Morgunblaðið - 29.07.1980, Síða 45

Morgunblaðið - 29.07.1980, Síða 45
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 25 ÍBV sótti en Fram skoraði ÁRANGURSRÍKUR varnarleik- ur færði Fram tvö dýrmæt stig i Eyjum á iauKardaginn. er þeir sigruðu ÍBV 1—0 í leik þar sem Eyjamenn voru allan leiktímann betri aðilinn á vellinum. Áhorf- endur urðu þarna áþreifanlega minntir á þá staðreynd að það er ekki nÓK að „ei«a“ leikinn heldur þarf að skora mark til þess að sÍKra. ÍBV „átti“ leikinn en Fram skoraði eitt mark og sigraði. Svona er jú fótboltinn á stundum. Eyjamenn voru þegar í upphafi leiksins mun ákveðnari og náðu upp ágætu spili. Framarar léku hinsvegar af varúð og notuðu síðan snöggar sendingar fram völlinn. Eftir þunga sókn ÍBV í meira en 20 mín. skoraði síðan Fram og kom þetta mark eins og köld vatnsgusa framaní áhorf- endur. Á 23. mín. kom sending fram miðjuna og þegar Gústaf Baldvinsson var úr leik vegna slæmrar tognunar á þessu sama augnabliki, komst Guðmundur Torfason í gegn og lék í átt að marki Eyjamanna. Sighvatur Bjarnason kom á hæla honum og Páll Pálmason kom út úr markinu á móti. Á vítateigslínunni braut Sighvatur á Guðmundi en um leið og hann féll rak hann fótinn í boltann og hann skoppaði framhjá Páli og í markið út við stöng. Framarar höfðu tekið forystuna í leiknum. Ef Framarar höfðu leikið var- lega fram að þessu þá drógu þeir sig enn betur til baka eftir markið. Sókn Eyjamanna var því þung en fjölmennt varnarlið Fram tókst að bægja allri hættu frá marki sínu og Framarar gengu því til hálf- leiks með mark í forystu. Það er í sjálfu sér ekki ástæða til þess að fjölyrða svo mjög um síðari hálfleikinn því hann rann fram í sama farveginum svo tii frá fyrstu til síðustu mín. Eyjamenn voru allsráðandi í sókninni en hið fjölmenna heimavarnarlið Fram stóð fyrir sínu og hratt hverri stórsókn ÍBV af annarri. í hvert skipti sem Eyjamenn náðu boltan- «bv- n-1 Fram Ui I um og það var mjög oft, voru komnir sjö menn í öftustu vörn Fram. Þeir einfaldlega stilltu sér upp og biðu eftir mótherjanum. Til marks um stífan varnarleik Fram má nefna, að Gústaf Björns- son lék nánast allan síðari hálf- leikinn sem nokkurskonar hægri- út-bakvörður. Þrátt fyrir gífurlegan þunga í sókn Eyjamanna sköpuðust fá opin færi, sóknir þeirra flestar voru kæfðar í og við vítateiginn. Eyjamenn fengu t.d. tvær beinar aukaspyrnur á vítateigslínunni fyrir miðju marki eftir brot Fram- ara en Eyjamenn misnotuðu þær báðar. Skömmu fyrir leikslok heimtuðu síðan Eyjamenn víta- spyrnu þegar fast skot Jóhanns Georgssonar að marki Fram var stöðvað af varnarmanni innan teigs að því best var séð með báðum höndum. Það var mikið rætt um þetta atvik eftir leikinn en dómarinn, Guðmundur Har- aldsson, sagðist ekki hafa séð hvað þarna skeði og línuvörður tók í sama steng. Jóhann og áhorfendur í góðri aðstöðu voru hinsvegar ekki í minnsta vafa að Framarinn hefði varið með hendinni. í svona tilvikum er ákaflega erfitt að vera dómari hvort heldur innan vallar eða utan, en hart er þegar slíkt getur ráðið úrslitum leiks. Eyjamenn léku einn sinn besta leik á sumrinu að þessu sinni og þó varð uppskeran engin. Góð barátta var í liðinu frá fyrstu mín., á stórum köflum þrælgott spil og góðar skiptingar. Það var helst þegar reka átti endahnútinn á sóknirnar sem ýmislegt fór úrskeiðis, boltanum var oft á tíðum illa skilað á fremstu sókn- armennina. Eyjamenn geta nú farið að líta með ugg um öxl og liðið verður að taka sig verulega á. En með áframhaldandi baráttu sem í þessum leik og betri nýtingu í sókninni er ÍBV til alls líklegt. Lið ÍBV var mjög jafnt í þessum leik og áttu allir frekar góðan dag. Það var slæmt fyrir liðið að missa Gústaf Baldvinsson útaf snemma í f.h. en Þórður Hallgrímsson fór aftur í hans stöðu. Sigurlás Þor- leifsson og Tómas Pálsson voru öijög ógnandi frammi en fengu ekki nógu góða bolta að vinna úr auk þess sem það var ekki létt verk að glíma við hina mörgu og sterku varnarmenn Fram. Bak- verðirnir Snorri Rútsson og Viðar Elíasson fengu nú gott næði til þess að taka þátt í sóknarleiknum og voru þar báðir mjög svo virkir. Framarar gerðu sér fljótlega ljóst að ÍBV yrði erfitt viðureign- ar í þessum leik og þeir tóku þá skynsamlegu ákvörðun þegar í upphafi að leika varlega og af yfirvegun. Það getur orðið ýmsum hált á því að leika varnarleik en Framarar hafa jú reynsluna og þeir hafa í sínum röðum menn sem hafa mikla yfirvegun að leika við slíkar aðstæður. Þar er fremstur í flokki Marteinn Geirs- son, sem átti sannkallaðan stór- leik, var sjálfur mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og stjórn- aði sínum mönnum af röggsemi. Guðmundur Baldursson var mjög öruggur í markinu og varði þar allt sem á ramman rataði. Þá átti Trausti Haraldsson góðan leik og Guðmundur Torfason var sá eini sem eitthvað angraði varnarmenn ÍBV í leiknum, enda pilturinn fæddur og uppalinn Eyjapeyi, son- ur Torfa Bryngeirssonar. Góður dómari leiksins var Guð- mundur Haraldsson en sennilega er hann enn að velta fyrir sér atvikinu umdeilda sem áður er nefnt. í stuttu máli: 1. deild Hásteinsvöllur 26. júlí 1980 ÍBV - Fram 0—1(0—1) Mark Fram: Guðmundur Torfason á 23. min. Áminningar: engin. Áhorfendur: 640. - hkj. Valur: Lið Breiðabliks: FRAM: Sigurður Haraldsson 7 Guðmundur Ásgeirsson 7 Guðmundur Baldursson 7 óttar Sveinsson 6 Gunnlaugur Helgason 5 Símon Kristjánsson 6 Grímur Sæmundsson 6 Tómas Tómasson 5 Trausti Ilaraldsson 7 Magni Pétursson 6 Valdemar Valdemarsson fi Gunnar Guðmundsson 6 Dýri Guðmundsson 7 Einar Þórhallsson fi Marteinn Geirsson 8 Sævar Jónsson 6 Benedikt Guðmundsson 5 Jón Pétursson 6 Magnús Bergs 7 Vignir Baldursson fi Gústaf Björnsson 6 Matthías Hallgrímsson 7 Þór Hreiðarsson 5 Guðmundur Torfason 7 Albert (iuðmundsson 7 Helgi Bentsson 5 Baldvin Elíasson 4 Guðmundur Þorbjörnsson 8 Sigurður Grétarsson 7 Kristinn Jörundsson 4 Jón Einarsson 7 ólafur Björnsson fi Guðmundur Steinsson 4 Ingólfur Ingólfsson (vm) 5 Gunnar Orrason (vm) 4 Dómari: Erlendur Daviðsson (vm) 5 Róbert Jónsson 3 Dómari: Guðmundur Ilaraldsson KR: ÍBV: i Stefán Jóhannsson 4 Páll Pálmason 7 Sigurður Indriðason 5 Lið Þróttar: Sighvatur Bjarnason 6 Sigurður Pétursson 5 Jón Þorbjörnsson 6 Viðar Elíasson 6 Ottó Guðmundsson fi Ottó Ilreinsson 5 ómar Jóhannssun 7 Börkur Ingvarsson 5 Sverrir Einarsson 5 Gústaf Baldvinsson 4 Stefán Örn Sigurðsson 4 Rúnar Sverrisson 5 (lék í 23. mín.). Birgir Guðjónsson 4 Jóhann Hreiðarsson 5 Snorri Rútsson 6 Erling Aðalsteinsson 5 Harry IIill fi Sveinn Sveinsson 6 Jón Oddsson 5 Daði Harðarson 4 Óskar Valtýsson 6 Sæbjörn Guðmundsson 5 Ágúst Hauksson 5 Sigurlás Þorleifsson 7 Ágúst Jónsson fi Halldór Arason 4 Tómas Pálsson 7 Guðjón Ililmarsson vm 5 Sigurkarl Aðalsteinsson 4 Þórður Hallgrímsson 7 Dómari: Páll Ólafsson fi Jóhann Georgsson (vm) 6 Arnþór óskarsson 7 ólafur Magnússon (vm) 4 Kári Þorleifsson (vm) 4 Stefán markvörður KR-inga varð að sjá á eftir boltanum fimm sinnum í netið í leiknum á móti Val. Hér fer boltinn hinsvegar framhjá stönginni og Stefán er við öllu búinn. Ljnsm. Kaxnar Axelsson. KR-ingar þurftu að hirða boltann 5 sinnum úr netinu VALSMENN náðu sér heldur betur á strik i leiknum gegn KR á sunnudaginn eftir slaka leiki að undanförnu. Fimm sinnum máttu KR —ingar hirða boltann úr netinu en þeim tókst ekki að svara fyrir sig í eitt einasta skipti. 5:0 urðu úrslit ieiksins og hafa KR—ingar ekki fengið aðra eins útreið um árabil. Valsmenn sögðu eftir leikinn að þeir hefðu einbeitt sér að þvi i siðustu viku að ná upp baráttuanda i liðinu og það tókst greinilega. Af KR—ingum var allt aðra sögu að segja, baráttuandinn var með minnsta móti og væntanlega hef- ur hið skyndilega brotthvarf þjálfarans Magnúsar Jónatans- sonar verið þar þungt á metun- um. Nú munar fimm stigum á Val og KR og möguleikar KR—inga á meistaratitlinum því hverfandi litlir. Það sást strax á fyrstu mínút- unum að Valsmenn komu ákveðn- ari til leiks. Þeir skoruðu mark á 10. mínútu og aftur á 16. mínútu og það var meira en KR—ingarnir þoldu. Þeir áttu sér ekki viðreisn- ar von eftir það. Aðdragandi fyrsta marksins var sá að brotið var illa á Matthíasi Hallgrímssyni út við hliðarlínu vinstra megin. Guðmundur Þorbjörnsson tók aukaspyrnuna og sendi fasta sendingu inn í markteiginn til Dýra Guðmundssonar, sem skor- aði laglega með skalla. KR vörnin var alveg sofandi og Stefán markvörður stóð frosinn á línunni. Valsmenn splundruðu vörn KR algerlega jægar þeir skoruðu ann- að markið. Magnús Bergs sendi góða sendingu í hægra hornið til Magna, sem lék upp að endamörk- um og gaf síðan boltann fyrir markið til Matthíasar, sem skor- aði með viðstöðulausu skoti nokkru fyrir utan markteig, óverj- andi fyrir Stefán. Eftir markið dofnaði yfir leikn- um. KR-ingar sóttu ekki síður en Valsmenn en sóknarlotur þeirra voru tilviljunarkenndar og aðeins einu sinni var marki Vals verulega ógnað en þá bægðu Valsmenn hættunni frá á undraverðan hátt. Hinum megin á vellinum fóru skallabolti Magnúsar Bergs og skot Matthíasar naumlega fram- hjá. í upphafi seinni hálfleiks ger- ðist fátt markvert. Sótt var á báða bóga og sem fyrr var sóknarleikur Valsmanna miklu markvissari. Á 14. mínútu bættu Valsmenn þriðja markinu við og átti Guðmundur Þorbjörnsson stærstan þátt í því. Hann var með boltann alveg út við hornfánann hægra megin í mjög þröngri aðstöðu. En samt tókst honum að gefa fasta og hnitmið- aða sendingu fyrir markið, beint á höfuð Magnúsar Bergs, sem skall- aði boltann í markið. Stefán markvörður stóð frosinn á línunni en hann hefði vafalaust getað náð sendingunni ef hann hefði hlaupið út úr markinu. En hann hefur væntanlega eins og flestir aðrir á vellinum talið litlar líkur á því að Guðmundi tækist að skila boltan- um frá sér jafn vel og hann gerði. (slandsmötlð 1. delld I SP“ 5:0 - Guðmundur Þorbjörnsson fyrirliði Vals, sýndi stórgóðan leik, og leiddi lið sitt til sigurs. Knattspyrna l Taktar Guðmundar voru slíkir, að þeir sjást bara hjá reyndustu atvinnumönnum. Og Guðmundur kom líka við sögu í fjórða mark- inu, sem Valur skoraði á 19. mínútu. Albert sendi þá langa sendingu fram völlinn og stefndi boltinn á vítateig KR. Guðmundur geystist á eftir boltanum og lenti í miklu kapphlaupi við Stefán markvörð, sem kom á móti honum út úr markinu. Guðmundur hafði betur og tókst að vippa boltanum laglega framhjá Stefáni og í markið. Vel gert hjá Guðmundi en Stefán markvörður var alltof seinn að átta sig á hættunni og hlaupa út. Á 89. mínútu ráku Valsmenn endapunktinn á góðan leik og var þar einkar glæsilega að verki staðið hjá hinum fótfráa Jóni Einarssyni. Hann geystist þá upp vinstri kantinn, stakk varnarm- enn KR af og sendi boltann síðan fyrir markið til Matthíasar, sem skoraði af stuttu færi. Stórglæsil- eg tilþrif hjá Jóni. I heild átti Valsliðið mjög góðan leik. Liðið barðist vel og sóknarl- oturnar voru margar hverjar mjög skemmtilegar og vel útfærðar. Þar fer ekki milli mála að Valur verður eitt j)eirra liða, sem berjast munu um Islandsmeistaratitilinn. Liðið var mjög jafnt en beztur var þó fyrirliðinn Guðmundur Þor björnsson, sem vann mjög vel og átti þátt í þremur af fjórum mörkum. Um lið KR þarf ekki að fara mörgum orðum, það lék langt undir getu að þessu sinni. í STUTTU MALI: Laugardalsvöllur 27. júlí, ís- landsmótið 1. deild, Valur—KR 5:0(2:0). Mörk Vals: Matthías Hall- grímsson á 16. og 89. mínútu, Dýri Guðmundsson á 10. mínútu, Magnús Bergs á 59. mínútu og Guðmundur Þorbjörnsson á 64. mínútu. Gul spjöld: Engin. Áhorfendur: 2703. -SS. „Ekki klappa honum sparkaðu i hann“ — Var heilræði Þróttarþjálfarans er liöið tapaði enn einum leiknum „Ekki klappa honum. spark- aðu í 'ann“ hrópaði Ron Lewin, hinn skoski þjálfari Þróttar. er strákarnir hans töpuðu tveimur stigum til Breiðabliks. í 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu um helgina. Setninguna fleygu missti Lewin út úr sér er Harry IIill og Ilelgi Bentsson áttu með sér návígi um knöttinn. Var ekkert ólöglegt á ferðinni. hvor- ugur kappanna meiddist og er þeir hlupu af vettvangi. klappaði IIill Helga á kollinn i stakasta bróðerni. En bróðerninu var ekki fyrir að fara hjá Lewin og er óhætt að segja. að meðan að fyrirmæli hans til leikmanna eru af umra'ddu sauðahúsi. skal eng- an undra. að Þróttur skuli eiga í fallbaráttu. í liðinu eru bæði leiknir og sterkir einstaklingar. en Lewin nær ekki endum saman. Lokaspretturinn í deildarkeppn- inni verður erfiður hjá Þrótti. En Blikarnir geta glaðst. þeir eiga raunhæfan möguleika á að blanda sér i toppbaráttuna. liðið er ungt og efnilegt og liðið vann um helgina. Lokatölur leiks UBK og Þróttar urðu 1—0 fyrir UBK. Staðan i hálfleik var hin sama. Eftir ruddalegan bikarleik þess- ara sömu liða fyrir skömmu, þar sem UBK fór með sigur af hólmi, bjuggust margir við svipaðri sparkhátíð. Mikil harka var vissu- lega í leiknum og færðist í aukana er á leið, en aldrei náði leikurinn þó að verða sama fjölbragða- glímusýningin og fyrri leikurinn. Róbert dómari Jónsson verður að taka á sig mikla sök fyrir hve mikil harka var í leiknum. Nokkur atriði í dómgæslu hans orkuðu nefnilega vægast sagt tvímælis. Má þar fyrst nefna er Benedikt Guðmundsson sparkaði í Harry Hill fyrir framan nefið á Róbert. Var Benedikt ekki einu sinni Þróttur: Oal UBK U> I bókaður, en sumum hefði væntan- lega þótt vera jafnvel um brott- rekstrarsök að ræða. I síðari hálfleik gerðist það síðan, að Sigurður Grétarsson lék Sverri Einarssyni upp úr skónum og komst á auðan sjó. Sverrir elti Sigurð uppi og skellti honum gróflega flötum aftan frá. Og ekki var Sverrir bókaður frekar en Benedikt, hvað þá að hann væri rekinn út af. Öðru sinni var Sigurði Grétarss.vni brugðið aftan frá í dauðafæri í vítateignum. Var hér að sjá borðliggjandi vita- spyrnu, en Róbert dæmdi ekki neitt. Átti hann ekki góðan dag að þessu sinni. Urslit leiksins eru varla sann- gjörn, jafntefli hefði verið réttlát- ast. Þróttarar voru ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en Blikarn- ir i þeim síðari. En gæði knatt- spyrnunnar var ekki alltaf á háu plani og marktækifæri beggja liða voru sárafá. Fyrsta marktækifær- ið kom strax á fyrstu mínútu leiksins, en þá skaut Jóhann Hreiðarsson hörkuskoti naumlega yfir mark UBK. Á 22. mínútu var Jóhann enn á ferðinni með skalla rétt yfir. En í millitíðinni, nánar tiltekið á 15. mínútu leiksins, skoruðu Blikarnir mark. Einhver hafði á orði að það lofaði góðu að annað liðið skoraði úr sínu fyrsta tækifæri og það veitti á mikinn markaleik. Markið reyndist hins vegar vera eina mark leiksins og því sigurmark UBK. Ólafur Björnsson skoraði markið, er hann virtist ekki vita mikið hvað fram fór. Sigurður Grétarsson tók hornspyrnu frá hægri, sendi knöttinn á stöngina fjær, þar sem Einar Þórhallsson var fyrir og spyrnti viðstöðulaust inn í mark- teiginn. Þar var Ólafur réttur maður á réttum stað og af fótum hans skaust knötturinn í netið. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks var Páll Ólafsson síðan átakanlega nærri því að jafna og aldrei í leiknum voru Þróttarar jafn nærri því. Harry Hill sendi þá stórgóða sendingu fyrir mark IJBK og tvö þrumuskot Páls höfnuðu í Gunn- laugi Helgasyni bakverði UBK, sem stóð á marklínu. Það skaraði enginn fram úr hjá Þrótti, en það voru helst þeir Páll Ólafsson og Harry Hill, sem sýndu góða spretti. Þróttarar eiga að geta betur en þeir hafa sýnt á mótinu til þessa, a.m.k. er góður mannkostur fyrir hendi. En Þrótt- arar vinna aldrei neitt meðan að þjálfari liðsins leggur meiri áherslu á að sparka í mótherjana heldur en í knöttinn. Blikarnir voru einnig nokkuð frá sínu besta og satt best að segja voru þeir dálítið heppnir að hreppa bæði stigin, stórkarlaleg knattspyrna Þróttar kom í veg fyrir nett samspil eins og UBK hefur tekist ágætlega að útfæra í sumar. Sigurður Grétarsson var rólegur i fyrri hálfleik, en náði sér mjög vel á strik í þeim síðari. Lék hann vörn Þróttar þá grátt. Helgi Bents var hins vegar rólegur allan leik- inn. Vignir og Valdemar voru einnig sterkir hjá UBK, sem á eins og Þróttur að geta mun meira en liðið sýndi. í stuttu máli: íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild. Þróttur—UBK 0—1 (0—1). Mark UBK: Ólafur Björnsson (15) Gul spjöld: Valdemar Valdemars- son UBK. Áhorfendur: 470. gg. Ingólfur InKÓlfsson UBK, tekst ekki að brjótast í gejjn um vörn Þróttar að þessu sinni. Ljósm. (iuójón B.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.