Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 15 flóttamannastraumurinn skapaði mikið vandamál í þessum ríkjum. Breyttu ríkisstjórnirnar um fram- komu gagnvart flóttafólkinu gegn „heiðursmannaloforði“ um að vestræn ríki myndu finna því nýja búsetu. Enn höfum við ekki tekið við þeirri tölu flóttafólks, sem UNHCR óskaði eftir, en búið er að veita nokkrum aðstandendum flóttafólksins, sem kom á sl. ári loforð um landvist, ef þeir fá brottfararheimild víetnamskra stjórnvalda, en samningur um slíkt fyrirkomulag var ein af forsendum þess, að hægt var að draga úr flóttamannastraumnum frá Víetnam. Hins vegar þykir mér ekki ótrúlegt, að við verðum beðnir að taka við öðrum hópi til viðbótar, enda eykst nú þrýstingur um að tæma flóttamannabúðirnar í Malaysíu, Singapore, Hong Kong og Indónesíu. Gert er ráð fyrir að flóttafólkið frá Kambódíu geti snúið aftur til heimalands síns um síðir og er verkefni hjálparstofnana því, að veita því vernd, mat og skjól, þar til svo verður. Sama er að segja um flóttafólk frá Afghanistan, sem streymt hefur til Pakistan að undanförnu. Sumt af flóttafólkinu í SA- og SV-Asíu mun þó fyrir- sjáanlega ekki geta snúið heim í bráð, t.d. fólk af kynþættinum Hmong, sem býr í fjöllum Indó- kína í óþökk ríkjandi þjóða. Erfitt er að koma því fólki til búsetu í öðrum löndum, sökum þess hve menning þess er frábrugðin menn- ingu annarra. I Afríku hrannast vandamál flóttamanna og uppflosnaðs fólks upp. Er þar bæði um að ræða fólk, sem flýr undan styrjaldaraðgerð- um til annarra ríkja svo sem í Erítreu og Sómalíu og fólk sem flýr undan hungri til annarra héraða eða ríkja. Við vandamál af völdum náttúruáfalla og styrjalda bætist það, að stjórnarfar er þarna víða með versta móti og virðast jafnvel nýlendutímarnir hreinasta gullöld í samanburði við ástandið í dag. Nýlega var haldinn fundur i Genf, þar sem rætt var um starf hjálparstofnananna. Þar kom í ljós, að nú er svo komið, að hvorki er til fé eða mannafli til þess að sinna öllum þeim verkefnum sam- tímis, er krefjast tafarlausrar úrlausnar. Menn vildu ekki gefast upp, en vöktu athygli ríkisstjórna á því, að þær yrðu að stórauka framlög sín til flóttamannaað- stoðar, ef halda á í heiðri regluna um að þjóðir heims eigi að gæta bróður síns. Að öðrum kosti muni fólk farast úr hungri í milljónatali og margvísleg upplausn verða í þeim ríkjum, sem flóttafólkið leit- ar til. í framhaldi af þessu hafa nor- rænu Rauða kross félögin borið saman bækur sinar og nú liggja fyrir tillögur um að þau hefji sameiginlegt átak til aðstoðar flóttafólki og uppflosnuðu fólki í A-Afríku til viðbótar því starfi, sem þau þegar leggja til í þágu flóttamanna frá Indókína og víð- ar. íslendingar hljóta að taka þátt í þessu eftir megni, en með því geta þeir sinnt skyldum sínum á al- þjóðavettvangi, jafnframt því, sem þeir geta aflað sér virðingar og vináttu annarra þjóða með því að senda fjárframlög og hjálparlið til þessarar aðstoðar. Það er ljóst, að hvorki íslend- ingar né hinar Norðurlandaþjóð- irnar geta sinnt öllum þeim hjálp- arbeiðnum, sem berast. Hins veg- ar er mikilvægt að leysa vel þau verkefni, sem þær taka að sér í hjálparstarfi. Það verður ekki gert nema talsverður fjöldi fólks fái reynslu á því sviði. Það vakti athygli mína, er ég var staddur á vegum RKI í Malaysíu fyrir ári síðan, hvað margir Norðurlandabúar voru þar framarlega í hjálparstarfinu við flóttamennina frá Víetnam og ég varð var við það, að Malaysíu- menn kunnu vel að meta það. Við íslendingarnir vorum líka hreykn- ir af því að heyra og sjá frá því sagt, að nú hefði hið kalda land ísland bæzt í hóp þeirra vinaríkja Malaysíu, sem ætlaði að hjálpa landsmönnum við að leysa flótta- mannavandamálið. Aðstoð við innflytjendur íslendingar taka árlega við nokkrum hópi erlendra manna til búsetu hér. Þetta fólk kemur hingað oft í sambandi við hjúskap við íslenzka ríkisborgara, í sam- bandi við sérhæfð störf og vegna kynna af landi og þjóð, sem það hefur öðlast hér við stutta dvöl af einhverju tilefni. Ekki er hér um stóran hóp að ræða, enda er loftslag og ástand efnahagsmála talsverð vörn gegn of mikilli ásælni í það, að setjast hér að. Flóttamannavandamálið verður hins vegar aldrei leyst án þess að einhverjum hluta flótta- mannanna verði séð fyrir búsetu í öðrum ríkjum og við munum þurfa að leggja þar eitthvað að mörkum. Fordæmi okkar, þótt í smáu sé, getur haft mikil áhrif á stefnu annarra ríkja. Hér er ekki um neitt neyðar- brauð að ræða fyrir okkur, því að fjölmörgum tilvikum er um að ræða einstaklinga, sem auðgað geta þjóðlíf okkar og menningu eins og dæmin sanna. Hins vegar eru óneitanlega , mörg vandamál þvi samfara, að aðlaga slíka borgara íslenzkum þjóðfélagsháttum og fræða þá um tungu okkar og menningu. í Genf er starfandi stofnun, sem nefnist International Committee for European Migration (ICEM) og mun hún hafa verið stofnuð til þess að auðvelda vandamál upp- flosnaðs fólks í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. Það mál er nú leyst, en stofnunin hefur veiga- miklu hlutverki að gegna í sam- bandi við ýmis flóttamannamál í öðrum heimshlutum og m.a samdi RKI við hana um skipulagningu á flutningum flóttamannanna frá Malaysíu til íslands í september sl. Ég tel athugandi að íslendingar tækju upp aukið samband við þessa stofnun, sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í sambandi við aðlögun flóttamanna í þjóðfé- lög viðtökuríkja. I sambandi við starf RKÍ í þágu þess flóttamannahóps, sem hingað kom fyrir taepu ári síðan, höfum við hjá RKI áþreifanlega orðið varir við þörfina á kennslu í íslenzku og um íslenzka þjóðfélag- ið fyrir útlendinga, sem hér eru búsettir. Sannleikurinn er nefnilega sá, að hér býr nú fólk frá mörgum heimshlutum, sem vill verða hér góðir og traustir borgarar. Þetta fólk hefur sumt komið og spurt, hvort það geti ekki fengið aðgang að þeim námskeiðum, sem sett voru upp fyrir Víetnamana. Ég tel það brýnt, að af opinberri hálfu verði komið á fót slíkum námsskeiðum, þar sem ekki verði einungis lögð áherzla á tungumál- ið, heldur einnig á menningu og samfélag okkar. Slík námsskeið gætu verið þáttur í námsflokka- starfsemi kaupstaðanna. Þá er nauðsynlegt að fyrr- nefndu fólki verði veitt einhver aðstoð til þess að aðlaga sig ýmsum reglum og skyldum þjóð- félagsins, t.d. við að útfylla skatt- framtal o.þ.u.l. og er slik aðstoð upplagt verkefni fyrir ýmsa sjálf- boðaliðshópa. Niðurlag Ég hef í þessum orðum nefnt spurninguna um það, hvort „ég eigi að gæta bróður míns.“ Þeirri spurningu hefur þegar verið svarað fyrir mig og okkur öll. Plánetan Jörð er full af vandamálum, en við eigum ekki í annan stað að venda. Úm leið og við njótum þess, sem ljúft er, verðum við að takast á við hið erfiða. Eitt af því er flóttamanna- vandamálið og tilgangur þessara orða er að vekja fólk til aukinnar umhugsunar um það. WISAPANEL Rásaður krossviöur til inni- og útinotkunar Þykkt 10 mm. Stærð 121x250 cm. Finnsk gæöavara á hagstæöu veröi BJÖRNINNe Skúlatúni 4. Sími 25150. Reykjavlk Nú getur þú skotið gengisfeUingunni ref ^rir rassi Sértu í bílahugleiöingum þarftu ekki Skoda á föstu veröi . . . hvað sem á lengur aö óttast gengisfellingu. Þvert dynur! á móti geturðu skotiö henni ærlega Með kr. 1.500.000 innborgun festiröu ref fyrir rass og tryggt þér glænýjan veröið og tíminn vinnur með þér en ____________________ ekki á móti. Skoda 105 kr. 3.046.000 Skoda 120L kr. 3.435.000 Skoda 120LE kr. 3.726.000 Skoda LS kr. 3.749.000 Skoda LSE kr. 4.038.000 Skoda GLS kr. 3.910.000 Skoda GLSE kr. 4.200.000 JOFUR HF [L-J! Nybylaveqi 2 Kopavogi - Simi 42600 AKUREYRI: SNIÐILL HF. Aðeins fáir bílar til ráðstöfunar. Pantið strax. VANTAR ÞIG VINNU (nj VANTAR ÞIG FÓLK í tP Þl AICLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR Þl AI G- LYSIR I MORGLNRLADINl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.