Morgunblaðið - 03.08.1980, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980
37
Síðasta erindið, rímar aðeins
saman önnur og fjórða ljóðlína og
þar notað hið vandmeðfarna orð
„frýr“.
Sé þetta svona ruglað, væri
æskilegt að fá það birt aftur rétt.
Þetta er skrifað í þeirri von, að
það nái að verða einhverjum til
nota, sem nennir að lesa og hugsa
um það.“
Þessir hringdu . .
Jón Þórðarson prentari, sem
býr á Framnesvegi, hringdi og
kvað íbúa við sína götu heldur
óhressa með viðskilnað kvikmynda-
tökufólks þar á staðnum. — Þeir
fengu hjá okkur alla þá aðstoð
sem við gátum veitt, svo að mér
finnst að þeir ættu að leggja
metnað sinn í að hreinsa til eftir
sig. M.a. báru þeir möl á bakstíg-
inn milli Framnesvegar og Selja-
vegar, sem mjög erfitt er að ganga
um, einkum fyrir aldrað fólk eins
og mig, en þeir hafa ekki fjarlægt
mölina enn, og eru þó liðnar
nokkrar vikur síðan þeir luku við
kvikmyndatöku hérna.
SKAK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á skákhátíð í Tashkent í Sov-
étríkjunum fyrir stuttu kom þessi
staða upp í skák þeirra Borisov,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Tashkhodshaev. Hinn fyrrnefndi
lék nú stórglæsilegum leik:
• Samkynning
íslendinga
Marlín J.G. Magnússon,
Vancouver, BC, Kanada,
skrifar:
„Kæru þjóðbræður:
Það má með sanni segja að
aldrei hafi verið efnt til eins
vænlegrar þjóðernissamkynn-
ingar meðal íslendinga í hvívetna
og síðan þjóðhátið íslands var
haldin árið 1974, og fram að þessu,
og er alkunnugt með flugferðirnar
milli íslands og Norður-Ameríku,
og önnur þjóðræknisleg sambönd
hópa og einstaklinga.
Á þessu skeiði er eins og ekkert
hafi verið látið standa fyrir góðri
og auðveldri samkynningu Islend-
inga.
• Pólitík og græðgi
Nú er samt kominn Þrándur í
götu. Nú er kominn fram annar
hugur, þar sem pólitík er komin í
leikinn, og við vitum að þetta
getur farið illa þar sem hugurinn
er nú sá, að græða sem mesta
peninga á þeim er heimsækja
Island, og þá sjálfsagt á 'þeim er
ferðast frá Fróni til þess að
heimsækja þjóðbræður sína hér
vestra í Norður-Ameríku — land-
inu sem Leifur Eiríksson fann árið
1000.
• Lausnargjald
Það má heita annað en þjóð-
ræknislegt af ríkisstjórn íslands
að þvinga gesti með lögum til þess
að borga lausnargjald til þess að
maður fái að fara heim eftir að
heimsækja ísland. Það er niðrandi
fyrir þjóðina að gera þetta, að
heimta $20 lausnargjald við brott-
för, og sérstaklega þar sem fólk er
nú farið að vilja taka börn sín með
sér til þess að þau kynnist ætt-
ingjum sínum. Hjón með tvö börn
munu þurfa að borga $80 lausn-
argjald (ransom á ensku) til að fá
að fara heim aftur, ofan á allan
annan kostnað, og það sem er
keypt, og sem er allt skattað og
marg-skattað.
• Skömm aö þessu
Hvaða lands-skuld er það,
sem þessi stjórn ætlar sér að
borga með því að halda gestum í
gíslingu og heimta lausnargjald?
Maður má líklegast fá að vita það,
fyrst á að láta okkur gestina
borga, því að annars er þetta ekki
nema blákalt bragð stigamanna
gagnvart gestum sínum. Ekki eru
allir svo nískir, sem gestkomandi
eru, að þurfi að þvinga þá til
aukaútláts svo að gott megi heita.
Ég lét út $10,600 alls er við hjónin
heimsóttum ísland árið 1978, og
hefði kannski neitað að borga
lausnargjald að auki. Svo mun og
fleirum finnast. Það er skömm að
þessu."
HÖGNI HREKKVISI
SIGGA V/öGA 1ViVtVAH
Þessi sjö vetra hryssa hvarf úr giröingu Fáks í
Geldinganesi merkt F 24 á vinstri síöu.
Vinsamlegast látið vita í síma 41878.
St. PETE BEACH
FLORIDA
30. ágúst
20 daga ferö 30. ágúst—19. sept.
Gisting á góðu hóteli meö eöa án eldhúsaðstöðu.
íslenskur fararstjóri á staðnum skipuleggur skoöana-
ferðir til helztu staöa s.s. Walt Disney World, Sea World
o.fl.
FERÐASKRIFSTOFAN
OTUWTHC
Iðnaðarhúsinu v/Hallveigarstíg. Símar: 28388 — 28580.
EFÞAÐ ERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
AL’fíLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480
/405 V\V£HSA, WÍW w)
V£fó)0U496ÓM4\iAWA
tíLÓNÖÝl
23. Dxh7!! og svartur gafst upp
því drottninguna má ekki drepa
vegna 24. Rg6 mát.
ekk/Nm V4Q m <d4n«£6a
WtíKMWHTtLté -XINILW
,/X)^N|
m
\&0VA‘
(A.es'!
-7TS'(
^YmeíN YLvnm?
■0J <bosoi yufli yiio
ytfiöVÍ 49 94/Á/V-