarastyttu steypt.
Við brottförina frá Teheran kastaði
foringi eínn sér að fótum keisarans.
Keisarinn reisti hann við og sáu viöstaddir
þá að augu þessa hörkutóls voru full af
tárum.
Undir lokin átti Mohammed Reza Pahlevi nánast
engan vin, sem vildi veita honum skjól. Aö frátöldum
Anwar Sadat, sem bauð fjendum keisarans og sjálfs
síns byrginn og veitti honum athvarf í Egyptalandi.
Myndin var tekin í vor skömmu eftir aö keisarinn
kom til Egyptalands.
Mannréttindabrot voru mörg og
Ijót framin í íran á valdatíma Reza
Pahlevi. Sjálfur neitaöi keisarinn þvt
jafnan og sagöi að beita yröi þeim
meðulum, sem viö ættu hverju
sinni. Hér setur hann mannróttinda-
ráöstefnu, sem var haldin á vegum
Sameinuöu þjóöanna í Teheran
1968.
M
Ljós aríanna“er slokknað
SADDUR lifdaKa og lantfhrjáður til sálar og
líkama. vaf Mohammed Reza Pahlevi, fyrr-
verandi Iranskeisari upp öndina árla sunnu-
dags. í heimalandi hans, fögnuðu menn
óspart, þegar andlátsfregnin barst. Þó er
vist að þrátt fyrir allt, sem klerkaveldið þar
gerir nú til að færa landið aftur i miöaldir.
munu íranir njóta ýmissa ávaxta af starfi og
stjórn keisarans um ókomna tið.
Reza Pahlevi varð háit á því, að hann
vanmat klerkaveldið og menn töldu að trúarlíf
hefði verið stórkostlega vanrækt. Hann ætlaði
sér mikinn hlut, að færa frumstætt vanþróað
þjóðfélag á nokkrum áratugum í að vera
iðnvætt velferðarríki upp á vestrænan máta.
Hann fór geyst í sakirnar og það varð honum
að falli. Eins og einn írani orðaði það við mig
þegar ég var í Teharan tveimur mánuðum
áður en hann hvarf úr landi, „það er ekki
hyggilegt að byrja á efstu hæðinni, þegar á að
reisa 20. hæða hús ... þegar neðar dregur eru
þær efstu löngu hrundar."
En ég minnist þess einnig, að margir sögðu
að færi keisarinn myndi, verða upplausn í
landinu, íran yrði annað Líbanon. Og þessir
menn virðast ætla að verða sannspáir, því
varla er hægt að ímynda sér ömurlegra,
ruglaðra og grimmara ástand en ríkt hefur
þennan tíma sem Khomeini hefur haldið
valdataumunum í gömlum höndum sér. Þá
voru líka sögusagnir á kreiki um, að keisarinn
myndi láta herinn skerast í leikinn sér til
bjargar, svo að hann þyrfti ekki að fara úr
landi. Hann valdi hins vegar þann kost að
boða meira frjálsræði, leyfa starfsemi stjórn-
málaflokka og ákvað að halda kosningar. En
það boð kom of seint. Þá var ólgan og reiðin
gegn honum orðin svo megn og áhrif Khom-
einis slík, að ekki varð aftur snúið. Einnig eru
getgátur um, að keisarinn hafi ekki treyst á
ótvíræðan stuðning hersins og því ekki viljað
láta á það reyna.
íranskeisari hefur verið sakaður um
grimmd og miskunnarleysi, en undir lok
valdatíma hans var hann breyttur maður.
Fréttamenn sem hittu hann og ræddu við
hann, sögðu að hann hefði minnt á Nixon
undir það síðasta, sveiflast milli bjartsýni og
þunglyndis og hann hefði margsinnis sagt: „Eg
fæ ekki skilið hvar á leiðinni mér varð
fótaskortur ... ég skil ekki hvers vegna þjóð
mín, sem ég hef fórnað öllu, er að snúa við mér
baki.
Hann skildi ekki heldur tvístígandi afstöðu
Bandaríkjastjórnar og þó fyrst og fremst
Carters forseta og varla hægt að lá honum
það. Hann hefur án efa reitt sig á stuðning
Carters, en hik og tvöfeldni — eða einfeldni —
Carters var með ólíkindum þessa síðustu
mánuði valdatíma keisarans. Án efa var
keisarinn beizkari í garð Bandaríkjamanna en
flestra annarra, vegna þess að hann hafði
sjálfur hneigzt mjög að stuðningi við þá og leit
svo á að hið bandaríska samfélag gæti um
margt orðið landi sínu fyrirmynd.
Hann sagði að draumur sinn væri að
endurreisa veldi og tign persneska heimsveld-
isins og láta rödd Irans hljóma kröftuglega á
vettvangi þjóðanna. Hann vildi beita olíuauði
landsins í þessum tilgangi. En það var
öldungis þessi draumur, sem átti líka sinn þátt
í að binda endi á valdatíð Mohammeds Reza
Pahlevis — keisara keisaranna, endurskin
almættisins, ljós aríanna, miðpunkt alheims-
ins, konung konunganna eins og hann titlaði
sig — vegna þess hversu hann bar sig að og
virti ekki nema að nokkru leyti hefðir lands og
þegna þegar hann var að þrýsta fram
umbótum sem undirsátar hans voru á stund-
um ekki reiðubúnir að þiggja.
Og þann 16. janúar 1979 lauk valdatíma
keisarans, sem faðir hans Reza Khan, hafði
hafið með valdaráni 1925. Reza Khan hrökkl-
aðist frá völdum 1941 vegna hollustu við
nazista og sonurinn tók þá við aðeins rétt
tvítugur. Fyrstu ár hans virtist hann ekki
mikill bógur og ráðgjafar af öllu tagi allsráð-
andi og ríkisstjórnin hálfgildings leppstjórn
Sovétríkjanna. En árið 1946 vann Pahlevi þa
afrek að láta hersveitir sínar hrinda árásum
Sovétmanna inn í norðvesturhéraðið Azer-
badzjan og koma síðan ríkisstjórninni frá.
Eftir þetta tók hann að gerast atkvæðameiri
um stjórn landsins en það var þó ekki fyrr en
eftir Mossadekmálið árið 1953, að keisarinn
taldi sig standa verulega með pálmann í
höndunum.
Viðsjár höfðu lengi verið með Mossadek og
keisaranum. Mossadek ákvað að þjóðnýta alla
olíuvinnslu í landinu og brugðust Bretar illa
við en þeir áttu stórra hagsmuna að gæta, þar
sem var Brezk-íranska olíufélagið. Stjórn-
málasambandi var slitið, allt logaði í illdeil-
um. Keisarinn varð að hverfa úr landi ásamt
konu sinni Sorayu og leitaði skjóls í Róm.
Herforingjar honum trúir voru síðan ekkert
að tvínóna við hlutina, steyptu Mossadek og
keisarinn sneri heim, hylltur af því hinu sama
fólki og farið hafði í háværar mótmælagöngur
allt árið 1953 til að votta Mossadek stuðning
og keisara andúð. Keisarinn sneri sér síöan að
því að bæta sambúðina við Breta og ná við þá
samkomulagi vegna þess missis sem þeir
höfðu orðið fyrir eftir að olíufyrirtækin, höfðu
verið þjóðnýtt. Hann lét banna kommúnista-
flokkinn, Tudeh, en flokkurinn starfaði áfram
í leynum og árið 1954 komst upp um tvö
samsæri hans sem miðuðu vitanlega að því að
koma keisara frá. Þetta leiddi af sér ólgu og
ókyrrð og enn herti keisarinn á stjórn
landsins. Árið 1950 hóf keisari að deila út
stórjörðum sínum til bænda og hann stofnaði
Pahlevisjóðinn sem hafði það að markmiði að
bæta félagslega stöðu manna, efla menntun —
en ólæsi er enn um 70% í landinu — og kom
meðal annars á fót kennslusveitum, sem fóru
um landið og kenndu fólki, hann gerði
stórátak í að bæta ástand heilbrigðismála. í
þennan sjóð lagði keisari 40 milljónir dollara
og síðan veitti hann iðulega í hann stórfúlgum.
í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1963 fengu
konur í fyrsta sinn að kjósa. Keisarinn fékk
yfirgnæfandi stuðning sinn við „hvítu bylting-
una“ svokölluðu sem var sex liða áætlun sem
miðaði að því að hraða félagslegri uppbygg-
ingu enn, stórauka réttindi kvenna og efla
iðnað og landbúnað. Á þeim árum sem á eftir
komu, hefði flest átt að leika í lyndi, en þá kom
fleira til, hin iilræmda leynilögregla keisar-
ans, SAVAK, færðist í aukana og án efa vann
hún mörg óþokkaverkin með eða án vitundar
keisarans og öllum stóð hinn mesti stuggur af.
Á þessum árum var eins og dómgreind hans
tæki að slævast, ósveigjanleikinn og kuldinn
jukust í sömu hlutföllum. Það sem óefað
markaði upphaf endalokanna, var árið 1975,
þegar hann ákvað að taka öll völd í sínar
hendur, banna endanlega alla starfsemi
stjórnmálaflokka og ráðskaðist einangraður
einvaldur næstu ár, og virtist engu skeyta um
hag þegna sinna. Spilling innan hirðarinnar
og meðal hersins og innan embættismanna-
stéttarinnar varð æ meiri. Eyðslusemi, íburð-
ur og lystisemdir virtust vera hans ær og kýr
og er dæmið um krýningu hans árið 1971 skýrt
dæmi um glys og bruðl, sem engan enda
virtust taka.
Og ólgan og óánægjan var aldrei langt
undan. SAVÁK óð uppi og Khomeini erki-
klerkur lét stöðugt í sér heyra. Hann var
handtekinn og fangelsaður og loks rekinn úr
landi. Khomeini bar í brjósti ævarandi hatur
til Reza Pahlevi, vegna þess hann stóð í þeirri
trú að Reza Khan hefði látið fyrirkoma syni
sínum. Heiftin yfirfærðist á son Reza Khan og
hann taldi aukinheldur að allar þær umbætur
sem keisarinn vildi gera á íranska þjóðfélag-
inu gengju þvert á orð Kóransins. Khomeini
sakaði keisarann um að vanrækja eðlisríka
trúarþörf landsmanna og hvatti til aðgerða
gegn honum. Eftir að Khomeini var rekinn úr
landi hafðist hann við í afskekktu þorpi í írak
og takmarkaður hópur sem fékk boðskap hans.
Keisarinn gerði síðan afdrifaríka skyssu er
hann fékk Iraksstjórn til að reka Khomeini úr
landi. Eftir nokkurn flæking fékk hann hæli í
Frakklandi. Þar settust fréttamenn að honum
og eiga án efa drjúgan þátt í uppgangi hans.
Hvert orð sem út af hans vörum gekk, var
básúnaö yfir heimsbyggðina og smátt og smátt
jókst fylgi hans meðal Irana, eftir því sem
hatrið á keisaranum magnaðist. Það var í
febrúar 1978 sem til verulegra átaka kom og
síðan urðu hörmulegir atburðir í íran nánast
daglegt brauð fram eftir árinu. Samt virtust
fáir trúa því í alvöru að Íranir vildu fá
Khomeini heim, því að hann fór ekki í feiur
með hvað fyrir honum vekti — þótt grimmdin
og harðneskjan hafi reyndar farið fram úr öllu
sem menn bjuggust við. Og að ári liðnu var
byltingin fullkomnuð, og síðan þarf ekki að
orðlengja hvað hefur gerzt.
Mohammed Reza Pahlevi var fæddur 26.
október 1919. Hann var rétt meðalmaður á
hæð, stórnefjaður eins og margir íranir, með
fránt augnaráð og miklar augabrýr. Hann var
vel menntaður maður og fróður, ekki sagður
hlýr persónuleiki. Einkamál hans þóttu jafnan
blaðamatur. Hann kvæntist að ráði föður síns
Fawsia, systur Farouks fyrrv. kóngs í Egypta-
landi, þegar þau voru kornung, og þau
eignuðust eina dóttur. Þau skildu eftir níu ára
hjónaband, sem sagt var hvimleitt báðum.
Síðan gekk hann að eiga þýzk-íranska stúlku,
Sorayu Esfiandary, sem var af hefðarfólki
komin. Með þeim tókust góðar ástir, en leiðir
skildu eftir sjö ár, þar sem hún gat ekki alið
honum erfingja að krúnunni. Síðasta kona
hans var Farah Diba, sem var við nám í
húsagerðarlist í París, þegar kvennaleitar-
menn keisarans höfðu upp á henni og töldu
hana verðuga. Með henni átti keisarinn tvo
syni og tvær dætur og fer mörgum og
misjöfnum sögum um það, hvort hjónabandif
hafi verið lánlegt eða ekki.
Mohammed Reza lifði af ótal morðtilræði,
slapp lífs úr tveimur flugslysum og taldi að í
sér byggi hulinn verndarkraftur sem verði
hann gegn illu.
„Dýpsta ósk mín er að varðveita sjálfstæði
og fullveldi lands míns, að hefja írönsku
þjóðina upp í hóp þeirra samfélaga þar sem
framfarir eru mestar og beztar og endurreisa
fornt veldi lands okkar,“ sagði hann allar
stundir. Án efa ól hann með sér þessar
hugsjónir. Hvernig hann framkvæmdi þær
varð honum að falli. Hvernig sagan dæmir
framkvæmdir hans síðar, skal svo ósagt látið.