Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 19
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 19 Hreinn og Óskar vörpuðu báðir yfir 20 metra! _ Á meðfylgjandi mynd Kristins ólafssonar fagnar Sigurður Hall- dórssun þriðja marki ÍA gegn KR, en félagar hans samgleðjast. enda í A-sigur i höfn. Heil umferð fór fram i 1. deildarkeppninni um helgina og er nánar sagt frá úrslitum á blaðsiðum 21, 22 og 23. jtliM lumblnúi^_ iiiTgniifl Einn með 11 rétta ENSKA deildarkeppnin i knattspyrnu hófst laugardag- inn 16. ágúst og er nú lokið þremur umferðum. Að venju hefst getraunastarfsemin með leikjum i 3. umferðinni og fyrstu getraunaleikirnir fóru fram sl. laugardag. Vegna sumarleyfa eru félögin misjafn- lega vel undir það búin að fara i gang með dreifingu og sölu getraunaseðla. en umsetningin í fyrstu leikvikunni var rúm- lega tvöfalt meiri en á sömu viku i fyrra. Engar breytingar hafa verið gerðar á gerð getraunaseðl- anna en verðið pr. röð hefur verið hækkað úr kr. 50 í kr. 75 svo að 8 raða seðill kostar nú kr. 600, 16 raða seðill kr. 1200 og 36 raða seðill kr. 2700. í 1. leikviku kom fram einn seðill með 11 réttum og var vinningur fyrir hann kr. 1.317.000 en 3 seðlar voru með 10 rétta leiki, og vinningur fyrir hvern kr. 188.100.- ÓSKAR Jakobsson og Qreinn Halldórsson náðu báðir ágætum árangri á Akureyrarmótinu í frjáls- um íþróttum. Þeir vörpuðu báðir kúlunni yfir 20 metra og er það í fyrsta skipti sem þeir gera það báðir á sama mótinu. Hreinn sigraði með kasti upp á 20,19 metra, en lengsta kast Óskars var 20,01 metrar. Þá náðu þeir óskar og Erlendur Valdem- arsson góðum árangri i kringlukasti. Kastaði Óskar lengst 60,96 metra, en Er- lendur 59,50 metra. Stafa- logn var meðan keppnin fór fram, árangurinn því góð- ur. Steindór Tryggvason úr KA setti Akureyrarmet í 3000 metra hlaupi, tími hans var 8:48,2 mínútur. Steindór sigraði í hlaupinu. Aðal- steinn Bernharðsson sigraði í 110 metra grindahlaupi á 15,4 sekúndum, Hjörtur Gíslason sigraði í 100 metra hlaupi á 11,2 sekúndum og Aðalsteinn Bernharðsson bar sigur úr býtum í 400 metra hlaupinu á 49,6 sek- úndum. sor/gg. • Hreinn Óskar Pétur og Arnór gerðu það gott ARNÓR Guðjohnsen og Pétur Pétursson hafa gert það gott að undanförnu. Pétur skoraði bæði mörkin, er Feyenoord sigraði Spörtu 2—1 í fyrsta leik hol- lensku meistarakeppninnar i knattspyrnu. Pétur á við meiðsl i hné að stríða og getur ekkert æft. Samt lét hann sig ekki muna um að skora tvivegis. Englendingurinn Dave Loggie skoraði eina mark Spörtu. Annars var fátt um óvænt úrslit í hollensku knattspyrnunni. Aj- ax vann öruggan sigur gegn Go Ahead Eagles, 4—2, þrátt fyrir að í liðið vantaði sex fastamenn. Tveir 17 ára unglingar í liði Ajax, Frank Rijkaart og Wim Kijeft, skoruðu þrjú af mörkum liðsins, en Henning Jensen fjórða markið. Kurt Welzl (2), Kristian Nygaard og Peter Tol skoruðu mörk Alkmaar, sem sigraði Nac Breda 4—1, og Piet Wildschut, Willy Van Der Kuyl- • Pétur skoraði tvlvegls. en og Adria Koster skoruðu mörk PSV í sigurleik gegn Den Haag. Lokeren hefur gengið vel að undanförnu og Arnór ekki misst úr leik. Um helgina mætti liðið Cercle Brugge í úrslitaleik mik- ils 10-liða móts sem fram fer jafnan í Belgíu rétt fyrir keppn- istímabilið. Er keppt í tveimur fimm liða riðlum. Með Lokeren í riðli voru 1. deildar liðin Gent og Beveren, auk 2. deildar félag- anna St. Nicklaus og Alst. í tvöfaldri umferð sigraði Lokeren í öllum leikjum sínum og var markatalan 26—3. Arnór lék á als oddi, skoraði a.m.k. 6—7 mörk og lagði önnur upp. 1 úrslitaleiknum sigraði Lokeren Cercle 2—0. Arnór lék mjög vel og lagði upp bæði mörk Lokeren, sem þeir Lato og Lubanski skoruðu. Nokkru fyrir þessa keppni tók Lokeren þátt í 4ra liða móti í Frakklandi. Léku þar m.a. St. Etienne og Banik Ostrava. Lok- eren hafnaði í þriðja sæti eftir 2—1 sigur gegn Ostrava. Arnór • Arnór sýnir góða leikl. skoraði bæði mörkin gegn Tékk- unum, þriðja markið gegn St. Etienne í 1—5 tapleik, og var markhæsti leikmaður keppninn- ar... Hætta við sundþing VEGNA ýmissa erfiðleika verður ekki hægt að halda sundþing um leið og Aldurs- flokkameistaramótið á Sel- fossi verður haldið. Sundþingið verður haldið helgina cftir, eða dagana 6.-7. á Hótel Esju að öllu forfallalausu. íslandsmet í 4x200 metra hlaupi kvenna SVEIT Breiðabliks setti nýtt íslandsmet I 4x200 metra boðhlaupi kvenna i bikar- keppni FRÍ nú um helgina. Tími sveitarinnar var 1.51.6 min. Sveitina skipuðu þær Hrönn Guðmundsdóttir, Linda Bentsdóttir, Helga D. Árnadóttir og Ragna Ölafs- dóttir. Sveit ÍR setti nýtt sveinamet i 4x200m boð- hiaupi á sama móti, hljóp á 1.44.1. Sveitina skipuðu þeir Hafliði Maggason, Jóhann M. Jóhannsson, Gunnar Birgisson og Hermundur Sigmundsson. - JE Trausti sýknaður HÉRAÐSDÓMUR kom sam an i Hafnarfirði um helgina og tók fyrir kærumál FH-inga á hendur Fram fyrir að nota Trausta Har- aldsson bakvörð i undan- úrslitaleik bikarkeppninnar á dögunum. en þar sigraði Fram 1—0 og tryggði sér sæti i úrslitaleiknum. Héraðsdómurinn kvað upp einróma úrskurð þess eðlis, að Trausti hafi verið löglegur í umræddum leik. FH-ingar áfrýja vafalaust ef þeir eru þá ekki búnir að því. Frekar verður að teljast ólíklegt að þessu verði hnekkt úr því sem komið er, þó best sé að fullyrða ekkert þar um. En þessi málalok vekja von um að úrslitaleikurinn geti farið fram samkvæmt áætlun, eða á sunnudaginn. Kastlands- keppni á Sikiley ÍSLENSKA kastlandsliðið keppir við ttali á Sikilcy dagana 6.-7. september næstkomandi. Á siðasta ári leiddu liðin saman hesta sína í grenjandi rigningu i Reykjavik. Þeir sem keppa fyrir ísland eru Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Ein- arsson, sem keppa i spjót- kasti, Erlendur Valdemars- son og óskar Jakobsson i kringlukasti og Hreinn og óskar i kúluvarpi. Einhver þessara kappa mun siðan keppa i sleggjukastinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.