Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980
Guðmundur I. Gunnlaugsson:
Engin verzlim
fnáls á íslandi
nÉG ER nú eiginlega „alt ntulig
mand“ hér, en annars er ég
aðallega i sölunni hérna og hef
verið í rúm fimm ár,“ sagði
Guðmundur I. Gunnlaugsson, er
blaðamaður ræddi við hann i
hjólharðasóluninni Bandag i
Reykjavik.
„Frjáls verzlun
undirstaða velmegunnar“
„Þegar einstaklingarnir í þjóð-
félaginu fá að njóta sín, og fá
tækifæri til að virkja hæfileika
sína, er það lýðræði og við slíkt
lýðræði þarf verzlunin að búa við.
Frjáls innlend verzlun er undir-
staða velmegunnar. Til þess að
verzlun geti talizt frjáls, þarf hún
að hafa álagningu, sem nægir
fyrir eðlilegum rekstrarkostnaði,
afskriftum og arði til uppbygg-
ingar og framfara, en það á því
miður ekki við íslenzka verzlun.
Það er engin verzlun frjáls á
íslandi, hún gæti alveg eins verið
þjóðnýtt. Það liggur við, að það sé
bannað að græða peninga á ís-
landi.
Frá sjónarmiði launþegans ætti
það að vera gott, að fyrirtæki
græddi, þá væri hægt að gera
meiri kröfur til þess, bæði hvað
snertir þjónustu og laun. Erlendis
stæra fyrirtæki sig af því að
græða, en hér heima lepjum við
dauðann úr skel, nema að við
svíkjum undan skatti, eða eitthvað
í þá áttina.
Við erum á láglaunasvæði, með
lægstu launasvæðum í Evrópu,
aðeins með um helmings kaup á
við Norðurlandaþjóðirnar, en höf-
um næstum sama skattahlutfall
og höfum því mun minna ráðstöf-
unarfé en frændur okkar.
„Skattaálögur verulegur
dragbítur“
Skattaálögur eru verulegur
dragbítur á alla starfsemi í land-
inu og skattpínsla á lág laun og
erfiðan rekstur hjálpa ekki bein-
línis til. Strangar álagningarregl-
ur skerða frelsi verzlunarinnar,
þær eru lögbundnar mjög lágar og
því er haldið fram, að verði
álagningin gefin frjáls hækki
vöruverð, en það er tómt rugl,
vöruverð ætti ekki að hækka hér
frekar en annars staðar, þar sem
álagning hefur verið gefin frjáls.
Það er þrennt sem þarf að koma
til, ef verzlunin á að geta gengið
eðlilega fyrir sig, eðlilegur rekstr-
argrundvöllur verður að fást, en
til þess þarf verðbólgunni að linna
og innkaup myndu snarbreytast
til batnaðar, ef álagning yrði gefin
frjáls. Þegar þannig er, er það
hagur að geta keypt þannig inn, að
hægt sé að bjóða vöruna á hag-
kvæmu verði í langan tíma. Nú er
enginn hagur að hagkvæmum inn-
kaupum, bezt er að kaupa sem
dýrast inn, þá fæst meira út úr
álagningunni.
„Skattpínsla ríkisins
í framkvæmd“
Við getum tekið dæmi um skatt-
pínslu ríkisins í framkvæmd. Við
innflutning á hjólbörðum er
skömmtuð álagning 18%, sem
skiptist á milli innflytjenda og
smásölu aðilja. Þetta er svo lítið
að ekki er um nokkurn hagnað að
ræða, þetta er bara nauðsynleg
þjónusta við viðskiptavini. Nú ef
við höldum dæminu áfram og
segjum að við flytjum inn hjól-
barða, sem kostar úti 1000 krónur,
kostar hann um 1150 kominn til
landsins. Þá tekur ríkið 40% í toll,
24% í vörugjald, gummígjald 45
krónur á kílógramm og að lokum
23,5% í söluskatt. Þegar þetta er
iagt saman kemur út, að ríkið fær
um 1.676 krónur af hlut, sem
kostar 1000 krónur í innkaupum.
Svo eru verzlunarmenn stundum
kallaðir þjófar.
„Frjáls afgreiðslu-
tími varhugaverður“
Ég er ekkert sérlega hlynntur
frjálsum afgreiðslutíma, það vill
koma niður á starfsfólki, en ef það
er tryggt í samningum starfsfólks
og kaupmanna, að vinnuþreki
verði ekki ofboðið og það verði
ekki hlunnfarið í launum, ætti
þetta að vera í lagi. En frjáls
afgreiðslutími hefur ekkert með
raunverulegt frelsi verzlunarinnar
að gera, heldur er það sem skiptir
máli, að losna undan einokun ríkis
* r
Ulfar Agústsson:
Ekkert samhengi á milli
kostnaðar og leyfðrar
álagningar yf irvalda
„Ég er viss um að verzlun er
undirstaða velmegunar i hvaða
landi, sem er, hvort sem hún er
frjáls eða ekki. Við þekkjum það
úr sögunni að velmegun varð
ekki hér á landi, fyrr en verzlun-
in komst inn i landið, en lands-
menn verða auðvitað að eiga
verzlunina sjálfir,“ sagði Úlfar
Ágústsson kaupmaður í verzlun-
inni Hamraborg á ísafirði, er
blaðamaður Mbl. ræddi við hann.
„Verzlun á íslandi
er ekki frjáls,
nema að litlu leyti“
Verzlun á íslandi er alls ekki
frjáls, nema að litlu leyti, þú hefur
leyfi til að verzla, en þér er varnað
að verzla á þann hátt, sem er
arðvænlegur eða hagkvæmur og
það skaðar að sjálfsögðu bæði
kaupmenn og neytendur, þegar til
lengdar lætur. Sá verzlunarmáti,
sem gildir á íslandi í dag, er meira
ánauð en starf frjálsra manna. 1
smásölunni er oftast. um mikla
vinnu að ræða, en lítil laun.
Smásölukaupmaður, sem með
óheyrilegum vinnutíma, getur
skapað sér sæmilegar tekjur, er
litinn hornauga og tekjur hans
kallaðar gróði og slíkt er álitið
þjóðhagslega hættulegt. En opin-
ber embættismaður, sem ef til vill
vinnur eitthvað fram yfir lögboð-
inn átta stunda vinnutíma, fær
ómælda yfirvinnu, hún er kölluð
laun og er nábjargir alþýðunnar.
Það er aldrei neitt athugavert þó
slíkt fólk fái góðar tekjur og því
einfaldlega hælt fyrir dugnað.
„ÁlagningarkerfiÖ setur
verzluninni stólinn
fyrir dyrnar“
Það, sem mest setur íslenzkri
verzlun stólinn fyrir dyrnar, er
álagningarkerfið, sem hið opin-
bera hefur komið á, það er hrein-
lega fáránlegt. Ekkert samhengi
er á milli kostnaðar við umsetn-
ingu og álagningar. Það er mest
tvennt sem veldur þessu, reglu-
gerð verðlagsnefndar og álagning
landbúnaðarvara. Sem dæmi má
nefna, að svokallaðar g-vörur eru
allar í nákvæmlega eins pakkning-
um, geymdar við nákvæmlega
sömu aðstæður og seldar á ná-
kvæmlega sama hátt, en ef um
landbúnaðarvöru er að ræða, er
álagningin 14%, en ef um iðnað-
arvöru er að ræða er hún 38%.
Yfirleitt er smásöluálagning á
iðnaðarvörur 38% og verð á hverri
einingu á bilinu 500 til 2000 kr.
Álagning á sælgæti er 42% og þar
er einingarverð á bilinu 10 til 500
kr. Ef við svo berum saman
vinnuna við að selja karamellur og
ávaxtadós, fyrir 1500 kr., kemur
auðvitað í ljós að vinnan við
karamellurnar er mun meiri.
Sú vörutegund, sem dýrust er í
minni verzlun, er gosdrykkir, þar
er álagningin 28,5% og er umsýsla
með umbúðir innifalin í þvi. Svo
þekkja allir dæmið um mjólkuraf-
urðir, sem seldar eru með 10 til
14% álagningu, en eru geymdar í
rándýrum kæli og búa þar við
mjög hátt orkuverð.
„Verðlagsreglur
verðbólguhvetjandi“
Ég sé enga ástæðu til að skaða
verzlunarrekstur minn fram yfir
það sem verðlagsyfirvöld heimta
með því að kaupa inn ódýrar
vörur. Eftir því, sem varan er
ódýrari í innkaupum rýrast tekju-
möguleikar verzlunarinnar, sam-
kvæmt þessu heimskulega verð-
lagskerfi, sem við búum við og er
án efa verðbólguhvetjandi og eyk-
ur almenna dýrtíð á Islandi.
Að mínu ájiti er ennþá litið á
kaupmenn á íslandi sömu augum
og á tímum einokunarverzlunar-
innar. Sagan hefur gert þá að
þjóðfélagsóvini númer eitt og á
meðan ekki tekst að gera íslend-
ingum grein fyrir þeim breyttu
viðhorfum, sem orðið hafa, býr
kaupmannastéttin við hættulega
tortryggni, sem alla landsmenn
8kaðar.“ H.G.
Pétur Guðmundsson.
Ljósm. Mbl. RAX.
Enginn
hef ur nóg’
— segir Pétur Guðmundsson
„VIÐ verzlum hér með varahluti i
landbúnaðarvélar og það eru
stórir dagar hjá okkur núna,
bændurnir eru að heyja. Þegar
gott er veðrið þá er meira að gera
hjá okkur,“ sagði Pétur Guð-
mundsson, en hann vinnur í
varahlutaverzlun SÍS.
„Það er nokkuð jafnt hjá okkur
að gera yfir allt árið, en þó sker
sumartíminn sig úr. Þá er mikil
sala í heyvinnuvélum og öðrum
tækjum sem bændurnir nota."
— Hvernig eru kjörin?
„Það er nú eins og all^Jpðar í
þjóðfélaginu, enginn hefur nóg. Að
vísu eru töluverðar yfirborganir,
en sjálfsagt er það misjafnt eftir
verzlunum. Ég held að yfirborgan-
ir séu minni í smærri fyrirtækjum
en algengari í stórfyrirtækjum.
Ég tel að fólkið á þessum vinnu-
stað sé ekkert mjög óánægt með
launin, ég held að það megi vel við
una miðað við aðra í verzlunar-
stéttinni," sagði Pétur.
„Ég hef unnið hjá þessu fyrir-
tæki í tíu ár og það hafa ekki orðið
miklar breytingar hér á þeim
tíma. Við erum fimm sem vinnum
hérna á búvélalager og hefur
starfsmönnum hér fjölgað með
árunum og auknum umsvifum,"
sagði Pétur Guðmuijdsson.