Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 Markalaust jafn tefli á Eskifirði Austri - Fylkir: AUSTRI og Fylkir gerðu jafn- tefli i 2. deildinni á Eskifirði á laugardaginn. Ekkert mark var skorað i leiknum og var jafn- teflið i fuilu samræmi við gang leiksins. Austri á varla mogu- leika á að forðast fall úr þvi sem komið er, en vissulega hefur liðið rétt úr kútnum að undanfornu. Fyikir siglir hins vegar lygnan sjó um miðja deildina enn einu sinni. Tækifæri þessa leiks voru ekki mörg, en Austri fékk þó besta tækifæri leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. Snorrí gaf góða stungusendingu á Bjarna Krist- jánsson, sem þegar tók á rás að marki Fylkis. Öllum á óvart dæmdi dómarinn rangstöðu á Bjarna, hefur greinilega ekki tekið eftir bakverðinum, sem lónaði milli Bjarna og Fylkis- marksins. Þarna var gott færi tekið af Eskfirðingum og það gert án þess, að línuvörðurinn sæi nokkuð athugavert við þessa sóknarlotu. í síðari hálfleiknum þurfti Benedikt Johannsson tvivegis að taka á honum stóra sínum. Fyrst er Ásgeir Ólafsson átti skot af stuttu færi að Austramarkinu og síðar er Eiður Björnsson átti skot, sem Benedikt náði að blaka í stöng. Hilmar Sighvatsson var yfir- burðamaður í liði Fylkis, en hjá Austra bar mest á Halldóri Árnasyni og Friðrik Þorvalds- syni, en hvorugur þessara leik- manna hefur mikið leikið með liðinu í sumar. Steindór Gunn- arsson frá Akureyri dæmdi leik- inn vel, að undanskildum rang- stöðudómnum, sem áður hefur verið minnst á. _ áíj Þróttarar eiga von VölsungurfiQ - Þróttur: ** ** ÞRÓTTUR frá Neskaupstað á allt i einu möguleika á sæti í 1. deild. eftir að hafa unnið stór- sigur á Völsungi í 2. deildar- keppninni á Húsavik um helg- ina. Völsungur er á hinn bóginn i iðandi falihættu. Lokatölur leiksins urðu 3—0 fyrir Þrótt, eftir að staðan hafði verið jöfn, 0—0. Athyglisverður leikur er á dagskrá um næstu helgi. Þá eigast við á Neskaupstað Þrótt- ur og Þór og mun sá leikur að öllum likindum ráða úrsiitum hvort að Þór kemst í 1. deild, eða að Þróttarar skjótist fram fyrir þá. Þróttur var allan tímann sterkari aðilinn á Húsavík. Ekk- ert var þó skorað fyrr en á 70. mínútu, er Valþór Þorgeirssyni tókst að brjóta ísinn. Fimm mínútum síðar bætti Njáll Eiðsson góðu marki við og var þar með allur vindur úr Völs- ungi. Þróttarar létu þó ekki þar við sitja, Valþór var enn marka- gráðugur og bætti öðru marki sínu og þriðja marki Þróttar við 6 mínútum fyrir leikslok. AIK og Örgryte efst VERIÐ getur að íslendingum í „allsvcnskan“ fjölgi á næsta keppnistimahili. þrátt fyrir það að Landskrona með Árna Stef- ánsson i broddi fylkingar falli liklega niður i 2. deild. „íslend- ingaféiögin“ AIK og örgryte tróna nefnilega nú í efstu sæt- um sinna deiida, þ.e. norður- og suðurhluta 2. deildar, og eiga bæði mikla möguleika á að komast upp í 1. deild. Crslit helstu leikja i 18. umferð (af 26): Norðurdeildin: AIK - Brommapojkarna 4—0, Forward - Gefle 1-0. Leikmenn AIK sýndu stjörnu- leik á móti BP, einkum í síðari hálfleik. Rúmlega 6000 áhorfendur fylgdust með leikn- um, en búist er við allt að 15000 manns á næsta leik AIK, 1. sept., gegn Vasalund, sem er í öðru sæti. Suðurdeildin: Grimsás — Háck- en 4—1, Nyköping — Örgryte 2—3, Jönköping — Kristianstad 1-0. Grimsás heldur áfram að koma á óvart. Liðið sem var i neðsta sæti að Ioknum 5 umferð- um hefur nú leikið 9 leiki án taps, og er komið í 5. sæti, aðeins tveim stigum á eftir forystulið- unum (en reyndar bara fjórum stigum frá »fallsæti“). Eiríkur Þorsteinsson fær góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Gautaborgarliðinu Hácken og er sagður hafa gert eitt af mörkum Grimsás. Eiríkur átti gott skot, en knötturinn snerti einn sam- herja hans á leiðinni í netið, og vildi Eiríkur af alkunnu litillæti að sá yrði skráður fyrir mark- inu. Örgryte náði efsta sætinu með naumum sigri yfir botnliðinu, Nyköping. Örn Óskarsson og félagar voru heppnir að tapa ekki öðru stiginu og verða að gera betur ef þeim á að takast að bera sigur úr býtum í hnífjafnri suðurdeildinni. Jönköping vann Kristianstad 1—0 eftir að Stefáni Halldórs- syni hafði verið vikið af leikvelli í lok fyrri hálfleiks. Heimaliðið átti fullt í fangi með 10 leikmenn Kristianstad í síðari hálfleik, en sigurinn var verðskuldaður. Ár- sæll Sveinsson, leikmaður ís- landsmótsins 1979, er enn í toppbaráttunni. Lið hans hefur aðeins einu stigi minna en efstu liðin í þessari furðulega jöfnu deild. Kristianstad hefur aftur á móti gengið mjög illa undanfarið og má ekki við því að missa Stefán Halldórsson í leikbann nú, þegar fallbaráttan blasir við. Þar sem um var að ræða annan útafrekstur Stefáns í sumar, getur hann átt von á þriggja til fjögurra leikja banni. Stokkhólmi 22. ágúst 1980. H.H. • Hannes Eyvindsson, Gunnlaugur Jóhannesson og Konráð Bjarnason forseti GSt. Þriðji i keppninni varð ljósmyndari Mbl. óskar Sæmundsson. Lítt þekktur kylfingur vann opnu keppnina GUNNLAUGUR nokkur Jóhann- esson, tiitölulega lítt þekktur kylfingur, gerði sér lítið fyrir, skaut öilum þekktustu kylfing- um landsins aftur fyrir sig og sigraði á opna islenska golfmót- inu sem haldið var á Nesvellinum um helgina. Gunnlaugur er 1. flokks maður og fáir eða engir reiknuðu með að hann myndi standa uppi sem sigurvegari Fyrst voru leiknar 18 holur og eftir það fengu aðeins að halda áfram þeir sem leikið höfðu á 85 höggum eða minna. Að loknum 18 holum í viðbót var skipt í tvo riðla 16 bestu kylfingunum. Fór þá fram holukeppni og lék þá Gunn- laugur til úrslita gegn Hannesi Eyvindssyni Islandsmeistara. Hannes átti ekki góðan dag og Gunnlaugur tryggði sér góðan sigur, sigraði Hannes 2—0. Eiríkur áfram hjá Grimsás EINN af þeim knattspyrnu- hér í Svíþjóð, er „gamli“ Víking- mönnum íslenskum, sem hvað urinn Eiríkur Þorsteinsson. lengst hefur stundað iþrótt sina Hann leikur nú sitt þriðja keppn- l Bmr, jr f v g&k • Eirikur Þorsteinsson hefur staðið sig vel með Grimsás og ætlar að vera áfram hjá félaginu um sinn. istimabil með Grimsás, sem var í 3. deild er Eiríkur kom til félagsins, en hefur leikið tvö siðustu árin i 2. deild. Talsverður tröppugangur hefur verið á leik Grimsás þessi tvö ár. Liðið hefur byrjað tímabilin illa og verið meðal neðstu liða fyrri hluta deildarkeppninnar, en kom- ið tvíeflt til leiks að loknu sumar- leyfi. í fyrra hlaut Grimsás flest stig á „haustönn" sænsku 2. deild- arinnar og í ár virðist svipað ætla að vera uppi á tengingnum. Eirík- ur og félagar hans hafa ekki tapað leik í háa herrans tíð, eða frá því að „Eiki“ var færður fram í stöðu miðherja. Annars hefur það skipt litlu máli hvaða stöðu á vellinum þessi skemmtilegi baráttumaður hefur leikið. Hann er jafnan meðal bestu leikmanna Grimsás, hefur t.d. tvívegis hlotið verðlaun sem mað- ur leiksins (matchens lirare) í heimaleikjum félagsins. Nú í haust rennur út samningur Eiríks við Grimsás, en það liggur ljóst fyrir að forráðamenn félagsins vilja halda „víkingnum". Eru þeg- ar hafnar viðræður um endurnýj- un samningsins og er fréttaritari Mbl. hafði samband við Eirík kvað hann allar líkur benda til þess að um semdist. Um lengd samnings- timans er ekkert ákveðið, en Eiríkur sagði að tveggja til þriggja ára samningur væri lík- legur. „Fjölskyldunni hefur liðið mjög vel hér í Grimsás, og þar sem ekki er hægt að segja að ástandið á „klakanum“ beint laði mann heim aftur, er alveg eins gott að enda ferilinn hérna, þar sem aðstæður eru góðar og maður fær umbun fyrir erfiðið," sagði Eiríkur Þorsteinsson að lokum. Stokkhólmi í ágúst 1980. H.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.