Morgunblaðið - 18.09.1980, Side 1

Morgunblaðið - 18.09.1980, Side 1
48 SÍÐUR 210. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Pólland: Óháð verkalýðs- samband stof nað (■dansk. 17. soptombor. AP. NEFNDIR frá óháðum verkalýðsfélögum viðs vegar að í Póllandi komu sér saman um það í dag. að stofna sérstakt landssamband. Verður sambandið byggt á stefnuskrá, sem nokkrir leiðtogar verkfallsmanna í verkföllunum í síðasta mánuði hafa sett saman. Lech Walesa, sem fór fyrir verkfallsmönnum í Gdansk. sagði í kvöld, að verkalýðsfélögin 35, sem átt hefðu fulltrúa á fundinum i dag, mundu skrá sig sameiginlega í næstu viku hjá borgarfógeta í Varsjá. Símamynd AP. Vopnaðir lögreglumenn kanna vegsummerki á staðnum, þar sem Aykut Genc, einn yfirmaður lögreglunnar i Istanbul, var skotinn til bana i gær. Bill Genc sést á miðri mynd. Hryðjuverkum er hótað í Tyrklandi A fundmum í dag voru rúmlega 300 fulltrúar og samþykktu þeir ályktun, þar sem stjórnvöld voru sökuð um að reyna að hindra stofnun óháðra verkalýðsfélaga og brot á samkomulaginu, sem heim- ilar stofnun slíkra félaga. Þá voru fjölmiðlar í Póll- andi sakaðir um villandi fréttaflutning af starfsemi óháðra verkalýðsfélaga. Ankara. 17. september. — AP. Lögregluforingi í Istan- bul var skotinn til bana í bíl sínum í dag og kona hans særð alvarlega í árás vinstri sinnaðra öfga- manna. Samtök öfga- manna höfðu samband við tyrkneska fjölmiðla fyrr í dag og hótuðu miklum hefndaraðgerðum á næstu Saudi-Arabía: Vln, 17. neptember. AP. SAMKOMULAG náðist um það seint í kvöld á fundi samtaka oliuútflutningsrikja, OPEC, að verð á hráoíiu frá Saudi-Arabiu skyldi hækkað úr 28 dollurum fyrir tunnuna i 30 dollara. Yamani oliu- málaráðherra Saudi-Arabiu sagði hins vegar i dag, að Saudi-Arabar myndu ekki draga úr olfufram- leiðslu sinni á þessu ári og má þvf áfram búast við miklu framboði á olíu á heimsmarkaði. Að sögn fulltrúa á fundinum í Vínarborg, er hugmyndin með hækkuninni á hráolíu frá Saudi- Arabíu sú, að reyna að jafna verðin frá hinum einstöku OPEC-ríkjum, en hið opinbera OPEC-verð hefur verið 32 dollarar fyrir tunnuna. Hin róttækari OPEC-ríki höfðu á fundin- um í Vín krafizt þess, að þetta viðmiðunarverð yrði hækkað, en engin samstaða var um það á fundinum. Akvörðun Saudi-Araba um að draga ekki úr framleiðslunni á síðasta ársfjórðungi 1980 er talin munu verða til þess að verð á Ný borgaraleg stjórn í vikunni dögum gegn herforingja- stjórninni, sem tók völdin i landinu í síðustu viku. Morðið á lögregluforingjan- um er þriðja tilræðið gegn Ifullunnum olíuvörum muni ekki hækka, þar sem mjög mikið framboð hefur verið á olíum að undanförnu og nú er sýnt að svo verður áfram. yfirmönnum í her og lögreglu, frá því herforingjastjórn Kenans Evren vék Suleyman Demirel forsætisráðherra frá. Evren hefur heitið því að landið fái borgaralega ríkis- stjórn í vikunni, en hún mun engu að síður verða ábyrg gagnvart herforingjaráðinu. Nú er talið að prófessor Turhan Feyzioglu, sem hefur verið leiðtogi eins af smá- flokkunum í Tyrklandi, sé líklegasta forsætisráðherra- efnið. Hann var eitt sinn félagi í lýðveldisflokki Bulent Ecevit en yfirgaf flokkinn fyrir 13 árum síðan. Feyzioglu er sérfræðingur í stjórnar- farsrétti og hefur einnig kennt stjórnmálafræði við Ankara-háskóla. 104 ára í fangelsi JOHN Davis hélt upp á 104 ára afmælið sitt i rikisfangels- inu i Columbia i dag. Davis var dæmdur i lifstiðarfangelsi árið 1922 fyrir innbrot og hefur verið i fangelsi mestan timann siðan. Hann brauzt út árið 1928 og lék lausum hala i tvo mánuði og árið 1930 brauzt hann út að nýju og var ekki handtekinn fyrr en 10 árum siðar. Frá 1940 hefur hann hins vegar verið i fang- elsi og hefur fyrir löngu misst áhugann á að brjótast út. Davis segist hafa framið innbrotið afdrifaríka til þess að ná til baka peningum sínum af kaupmanni, sem hafði selt honum föt, er ekki pössuðu. Arið 1922 lágu þyngstu refs- ingar við því að gera innbrot að næturlagi í Suður-Karólínu og því var Davis dæmdur í lífstíð- arfangelsi. Davis fær að fara allra sinna ferða um fangelsið og hefur heimild til að fara þar út og inn án eftirlits, þegar honum hentar. Búizt er við að Lech Walesa verði kjörinn for- maður hinna nýju verka- lýðssamtaka. Höfuðstöðvar samtákanna verða að lík- indum í Gdansk. Pólska stjórnin tilkynnti í dag nýjar sparnaðarráð- stafanir. Verður á næsta ári dregið úr útgjöldum til íþrótta, starfsemi útvarps og sjónvarps og hugsanlega til verklegra framkvæmda. Áður hafði verið tilkynnt um ráðstafanir til sparnað- ar á þessu ári. Fjórmenningarnir leiddir fyrir rétt Peking, 17. sept. — AP. „FJÓRMENNINGAKLÍKAN“, sem illræmd er í kínverska alþýðulýð- veldinu, verður leidd fyrir rétt næstkomandi föstudag, að þvi er heimildir í Peking greindu frá í dag. Réttarhöldin fara fram fyrir hæstarétti Kína og verða haldin fyrir luktum dyrum. Það var einn aðstoðardómsmálaráðherra Kína, sem skýrði þingmönnum frá Lux- emborg frá því, að réttarhöldin myndu hefjast á föstudag, en þau hafa lengi staðið fyrir dyrum. Fjórmenningarnir hafa verið ákærðir fyrir að misnota opinbert vald. Búizt er við að réttarhöldin muni leiða til þess, að Mao formaður falli endanlega í ónáð. Ekkja Maos er í hópi fjórmenninganna. Víst er talið að í kjölfar réttarhaldanna verði fjöldi fyrrum fylgismanna fjórmenninganna handtekinn. Dansað á götum í Managua er fréttist um lát Somozas Asuncion. Paraguay, 17. sept. — AP. MIKIL fagnaðarlæti brutust út á götunum i Managua, höfuð- borg Nicaragua, þegar fréttist að Anastasio Somoza fyrrum einræðisherra i landinu hefði verið ráðinn af dögum í Para- guay. Somoza og þrir fylgd- armenn hans, bilstjóri og tveir lífverðir, létust samstundis. þegar gerð var skotárás og sprengjum varpað á bíl þeirra á einni aðalgötunni i Asuncion, höfuðborg Paraguay. Bíll Som- ozas tættist i sundur i árásinni og var aðkoman sögð ljót. Óstaðfestar fréttir herma að fylgdarmönnum Somozas hafi tekizt að grípa til vopna áður en þeir voru yfirbugaðir og særa einhverja árásarmannanna, en lögreglan í Paraguay hefur ekk- ert sagt um þetta. Byltingarmenn í Nicaragua, sem veltu Somoza úr valdastóli í júlí í fyrra, sögðu í dag, að „freisisunnendur“ í Paraguay hafi skipulagt morðið. Stjórnin í Managua lét ekkert frá sér fara opinberlega um málið í dag. Somoza kom til Paraguay í ágúst 1979 og hefur notið gest- risni stjórnarinnar þar síðan. Hefur hann lifað í miklum vel- lystingum í skjóli Alfredos Stroessners forseta Paraguay. Sjá nánar um Somoza á bls. 22 í Mbl. i dag. Olíuverð hækkað en framleiðsla óbreytt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.