Morgunblaðið - 16.08.1980, Page 12

Morgunblaðið - 16.08.1980, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 Jttorjjunlilníníi a gönguleiðum Hornstranda Texti: Fríða Proppé Myndir: Greinarhöfundur og Matthías G. Pétursson sárasta hungrið, en mikið var rætt og veðjað um hversu mörg kíló hver og einn hlyti að hafa gengið af sér fram að þessu. Fljótavík ber nafn sitt með rentu, því láglendið í kringum Fljótavatn er ein mýri og valdi hópurinn þann kostinn að ganga í fjörunni við vatnið, þar sem það var mögulegt. Á leiðinni út Fljót fórum við yfir tvær ár, Hvanná og og Svíná, auk þess margar lækj- arsprænur. Fararstjórinn hafði verið sannspár, því það tók okkur um eina klukkustund að ganga út að Atlastöðum en þar eiga afkom- endur Jóseps Hermannssonar og Júlíusar Geirmundssonar sumar- bústaðinn, sem við dvöldum í. Þeir voru báðir ábúendur að Atla- stöðum og bjuggu þar saman 1907—1946. Hafði ferðin frá Búð- um staðið yfir í rúmlega níu klukkustundir. Sögufrægur jeppi Þegar mæðinni hafði verið kastað hóf fararstjórinn eintal hjá hrörlegri jeppabifreið úti á hlaði. Jeppi þessi er af Willys-gerð, árg. 1955 og á nokkuð skrautlega sögu að baki. A.m.k. þrisvar var reynt að flytja hann til byggða, eftir að hann hafði gegnt upphaflega ætl- uðu hlutverki sínu við byggingu sumarbústaðarins, en ætíð hafa forlögin komið í veg fyrir að slíkt væri hægt. Eitt sinn sökk stór prammi, sem átti að flytja jepp- ann, í annað sinn gerði svo mikið óveður að hætta varð við flutning- inn og að endingu var ákveðið að leyfa honum að vera í friði á staðnum. Jeppinn er mjög ryðgað- ur og við fyrstu sýn dettur engum í hug að hægt sé að koma honum úr hjólförunum. En hann hrökk í gang við fyrstu tilraun og þó innvolsið sé e.t.v. ekki i fyrsta gæðaflokki, þaut hann af stað og þeyst var á honum niður að slysavarnarskýli til að sækja mat- arbirgðirnar, sem við höfðum komið þar í geymslu í upphafi ferðarinnar. Einnig var sótt rekið eikarborð úr báti til að höggva í eldinn og sagði Stefán, sem er reyndur smiður, að hann hefði aldrei fyrri litið svo góðan við. Álfsfellið. en það gengur fram i sjó á milli Hlöðuvíkur og Kjaransvíkur. myndin er tekin á leið upp í Almenningaskarð. Veöurfar sem minnti á hitabylgju í Suðurlöndum Þriðjudagurinn rann upp eftir viðburðarrika nótt að Búðum. Snemma var haldið af stað og gengið eftir fjöru Hlöðuvikur fyrir Álfsfell, þá fyrir Kjaransvik, á fjörunni til að byrja með en síðan var haldið skáhalt upp brattann i átt að Almenningaskarði vestra. í Kjaransvik hittum við fjóra brezka ferðalanga úr einum af hópum Dick Philips. Voru þeir á leið að Horni og komu frá Hesteyri. Þungbúið var fyrst um morguninn og blautt eftir rigninguna um nóttina, en undir hádegið braust sólin út á milli skýjanna og brátt var komið glaðasólskin og hiti. Þungfært var að ganga i gróðrinum i hliðinni, en mosi og lynggróður er þarna mikill. Tekið var það ráð að ganga á brattann á bökkum árgils þar sem jarðvegur er harðari og þvi auðveldari til að ganga á. Leiðin, sem farin var frá Kjaransvík yfir i Fljót, er ekki notuð venjulega, þvi er hún ómerkt og engar troðnar slóðir. Fararstjórinn hafði að reglu að gefa fólki rúsinur og súkkulaði, áður en haldið var i erfiðustu og bröttustu brekkurnar og gaf það aukinn þrótt, og upp i Almenningaskarð náðum við að lokum með nokkrum hvildum. Er þangað var komið lá leiðin aftur niður á við og siðan upp enn á ný i Þorleifsskarð. Á leiðinni að Þorleifsskarði var gengið fyrir Almenn- inga en strönd Almenninga er sögð ein sú erfiðasta á Hornströndum og er talið, að mun fleiri hafi týnt þar lífi sinu en vitað er um. Ber nafn sitt með rentu I Þorleifsskarði og á leið niður úr því í Þorleifsdal skildist mönnum af hverju þessi leið er yfirleitt ekki valin. Stórgrýti og klur.gur eru þarna allsráðandi og niðurleiðin ein sú erfiðasta sem við höfðum kynnst fram að þessu og mun erfiðari en einstigið í Skálakambi. Seinfarið var yfir og nokkur kúnst að velja bestu leið- ina hverju sinni og reyndi þar á hæfileika fararstjórans, en hann hafði farið þessa sömu leið fyrr í sumar, og með hans leiðsögn komumst við án stóráfalla niður úr Þorleifsskarði. Útsýnið yfir Fljót var stórkost- legt. Fljótavatnið var spegilslétt og Tunguhornið skagaði fram á sléttlendið og speglaðist i vatninu. Ánægja var mikil, er áð var í neðstu hlíðum Þorleifsdals yfir að vera loksins kominn í áfangastað- inn Fljótavík. Hún hvarf þó sem dögg fyrir sólu, er fararstjórinn dró fram landakortið og upplýsti að sumarbústaðurinn sem hópur- inn hafði fengið að láni næstu tvo dagana er fremst í víkinni og að þangað tæki á aðra klukkustund að ganga. Þegar hér var komið sögu höfðum við verið u.þ.b. átta klukkustundir á stöðugri göngu, margir orðnir lúnir og hungur sagði einnig til sín. Fararstjórinn dró þá enn á ný fram úr pússi sínu rúsínur og súkkulaði og sló það á í þessu ibúðarhúsi var síðast búið að Atlastöðum i Fljóti, en síðustu ábúendur fluttu þaðan 1946. Hvönnin er hér allsráðandi sem viðar. Þessi gafl tilheyrði gömlu íbúðarhúsi að Atlastöðum en það fauk i óveðrinu mikla í febrúar sl. Umræddur jeppi er einnig sögu- frægur, því þetta er sá hinn sami sem menn bogruðu yfir vélarhús- inu á hér um árið, þegar glorsolt- inn ísbjörn kom aftan að þeim. Sem betur fer varð bangsi felldur af velli áður en hann náði að gera nokkuð af sér, nema éta vistir úr bakpoka á hlaði slysavarnaskýlis- ins, en þangað náðu menn að flýja inn. Bangsi var síðan felldur með byssuskoti út um glugga skýlisins. Sem á sólarströndum Það var mettur og ánægður ferðamannahópur sem lagðist til hvílu þetta kvöldið og hugði gott til glóðanna að geta haldið kyrru fyrir næstu tvo daga og hvíla þreytta limi. Flestir voru þó snemma á fótum á miðvikudegin- um, enda veður sem á sólarströnd- um í Suðurlöndum og er mann- skapurinn hafði sinnt sérþörfum að morgni voru aliir teknir í hárþvott. Dagurinn var síðan notaður til að flatmaga í sólinni og renna fyrir silung, sem því miður lét ekki á sér kræla. í gestabók bústaðarins mátti sjá, að fyrir þrem til fjórum árum hafði silungi verið mokað upp í tugatali dag hvern. Menn leituðu skýringa og nefndu t.a.m. óhagstætt veður- far, lítið ætismagn en að lokum þótti sú skýring líklegust, að hann hefði verið veiddur meira af kappi en forsjá síðustu árin og þetta væri afleiðingin. Krakkarnir busl-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.