Morgunblaðið - 29.07.1980, Side 47

Morgunblaðið - 29.07.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1980 27 Kúlan hitti manninn beint á milli augnanna* i/, tff v ÍÞRÓTTIR, sem höfða til krafta en jafnframt tækni, virðast henta íslendingum vel. Við höfum eignast mjög góða júdómenn, lyftinga- menn og frjálsiþróttamenn i kastgreinum. Nú nýverið náði óskar Jakobsson þeim athyglisverða árangri i kúluvarpi að verða annar tslendingurinn, sem nær að kasta yfir tuttugu metra. jafnframt því sem hann hefur náð góðum árangri i kringlukasti og spjótkasti. óskar hefur dvalið undanfarna tvo vetur við nám i háskólanum i Austin i Texas, en jafnframt náminu hefur hann æft af miklu kappi fyrir ólympiuleikana í Moskvu. bá náði óskar frábærum árangri i meistaramóti bandariskra háskóla i maimánuði. bað er ekki ofsögum sagt, að óskar veki mikla athygli hvar sem hann fer vegna þess hversu iturvaxinn hann er. óskar er 1,94 m á hæð og vegur 118 kg. ströngum æfingum síðustu tvö ár. Ég hef æft mjög vel. Þá hef ég ekkert meiðst og það hefur ekki lítið að segja. En oft vilja tognanir og önnur meiðsli draga úr áhugan- um og jafnframt árangrinum. í hverju eru æfingarnar aðal- lega fólgnar? — Aðallega eru það lyftingar, nú og kastæfingar. Æfa tæknina, finna út hvað gert er rangt. En það er ekki hægt að kasta langt nema að hafa kraft, og hann fæst ekki nema með lyftingum. Er kúluvarpið orðin aðalgrein hjá þér? — Nei, kringlukast er ennþá mín aðalgrein. En að undanförnu hef ég æft kringlukast og kúlu- varp að jöfnu. Það kemur eigin- lega í framhaldi af því hversu • óskar keppti á sunnudag i góðum árangri ég náði í kúlunni. kringlukastkeppni Ol-Ieikanna og tókst honum ekki vel upp. Hann gerði öll þrjú köst sin ógild og komst ekki i úrslitakeppnina. Mbl. spjallaði við Óskar nú nýver- ið og innti hann eftir dvöl hans ytra, og hvernig hefði staðið á því, að hann fór til Austin í Texas. — Bandrískir háskólar fylgjast vel með árangri frjálsíþrótta- manna víðsvegar um heiminn, og þar sem ég hafði náð allþokka- legum árangri í kringlukasti, spjóti og kúluvarpi, sýndu þeir mér áhuga og settu sig í samband við mig. Þeir buðu mér að koma út og kynna mér allar aðstæður, og leist mér ljómandi vel á háskólann og jafnframt þær aðstæður sem ég átti að búa og æfa við. Það varð því úr, að ég fór utan og hóf nám í rafmagnsverkfræði. Hér heima hafði ég lokið við rafvirkjanám og því upplagt að kynna sér nýjungar í þeim efnum. Fyrsta námsárið var fjölskylda mín ekki með mér, en í fyrra sumar fór hún með mér til Texas þar sem ég hafði ákveðið að halda áfram náminu og keppni fyrir skólann. Nú er hinsvegar alveg Ijóst, að ég kem ekki til með að fara aftur út, þar sem háskólinn stóð ekki við þær skuldbindingar, sem hann hafði gert við mig og urðu ég og fjölskylda mín því fyrir óvæntum óþægindum af þeim sök- um. í hverju liggur helsti aðstöðu- munurinn að æfa i Texas og svo hér heima? — Hún liggur fyrst og fremst í veðráttunni. Þar er hægt að æfa úti við allan ársins hring. Hér heima er veðrið okkar versti óvinur. Hér er oft rok, rigning og kuldi. öll aðstaða hér heima fyrir kastara er allgóð, við höfum við til sömu lyftingatæki og tilsöng feng- um við ekki svo mikla í Austin, þjálfarinn var ekki mikið með okkur. Við æfðum okkur svo til sjálfir og sögðum hvor öðrum til. Þá höfðum við tækifæri á að skoða kvikmyndir af köstunum og öðrum köstum og það hjálpar mikið. Nú hafa framfarir þinar verið örar. Hverju er það að þakka? — Fyrst og fremst löngum og og að undanförnu, að ég hef sinnt henni vel og vonast til að bæta mig verulega í henni. Hvað æfir þú oft i viku? — Ég æfi sex sinnum í viku, og þá oftast fjóra tíma í senn. Til þess að ná árangri á heimsmæli- kvarða í dag, þarf maður að leggja á sig alveg ótrúlegt erfiði. Þá fer mikill kostnaður í mat. Kastarar þurfa að borða próteinríka fæðu, ég drekk til dæmis fjóra lítra af mjólk á dag og borða óhemjumikið af kjöti. Hvað ert þú þungur? — Ég er í dag 118 kg og er 194 cm á hæð. Reiknar þú með að ná góðum árangri á Ol-Ieikunum í Moskvu? — Ég geri alltaf mitt besta á öllum mótum, sem ég tek þátt í. Og að sjálfsögðu mun ég leggja mig allan fram á Ol-leikunum. En ég vil engu spá um árangur minn á leikunum. Að mínu mati eru íþróttir komnar út í öfgar. Allir íþróttamenn í Rússlandi og Austan-járntjaldslöndunum eru atvinnumenn, en keppa sem áhugamenn. Þar er allt lagt upp úr íþróttum og íþróttamenn vís- indalega byggðir upp um margra ára skeið. Hér á Islandi þarf að gera meira fyrir íþrottafólkið og þá sérstak- lega ungt og efnilegt íþróttafólk. Þá þarf að bæta verulega úr mótshaldi á frjálsíþróttamótum hér á landi, þau eru langt frá því að vera nægilega vel skipulögð. Hvað er nú einna eftirminni- legast i huga þínum, þegar þú lítur til baka yfir farinn veg í iþróttamótum, sem þú hefur tek- ið þátt i? — Bandríska háskólamótið í frjálsum íþróttum verður ofarlega í huga mínum, en þar tókst mér í sumar að verða annar í kúluvarpi, náði mínum besta árangri, kastaði 20,21 metra og varð þriðji í kringlukasti, kastaði 61,14 metra. Kringlan vannst á 61,72 m., svo ég var ekki langt frá því að hreppa 1. sætið. Á þessu móti skeði líka atburður, sem rennur mér seint úr minni. Þegar einn kúluvarparinn var að hita upp, varð hann fyrir Óskar komst í úrslitakeppnina kúluvarpi á Ol-leikunum kastaði 19,66 metra *. - ■ ■, mmm: óskar er íturvaxinn mjög eins og sjá má á þessari mynd. því óhappi að kasta kúlunni beint í höfuðið á einum starfsmannin- um og fékk sá kúluna beint á milli augnanna. Var það mjög svo óhuggulegt að sjá, og sló miklum óhug á okkur, sem kepptum í greininni, en sem betur fer leið það hjá. Óskar, fyrir utan frjálsar iþróttir, hvaða iþróttir heilla þig? — Allar íþróttir nema knatt- spyrna. Reyndar byrjaði ég í knattspyrnu, og svo er Guðmundi Þórarinssyni fyrir að þakka, að ég fór í frjálsar íþróttir. Hann tók mig tali eftir eina knattspyrnu- æfingu og kom mér á sporið og er ég honum mjög þakklátur. Þá Óskar hefur sífellt verið að bæta sig HÉR á eftir fer svo árangur Óskars i þeim þremur kastgreinum sem hann hef- ur lagt fyrir sig og jafn- framt hvcrnig hann hefur bætt árangur sinn ár frá ári. Spjótkast: Ár 1975 — 75,76 metrar 1976 - 75,86 - 1977 - 76,32 - fsl.-met 1978 - 75.30 - 1979 - 73,72 - Kringlukast: 1973 — 43,80 metrar 1974 - 50,42 - 1975 - 54,44 - 1976 - 54,48 - 1977 - 59,98 - 1978 - 62,64 - 1979 - 61.40 - 1980 - 62,54 - Kúluvarp: 1971 — 11,80 metrar 1972 - 12.42 - 1973 - 13,80 - 1974 - 15,85 - 1975 - 16,85 - 1976 - 17,56 - 1977 - 17,75 - 1978 - 18.73 - 1979 - 19,29 - 1980 - 20,21 - Hér á eftir fara 10 bestu afrek íslendinga i kúlu- varpi. 1. Hreinn Halldórss., KR 21.09 m 1977 2. Óskar Jakobsson, ÍR 20,21 m 1980 3. Guftm. Hermannss., KR 18,48 m 1969 4. Guðni Halldórss., KR 17,93 m 1978 5. Erlendur Valdimarss. ÍR 17,14 m 1969 6. Gunnar Huseby, KR 16,74 m 1950 7. Pétur Pétursson, UÍ A 16,24 m 1980 8. Óskar Reykdalss., K A 16,08 m 1979 9. Skúli Thorarensen, IR 16.00 m 1957 10. Jón Pétursson, KR 15,98 m 1968 reyndust þeir Jón Þ. Ólafsson og Guðmundur Hermannsson mér mjög vel og hvöttu mig til dáða. Ég er líka hreykinn af því að eiga íslandsmetið í hástökki án at- renna. Ég var 110 kg þegar ég stökk 1,76 metra og bætti met Vilhjálms Einarssonar. í hástökki með atrennu á ég 1,86 best. Það væri hægt að halda lengi áfram að spjalla við Óskar, en þetta spjall við hann var tekið rétt áður en hann hélt til Moskvu á Ol-leikana, þar sem hann keppir í kringlukasti og kúluvarpi. Og óskar hafði í mörgu að snúast, svo að við hættum rabbinu og látum þetta nægja. - bR. Oldungarnir léttir ÁRLEGA íer íram oldunKamót í írjálsum iþróttum á KópavoKsvelli. I»ar reyna jafnan með sér ýmsir þeir sem Kerðu vfaróinn fræ«an hér á árum áður í frjálsum iþróttum. Mót þetta fór fram fyrir skömmu ok hér að neðan má sjá lírslitin i ár. M.í. i Öldungaflokki KópavoKsvelli 24. júli 1980 Ynicri flokkur 35 — 39 ára 100 M HLAUP 1. Helici Hólm. ÍBK 2. Kjartan Guðjónsson. FH 3. SÍKurjón Andrésson. ÍR 800 M ULAUP 1. HöKni óskarsson. KR 2. Pálmi Frímannsson. HSH 3. Þórólfur l>órlindsson. UÍA 3000 M HLAUP 1. IIöKni óskarsson. KR 2. Guðmundur Gislason. Árm. 3. Leiknir Jónsson. Árm 4. Jóhann II. Jóhannsson. f R 5. Þórólfur Þórlindsson, UIA 6. SÍKurjón Andrésson. ÍR 7. Pálmi Frimannsson. HSH LANGSTÖKK 1. Kjartan Guðjónsson. FH 2. Ilelin Hólm. ÍBK HÁSTÖKK 1. Kjartan Guðjónsson. FH 2. Helgi Hólm. ÍBK KRINGLUKAST L Siifurþór Hjörleifsson. HSH 2. Jón 1>. Olafsson. ÍR 3. Kjartan (■uðjónsson. FH n. IB 1. Ileltri Ilólm. ÍBK 12.3 sek. 12.5 sek. 13.7 sek. 2:18.6 min. 2:19.4 mín. 2:21.3 min. 10:09,2 mín. 10:14.1 min. 10:22.7 min. 10:25.8 min. 10:37.6 mín. 10:40,0 mín. 10:54.0 min. 5.82 m 5.78 m 1.70 m 1.65 m 38.22 m 37.18 m 36.19 m 26.46 m KÚLUVARP 1. Sigurþór Hjörleifsson. IISH 13.16 m 2. Kjartan Guðjónsson. FH 12.53 m 3. Jón Þ. ólafsson. ÍR 9.50 m SPJÓTKAST 1. Kjartan Guðjónsson. FH 48.40 m 2. Heltri Ilólm. ÍBK 36.20 m Kldri flokkur 40 ára ok eldri 100 M HLAUP 1. Valbjörn Þorláksson. KR 11.7 sek. 2. Guðmundur IlallKrímsson. IJÍ A 12.5 sek. 3. Björn Jóhannsson. UMFH 13.6 sek. 800 M HLAUP 1. Guðm. IlallKrimsson. UÍA 2.10.0 mín. 3000 M HLAUP 1. Árni Kristjánsson. Árm. 10:33.0 mín. LANGSTÖKK 1. Valbjörn l>orláksson. KR 5.59 m 2. Guðmundur HallKrímsson. UÍA 5.07 m 3. Björn Jóhannsson. l’MFR 1.90 m HÁSTÖKK 1. Valbjörn Þorláksson. KR 1.60 m KRINGLA 1. ErlinK Jóhannsson. IISII 38.55 m 2. Þorsteinn Alfreðsson. UBK 38.17 m 3. Valbjörn Þorláksson. KR 33.67 m 4. Ólafur Unnsteinsson. UFHÖ 32.93 m 5. Bratri SÍKurðsson. KR 31.85 m SPJÓTKAST 1. Valbjorn Nirláksson. KR 42.05 m KÚLUVARP 1. ErlinK Jóhannesson. HSH 13.16 m 2. IlallKrimur Jónsson. Árm. 12.59 m 3. ólafur Unnsteinsson. UFIIÖ 12.18 m 4. Valbjorn Þorláksson. KR 11.66 m 5. Botri SÍKurðsson. KR 10.93 m 6. Jóhann örn SÍKurjónsson. UBK 10.37 m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.