Morgunblaðið - 16.08.1980, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.08.1980, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 Nýr rríaður til ÍR-inga Korfuknattlciksdeild ÍR hef- ur nú Kentfið frá samninKum við Bandariskan leikmann fyrir næsta keppnistimahil. Sá heitir Andy Flynn ok er 2.01 metrar á hæð. Hann mun þjálfa meistaraflokk jafnframt. Öldungakeppni í golfi Á sunnudaK fer fram opin OldunKakeppni í Kolfi á Ilólmsvelli í Leiru. Hefst keppnin kl. 13.30 ok leiknar verða 36 holur. VckIck verð- laun verða veitt ok er mótið -opið ollum þeim sem eru 55 ára ok eldri. Sundmót á Selfossi | Aldursfiokkameistaramót Islands í sundi verður haldið á Selfossi, dagana 30. til 31. ágúst 1980. Þátttökutilkynningum skal skilað á tímavarðarkortum til skrifstofu SSÍ, íþrótta- miðstöðinni Laugardal fyrir sunnudaginn 24. ágúst '80, ásamt skráningargjöldum, sem ákveðin hafa veriö krón- ur 400 pr. skráningu. Athygli skal vakin á því að skrán- ingar sem ekki verða greidd- ar á þeim tíma verða ekki teknar til greina. Þá hefur stjórn SSÍ ákveð- ið að sundþing 1980 verði haldið á Selfossi dagana 30. og 31. ágúst, um leið og meistaramótið fer fram. Dagskrá þess, staður og tími verða auglýst síðar. Opið frjáls- íþróttamót á Akureyri ÞANN 23. ágúst fer fram á Akureyri opið frjálsíþrótta- mót þar sem búast má við að allir bestu frjálsíþrótta- menn landsins verði meðal þátttakenda. Keppnisgrein- ar karla verða þessar: 100, 400, 800,1500 og 3000 metra hlaup, 110 m grindahlaup, kúluvarp, kringlukast og hástokk. Kvennagreinar verða þessar: 100,400,100 m grindahlaup, hástökk og spjótkast. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt i móti þessu skulu tilkynna þátt- töku til Hreiðars Jónssonar. íþróttavcllinum á Akureyri. Daninn efstur NÚ FER senn að láða að fyrstu umferð I Evrópumót- unum I knattspyrnu. Og þá er ekki úr vegi að rifja upp hverjir skoruðu mest fyrir lið sin í fyrra í meistara- keppninni. Daninn Lerby hjá Ajax var efstur á listan- um sem lítur svona út: Lerby (Ajax) ...........10 Blanker (Ajax) .......... 7 Hrubesch (Hamb. SV) .. 7 Kajafas (Om. Nicosia) .. 6 Krol (Ajax) ............. 4 Robertson (Nottingh.) .. 4 Pelka (Dynamo Berlin) 3 Bianchi(Strasbourg) ... 3 Piasecki (Strasbourg) ... 3 Bowyer (Nottingham) .. 3 McClusky (Celtic) ...... 3 Vujovic (Hajduk Split) .. 3 Francis (Nottingham) .. 3 Santillana (Real Madrid) 3 Cunningham (R. Madrid) 3 • Á þessari mynd er hart barist um knOttinn, og vist má telja að svo verði í þeim fjolmörgu knattspyrnuleikjum sem fram fara um helgina. Það eru ekki bara lcikmenn meistaraflokks sem spretta úr spori. Um helgina fara fram úrslit í 3—4 og 5 flokki í Islandsmótinu í knattspyrnu, og óhætt er að hvetja fólk til þess að fylgjast með ungu drengjunum því að þeir veita ekki síðri skemmtun en þeir fullorðnu. • Kylfingarnir sem hlutu verðlaun á Hamarsvelli. Jon Sigurðsson, Yngvi Árnason. Aftari röð frá v. Stefán Unnarsson, Sigurður Hafsteinsson, Sigurður Albertsson og íorstjóri íslensk-ameríska Bert Hansson sem gaf verðlaunin til keppninnar. Fjölmennt mót á Hamarsvelli MIKIÐ fjölmenni var á Ilamars- velli um síðustu helgi er 82 kylfingar tóku þátt i opna Ping mótinu. Þetta er langfjölmenn- asta mót sem haldið hefur verið á Hamarsvelli. Mótið var mjög vel skipulagt og BorgnesinKum til mikils sóma. Menn rómuðu mjog vollinn og skálann sem klúbbfélagar hafa innréttað sjálfir. Úrslit urðu eftirfarandi: Án forgjafar: Sigurður Albertsson G.S. 73 Sigurður Hafnsteinss. G.R. 75 Stefán Unnarsson G.R. 76 Með forgjöf: Yngvi Árnason G.B. 62 Jón Sigurðsson G.N. 65 Jón Svafarsson G.R. 68 Konráð Bjarnason forseti Golf- sambandsins átti þarna gott „Come Back“, lenti í 4. sæti með forgjöf. Úrslitaleikir yngri flokkanna NÚ UM helgina fara fram úr- slitaleikir í yngri aldursflokkun- um, fjórða, fimmta og þriðja flokki. Þriðji flokkur leikur á Akureyri, fjórði flokkur á Kópa- vogsvelli og fimmti flokkur á Laugardalsvellinum. Þaö er jafn- an mikil og skemmtileg barátta i þessum flokkum og óhætt að hvetja fólk til þess að mæta og sjá ungu drengina leika. Leikirnir í dag hefjast á Ollum stöðunum kl. 10.00 og einnig á morgun. FH-ingar kæra bikarleikinn - verður lið Fram dæmt úr leik í bikarkeppni KSÍ? STJÓRN knattspyrnudcildar FII hefur kært hikarleik sinn við Fram á þeirri forsendu að Fram- arar hafi notaö leikmann sem átti að vera í leikbanni sam- kvæmt úrskurði aganefndar. Leikurinn er kærður til íþrótta- dómstóls Ilafnarfjarðar. Má bú- ast við því að málið verði tekið fyrir næstkomandi fimmtudag. Mbl. hafði í gærdag samband við formann knattspyrnudeildar Fram og innti hann eftir áliti á máli þessu. Lúðvík sagði að það hefði verið stjórnarsamþykkt fyrir því hjá knattspyrnudeiidinni að láta Trausta Haraldsson leika leikinn þar sem það lá alveg ljóst fyrir að tilkynning aganefndar kom ekki nægilega snemma til stjórnar knattspyrnudeildarinnar. „Eg er ánægður yfir því að málið skuli hafa verið kært, það verður gott að fá prófmál í þessu". „Við höfum þegar ráðið Grétar Har- aldsson hæstaréttarlögmann til þess að vera fulltrúa okkar í þessu máli. Ef við töpum málinu fyrir héraðsdómstóli í Hafnarfirði munum við áfrýja málinu til sérdómstóls KSÍ.“ „En ég get ómögulega séð annað en við séum í fullum rétti og komum því örugglega ekki til með að tapa í máli þessu," sagði Lúðvík. Mál þetta er hið athyglisverð- asta og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þess. Það yrði súrt epli að bíta í fyrir Fram ef liðið yrði dæmt úr leik í bikarkeppninni eftir að vera komnir alla leið í úrslitin. — þr. Landsleikur í sjónvarpinu í ÍÞRÓTTAÞÆTTI sjónvarpsins I dag mun verða sýndur lands- leikur íslands og Noregs sem fram fór fyrr í sumar. Leikur þessi var mjög góður af hálfu islenska liðsins þrátt fyrir að Norðmönnum tækist að sigra 3-1. Væntanlega mun sjónvarpið líka sýna leik tslendinga gegn Svium sem leikinn var um svipað leyti. Nánar verður skýrt frá því siðar. íþróttaþátturinn hefst kl. 16.30 i dag. 50 frumreglur í golfi ann og hann fallið af tíinu; þetta telst högg og Boggi verður að slá boltann þar sem hann liggur. HINN snjalli og kunni teiknari Ragnar Lár hefur sent frá sér litla og handhæga bók um golf- reglur. Vasahandbók Bogga mætti kalla b<)kina en Boggi er í aðalhlutverki i bókinni. sem ber nafniö 50 frumreglur í golfi. Bókin er eftir erlendri fyrir- mynd, en Ragnar Lár gefur út bókina á eigin kostnað og ábyrgð. Bókin er hið mesta þarfa- þing fyrir kylfinga og ætti að koma að góðum notum við goif- ieikinn. Bókin fæst á flestum golfvölium á landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.