Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 43 Enn eitt járnbraut- arslys í Svíþjóð — 9 létust og 30 slösuöust stokkhóimi. 25. ágúHt. ap. lega, þegar hraðlest íór út NÍU manns létust og þrjá- aí sporinu norður af Stokk- tíu særðust, sumir alvar- hólmi á sunnudag. Fimmtíu drukkn- uðu er fer ja fórst Cuadad del Carmen. Meiico. 25. ág. AP. KAFARAR hafa nú fundið lik fimmtiu manna sem drukknuðu þegar ferja fórst á Mexicoflóa, um það bil hálfa milu undan ströndinni. Er búizt við að fleiri finnist látnir, því að um hundrað manns voru með ferjunni, sem tók um 150 manns hlaðin. Auk þess voru á ferjunni nokkrir bílar. Vitað er að 26 hafa komizt lífs af. Ferjan var á leið frá Carmen- eyju og Igauda til Yucatan- skagans. Ekki er vitað að svo stöddu um orsakir þess að ferjan fórst, en hún var gömul og ekki sögð upp á marga fiska. Jarðskjálfti í Kashmir Nýja Delhi, 25. ágúst. AP. STERKUR jarðskjálfti skók norð- urhéraðið Kashmir í Indlandi í dag. Biðu þrettán manns bana og er ljóst að tugir slösuðust, að því er indverska fréttastofan sagði frá síðdegis. Nokkrir þeirra sem slös- uðust eru í lífshættu. Með lestinni voru fjögur hundruð farþegar á leið frá Narvik í Noregi til Stokk- hólms. Lestin var á um 120 km hraða þegar sjö af þrett- án vögnum lestarinnar þeyttust út af sporinu. Svo virðist sem slysið hafi orðið af tæknilegum ástæðum að sögn talsmanna Sænsku rík- isjárnbrautanna. Þetta er þriðja lestarslysið sem manntjón hlýst af í Svíþjóð á sumrinu. í júní létust ellefu, þar af nokkur börn, og 60 slösuðust þegar árekstur varð milli farþega- og flutningalestar milli Falun og Borlange í miðhluta Svíþjóðar. í sl. viku slösuðust sextán manns þeg- ar tvær farþegalestir rákust á 120 km suðvestur af Stokk- hólmi. m Samphan: sem sóttu hann heim í bækistöð Rauðra khmera í norðvesturhluta Kambódíu. „Það er ekki nokkur efi í mínum huga, að það að horfast í augu við það, gæti eitt orðið til bjargar þjóðinni. Fyrir Kambódíumenn er kommúnism- inn það sama og eymd og volæði. Það sem þjóð mín reyndi með Rauðu Khmerunum og nú með ágangi Víetnama og bezt að horf- ast í augu við það. Hann sagði, að það væri rétt, að mörg og ljót verk hefðu verið framin í valdatíð þeirra og skýring hans á því var sú að Jafna hefði þurft metin“. ..Kommúnism- inn er dauður" KHIEU Samphan, (yrrverandi forsætisráðherra stjórnar Rauðu khmeranna i Kambódiu, sagði i viðtali við þrjá blaðamenn frá Vesturlöndum. að hann iiti svo á að kommúnisminn væri óhugs- andi stjórnkerfi fyrir þjóð hans og myndi viðurkenning þessarar staðreyndar geta rutt brautina til að þjóð hans sameinaðist i baráttunni við Vietnamana. „Kommúnisminn er dauður," sagði Samphan við blaðamennina, En í reynd var svo, að þegar stjórnartíð Rauðu khmeranna lauk höfðu hundruð þúsunda manna verið myrtir. Hann sagði að þau voðaverk sem hefðu verið unnin í stjórnartíð Rauðu khmer- anna — þeir segja að 250 þús. manns hafi verið drepnir, stjórnin í Hanoi hefur töiuna 3 milljónir — réttlættu ekki að Víetnamar legðu undir sig Kambódíu og fengju að leika þar lausum hala og útrýma kambódísku þjóðinni. Bruninn í sovézka kjarnorku- kafbátnum mikil ráðgáta HLEYPT hefur verið af stokkunum umfangsmikilli athugun á því hvað fór úrskeiðis um borð i sovézka kjarnorkukafbátnum, sem laskaðist skammt undan ströndum Okinawa við Japan i siðustu viku. Eldur kom upp um borð og a.m.k. niu úr áhöfninni fórust. Sovézkur dráttarbátur kom á vettvang og dró kafbátinn áleiðis til Vladivostock. Var þá m.a. siglt um landhelgi Japana við reiði yfirvalda i Tókýó. Sérfræðingar við stofnunina Nat- ional Security Agency í Fort Meade í Marylandfylki í Bandaríkjunum heyrðu fyrstir neyðarkall frá kjarn- orkukafbátnum, sem er 17 ára og af gerðinni Echo 1. Sérfræðingarnir viða nú að sér gögnum, m.a. ljós- myndum frá gervihnöttum, til að varpa ljósi á hvað gerðist er eldur kom upp í kafbátnum. Meðal spurninganna, sem Banda- ríkjamenn vilja fá svör við, er sú spurning hverra erinda kafbáturinn var er eldurinn kom upp í honum, 60 sjómtlur austur af Okinawa. Einnig hvort eldurinn hafi komið upp vegna einhverra hönnunargalla í útbúnaði bátsins og hvort einhver geislavirk efni hafi sloppið út í umhverfið, sjóinn eða andrúmsloftið, við slysið. Loks leikur Bandaríkjamönnum for- . vitni á að vita viðbrögð yfirstjórnar sovézka hersins við slysinu, þ.e. hvort atvikið sé litið háalvarlegum augum í Kreml, eða hvort hér hafi verið um smávægilega óheppni að ræða, að mati Kremlverja. Slysið um borð í kjarnorkubátn- um er nánast í beinu framhaldi af kafbátaóhöppum er hrellt hafa Kremlverja frá lokum seinni heims- styrjaldar, en á þessu tímabili hafa Sovétmenn misst a.m.k. tólf kaf- báta. Bandaríkjamenn hafa sýnt sovézkum kafbátum töluverðan áhuga, og reyndu t.d. að ná upp á yfirborðið sovézkum kafbáti af Golf- gerð er brotnaði í tvennt og sökk á Kyrrahafi 1974. Lék Bandaríkja- mönnum einkum forvitni á að ná upp kjarnorkuvopnabúnaði kafbáts- ins. Tilraunir til að ná bátnum eða vopnabúnaði hans upp á yfirborðið mistókust, en kostnaðurinn af til- raununum varð um 175 milljarðar króna. Smíðaöir í flýti? Kjarnorkukafbáturinn, sem lask- aðist við Okinawa, er einn fimm kjarnorkuknúinna báta af gerðinni Echo Mark 1, er Sovétmenn smíðuðu í hálfgerðum flýti á árunum 1961— 62 til að geta skotið kjarnorkuvopn- um neðansjávar á skotmörk í landi. Vestrænir sérfræðingar hugðu bát- ana fimm vera eins konar frumgerð- ir, þvt i framhaldi af þeim hafa Sovétmenn smíðað a.m.k. 29 full- komnari kjarnorkukafbáta er kall- aðir eru Echo 2. í hverjum þeirra eru átta langdrægar eldflaugar bún- ar kjarnaoddum. Echo 1 kjarnorkubátarnir eru hins vegar „aðeins” búnir tíu tund- urskeytum hver. Sérfræðingar segja, að þeir séu hluti af skipa- sveitum er fylgjast með flugmóð- urskipum óvinarins á Kyrrahafi og á Indlandshafi. Nýlegar upplýsingar sem birtar hafa verið í Japan, benda til mikilla umsvifa sovézkra skipasveita af þessu tagi undan ströndum Okin- awa, þar sem þær hafa fylgst með ferðum bandarískra herskipa til og frá Subicflóa á Filipseyjum, Yoko- suka flotastöðinni suður af Tókýó og til og frá höfuðstöðvum Kyrrahafs- flota Bandaríkjamanna í Pearl Har- bour. í þessum skipasveitum eru venjulega tveir kafbátar, beitiskip þrír tundurspillar, birgðaskip og önnur hjálparskip. Þykir ekki ótrú- legt að myndir frá gervihnöttum eigi eftir að leiða í ljós að skip af þessu tagi voru í grennd við kafbát- inn er eldurinn kom upp. Þar sem svoézkir dráttarbátar og kaupskip voru í grenndinni hafði skipasveitin ekki ástæðu til að sveima við kafbátinn, hún hafði öðrum hnöpp- um að hneppa, því bandaríska flug- móðurskipið Midway og níu önnur bandarísk herskip voru við æfingar undan Yokosuka er atvikið átti sér stað. Echo 1 kafbátarnir eru knúnir áfram af tveimur gufuhverflum, en gufan er framleidd í einum kjarna- ofni sem komið er fyrir miðskips. Gasolíuknúin hjálparvél er um borð. Úraníumstengur í kjarnaofninum eru endurnýjaðar á tveggja ára fresti í flotastöðinni í Vladivostock. Eldur i rafbúnaöi Ljósmyndir er Japanir tóku á slysstað benda til þess að eldur hafi komið upp í rafbúnaði kafbátsins, og fjarskipti er bandarískir sérfræð- ingar komust yfir virðast staðfesta að svo hafi verið. Leikur grunur á, að eldurinn hafi komið upp í rafbún- aði í stjórnherbergi kjarnaofnsins, og mennirnir níu er létust hafi kafnað við slökkvistörf. Ekki hefur fundizt nokkur vottur um að geisla- virk efni hafi komizt út í umhverfið, og þykir það benda til þess, að hið margflókna öryggiskerfi sem tengt er kjarnaofnum hafi komið í veg fyrir að kjarnaofninn hafi bráðnað og eða að geislavirk efni hafi lekið í sjóinn. Traustur öryggisbúnaður? Þetta gefur sérfræðingum um sovézkan sjóhernað, sem vita frekar lítið um kjarnaofna sovézkra kaf- báta, vísbendingu um, að öryggisút- búnaður kjarnorkukafbátanna sé þannig úr garði gerður, að starf- ræksla þeirra sé tiltölulega áhættu- lítil. Grunur hefur leikið á, að bátarnir af Echo 1 gerð hafi verið smíðaðir í það miklum flýti til að vega upp á móti Pólaris kafbátunum bandarísku, að frágangur kjarn- orkubúnaðarins hafi verið hroð- virknislegur og' beinlínis hættu- legur. Einn sérfræðingur, banda- rískur, hefur komizt svo að orði eftir slysið, að það væri viss hugarléttir að vita að Sovétmenn gerðu sína kjarnorkukafbáta jafn örugga úr garði og Bandaríkjamenn gerðu sína. Hvað gerðist? En ýmsum spurningum er enn ósvarað, og verður áfram reynt að grafast fyrir um hvað gerðist um borð í kafbátnum sovézka. Ein þeirra er hvers vegna skipherrann bað brezkt kaupskip að koma skila- boðum um brunann til sendiráðs Sovétríkjanna í Tókýó. Varð raf- magnsbilunin það mikil, að hin langdrægu fjarskiptatæki bátsins urðu óvirk? Þannig hugsa vestrænir sérfræðingar sér atburöina um borð í sovézka kjarnorkukafbátnum. Og hvers vegna klæddist hluti áhafnarinnar hlífðarbúnaöi við geislavirkni? Særðust þeir bruna- sárum? Urðu þeir fyrir geislun? Var hér um bragð af hálfu skipherrans að ræða, til að trufla áhafnir á þyrlum japanska sjóhersins er tóku ljósmyndir af kafbátnum í sífellu? Allavega skutu kafbátsmenn leift- urljósum að þyrlunum, að því er virtist til að rugla ljósmyndara í riminu. Enginn leki á geislavirkum efnum? Skýrt hefur verið frá því af opinberri hálfu í Japan, að fyrstu athuganir bendi ekki til þess að geislavirk efni frá kafbátnum hafi lekið í sjóinn. Enn er þó beðið eftir niðurstöðum nákvæmrar rannsókn- ar á þessu. Hverjar sem niðurstöður jap- anskra og bandarískra aðila á brun- anum í sovézka kjarnorkukafbátn- um verða, mun athyglin í auknum mæli beinast að öryggi kjarnorku- kafbáta. Kjarnorkukafbátar eru búnir kjarnaofni, sem er keimlikur ofnin- um er bilaði í raforkuverinu á Þriggjamílueyju í Bandaríkjunum í fyrra. Fræðilegur möguleiki er, að sögn sérfræðinga, að kjarnaofninn geti „bráðnað" og að við það leki hvítglóandi og hrikalega geislavirkt kjarnorkueldsneyti út í hafið. Að því er bezt er vitað, hefur aldrei skapast ástand þar sem hætta á slíkri bræðslu vofði yfir. Kælivatni er stöðugt dælt um kjarnaofninn með útbúnaði, sem tengdur er bæði gufuhverflunum og hjálparvélunum, og ef kafbáturinn verður alveg vélvana, eins og sá sovézki, er enn möguleiki á að loka kjarnaofninum með því að slaka sérstökum „stilli- stöngum" niður í miðju ofnsins. Eldhætta i einangrun Sérfræðingar segja að helzt sé hætta á útbreiðslu elds í eldri kafbátum um einangrun á gufupíp- um. Einangrunin er „gífurlega um- fangsmikir þar sem yfirhituð gufa fer um þær frá kjarnaofninum að hverflunum, sem knýja skipið áfram. Þessi einangrun verður olíu- mettuð með tímanum, þar sem leiðslurnar liggja um hjálparvéla- húsið. Kvikni eldur í einangruninni logar hann lengi „eins og kveikur í lampa“. Myndast þá kæfandi reykur og illmögulegt er að ráða niðurlög- um elds af þessu tagi. Líkur eru taldar á, að áhafnarmennirnir níu hafi látist við að reyna að ráða niðurlögum elds af þessu tagi. Ótrú- legt þykir allavega að þeir hafi orðið fyrir geislun, og að geislavirk efni hafi lekið út, jafnvel þótt sézt hafi til áhafnarinnar sprauta sjó yfir dekk kafbátsins. Talið er öílu lík- legra að þeir hafi gert það til að „kæla“ skrokk skipsins eftir mikinn eldsvoða innanskips. ( Þýtt og cndursagt).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.