Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL /10— 11 FRÁ MÁNUDEGI j^í/JAJmo^-aa'n it • Yfirgangur og hávaðamengun Fyrir tæpu ári hreyfði ég við því í grein í Morgunblaðinu, hví- líkum yfirgangi og hávaðamengun stafaði af sumum tískuverzlunum hér í Reykjavík, bæði utan húss og innan. Þetta umtal fékk ekki miklar undirtektir þá. Nú hefur K.J., lof sé honum eða henni, tekið í sama streng. Ég vona að þeir verði sem flestir og hafi þeir þökk fyrir. Það er sannarlega heilbrigðis- ráðstöfun, að draga úr hávaða- mengun landsmanna á einkaheim- ilum, á vinnustöðum, í verzlunum, í almenningsvögnum, á strætum úti og á skemmtistöðum, þ.e.a.s. alls staðar. Og svo er það fjár- hagslegur ávinningur að auki, því að áreiðanlega myndi stórum fækka gestum taugahælanna og færri börn þurfa „sálfræðilega meðferð". í kaupstað hérlendis hóf tísku- verzlun bæjarins (ég er síður en svo á móti tískuverzlunum, frem- ur er ég a.m.k. andlegur áhangandi tískunnar á hverjum tíma) að slá um sig með ógur- legum glym, sem fyllti eyru bæj- arbúa. Einn þeirra snéri sér strax til heilbrigðisnefndar staðarins, sem kvað niður ófögnuðinn með öllu samkvæmt heilbrigðislöggjöf. Ætli slíkt varnarlið sé til í Reykjavík? Ef svo er ætti það að drífa sig á vettvang, því nóg er að starfa. Ef svo er ekki er brýn þörf þar á. Húsmóðir í miðbænum. • Öst er öst og vest er vest og aldrig mödes de tvende Einhvern tíma lærði ég þessa vísu. Hún kom í hug mér meðan ég var að lesa í Morgunblaðinu pistla eftir „Reykvíking" um norðan- sunnanvörur. Vísan þessi gæti sem best verið hans „sálarmubla", því hann fjargviðrast um „sunn- anvörur" sem bannvöru fyrir norðan og „norðanvöru", sem ætti þá að vera bannvara fyrir sunnan. Þær fái þannig aldrei að mætast í verslunum. Það eru annars meiri ósköpin, sem geta farið af stað af jafn litlu tilefni og því að fá ekki vöru með tilteknu vörumerki að sunnan í verslun á Akureyri. Þar með upphefst þessi líka dómadags af- skiptasemi „Reykvíkings" af versl- unarháttum norðan- og sunnan- manna. Ef Akureyringar eða Reykvík- ingar geta fengið góða vöru, sem framleidd er á staðnum, hvers vegna ættu þeir þá að flytja sömu vöru fyrir dýra dóma norður að sunnan og suður að norðan? Það kostar mikið að flytja vöruna milli landshluta og kostnaðurinn leggst á vöruna. Þetta veit „Reykvíking- ur“ líklega ekki enda býr hann á miðsvæði íslenskrar verslunar og þekkir ekki flutningskostnaðinn utan þess. Það er vissulega nauð- synlegt og sjálfsagt að hafa gott og fjölbreytt vöruval í verslunum. En ef það væri slíkt sáluhjálpar- atriði, sem „Reykvíkingur" vill vera láta, þá væri sannarlega bágborin sálarheilsa manna alla „hringleiðina". Svo er þó ekki sem betur fer, svo að honum er óhætt að leggja frá sér áhyggjur sínar og afskiptasemi af sunnan-norðan og norðan-sunnan vörum. Það er varla eyðandi orðum að kaupfélagssálsýki „Reykvíkings". Hún er eins og hver önnur um- gangspest í kvikmyndum og dag- blaðaþáttum um þessar mundir og læknast af sjálfu sér þegar tímar líða. Húsmóðir i miðbænum. • Lagfærið Austurbrún Maður á Austurbrún hringdi. Mig langar að koma fram fyrirspurn til gatnamálastjóra Reykjavíkur. Fólkið hérna við Austurbrúnina vill gjarnan láta skattana sína ganga í nýja gang- stétt á Austurbrún. Maður sér sér varla fært að ganga hérna fyrir pollum o.fl. Þetta er nú sérstak- lega áberandi við strætisvagna- biðskýlin. Svo langar mig að spyrja Svav- ar Gestsson hvort ellilífeyrir hækki í samanburði við fram- færsluvísitölu? • Leið 14 stoppi annarsstaðar Reið kona hringdi. Hún vildi koma þeirri spurn- ingu á framfæri til strætisvagna- forstjóra af hverju strætisvagna- leiðir númer 13 og 14 þyrftu endilega að stansa á sömu biðskýl- um á Kringlumýrarbrautinni. Þegar maður er orðinn gamall á maður vont með að hlaupa á eftir vögnunum, og það væri til mikilla bóta ef að 14 gæti t.d. stoppað einni stoppustöð ofar. • Áfram óli á þessari braut Mína hringdi. Það hreif mig alveg að heyra í honum Óla H. Þórðar sl. sunnu- dag. Ég hef svo mikla ánægju af þessum þáttum sem heita Syrpa. Gæti útvarpið ekki úthlutað Óla fleiri þáttum? Það væri áreiðan- lega spor í rétta átt. Og óli áfram á þessari braut. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í undanrásum skákþings Len- ingrad í ár kom þessi staða upp í skák meistaranna Ioffe, sem hafði hvítt og átti leik, og Reshko. 27. HxdG!! (Hótar 28. Dh8 mát) exd6, 28. DxdG og svartur gafst upp, því mátinu á h8 verður ekki l,..-ðað til lengdar. HÖGNI HREKKVÍSI "úertA Eí 6ftbu»a8«tt,fföwehœ Oól'ia‘..HAnn LÆroe wbMjto 6T6UA OÚL'io OG LA06NARGOALD -. PERMA — DRI utanhússlímmálning —14 ára ending og reynsla. Málning hinna vandlátu Sig. Pálsson, byggm., Kambsv. 32, S-34472. J Nýtt — Nýtt Nýtt pils og blússur frá Sviss, Svíþjóð, Þýskalandi og ítalíu. Glugginn, Laugavegi 49. Útsala Kjólar frá 12.000.-. Nýtt og fjölbreytt úrval af kvöldkjólum í öllum stæröum, hagstætt verð. Trimm- gallar frá kr. 12.000.-. Dömupeysur frá kr. 2.000.-. Urval af ódýrum skólapeysum. Mussur frá kr. 8.000.-. Jakkapeysur og vesti í úrvali. Verksmiðjusalan Brautarholti 22, inngangur frá Nóatúni. HEBA heldur ' við heilsunni Nýtt námskeið hefst 1. september. Dag- og kvöldtímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar — Nuddkúrar Sértímar fyrir Þær sem Þurfa að léttast um 10 kg. eda meira, fjórum sinnum f viku. Leikfimi — Sauna — Ljós — Megrun — Nudd — Hvíld — Kaffi — o.fl. Innritun í síma 42360 — 40935 — 41569. Verið meö frá byrjun. Heilsuræktin Heba, Auðbrekku 53, Kópavogi. Okkur vantar duglegar stúlkur og stráka Vesturbær: Hjaröarhagi II Austurbær: Samtún Hringið í síma 35408 I Htogwiftliiftift )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.