Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTT ABL AÐI 191. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Pólska stjórnin lætur undan: Yiðræður við verka- menn hef jast í dag Leszek Walesa, leiðtogi verkfallsmanna í Gdansk. ávarpar verkamenn í Lenín-skipasmiðastöðinni í Gdansk um helgina. Wal- esa sagði í ræðu sinni, að verkföllunum mundi ekki linna fyrr en gengið hefði verið að kröfum verka- manna. (Simamynd AP) Símasambandi komið á við Gdansk Gdansk. Varsjá. 25. áKÚst. AP. PÓLSKIR verkfallsmenn hafa ákveðið að taka að nýju upp viðræður við fulltrúa ríkisstjórnarinnar, þar sem stjórnin hefur fallizt á að koma á eðiilegu síma- og fjarskiptasam- bandi við Gdansk og aðrar borgir, þar sem vinna hefur legið niðri. Lech Badowski, einn leiðtoga verkfallsmanna, til- kynnti í kvöld, að viðræðurnar myndu hefjast á þriðju- dagsmorgun. Afganistan: Frelsissveitirnar í sig veðrið Pólska ríkisstjórnin hafði fyrr í dag lýst því yfir, að hún mundi ekki ganga til viðræðna við verkfallsmenn fyrr en þeir féllu frá kröfu sinni um að símasam- bandi yrði komið á við verkfalls- svæðið. Leiðtogar verkfallsmanna virt- ust í kvöld undrandi á því, að stjórnin hefði látið undan og virtist afstaða þeirra til samn- inga sveigjanlegri en fyrr. „Aðal- krafa okkar er um frjáls verka- lýðsfélög. Ef hún næst fram, er hægt að láta undan á örfáum öðrum sviðum, en aðeins ör- fáum,“ sagði Walesa, leiðtogi verkfallsmanna, í kvöld. „Við erum ekki að bíða eftir að ná fram aukaatriðum, heldur mik- ilvægum hlutum. Við verðum hér í fimm ár, ef nauðsyn krefur," bætti Walesa við. Ríkisstjórnin hefur fallizt á að útvarpa fyrstu 20 mínútunum á hverjum samningafundi fulltrúa hennar og verkfallsmanna og seint í kvöld sendi útvarpsstöðin í Gdansk út segulbandsupptöku af fyrsta fundi þessara aðila, en hann var haldinn á laugardag. Verkfallsmenn á tali i Lenin- skipasmiðastöðinni i Gdansk. Ii<>ndon. 25. ánÚNt. AP. ÍRANSSTJORN hefur fyrirskip- að hermönnum sinum við landa- mæri íraks að vera við öllu búnir, að þvi er Pars, hin opinbera fréttastofa írans, skýrði frá i dag. Þessi fyrirskip- un kemur i kjölfar þriggja árása herflokka frá írak inn i íran i siðustu viku. í frétt Pars segir að tveir íranir hafi látið lifið í átökum við hermenn frá írak i Yfirvöld hafa einnig lofað því, að brátt muni verða unnt að hringja til útlanda frá Gdansk og Anna Walentinovic, sem staðið hefur framarlega í röðum verk- fallsmanna, sagði í kvöld, að eðlilegt símasamband virtist vera komið á milli Gdansk og Varsjár. Mieczyslaw Jagielski, fyrsti varaforsætisráðherra Póllands, er kominn til Gdansk á ný til viðræðna við verkfallsmenn, en hann hélt til Varsjár um helgina, þegar ákveðið var að gera veiga- miklar breytingar á ríkisstjórn- inni og stjórn kommúnista- flokksins. Dagblöð í Póllandi sögðu í dag frá ræðu Giereks um helgina, þar sem hann greindi frá breytingum á stjórninni og annarri viðleitni stjórnarinnar til að koma til móts við kröfur verkfallsmanna. Leiðtogar verkfallsmanna voru nefndir með nafni í blöðunum í fyrsta sinni í dag. Blöð í Júgóslavíu fóru í dag vinsamlegum orðum um aðgerðir stjórnar Giereks, en blöð í öðrum löndum Austur-Evrópu greindu lítt eða ekki frá þeim. Tass, fréttastofan sovézka, sagði Babi- uch, forsætisráðherra Póllands, hafa hætt störfum „að eigin ósk“. Sjá nánari fréttir frá Póllandi á bls. 27 i Mbl. i dag. Zimbabwe í Sam- einuðu þjóðirnar New York, 25. ágúst. AP. ZIMBABWE, áður Rhodesía, fékk í dag aðild að Sameinuðu þjóðun- um og verður 153. ríkið í samtök- unum. Robert Mugabe forsætis- ráðherra fór í dag fyrir sendi- nefnd landsins hjá S.Þ. og er gert ráð fyrir að hann ávarpi allsherj- arþingið á þriðjudag. siðustu viku og fimm hafi særzt. Utvarpið í Teheran skýrði frá því í dag, að hin nýja ríkisstjórn landsins yrði kynnt þinginu á næstunni, hugsanlega þegar á þriðjudag. Þegar þingið hefur lagt blessun sína yfir nýja ríkis- stjórn má gera ráð fyrir að það snúi sér að því að ræða örlög bandarísku gíslanna, sem hafa verið í haldi í landinu frá því í sækja Nýju-Delhi. 25. áffúst. AP. FRELSISSVEITIR múhameðstrú- armanna i Afganistan hafa hert baráttuna við hersveitir Sovét- manna og afganska herinn. að þvi er fréttir frá Afganistan herma. Skæruliðarnir hafa undanfarið einkum haft sig i frammi i þremur héruðum norðan Kahul og hafa þeir drepið 30—35 stuðningsmenn stjórnarinnar á degi hverjum, að þvi er heimildir i Kabul herma. 1 hópi þeirra stjórnarsinna, sem látið hafa lifið að undanförnu, er borgarstjórinn i Charikar, um 50 kilómetrum fyrir norðan Kabul. * Sovézkir hermenn i Afganistan hafa nú tekið öll vopn gegn skriðdrekum og loftvarnarbyssur af afganska hernum, þar sem þeir óttast að vopnin kunni að komast i hendur skæruliða. Mikil upplausn hefur verið í afganska hernum og hefur hvert herfylkið á fætur öðru nóvember sl. íranskir byltingarmenn hafa tekið starfsmenn brezku biskupa- kirkjunnar í landinu höndum og sakað þá um njósnir. Að sögn útvarpsins í Teheran var mikið af skjölum, skotvopnum og tækjum gert upptækt við sama tækifæri. Að sögn útvarpsins greiddi Bandaríkjastjórn fyrir njósnastarfsemi umræddra aðila. gengið í lið með frelsissveitunum. Vestrænar heimildir í Kabul telja að nú séu aðeins um 30 þúsund menn í hernum, en í fastaliði hans voru 80 þúsund hermenn áður en innrás Sovétríkjanna var gerð í landið í desember. Parls, 25. áirúst. AP. FRANSKIR sjómenn gripu í dag á ný til þess ráðs að loka höfnum i Frakklandi til að leggja áherzlu á kröfur um lægra oiiuverð og hærra fiskverð. Lokuðu sjómenn oliuhöfninni við Antifer skammt frá Le Ilavre þrátt fyrir hótanir stjórnvalda um að beita fiotanum til að opna höfnina. Sýnt þykir að samningaviðræður um kröfur sjómanna, sem nýhafn- ar eru, muni fara út um þúfur og hafa fulltrúar sjómanna- og verka- lýðsfélaga neitað að setjast að samningaborði nema tryggt verði að lögreglu- eða hervaldi verði ekki beitt gegn sjómönnum. Franskt varðskip kom í kvöld að höfninni í Antifer og var búizt við því að látið yrði til skarar skríða og þeir fimm togarar, sem loka höfn- inni, dregnir í burtu. Christian Bonnet, innanríkisráðherra Frakklands, sagði í dag, að sjó- menn, sem hróflað hefðu við inn- siglingarmerkjum við höfnina, hefðu brotið lög og þeim yrði refsað. Franska ríkisstjórnin mun á miðvikudag ræða það ástand, sem Miklir liðsflutningar hafa átt sér stað á vegum sovézka hernámsliðs- ins í Afganistan undanfarið og er talið að um 10 þúsund menn hafi verið fluttir í herstöð í Herat- héraði skammt frá írönsku landa- mærunum. skapazt hefur við ítrekaðar lokanir í frönskum höfnum. Lucey vara- forsetaefni Andersons WashinKton. 25. áxúst. AP. JOHN Anderson, sem býður sig fram utan flokka til embættis Bandarikjaforseta, tilkynnti i dag, að Patrick J. Lucey yrði frambjóðandi sinn til embættis varaforseta. Lucey, sem er 62 ára að aldri, er demókrati og var ríkisstjóri í Wisconsin í nokkur ár. Jimmy Carter gerði hann að sendiherra Bandaríkjanna í Mexíkó eftir að hann var kjörinn forseti, en Lucey lét af þeim störfum fyrir nokkru til að starfa að framboði Edwards Kennedys öldunga- deildarþingmanns. Anderson er sjálfur þingmaður fyrir repúblik- ana i fulltrúadeildinni. íranski herinn í viðbragðs stöðu við landamæri íraks Höfnum í Frakk- landi lokað á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.