Morgunblaðið - 29.07.1980, Side 25

Morgunblaðið - 29.07.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1980 33 I>oir oru marKÍr draumarnir som raska svefnró ráöamanna á Vesturlöndum. En að undanskildu kjarnorkustríöi er þó engin martröð jafn svört og sú som hér Kreinir frá. Hún er á þcssa leið: Sovétríkin, sem nú flytja út olíu, munu þola mikinn samdrátt í olíuframleiðsiu. Innan íárra áéa. eí til vill um 1985, vcrða Rússar hins veKar að flytja inn um 200 milljón tonn af olíu. fyrir sjálfa sig og bandamenn sína. Þar sem örðugt reynist að kaupa alla þessa olíu á hríðminnkandi heimsmarkaði. íara þeir að herja á Miðausturiönd með pólitískum þrýstingi og undirróðri, en í þessum löndum ga*tir þegar uggs vegna innrásarinnar í Afganistan. Stjórnir falla. Nýir valdhafar, með rússneska ráðgjafa og vopn að fulltingi. ná völdum. Olían, sem Vesturlönd þurfa til að þrauka. skiptir um farveg og fer að streyma austur. BARENTS ( SEA Murmansk LAPTEV SEA KARA SEA Arkhangelsk ^AhACHATKA PENlNSiJLA bKlorussia Magadi ★ Moscow Kiev* SEA OF OKHOTSK Kazan Sverdlovsk Samotlor rierconsfrf,, SAKHAUN '\Omik Lake I Baikal Novósíbii 'Karaganda %~Aral \ Sea UZBEKIST AN Baikonur Lake Balkhash Space Center p j Tashkent • TADZHÍKISTi menn, gera sér nú ljóst að þeir eiga einnig við orkuvanda að stríða. Þegar Brezhnev og Cart- er ræddust við í Vín á síðasta ári, nefndi sá fyrrnefndi þetta meira að segja helzta vanda Rússa. En málið verður að líta í réttu ljósi. „Heldur vildi ég vera orkumálaráðherra í Sov- étríkjunum en nokkru vest- rænu ríki,“ sagði einn vestrænn orkusérfræðingur. Hann skýrði það svo: Þótt olíuframleiðsla Rússa dragist saman, nú eða síðar, eru Sovétríkin enn mesti olíuframleiðandi heims, — Saudi-Arabar dældu upp 463 milljón tonnum á síðasta ári og Bandaríkjamenn 430 milljón- um. Sovétríkin eiga þriðjung af þeim forða jarðgass sem vitað er um og mesta kolaforða í heimi. Þau eiga mikla ónýtta möguleika á vetnisorkufram- leiðslu, og þau hafa tekið í gildi stóreflisáætlun um nýtingu kjarnorku (30 kjarnorkuver eru ýmist í smíðum eða undirbún- ingi). Hver er þá vandi Sovét- manna? í fyrsta lagi er að verða tröllaukinn kostnaður í því að breyta þessum forða í orku. Sovézkur embættismaður kvartaði yfir þessu við mig í Moskvu: „80 prósent af iðnað- armöguleikum okkar eru fyrir vestan, en 80 prósent orkuforð- ans bíða í austurhluta lands- ins.“ Sovézkur iðnaður og almenn- ir neytendur eru hvattir til orkusparnaðar, en þeir síðar- nefndu greiða nánast mála- myndaverð fyrir gas og raf- magn. Árangur þeirrar hvatn- ingar er enn ekki ljós. Olíusala í öðru lagi afla Rússar nú helmings bráðnauðsynlegra gjaldeyristekna með olíusölu. Það virðist næsta öruggt að sú sala muni dragast saman, þótt þeim takist ef til vill að bæta tapið með aukinni sölu á jarð- gasi. Líkur eru á að Vestur- Þjóðverjar muni árið 1985 kaupa fjórðung síns gasforða frá Sovétríkjunum. í þriðja lagi geta Rússar vart aukið olíusölu sína til Austur- Evrópulanda svo nokkru nemi. Austur-Evrópulöndin, sem nú fá 80 prósent olíu sinnar frá Rússum, verða þá að fullnægja aukinni þörf sinni með við- skiptum við OPEC-ríki. Rússar geta að vísu séð bandalagsþjóð- um sínum fyrir meira gasi og rafmagni, en það bætir trauðla úr olíuþurrðinni, því að hlutur oliunnar í orkunotkun Austur- Evrópu er nú eins lítill og kostur er á. Þetta eru slæm tíðindi fyrir Austur-Evrópulönd, — nú kreppir annars vegar að þeim kvöðin að eyða dýrmætum gjaldeyri sínum í oliukaup, hins vegar þörf þeirra fyrir kaup á vestrænni tækniaðstoð og nauðsyn að greiða fjallháar skuldir við Vesturlönd. Þar virðist því munu hægja um efnalegar framfarir og ef til vill rísa upp urgur meðal al- mennings. Ef Sovétríkin hætta útflutn- ingi olíu til Vesturlanda, og Austur-Evrópulönd falast eftir æ meiri olíu frá OPEC-ríkjun- um, þá getur 100 milljón tonna olíumarkaðurinn orðið enn róstusamari um 1985. Og þar má vænta diplómatískra að- gerða og pólitísks þrýstings frá Rússum til að tryggja banda- mönnum sínum næga olíu. Ef tekið er mið af núverandi ólgu í Miðausturlör.dum, horfir því ekki björgulega, þótt ekki sé víst að Rússar láti að sér kveða á Persaflóa, sér í lagi e 'tir aðvaranir Bandaríkjamanna. Miklar varabirgðir þeirra, vitneskja um takmarkanir náttúruauðlinda og skynsamleg stjórnun ættu að afstýra því. Það hefur líka margsinnis verið látið uppi við einkaaðila á Vesturlöndum, að stefna Sovét- manna sé að verða sjálfum sér nógir um orku, — og sú stefna kemur mætavel heim og saman við allt sem vitað er um sjón- armið í stjórn Sovétríkjanna. Það má tímasetja upphaf martraðarinnar nokkuð gjörla. Hún hófst í apríl 1977, þegar leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, gaf út skýrslu sem nefnd- ist „Horfur í olíuframleiðslu Sovétríkjanna". CIA var talið styðjast við gögn sem vestræn- um olíufélögum voru ekki til- tæk, og í skýrslunni var því spáð að árið 1985 hefði olíu- framleiðsla Rússa fallið niður í 4—500 milljón tonn á ári (framleiðsla þeirra var 586 milljón tonn í fyrra og er áætluð 600 milljónir í ár). Fljótt heyrðist sú gagnrýni, að hér hefði CIA málað skrattann á vegginn, og í apríl síðastliðn- um gaf forsjármaður skýrsl- unnar, Stansfield Turner að- míráll, til kynna að sérfræð- ingar sínir hölluðust fremur að tölunni 500 milljón tonn en hinni lægri um árið 1985. En margir evrópskir sérfræðingar álíta fyrrnefndu töluna meira að segja of lága. Bretar telja að Rússar muni enn geta framleitt upp undir 600 milljón tonn af olíu árið 1985. Frakkar, sem áður hafa reynzt spáglöggir, bjóða snöggtum hærra, eða 700 milljónir. í Austur-Evrópu Það ríkir engu meiri sam- hljóðan um það, hversu mikinn forða Rússar eigi af olíu. Sjálfir hafa þeir hætt að birta nokkrar tölur um hann, þótt þeir gefi af einhverjum ástæðum upp forða sinn af jarðgasi. CIA áætlar olíuforða þeirra vera um 40 milljarða fata. Brithish Petr- Olíuskortur BERING SEA ^jeoLANO^ R,0a’3^ 1. #Minsk _ an r TIMF Manhv Paul.l P, oleum lýst betur á 70 milljarða fata. í nýrri skýrslu frá sænska fyrirtækinu Petro Studies er forðinn álitinn 150 milljarðar fata. Þótt sænsku tölurnar séu undanskildar — og í olíuiðnað- inum eru þær taldar hæpnar þá er mikill munur á áætlunartöl- um CIA og annarra aðila. En að baki þessum ágreiningi um tölur eru menn sammála um það að olíuframleiðsla Sov- étríkjanna muni ná hámarki á 9. áratugnum og fara síðan minnkandi, nema í ljós komi einhverjar miklar olíulindir nýjar og það takist að virkja þær. Gildi skýrslunnar frá CIA var að þar var fyrst bent á þessa þróun mála og hún skýrð. Það vó þyngst um uppbygg- ingu olíuframleiðslu Sovét- ríkjanna á 8. áratugnum, að öll aukning hennar kom frá olíu- svæðinu í Vestur-Síberíu. Úr eldri lindum umhverfis Baku og á svæðinu milli Volgu og Úral- fjalla fékkst sífellt minna, en sá halii meir en réttist með olíu frá Tyumen, sem er lítt byggt mýrlendis-, túndru- og skógas- væði á 800 þúsund ferkílómetr- um. Helzta prýði Tyumen-olíu- svæðisins er hin risavaxna olíu- lind Samotlor. Hún er fjórða stærsta olíulind heims og gefur nú af sér 130 milljón tonn á ári, sem er næstum fjórðungur allr- ar olíuframleiðslu Rússa. Bráðlæti Það veltur því mikið á því, hvort Samotlor-lindin hefur náð fullum afköstum, og hversu lengi hún heldur þeim ef svo er. Þar glumdi einmitt aðvörunar- hlýtur að draga dilk á eftir sér bjalla CIA. Leyniþjónustan hermdi að sovézkir tæknimenn hefðu verið of bráðlátir við að ná sem mestri olíu upp á sem stytztum tíma og ofkeyrt vatnskerfið sem þeir eru háðir við að ná henni. Nú fengju þeir ekki aðeins meira vatn en olíu úr jörðu, heldur kynnu þeir að hafa misst tökin á uppstreymi olíunnar. Evrópumenn hafa lýst efa um síðarnefnda slysið, en á því virðist enginn vafi, að erfiðleik- ar áttu sér stað. Á árunum 1977 til 1979 var útbúnaður fluttur frá könnunarsvæðum í fjarlæg- ari hlutum Tyumen nær aðal- vinnslusvæðinu, þar sem þurfti að sporna gegn eyðileggingu sem dælubrunnarnir höfðu valdið. Sovézkir vísindamenn hafa varað við því opinberlega, að ef áfram sé anað í hugsun- arleysi að sem skjótastri fram- leiðslu, muni „olíuframleiðsla þjóðarinnar ná hámarki von bráðar og minnka upp frá því.“ Enda þótt vestrænir sérfræð- ingar séu ekki á einu máli um það, hvenær Samotlor muni taka að dofna, þá er það samhljóða niðurstaða þeirra, að þrátt fyrir rannsóknir og leit hefi enginn staður fundist í Vestur-Síberíu sem komið gæti í staðinn. Olían er víðar, en stærstu lindirnar, líklega á stærð við lindirnar í Alaska, eru undan norðurströndinni. Og enn hefur enginn þurft að glíma við þann tæknilega vanda að bora eftir olíu í norðurskautshafi sem þakið er borgarísjökum. Rússar, sem árum saman hafa leyft sér sama kæruleysið um orkumál og Bandaríkja- ^ THE OBSEKVER Mark Frankland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.