Morgunblaðið - 29.07.1980, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980
21
Litlu munaði hjá Oddi
ODDUR Sigurðsson hefur lokið
keppni sinni á Ól-leikunum í
Moskvu. Oddur keppti í 400 m
hlaupi á sunnuda^- Oddur hljóp
i áttunda riðli og hafnaði i
fimmta sæti, fékk tímann 47,39
sek. Fjórir fyrstu i hvejrum
riðli komast áfram í milliriðla.
Sigurvegarinn í riðli Odds var
Sovétmaðurinn Chernetsky,
hljóp á 47,04 sek. Lengi vel leit
út fyrir að Oddur hafnaði i
þriðja sæti. þvi að hann hljóp
mjög vel framan af hlaupinu en
i lokin varð hann að gefa eftir
og Bretinn Alan Bell fór fram
úr honum á marklínunni. Fékk
Bell tímann 47,38, eða einum úr
hundraðasta úr sekúndu betri
tíma en Oddur. Þrátt fyrir að
Oddur hafi fallið úr, náði hann
betri tíma en lfi keppendur sem
náðu að komast i milliriðlana.
Bestum tíma i undanrásum
náði Austur-Þjóðverjinn Frank
Schaffer, 46,13 sek. Hér á eftir
fara úrslitin i riðli Odds.
8. riðill
1. N. Chernetsky, Sovét, 47,04
2. Mauro Zuliani, Ítalíu 47,16
3. M. Klarenbekk, Hollandi 47,37
4. Alan Bell, Bretlandi 47,38
5. Oddur Sigurðsson, ísl. 47,39
6. Isidoro Hornillos, Spáni 47,45
7. C. Gullstrand, Svíþjóð hætti
Bjarni varð
— JÚ, ég er nokkuð ánægður
yfir hversu vel mér gekk, það
var verst að ég skildi ekki
vinna sigur á Kúbumanninum,
það var hnifjöfn glima og við
vorum jafnir að stigum þegar
glimunni lauk, en dómararnir
töldu að Kúhumaðurinn hefði
sótt meira og þvi dæmdu þeir
honum sigur. Nú. hann glimdi
svo við Rússa sem hafnaði i 2.
sæti i keppninni. Ég hafnaði i
6.-8. sæti og það verður að
teljast viðunandi árangur sagði
judó-maðurinn Bjarni Frið-
riksson, er Mbl. ræddi við hann
í gærdag.
Bjarni glímdi fyrst við Kýpur-
búa og sigraði hann létt. Síðan
glímdi hann við Móngólíumann
og varð sú glíma tvísýn, en
Bjarni hafði þó undirtökin og
sigraði. Með örlítilli heppni hefði
Bjarni því hæglega getað komist
ofar í keppninni, en engu að
síður er árangur Bjarna mjög
góður.
í 6.-8. sæti
Bjarni Friðriksson.
Alls kepptu 23 í 91 kílóa
flokknum sem Bjarni var í.
Halldór Guðbjörnsson keppir í
judó á miðvikudag.
Guðmundur varð 13.
ÞAÐ ER ekki hægt að segja
annað en að þetta sé dálítið
þungt i vöfum hjá Rússunum,
en allt skipulag er gott, sagði
Guðmundur Þórarinsson flokk-
stjóri lyftingamannanna er
Mbl. ræddi við hann i gær.
Guðmundur var þá nýkominn
heim i OL-þorpið með Birgi
Borgþórssyni sem var að Ijúka
keppni í lyftingum. Birgir lyfti
330 kg samanlagt. Snaraði
147'A kílói, og jafnhattaði 182,%
kg. Alls voru sjö keppendur í
fyrri flokknum sem Guðmund-
ur keppti i og hafnaði hann i
fjórða sæti af þeim. Aðrir sjö
áttu svo eftir að reyna með sér
síðar i gærkvöldi. Guðmundur
Helgason hefur lokið keppni i
sinum flokki og hafnaði hann i
13. sæti. Hér á eftir fara úrslit-
in i hans flokki.
kg
1. Peter Baczako Ung. 377,5
2. Roumen Alaxandrov Búl. 375,0
3. Frank Mantek A-Þýsk. 370,0
4. Dalibor Rehak Tékk. 365,0
5. Withold Walo Póll. 360,0
6. Lubomir Srsen Tékk. 357,5
7. Nicholas Uiadis Grikkl. 345,0
8. Garry Longford Bretl. 330,0
9. Norb. Oberburger ítal. 315,0
Guðmundur Helgason varð
þrettándi, lyfti samtals 295 kg.
Langstökkið:
Þjóðverjinn náði næst-
lengsta stökki sögunnar
AUSTUR-Þjóðverjinn Lutz
Dumbrowski sigraði í langstökki
á Moskvuleikunum í gærdag.
Náði kappinn næst lengsta
stökki sem sögur fara af í
þessari íþróttagrein, eða 8,54
Frlfilsar Iþrðttlr
metra. Annar var Frank Pasc
með 8,21 metra stökk og þriðji
varð Valery Pudluzhyni frá Sov-
étríkjunum með 8,18 metra
stökk. Aðrir keppendur náðu
eftirtöldum árangri:
metrar
4. Lazslo Zsalma Ung. 8,13
5. Stanislav Jasulka Júg. 8,10
6. Antonio Corgis Spáni 8,09
Hreinn Halldórsson
óskar Jakobsson
Hreinnog Óskar
báðir í úrslit
ÞAÐ LÁ vel á þeim Ilreini
Ilalldórssyni og óskari Jak-
obssyni i gærkvöldi er Mbl.
ræddi við þá. Þeir höfðu um
morguninn tryggt sér sæti í
úrslitakeppninni i kúluvarp-
inu. Ilreinn kastaði 19,74 metra
í þriðju tilraun og óskar
kastaði 19,66 metra í þriðju
tilraun. Alls hófu 16 kúluvarp-
arar keppni, en aðeins 12 kom-
ust í úrslitakeppnina sem fram
fer á miðvikudag og hefst kl.
15.55 að islenskum tima. Und-
ankeppnin fór fram um kl. 10 i
gærmorgun og þurftu kastar-
arnir að ná 19,60 og var veður
gott á meðan á keppninni stóð.
Hér að ncðan er árangur þeirra
sem tryggðu sér rétt til þátt-
töku i úrslitakeppninni.
Metrar:
Vladimir Kiseiiov, Rússl. 20,72
A. Barishnikov, Rússl. 20,58
Vladimir Milic, Júg. 20,56
Reijo Stahlberg, Finnl. 20,53
Anatoli Yaroch, Rússl. 20,19
Udo Bayer, A-Þýsk. 19,94
Geoff Capes, Bretl. 19,75
Hreinn Halldórss., ísl. 19,74
Jaromir Vlk, Tékk. 19,69
óskar Jakobss., ísl. 19,66
Jean Pierre Eggert, Sviss 19,61
- ÞR
„Veróum að
vera heppnir“
sagöi Hreinn Halldórsson
UNDANKEPPNIN gekk ósköp
venjulega fyrir sig eins og
gengur og gerist á stórmótum.
ég var ekkert taugaóstyrkur
það tók þvi ekki, sagði Hreinn
Halldórsson er Mbl. ræddi við
hann í gærdag. — Við Óskar
munum hvíla okkur alveg fram
að aðalkeppninni sem fram fer
á miðvikudag.
Mitt álit er að
við verðum að vera mjög heppn-
ir ef vel á að ganga. Það fá allir
keppendur þrjú köst til að
byrja með og siðan fá þeir átta
fyrstu að kasta þrjú köst til
viðbótar. Það má eiginlega
segja að þá reyni fyrst verulega
á mann, i fyrstu þremur köstun-
um. Það ræður nefnilega svo
miklu að geta fengið að kasta
sex köst en ekki bara þrjú.
Ég þurfti að hafa vel fyrir
þessum tveimur köstum í undan-
keppninni, en á von á að geta
gert enn betur. Rússarnir eru
feykilega sterkir, svo og Aust-
ur-Þjóðverjarnir. Mín skoðun er
sú að keppnin um fyrsta sætið
standi á milli Udo Beyer og
Barsnikov. Bayer kastaði til
dæmis vel yfir 21,50 metra j>egar
hann var að hita upp fyrir
undankeppnina, svo til átaka-
laust. Bæði ég og Óskar erum
heilir heilsu, höfum sloppið við
allar pestir, við erum ánægðir
með allan aðbúnað og biðjum
fyrir bestu kveðjur heim, sagði
Hreinn að lokum. — ÞR
„Vottaði fyrir
taugaspennu“
sagði Óskar Jakobsson
— JC, ÞAÐ vottaði örlitið á
taugaspennu hjá mér i undan-
keppninni i kúluvarpinu. Mér
hafði gengið ákaflega illa i
kringlunni. gert öll min köst
ógild og það gerði mér lifið
leitt, sagði óskar Jakobsson er
mbl. spjallaði við hann í gær. —
Ég hafði verið að kasta 64—64
metra á æfingum hér fyrir
keppnina og gerði mér þvi
vonir um að komast í aðal-
keppnina i kringlunni. Ég hef
ekki kastað kúlunni eins mikið
og á þvi varla von á að mér
takist að vera meðal átta
fyrstu. Þetta eru geysilega öfl-
ugir keppnismenn. og engin
smásmíði, einn þeirra vegur
150 kg til dæmis. Ég hef mikla
trú á þvi að Rússinn Kiseliov
eigi eftir að koma á óvart, hann
náði bestum árangri i undan-
keppninni, kastaði 20,72 metra.
Sjá viðtal við Óskar á bls. 27.
ÞR.
Hreppa
Valsmenn
Guðstein?
ÓHÆTT er að segja að það
gangi fjöllunum hærra, að
Guðsteinn Ingimarsson
gangi til liðs við Val á
næstunni. Myndi körfu-
knattleiksliði Vals þar með
bætast stórkostlegur liðs-
auki, þar sem Guðsteinn,
sem leikið hefur með UMFN
siðustu árin, er taiinn einn
besti bakvörður íslensks
körfuknattleiks.
Guðsteinn hefur fest kaup
á íbúð á höfuðborgarsvæð-
inu og virðist ljóst þar með
að hann leiki ekki með
Njarðvík næsta vetur. Bend-
ir sem fyrr segir margt til
þess að Valsmenn hreppi
hnossið. — gg.
Mennea
sekúndubroti
á undan
Alan Wells
HLAUPARINN kunni Pi-
etro Mennea frá ttaliu sigr-
aði i 200 metra hlaupi á
Moskvuleikunum, eítir stór-
brotna keppni við skoska
hlauparann Alan Wells. Það
var á síðasta sentimctranum
sem Mennea tókst að pota
sér fram fyrir Skotann og
tryggja sér sigur. Tími
Mennea var 20,19 sekúndur.
en timi Wells var 20,20
sekúndur. Don Quarrie frá
Jamaica varð þriðji á 20,29
sekúndum. Næstu keppend-
ur voru eftirtaldir:
sek.
4. Silvio Leonard Kúbu20.30
5. Bernard Hoff
A-Þýsk. 20.50
6. Leszek Dunecki
Póll. 20,68
7. Marian Woronin
Póll. 20,81
Enn sigrar
Ballesteros
SPÆNSKI golfsnillingurinn
Sevroiano Ballsteros sigraði
á opna hollenska golfmótinu
sem fram fór um helgina.
Lék kappinn á 280 höggum,
sem var þremur höggum
minna heldur en hjá helsta
keppinautnum Sandy Lyle
frá Bretlandi. Þriðji varð
siðan Ástraliumaðurinn
Stewart Linn á 285 höggum.
Rúmenar
sterkir
! GÆRDAG fóru fram sex
leikir i handknattleiksk-
eppni ól-leikanna og fara
úrslit þeirra hér á eftir.
Ungverjal.— Kúba 26—22
Rúmenia — Sviss 18—16
Spánn — Pólland 24—22
Alsír — Kuwait 30—17
Sovétr. — Júgósl. 22—17
A-Þýskal. — Danm. 24—20
Brady til
Juventus
ARSENAL leikmaðurinn Li-
am Brady hefur afþakkað
tilboð það sem M-Utd gcrði
honum og lýst því yfir að
hann ætli sér ekki að lcika
með liði í Engiandi næsta
keppnistimabil. Allt bendir
nú til þess að Brady fari til
Juventus á Ítalíu, en þcir
hafa gert honum tiiboð, sem
erfitt er að hafna, svo miklir
peningar eru i spilinu.