Morgunblaðið - 29.07.1980, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980
23
• Sigþór Skagamaður ómarsson umkringdur Víkingum.
Ljósm. Emilía.
Víkingar tóku ÍA í gegn
Staðaní
1. deild.
STAÐAN i 1. deild eftir elleftu
umferð er þessi:
ÍBV - Fram 0 -1
Þróttur — UBK 0 -1
Valur - KR 5 -0
ÍBK - FH - ÍA 2 -2
Vikingur - 3 -0
Valur 11 7 1 3 27:10 15
Fram 11 6 2 3 12:13 14
ÍA 11 5 3 3 17:13 13
Vikingur 11 4 5 2 14:10 13
UBK 11 6 0 5 19:14 12
ÍBV 11 4 2 5 17:19 10
KR 11 4 2 5 10:16 10
ÍBK 11 2 5 4 11:16 9
Þróttur 11 2 3 6 7:11 7
FH 11 2 3 6 16:29 7
Liö UBK
varð íslands-
meistari
SÍKurganga ÍA i 1. deild ís-
landsmótsins í knattspyrnu var
formlega stöðvuð af frisku liði
Vikings á Laugardalsvellinum í
gærkvöldi. Lokatölur leiksins
urðu 3—0 fyrir Viking. eftir að
staðan i hálfleik hafði verið 2—0.
Sigur Vikings var mjög sann-
gjarn og alls ekki of stór miðað
við gang leiksins. Framan af
þótti mönnum reyndar munurinn
vera of mikill. en Vikingur fékk
slikan mýgrút tækifæra undir
lokin. að úrslitin verða að teljast
sanngjörn.
Víkingar slógu Skagamenn út af
laginu einmitt er þeir síðarnefndu
léku hvað best. Fyrstu mínúturnar
sóttu Skagamenn látlaust, en Vík-
ingar skelltu á þá tveimur falleg-
um sóknarlotum sem enduðu báð-
ar með mörkum. Það fyrra kom á
4. mínútu, er Víkingur fékk auka-
spyrnu skammt utan vítateigs
vinstra megin. Helgi Helgason
sendi vel fyrir markið og Hinrik
Þórhallsson skallaði knöttinn lag-
lega yfir úthlaupandi markvörð-
inn. Aðeins sex mínútum síðar
skoraði Víkingur enn. Hinrik lék
þá laglega niður hægri kantinn,
sendi fyrir rakleiðis til Helga
Helgasonar sem var í dauðafæri.
Helgi hitti knöttinn illa, en það
kom ekki að sök, því varnarmenn
og markvörður ÍA voru komnir úr
jafnvægi og náðu ekki að koma í
veg fyrir ósköpin. Allt til leikhlés
var umtalsvert jafnræði með lið-
Víkingur
- ÍA
unum, oft góð knattspyrna, en því
miður ekki mikið um dauðafæri.
Úr því rættist þó að nokkru í
síðari hálfleik og hann var ekki
nema mínútu gamall, er Víkingar
skoruðu sitt þriðja mark og gerðu
nánast út um leikinn. Og markið
var glæsilegt. Hinrik sendi Lárus
af stað niður hægri kantinn með
góðri sendingu og hljóp sjálfur að
vítateigslínunni. Lárus sendi fyrir
markið og af Skagamanni hrökk
knötturinn til Hinriks. Hann var
ekkert að lúra á knettinum, heldur
þrumaði honum viðstöðulaust i
netið. Failegt mark, en maður
hefði viljað sjá betri tilraun til
varnar hjá Bjarna í markinu.
Sigþór Ómarsson fékk eitthvert
opnasta marktækifæri sem sést
hefur i sumar á 63. mínútu.
Kristján Olgeirsson sýndi þá
snilldartilþrif er hann lék á tvo
Víkinga og Sigþór þurfti varla
annað en að pota í knöttinn. En
dæmið gekk ekki upp. Siggi Donna
brenndi illa af nokkru síðar og eru
tækifæri Skagamanna þar með í
raun upptalin þrátt fyrir þokka-
legan leik úti á vellinum á köflum.
Skagamenn reyndu þrátt fyrir allt
að herða sóknina og kom það
voðalega niður á vörninni, t.d.
„Veðrið tók
af mér
„ÞAÐ VAR leitt að Kratchmer
skyldi ekki vera hérna og keppa
við mig. Þó held ég að ég hefði
unnið engu að síður,“ sagði Daley
Thompson, tugþrautarmaður frá
Bretlandi, eftir að hafa sigrað
Daley Thompson.
metið“
örugglega i tugþrautarkeppn-
inni i Moskvku. Thompson hafði
forystuna frá upphafi til enda, en
hann var engu að siður nokkuð
frá þvi að slá heimsmet Kratchm-
ers, sem sat uppi i blaðamanna-
stúkunni og horfði á. Heimsmet
Vestur-Þjóðverjans Kratchmers
er 8649 stig, en Thompson hlaut
8495 stig.
„Þetta leiðindaveður hefur eyði-
lagt fyrir mér, ég ætlaði að reyna
við nýtt heimsmet, en það verður
að bíða betri tíma,“ bætti Thomp-
son við. Árangur Thompsons í
einstökum greinum var sem hér
segir: 100 metrar: 10,62 sekúndur.
Langstökk: 8,00 metrar. Kúluvarp:
15,10 metrar. Hástökk: 2,08 metr-
ar. 400 metra hlaup: 48,01 sekúnd-
ur. 100 metra grind: 14,47 sekúnd-
ur. Kringlukast: 42,24 metrar.
Stangarstökk: 4,70 metrar.
Spjótkast: 64,17 metrar. 1500
metra hlaup: 4:39,9 mínútur.
I öðru sæti varð sovéski kappinn
Yuri Kutsanko með 8331 stig.
Þriðji varð Sergei Zhalanov, einn-
ig Rússi, með 8135 stig.
komst Lárus Guðmundsson tví-
vegis á auðan sjó, en missti
knöttinn of langt frá sér í báðum
tilvikum. Lárus, Hinrik, Helgi og
Heimir voru bestir Víkinga, en
allir stóðu fyrir sínu. Hjá Skagan-
um bar hins vegar Kristján 01-
geirsson af og þeir Sigurður
Halldórsson og Kristinn Björns-
son áttu góða spretti. ÍA lék án
Árna Sveinssonar og mátti það
glöggt sjá á leik liðsins.
í stuttu máli:
íslandsmótið í knattspyrnu, 1.
deild: Víkingur—ÍA 3—0 (2—0)
Mörk Víkings: Hinrik Þórhallsson
(4. og 46.) og Helgi Helgason (10.)
Gui spjöld: Engin gg.
Meistaraílokkur Breiða-
bliks í kvennaflokki sigr-
aði lið FII í gærkvöldi
4 — 1, eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 1—0
fyrir FII. Með sigri þess-
um tryggði lið UBK sér
íslandsmeistaratitilinn í
knattspyrnu í ár. Þrjú lið
tóku þátt í keppninni og
leikin var tvöföld umferð.
- ÞR
Knattspyrna I
Jafnt í botnbaráttunni
2—2
ÍBK OG FH gerðu jafntefli i
frekar slökum baráttuleik i
Keflavik í gærkvöldi. Lyktaði
leiknum með 2—2, jafntefli, eftir
að staðan I hálfleik var jöfn.
1 — 1. Leikur liðanna einkenndist
af langspyrnum og ónákvæmum
sendingum manna á milli. Þá
sköpuðust oft mjög tilviljunar-
kennd marktækifæri sem ekki
nýttust.
Það var FH sem var fyrri til að
skora. Helgi Ragnarsson náði
góðu skoti rétt utan vítateigs-
hornsins og skoraði laglega. Leik-
urinn var lengst af mjög jafn 'og
skiptust liðin á að sækja. í lok
fyrri hálfleiksins jafnar IBK á 40.
mínútu, brýst Steinar Jóhannsson
upp kantinn, sendir fastan bolta
fyrir markið og hrfflck boltinn af
Hilmari Hjálmarssyni í FH-ing og
þaðan í netið.
Ekki voru liðnar nema fjórar
minútur af síðari hálfleiknum
þegar ÍBK nær forystu. Valþór
gerir sig sekan um ljót varnar-
mistök og Steinar brýst í gegn og
skorar örugglega framhjá Friðrik
markverði FH. Ekki leið löng
stund þar til FH nær að jafna
metin. Eftir hornspyrnu berst
boltinn til Viðars Halldórssonar
sem gefur vel fyrir markið á Val
Vaisson sem skallar fast og örugg-
lega í netið. Það sem eftir var af
leiknum, var hart barist og skipt-
ust liðin á að sækja. Ekki tókst þó
leikmönnum að skora fleiri mörk.
Jafntefli voru sanngjörn úrslit í
leiknum.
í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1.
deild. Keflavíkurvöllur 21. júlí
ÍBK—FH 2—2 (1—1). .
MÖRK ÍBK: Hilmar Hjálmarsson
á 40. mínútu og Steinar Jóhanns-
son á 49. mínútu.
MÖRK FH: Helgi Ragnarsson á 6.
mínútu og Valur Valsson á 56.
mínútu.
GULT SPJALD: Pálmi Jónsson.
ÁHORFENDUR: 662.
HG/þr.
Ólympíumet í 100 m gr
VERA Komisova frá Sovétríkjun-
um vann gullverðlaunin i 100
metra grindahlaupi kvenna á
Moskvuleikunum í gærdag. Timi
hennar var 12,56 sekúndur og er
það nýtt ólympiumet, eitt metið
enn. Eldra metið átti Annalie
Erhardt frá Austur-Þýskalandi.
Var það 12,59 sekúndur og sett
1972.
Johanna Klier frá Austur-
Þýskalandi varð önnur á 12,63
sekúndum og Lucyna Langer frá
Póllandi varð þriðja á 12,65
sekúndum. Næstu keppendur
náðu eftirtöldum árangri:
sck.
4. Kerstin Klaus A-Þýskal. 12,66
5. Grazyna Rabzyn Póll. 12,74
6. Irina Litovchenko Rússl. 12,84
Ekki heimsmet
ENN EINN Rússinn tryggði
landi sinu og þjóð gullverðlaun á
Moskvuleikunum i gærdag. Það
var Viktor Rasshchupkin, sem þá
sigraði i kringlukasti karla,
kastaði lengst 66,64 metra.
Keppnin var hörð, Imrich Bug-
ar, sem varð annar, kastaði 66,38
metra og þriðji maður, sem var
Luis Delis frá Kúbu, kastaði
66,32 metra. Röð annarra helstu
keppenda var síðan þessi:
metrar
4. Wolfgang Schmidt. A-Þýsk.
65,64
5. Yuri Dumchev, Rússl. 65.58
6. Igor Douguinets. Rússl. 64,04.
Tveir verölauna-
menn Svía í 100
metra skriðsundi
SVlAR áttu tvo verðlauna-
menn í 100 metra skriðsundi
á Ol-leikunum. Per Holmert
varð annar. synti á 50,91 og
Johannsson varð þriðji á
51,29. Báðir hafa stundað
æfingar í Bandaríkjunum
um langt skeið.
Fleiri
heimsmet
ENN eitt metið leit dagsins
ljós á Moskvuleikunum, er
keppt var i 200 metra bak-
sundi. Austur-þýska stúlk-
an. Rica Reinisch. var þar á
ferðinni og synti á 2:11,77
minútum. Heimsmet. Banda-
risk sundkona, Linda Jenz-
ek, átti eldra metið og hljóð-
aði það upp á 2:11,93.
Austur-Þýskaland tók öll
verðlaunin i sundinu að
þessu sinni. þvi Cornelia
Polit hafnaði i öðru sæti og
Birgitte Treiber i þriðja
sæti. Timi Polit var 2:13,75,
en tími Treiber var 2:14.14.
Röð og timi annarra helstu
keppenda var þessi:
mín
4. Carmen Bunaciu Rúm. 2:15.20
5. Yolande Stratum Belg. 2:15,58
6. Carrine Verbauen Belg. 2:16,66
Fyrirliöinn
missir af
fyrstu leikjunum
KRISTINN Jörundsson,
landsliðsfyrirliðinn i körfu-
knattleik og leikmaður með
bikarmeisturum Fram i
knattspyrnu mun missa af
fyrstu landsleikjum vetrar-
ins i körfuknattleik. Þannig
er nefnilega mál með vexti,
að Kristinn er á förum
vestur um haf á hanka-
mannanámskeið i haust, og
verður hann þar i heila tvo
mánuði. Mun hann á þeim
tima missa af öllum undir-
búningi körfuknattleiks-
landsliðsins og þeim lands-
leikjum, sem þá verða á
dagskrá. Kristinn gekk hins
vegar svo frá hnútunum, að
hann fer ekki fyrr en daginn
eftir úrslitaleikinn í bikar-
keppni KSÍ, ef Fram
skyldi...
Fjörugt Aust-
fjarðarmót í
handknattleik
AUSTFJARÐAMÓT í hand
knattleik fór fram um helg-
ina á Fáskrúðsfirði. Úrslit
urðu sem hér segir.
í 3. flokki kvenna sigraði
Þróttur N, Höttur í öðru
sæti og Huginn i þriðja.
Huginn sigraði i 2. fl.
kvenna. Í mfl. sigraði Þrótt-
ur N, Leiknir í öðru sæti og
Huginn i þriðja. Hörð
keppni v&r i mfl. karla. þar
sigraði Leiknir. Þróttur N
varð i öðru sæti og Austri i
þriðja. Mótið fór i alla staði
vel fram.
Hreggviöur
formaöur
AUKAþlNG Skiðasambands
íslands fór fram um helgina.
Hreggviður Jónsson var
kjörinn formaður samhands-
ins. Aðrir í stjórn eru: Gunn-
ar Pétursson, Haukur Vikt-
orsson. Ilermann Sigtryggs-
son. Ingvar Einarsson. Jón-
as Blöndal. Skarphéðinn
Guðmundsson, Stefán Bene-
diktsson. og Trausti Rik-
harðsson.