Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 Cyrus stofna London, 25. ágúst. AP. CYRUS Reza, elzti sonur fyrrverandi íranskeisara. Reza ætlar að útlagastjórn Veður Akureyrí 10 skýjaó Amaterdam 18 heiðskírt Aþena 36 heiöskírt Barcetona 27 skýjaó Berlin 16 skýjaó BrUssel 22 heíóskirt Chicago 33 heiðskírt Denpasar 29 skýjaó Dublín 17 heiöskírt Feneyjar 23 hálfskýjaó Frankfurt 17 skýjað Fssreyjar 8 alskýjað Genf 20 heióskírt Helsinki 17 rigning Hong Kong 32 heiðskírt Jerúsalem 29 skýjaó Jóhannesarborg 23 heióskírt Kaupmannahöfn 15 skýjaó Las Palmas 25 léttskýjaó Lissabon 35 léttskýjað London 23 heióskírt Los Angeles 25 hálfskýjaó Madrid 32 rigning Mallorca 28 lóttskýjaó Mexicoborg 24 skýjaó Miami 30 heióskírt Moskva 16 skýjaó Nýja Delhi 36 rigning New York 33 heióskírt Oskt 17 skýjað París 20skýjaó Rio de Janeíro 28 skýjaó Reykjavík 10. rígning Rómaborg 28 heióskirt San Francisco 21 skýjaó Stokkhólmur 15 skýjaó Tel Aviv 29 skýjaó Tókýó 27 skýjaó Vancouver 20 heióskírt Vínarborg 16 skýjaó hefur á prjónunum áform um að koma á laggirnar útlaga- stjórn sem vinni gegn stjórn Khomeini erkiklerks. að því er hrezka blaðið Daily Ex- press sagði í dag. Kvaðst blaðið hafa þetta eftir „dyggum stuðnings- mönnum" keisarafjölskyld- unnar og var því bætt við að fyrirhugað væri að halda mikla hátíð á 21. afmæli Cyrus Reza síðar á árinu þar sem hann yrði lýstur nýr keisari Irans. Myndi hinn nýi keisari og stjórn hans svo róa að því öllum árum að steypa Kho- meini og vildarmönnum hans, svo að Cyrus Reza gæti snúið heim til Irans hið fyrsta. Cyrus Reza Loks hef jast réttar- höld yfir Yakunin Moskva. 25. áffÚHt. AP. GLEB Yakunin, þekktur rússneskur rétttrúnaðar- prestur og andófsmaður, sem var handtekinn í nóvember- mánuði eftir að hafa í áratug barizt fyrir því að trúfrelsi fái að vera i Sovétríkjunum, koin fyrir rétt í dag. Vestrænum fréttamönnum og stuðningsmönnum Yakun- ins var bannað að vera við- stöddum réttarhöldin og sögðu starfsmenn að salurinn væri þegar þéttskipaður. Konu Yakunins, Iraida var leyft að hlýða á málflutninginn og í hádegisverðarhléi sagði hún fréttamönnum að Yakunin kynni að eiga yfir höfði sér sjö ára fangelsi og fimm ára útlegð. Hún sagði, að maður hennar væri ákærður fyrir að hafa ritað aðskiljanleg plögg sem brytu í bága við það sem flokkurinn teldi gott og gilt, og væru öll skrif hans við það miðuð að hann vildi að trú- frelsi fengi að vera í landinu. Times kom ekki út í gær London 25. ágúst — AP. HIÐ fræga brezka blað The Times kom ekki út á mánudag og er þetta í fyrsta skipti sem blaðamenn við The Times, sem er 195 ára gamalt dagblað og eitt hið virðulegasta á Bretlandi, gera verkfall. Blaðið kom ekki heldur út sl. laugardag og viku- útgáfa þess, þar sem fjallað er m.a. um bókmenntir og iistir o.fl., hefur ekki verið unnin. Blaðamenn greiddu í sl. viku atkvæði með því að fara í verkfall þegar framkvæmdastjórn blaðs- ins neitaði að hækka laun blaðamanna um 21 prósent, en hlutlaus sáttasemjari hafði lagt til þá hækkun. Framkvæmdastjórn blaðsins kveður það óhugsandi að greiða slíka hækkun þar sem blaðið sé enn ekki búið að rétta við eftir þá ellefu mánaða stöðvun, sem varð á útgáfu þess á sl. ári. Israelar hóta Sýrlendingum Tel Aviv 25. áifúst. AP. ÍSRAELSKA stjórnin sendi Sýr- lendingum harðyrta viðvörun Þetta gerðist Olíumálaráðherra Kína vikið frá Peking 25. ágÚHt. AP. KÍNVERSKA stjórnin vék í dag úr starfi Song Zhenming, olíumálaráðherra, eftir að hann hafði sætt gagnrýni fyrir mistök sem urðu við olíubor- pall og kostaði það atvik 72 menn lífið. Song tók brottvísun sinni að sögn kínversku fréttastofunnar af rósemd og játaði ábyrgð sína. Þjóðþingið mun síðan væntanlega staðfesta brottvísun ráðherrans. Þetta atvik gerðist 25. nóvember sl. út af Tianjin, en ekki var greint frá því opinberlega fyrr en í sl. mánuði. Song var gagnrýndur um helgina fyrir að falsa skýrslur og frásagnir af atburði þessum og reyna að koma í veg fyrir að málið væri rannsakað. Rannsóknarmenn segja að olíubor- pallurinn hafi verið dreginn af stað til lands, þrátt fyrir aftakaveður og án þess að viðhlítandi öryggisráð- stafanir væru gerðar. 1978 — Albino Luciani, kardi- náli í Feneyjum kjörinn páfi og tekur sér nafnið Jóhannes Páll. Hann andast 34 dögum síðar. 1976 — Bernharður prins í Hollandi segir af sér öllum ábyrgðarstörfum vegna þess að hollenzka stjórnin hefur gagn- rýnt samskipti hans við Lock- heed-samsteypuna. 1971 — Júlíana Hollands- drottning fer í heimsókn til Indónesíu sem hafði verið holl- enzk nýlenda um aldír. 1964 — Ródesía bannar starf- semi allra þjóðernishreyfinga. 1945 — Japanir fara um borð í bandaríska orrustuskipið Miss- ouri til að taka við uppgjafarskilmálum í seinni heimsstyrjöldinni. 1921 — Mathias Erzberger, fjármálaráðherra Þýzkalands ráðinn af dögum. 1896 — Andspyrnustarfsemi hefst á Filippseyjum gegn Spánverjum. 1847 — Líbería lýst sjálfstætt ríki. 55 f. Kr — Júlíus Sesar gerir innrás í Bretland. Afmæii: Sir Robert Walpole, enskur stjórnmálamaður, (1676—1745) — Albert, eigin- maður Viktoríu drottningar (1819-1861). Andlát. 1278 Ottocar II kon- ungur af Bæheimi, féll í orrustu — 1850 Loðvík Filipp- us Frakkakonungur — 1900 Friedrich Nietzsche heimspek- ingur — 1910 William James, sálfræðingur — 1974 Charles Lindbergh, flugkappi. Innlent. 1896 Mikill jarð- skjálfti veldur stjórtjóni á Suð- urlandi — 1929 Islenzkur leið- angur kemur með lifandi sauð- naut frá Grænlandi — 1%2 d. Vilhjálmur Stefánsson land- könnuður. Orð dagsins: Sá sem lifir aðeins í voninni, mun deyja úr örvæntingu — ítalskur máls- háttur. dag þar sem hún kvaðst ekki myndu þola að Sýrlendingar ryfu lofthelgi Suður-Líbanons, en þar skutu ísraelar niður sýrlenzka MIG þotu á sunnudagskvöld. Að sögn var kyrrt á landamærum ísraels og Líbanons í kvöld, mánudag, þó að töluverð spenna sé þar. Stórskotaliðsárásir Palestínu- skæruliða í Suður-Líbanon og yfir landamærin voru þá liðnar hjá og ísraelar hótuðu öllu illu ef þær yrðu hafnar á ný. Loftbardagi sá milli tsraela og Sýrlendinga sem brauzt út í gær, með fyrrgreindum afleiðingum, var sá fyrsti síðan í september í fyrra. ísraelar gerðu nokkrar at- lögur að borginni Sidon og sömu- leiðis á skæruliðabúðir. í ísraelskum blöðum í morgun er lögð áherzla á vilja ísraela til að draga úr spennu í þessum hluta heims, og bent á að ekki hafi verið svarað eldflaugaárásum PLO- manna á norðurhluta Galileu á föstudagskvöldið. Skýrsla um aðgerðirnar í íran: Mistök og skipulagsleysi urðu til að björgunin fór út um þúfur W&Hhinjfton, 25. ágÚHt. AP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur birt skýrslu um aðgerðir þeirra í fran, þegar stóð til að reyna að bjarga gíslunum í bandaríska sendiráðinu i Teheran. Er niður- staða rannsóknar manna sú i stuttu máli að orsök þess að þær lánuðust ekki hafi verið ófull- nægjandi tækjakostur og skipu- lagsleysi. Segir í skýrslunni að nauðsyn- legt hefði verið að hafa að minnsta kosti tvær þyrlur til viðbótar við þær átta sem sendar voru. Þá segir að ráðleysi og stjórnleysi hafi komið upp þegar vélarnar voru komnar í írönsku eyðimörkina og svo hafi virzt sem enginn hafi vitað hver stjórnaði hverju, né frá hverjum ætti yfirleitt að taka skipanir um hvað ætti að gera. í skýrslunni er gefið i skyn, að varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, Harold Brown, hafi tekið of djúpt í árinni þegar hann sagði að aðgerðin hefði verið „mjög vel undirbúin". Aftur á móti kemst rannsóknarnefndin að þeirri niðurstöðu að björgunaraðgerðin hafi átt rétt á sér og hafi um sumt boðið upp á möguleika til að bjarga gíslunum úr sendiráðinu. Hins vegar hafi aðgerðinni fylgt ólán frá byrjun og ekki verði neinum kennt um þau óhöpp sem urðu, þegar þyrlurnar biluðu og síðan um slysið sem kostaði níu mannslíf. Parrot látinn ParÍ8, 25. á$fúst. AP. ANDRE Parrot, hinn frægi franski fornleifafræðingur, lézt i dag, 79 ára gamall. Parrot stjórnaði uppgreftri sem ieiddi í ljós siðmenninguna i Mesópótamíu sem var þar 3000 árum fyrir Krist. Stóð hann að uppgreftri Mari 1933, höfuðborgar Akkadheimsveldisins. Hann hlaut margskonar viður- kenningar fyrir vísindastörf sín. Árið 1968 var hann skipaður forstjóri Louvresafnsins í París og gegndi því í fjögur ár, að hann lét af starfi fyrir aldurs sakir. Hann var heiðursprófessor og doktor við ýmsa háskóla. r 1 40 létust sprengingum Madran, Indlandi, 25. ájcÚHt. AP. AÐ MINNSTA kosti fjörutíu manns biðu bana og öllu fleiri slösuðust þegar sprengingar urðu í verzlun í Tamil Nadu-ríki, en verzlunin hafði ekki leyfi til að verzla með sprengiefni, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagði að 31 maður hefði látið lífið samstundis en hinir hefðu dáið á leið í sjúkrahús. Eigandi verzlunarinn- ar mun hafa sloppið óskaddaður og er hans nú leitað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.