Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 3 1
Minning:
Karl Björnsson
gullsmiður
Við heimkomu úr stuttu ferða-
lagi með foreldrum mínum um
síðustu helgi barst frétt um að
Karl föðurbróðir minn, — í minn-
ingu barnsáranna „Kalli frændi"
— væri látinn.
Annað skarð höggvið á skömm-
um tíma í raðir nánustu ættingja,
móðurbróðir fyrst, föðurbróðir nú.
Þó árin færist yfir þá kynslóð sem
þeir voru úr, koma slíkar fregnir
alla jafnan óvænt og óvægið.
Karl Björnsson var fæddur að
Vakursstöðum í Vopnafirði 20.
febrúar 1908, sonur hjónanna
Björns Pálssonar gullsmiðs og
bónda og Rannveigar Nikulásar-
dóttur sem var seinni kona hans.
Karl var yngstur þriggja alsystk-
ina en elstur þeirra er Gunnar
bifreiðasmíðameistari f. 1904 og
Margrét húsfreyja f. 1907 bæði
búsett í Reykjavík. Tvær hálfsyst-
ur áttu þau frá fyrra hjónabandi
afa míns, Láru Guðrúnu f. 1890
sem ung fluttist til Kanada og bjó
þar allan sinn aldur og lést 1973
og Dórhildi f. 1892 sem ólst upp
með þeim systkinum, en hún lést
1926.
Tveggja ára flyst Karl ásamt
foreldrum og systkinum að Refs-
stað í Vopnafirði og alast systkin-
in þar upp ásamt einni uppeldis-
systur Guðrúnu Sigurjónsdóttur
nú búsettri í Neskaupstað.
Karl stundaði þess tíma barna-
skólanám á heimaslóðum, en var
auk þess einn vetur í skóla á
Breiðumýri en 1925 hleypir hann
heimdraganum og flyst til Isa-
fjarðar þar sem hann réðst í nám
í gullsmíði hjá Einari Oddi Krist-
jánssyni, en á ísafirði stundaði
Karl einnig tímabilsbundið sjó-
mennsku. I febrúar 1930 kemur
hann til Reykjavíkur og ræðst í
vinnu við gullsmíðar og var fyrst
hjá gullsmíðastofu í eigu Árna B.
Björnssonar og Guðmundar
Guðnasonar á horni Lækjargötu
og Austurstrætis en fer síðan til
frekara náms í iðn sinni til
Danmerkur og var um eins árs
skeið hjá hinu þekkta fyrirtæki
Georg Jensen í Kaupmannahöfn
og lærði skeiðasmíði.
Eftir heimkomuna fer hann til
Hafnarfjarðar og var búsettur þar
næstu árin og vann þá þau störf
sem til féllu á þessum erfiðu árum
atvinnuleysisins, meðal annars
sem matsveinn bæði á sjó og landi.
Árið 1934 giftist Karl Júlíönu
Jensdóttur úr Hafnarfirði en hún
lést í janúar 1959. Þau hjónin
eignuðust fjóra syni, en þeir eru:
Björn, bifvélavirki, en nú starfs-
maður Veðurstofu Islands, kvænt-
ur Hilmu Magnúsdóttur, Jens,
yfirbókari hjá Sjóvátryggingafé-
íagi íslands, kvæntur Jónínu
Magnúsdóttur, Karl Valur, sem
starfar við fiskverkun í Ólafsvík,
kvæntur Önnu Ólíversdóttur og
Garðar, flugvirki, nú starfsmaður
Bæjarútgerðar Reykjavíkur,
kvæntur Sigríði Ingibjörgu Jóns-
dóttur.
Þau hjónin Karl og Júlíana
flytja til Reykjavíkur um 1940 og
um það leyti fer Karl aftur að
starfa að iðn sinni, fyrst hjá
Silfursmiðjunni, tíma hjá Óskari
Gíslasyni og um skeið rak hann
ásamt Sverri Halldórssyni
gullsmíðavinnustofu í Ingólfs-
stræti og síðan lá leiðin aftur til
Óskars Gíslasonar. Upp úr þessu
eða rétt fyrir 1950 losnar um Karl
í gullsmíðinni og stundaði hann
nær samfellt sjómennsku í 17 ár
sem matsveinn, aðallega á togur-
um B.Ú.R. en nú síðustu 15 árin
stundaði hann aftur iðn sína, fyrst
hjá Jóni Dalmanssyni, og síðar
hjá dóttur hans frú Dóru Jóns-
dóttur í gullsmíðavinnustofu
hennar, Gullkistunni á Frakka-
stíg. Þau feðgin reyndust'Karli
meira en vinnuveitendur alla
jafna gera og á erfiðleikatímum í
lífi hans allt til hins síðasta var
þessi hjálpsemi og vinskapur hon-
um mikil stoð.
Karl var tilfinningamaður, alla
jafna rólegur og dagfarsprúður, en
gat á stundum átt til nokkurn
skaphita. Á seini árum var hann
nokkuð einrænn, enda einbúi í yfir
20 ár, en fannst sýnilega gott að
koma öðru hvoru til vina og
ættingja sem einkum var þó, hvað
er okkur systkinabörnin varðaði,
við meiriháttar viðburði í okkar
fjölskyldum. Hann var tónelskur
og söng í kór hér fyrr á árum og
lék lítilsháttar á hljóðfæri.
Ég mun alltaf minnast hans
með þökk fyrir viðkynningu hans
við mig og fjölskyldu mína. Kveðj-
ur ættingja fylgja honum yfir
móðuna miklu ásamt óskum um
Guðs blessun í nýjum heimi.
Sonum Karls, tengdadætrum,
barnabörnum, systkinum og öðr-
um ættingjum og vinum, votta ég
mína innilegustu samúð.
Þórarinn B. Gunnarsson.
-w---w—yyv—y-yy-
húsnæöí
óskast
3 skólastúlkur
utan af landi óska eftlr 2ja—3ja
herb. íbúö í Reykjavík. Uppl. í
síma 99-6523.
húsnæöi
iboöi
Keflavík
3ja herb. efri hæö í tvíbýll í mjög
góöu ástandi Sér inngangur.
Verö 16 millj. Utb. 10 millj.
4ra herb. íbúö í verkamanna-
bústaö á góöum kjörum.
150 ferm efrl haeö viö Hátún í
góöu ástandi. Stór bílskúr. Verö
36 mlllj. Útb. 23 millj.
159 ferm raöhús í Garðahverfi í
góöu ástandi. Verö 57 millj. Útb.
37 mlllj.
140 ferm einbýllshús í Garöa-
hverfi ásamt bílskúr. Góö eign á
góöum staö. Verö 65—67 millj.
Utb. 40—41 millj.
Viölagasjóöshús bæöi stærri og
minni gerð. Verö 37—39 millj.
Útb. 24 millj.
Njarövík
115 ferm neörl hasö í tvíbýli Sér
inngangur. 50 ferm bílskúr. Verö
35 millj. Útb. 23 mlllj.
3ja herb. íb. viö Borgarveg. öll
nýstandsett. Ný eldhúsinnrétt-
ing. Teppi o.fl. Sér Inngangur.
Verö 27 millj. Útb. 17,5 millj.
Úrvaliö er hjá okkur.
Eignamiölun Suöurnesja,
Hafnargötu 57, sími 3868.
Utgerðarmenn athugið
Höfum til sölu notaöa triplex B
Kraftblökk í góöu ásigkomulagi.
Upplysingar í síma 98-1828
Vestmannaeyjum.
Fíladelfía
Almennur biblíulestur kl. 20.30.
Einar J. Gtslason talar. Efni:
„Guös samverkamenn".
Hjólprœðisherinn
Þriöjudag kl. 20.30 fagnaöar-
samkoma fyrlr ofursta Ingrid
Lyster, aöalritara Hjálpræöis-
hersins. Deildarforinginn, Daníel
Óskarsson. stjórnar. Söngur og
hljóöfærasláttur. Allir velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTtl 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Helgarferðir
29.—31. ágúst:
1. Þórsmörk — Gist í húsi.
2. Landmannalaugar — Eldgjá.
Gist í húsi.
3. Hveravellir — Gist í húsi.
4. Alftavatn — Gist í húsi.
5. Veiöivötn — Jökulheimar —
Kertingar.
Allar nánari upplýsingar og fa'r-
miöasala á skrifstofunni, Öldu-
götu 3.
Feröafélag Islands.
Prjónakonur
Vandaöar lopapeysur óskast til
kaups. Uppl. i síma 14950 ein-
göngu mlli kl. 2—4 dagana
26.-28. ágúst. Móttaka veröur
á sama tíma á Stýrimannastíg 3,
kjallara.
( AlGLVStNGASIMLN’N ER: iA
22*80
JHergttnblnbib
radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
Stöövum landflóttann
Æskulýös- og fjölskyldumál — frístunda-
störf og samskiptamöguleikar. Stjórnandi
Sveinn Guöjónsson.
1. Fundur starfshópsins verður haldinn í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, miövikudaginn
27. ágúst kl. 17.30.
Allir velkomnir.
Stjórn S.U.S.
Stöðvum landflóttann
Umhverflsvernd — búseta og byggða-
stefna. Stjórnandi Árni Sigfússon.
1. Fundur starfshópsins veröur haldinn í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, miövlkudaginn
27. ágúst kl. 17.30.
Allir velkomnir.
Stjórn S.U.S.
Stöðvum landflóttann
Kjördæmaskipan og kosningarréttur.
Stjórnandi Kjartan Rafnsson.
1. Fundur starfshópsins veröur haldinn í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, miövikudaginn
27. ágúst kl. 18.00.
Allir velkomnir.
Stjórn S.U.S.
Stöðvum landflóttann
Skattamál og réttindi einstaklingsins.
Stjórnandi Hreinn Loftsson.
1. Fundur starfshópsins veröur haldinn í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, miövikudaginn
27. ágúst kl. 17.30.
Allir velkomnir.
Stjórn S.U.S.
tilboö — útboö
Tilboð óskast
í akstur skólabarna á leiðinni Þykkvibær —
Háfshverfi — Hella — Þykkvibær á komandi
skólaári.
Fjöldi barna 25. Kíiómetrar í ferö 122. Fjöldi
ferða á mánuði 20—22.
Tilboðum sé skilað til oddvita Djúpárhrepps
fyrir 1. september 1980.
Oddviti Djúpárhrepps,
Þykkvabæ.
Útboð — raflögn
Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar óskar
eftir tilboðum í raflögn í félagsmiðstöö við
Geröuberg í Breiðholti.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B. í
Mávahlíð 4, frá mánudegi 25. ágúst 1980
gegn 20.000.- skilatryggingu.
Tilboöin verða opnuö föstudag 5. sept. kl.
14.00. — á Hótel Esju annari hæö.
Framk væmdanefnd byggingaráætlunar.
kennsla
Kvennaskólinn
í Reykjavík
Nemendur Kvennaskólans í Reykjavík eru
beðnir að koma til viðtals í skólann sem hér
segir:
Nýir nemendur á fyrsta og öðru ári uppeld-
issviös komi mánudaginn 1. sept. kl. 2.
Nemendur á ööru ári á fóstur- og þroska-
þjálfabraut, félags- og íþróttabraut og
menntabraut komi þriðjudaginn 2. sept. kl. 2.
Nemendur 9. bekkjar mæti mánudaginn 1.
sept. kl. 10.
Skólastjóri.
lönskólinn í Hafnarfirði
Iðnskólinn í Hafnarfiröi verður settur mánu-
daginn 1. sept. og komi nemendur í skólann
sem hér segir:
kl. 13.00 1. áfangi eða fornám,
kl. 14.00 allar verknámsdeildir,
kl. 15.00 2. áfangi og tækniteiknarar.
í Verknámsdeildum málmiðna og tréiðna er
enn rúm fyrir nokkra nemendur og er þeim
unglingum, sem hafa hug á námi þar, bent á
að hafa samband við skrifstofu skólans, sem
er opin frá kl. 10.00 til 14.00.
Skólastjóri