Morgunblaðið - 26.08.1980, Side 2

Morgunblaðið - 26.08.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 Ungur dreng- ur beið bana UNGUR drengur úr Reykjavík, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, niu ára, beið bana i fyrradag, er hann hrapaði i f jallinu fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur. Hann hafði farið i gönguferð upp i fjallið ásamt fleira fólki, en kom ekki fram þegar fólkið kom til baka. Hann fannst fijótlega en var þá látinn. Talið er að dreng- urinn hafi ætlað að taka myndir þarna i f jallinu. en misst fótanna með fyrrgreindum afleiðingum. Reykjafoss og Skóga- foss settir á söluskrá REYKJAFOSS og Skógafoss, systurskip Eimskipafélagsins, sem byggð voru fyrir félagið árið 1965, hafa nú verið sett á sölu- skrá. Skipin henta ekki lengur félaginu þar sem verulega auknir gámaflutningar og ný flutninga- tækni hefur gert þau tæknilega óhentug, samkvæmt upplýsing- um félagsins. Skipin hafa að undanförnu verið í siglingum til Rotterdam og Antwerpen, aðallega með stykkja- vöru og hráefni og afurðir fyrir Islenzka álfélagið. Sala á skipum sem þessum er nokkuð ótrygg, og samkvaémt upp- lýsingum frá Eimskipafélaginu geta liðið nokkrir mánuðir þar til viðunandi samningar nást. „Trúnaðarmál, sem fram fer á sáttafundimí ‘ segir ríkissáttasemjari „ÞAÐ hefur ekki tíðkast og verður ekki gert, að opinbera bókanir og yfirlýsingar á sátta- fundum," sagði Guðlaugur Þorvaldsson, rikissáttasemjari, þegar Morgunblaðið spurði um bókun hans á sáttafundi i sið- ustu viku. Eins og kunnugt er af fréttum, óskuðu fulltrúar ASl eftir því að bókunin yrði birt opinberlega og fulltrúar VSl samþykktu það. Bókun rikissáttasemjara var um um- mæli fuiitrúa VSÍ um fund þeirra og ráðherra á miðviku- dag. „Það þjónar engum til- gangi og er málinu ekki tii framdráttar að birta það sem sagt er á sáttafundum. Það, sem þar fer fram, á að vera trúnað- armál," sagði Guðlaugur Þor- vajdsson. í gær stóðu fundir hjá sátta- semjara með sérsamböndum ASÍ hverju fyrir sig og á að halda þeim fundum áfram í dag. En seinni hluta dagsins hafa samninganefnd ASÍ og samn- ingaráð VSÍ verið boðuð til fundar hjá sáttasemjara. Vilja auknar fisk- landanir í Cuxhaven NÝLEGA var hér á ferð sendi- nefnd frá þýzku borginni Cux- haven með borgarstjórann i broddi fylkingar. Erindið var að ræða við borgaryfirvöld og út- gerðarmenn um fastar og auknar fisksölur islenzkra skipa i Cux- haven. Að sögn Ágústs Einarssonar hagfræðings LIÚ vilja Þjóðverj- arnir tryggja stöðugar landanir íslenzkra skipa í Cuxhaven. Hann sagði að ekki væri möguleiki að tryggja fastar landanir þar, en hægt væri að beina fisksölum þangað í eins ríkum mæli og mögulegt væri. í því sambandi hefði verið rætt við Þjóðverjana um ýmis atriði, sem gætu liðkað fyrir fisksölum, svo sem niðurfell- ingu 4% markaðsgjalds. Sagði Ágúst að þýzka sendinefndin hefði ætlað að ræða þessi atriði nánar og gefa svör um þau síðar. Maðurinn sem lézt MAÐURINN, sem lézt sl. föstu- dagskvöld í umferðarslysi á Hval- fjarðarströnd, hét Oddur Ólafs- son, til heimilis að Heiðargerði 6 á Akranesi. Hann var fæddur 1918 og lætur eftir sig uppkomin börn. 20þúsund manns hafa heimsótt Heimilið ’80. — Metaðsókn hefur verið að sýningunni Heimilið ’80, sem haldin er í Laugardals- höll um þessar mundir. Á þeim fjórum dögum, sem sýningin hefur verið opin hafa liðlega 20 þúsund manns heimsótt hana að sögn Bjarna Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Kaupstefnunnar, sem heldur sýninguna. Ólafur K. Magnússon, ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd af börnum, sem greinilega kunnu að meta tívolíleiktækin, sem á sýningunni eru. Loðnuveiðarnar hef jast brátt: Loðnan stærri og feitari en í fyrra YFIRNEFND verðlags- ráðs sjávarútvegsins hélt í gær fyrsta fund sinn um loðnuverðið. Verðlagsráð- ið hafði áður haldið tvo fundi en nefndarmenn urðu ásáttir um að vísa verðlagningunni til yfir- nefndar. Loðnuveiðar útaf Norð- urlandi eru heimilar frá og með 6. september n.k. Norskir fiskifræðingar hafa verið við loðnurann- sóknir norður af landinu og sömuleiðis hefur rann- sóknaskipið Árni Frið- riksson verið á þessum slóðum við seiðarannsóknir. Að sögn Hjálmars Vil- hjálmssonar fiskifræðings, leiðangursstjóra um borð í Árna er talsvert af loðnu útaf vestanverðu Norður- landi, á Grænlandssundi og allt norður að Jan Mayen en loðnan er dreifð. Átu- skilyrði eru góð, mun betri en í fyrra og sagði Hjálmar að loðnan ætti að verða bæði stærri og feitari en í fyrra, en þá var hún fá- dæma rýr. Olíuviðskipta- nefnd lögð niður Aðild að Alþjóðaorkustofnun enn til athugunar TÓMAS Árnason, viðskiptaráðherra, tjáði Morgunblað- inu í gær að enn væri ekkert að frétta af hugsanlegum olíuviðskiptum við Saudi-Arabíu, þar sem verið væri að kanna möguleika á að stofna til stjórnmálasambands við landið. Ráðherra kvað útilokað annað en að viðskipti færu fram í gegnum stjórnvöld og því yrði stjórnmálasamband að vera fyrir hendi. Ráðherra var ennfremur spurð- ur um störf olíuviðskiptanefndar: „Olíuviðskiptanefnd hefur lítið sem ekkert starfað síðan ég tók við embætti. Hún vann heilmikið starf í fyrra og var samningurinn Slökunarstefnan beið hnekki við innrásina í Afganistan - sagði Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, við komu utanríkisráðherra Austur-Þýzkalands i gær ÓLAFUR Jóhannesson, utanríkisráðherra, ávarp- aði í gær starfsbróður sinn Oscar Fischer frá Austur-Þýzkalandi, sem kom hingað til lands í gær í opinbera heimsókn. Þar vék ólafur m.a. að Afganistanmálinu og sagði: Undanfarin ár hefur slök- unarstefnan sett svip sinn á framvindu mála í Evrópu. Hún beið hnekki við innrás- ina í Afganistan. Því fyrr sem hernaðaríhlutun linnir þar, þeim mun betri skilyrði verða fyrir framhaldi slök- unarstefnunnar. . Island vill fyrir sitt leyti stuðla að því, að hún geti haldið áfram. En þar til duga ekki orðin ein, heldur verða menn að sýna vilja sinn í verki. Þar þarf að vera um gagnkvæmni að ræða og stefnan verður að vera samræmd og gilda fyrir öll ríki jafnt. Þar bera stór- veldin mesta ábyrgð: En smáríki geta þar einnig lagt sitt lóð á vogarskálina. Fischer vék í ræðu sinni að Afganistanmálinu og sagði þar, að því fyrr sem utanað- komandi afskiptum yrði hætt, þeim mun fyrr mætti búast við lausn málsins. við BNOC meðal annars árangur- inn af því starfi. Nú eru olíu- kaupamál okkar í föstum samn- ingum, þannig að verkefni fyrir nefndina hafa ekki verið fyrir hendi," sagði Tómas. Morgunblað- ið hefur fregnað eftir öðrum leiðum, að ráðherra muni hafa ákveðið að leggja olíuviðskipta- nefnd niður. Viðskiptaráðherra var jafn- framt inntur frétta af hugsanlegri aðild íslands að Alþjóðaorku- stofnuninni og kvað hann skýrslu nefndar, sem Kjartan Jóhannsson skipaði i vetur vegna hugsanlegr- ar aðildar, vera nú til meðferðar hjá ráðherrum og öðrum trúnað- armönnum, en yrði ekki birt á næstunni. „Ég hef verið opinn fyrir þessu máli og vil að það sé kannað gaumgæfilega, því að mörg atriði þurfa rækilega athug- un, þar á meðal þær fjárhags- skuldbindingar, sem Islendingar tækju á sig með aðildinni. Þessi mál er ekki búið að ræða nema lauslega í ríkisstjórninni, þannig að ég get ekki tjáð mig frekar á þessu stigi, en þetta verður tekið til umræðu með haustinu áður en þing kemur saman,“ sagði við- skiptaráðherra að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.