Morgunblaðið - 18.09.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980
„Út fyrir öll
hæfileg mörk“
Jón Sigurösson, rit-
stjóri Tímans, heldur
áfram að fjalla um fram-
ferói Alþýóubandalags-
manna í Flugleióamálum
og segir í forystugrein í
blaði sínu í gœr, aó þeir
hafi fariö út fyrir öll hœfi-
leg mörk. Hann segir:
„Þaó er ekkert undar-
legt þótt leiöarahöfundur
Þjóóviljans hafi komist I
uppnám þegar málsvarar
Alþýóubandalagsins uróu
uppvísir aó hraklegum
vinnubrögóum í Flug-
leióamálinu. Og þaó
veróur varla talið undar-
legt þótt hann reyni aó
klóra eitthvað í bakkann
og bera blak af sínum
mönnum.
Reyndar er þaó ekkert
undarlegt heldur aó hann
misskilur meó öllu þaó
sem aörir hafa fundið aó
vió fulltrúa Alþýóubanda-
lagsins. Undir áhrifum
Ólafs Ragnars Grímsson-
ar fer leiðarahöfundurinn
aó draga einhverja víó-
tœka pólitíska lærdóma
af því að framkoma
flokksbræöra hans í
þessu máli hefur valdió
almennri hneykslun. í
leiöara Þjóðviljans í gær
er þannig japlaö á göml-
um lummum eins og „at-
lögu aö frjálsri blaöa-
mennsku" og „eftir tíma-
bil framfara er nú komið
aó afturhaldinu að hefja
gagnsókn", eins og þaó
er oróaó.
Þessir lærdómar Þjóó-
viljans eru út ■ hött. Þaó
sem um er aó ræóa f
þessu máli er einfaldlega
þaó að málsvarar Al-
þýóubandalagsins í
þessu máli hafa farió út
fyrir öll hæfileg mörk.
Þeim hefur veriö bent á
þetta, og þeir hafa aó
sjálfsögóu hlotið litlar
þakkir fyrir í sínum eigin
flokki.**
„Þessir menn
eru ekki
heilagar kýr“
Þá segir Jón Sigurös-
son ennfremur:
„í leióara Þjóðviljans í
gær er haldið áfram
sundurleitustu dylgjum
um athafnir og ákvaróan-
ir stjórnar Flugleiða hf.
Tíminn hefur ekki tekiö
neina afstöóu til innri
málefna þessa fyrirtækis
og eftirlætur Þjóóviljan-
um þess háttar „rann-
sóknarblaóamennsku“.
Tíminn hefur hins vegar
lagt áherslu á mikilvægi
flugrekstrarins fyrir þjóó-
ina og þjóóarbúiö í heild,
og hvatt til þess aó menn
taki höndum saman í
staó þess aó halda uppi
innbyróis skærum og
klofningi.
Á þessu stigi málsins
er þaó aó sjálfsögöu
mikilvægast aö
samkomulag náist um
skynsamlegar aógerðir til
þess aó treysta þennan
mikilvæga þátt sam-
göngumálanna, enda er
mikió í húfi jafnt aó því er
lýtur aö gjaldeyrisöflun
og atvinnuástandi.
Og þessum meginþátt-
um málsins veróur aö
halda utan við blaórið í
legátum Alþýöubanda-
lagsins.
En þaó er einnig annað
sem leióarahöfundur
Þjóóviljans hefur misskil-
ió, og þaó er að flokks-
bræóur hans eru ekki
heilagar kýr sem enginn
má anda á. Samstarf er
best með heilindum og
hreinskilni, og þegar
menn gera vitleysur, eins
og málsvarar Alþýðu-
bandalagsins hafa nú
gert, hafa þeir gott af því
aó bent sá á þær. Því þarf
ekki einu sinni aó fylgja
neinn illvilji.
Og af því að leióarahöf-
undi Þjóóviljans er annt
um frjálsa blaóa-
mennsku, eftir því sem
segir í blaói hans í gær,
þá er ef til vill ómaksíns
vert aö minna hann á aó
aórir hafa líka málfrelsi á
landi hár. Það er enginn
einkaráttur Alþýöuband-
alagsmanna aö skamma
allt og alla og gera öðrum
upp skoóanir eóa til-
hneigingar.
Þessir menn eru ekki
heilagar kýr.“
Náttúruminjaskrá Yestfjarða
umfangsmesta verkefnið
AÐALFUNDUR vestfirzkra nátt-
úruverndarsamtaka var haldinn
i Reykjaskóla laugardaginn 30.
áiíúst si. Formaður, Lára G.
C idsdóttir, rakti störf stjórnar,
ot minntist Helga Þórarinssonar
b<)nda i Æðey. Þá voru á fundin-
um flutt tvö erindi, farið var i
ökuferð um innanvert ísa-
fjarðardjúp og einnig voru á
aðalfundinum samþykktar
nokkrar tillögur, sem varða nátt-
úruvernd i Vestfirðingafjórðungi
og verndun hvala.
í stjórn voru endurkosin: Lára
G. Oddsdóttir formaður, Sigríður
J. Ragnar, Oddur Pétursson, Ás-
geir S. Sigurðsson og Sigrún
Guðmundsdóttir.
Á fundinum voru málefni frið-
landsins á Hornströndum rædd í
samstarfsnefnd heimamanna.
Einnig gerði Guðmundur P.
Ólafsson grein fyrir för sinni um
ísafjarðardjúp þar sem hann
safnaði upplýsingum fyrir gerð
náttúruminjaskrár Vestfjarða. Er
hér um að ræða umfangsmesta
verkefni samtakanna.
ALLT TIL
MCRFESTINGA
B.B. BYGGINGAVÖRUR HE
SUOURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
Öllum þeim er auðsýndu mér vináttu á
áttrœðisafmœli mínu 5. september sl.
sendi ég kærar þakkir.
Guðríður Einarsdóttir,
Austurbrún h-
Innilegar þakkir til ykkar allra sem glöddu mig á 75 ára
afmæli m'inu þann 6. sept. sl. á Landakotsspítala meö
heimsóknum, blómum, gjöfum og skeytum.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Sigvaldadóttir, Mosfelli.
Leikfimi
7 vikna námskeiö hefst mánudaginn
22. september í Austurbæjarskóla.
Kennari veröur Rósa Þórisdóttir.
Innritun og upplýsingar í síma 14087
og 29056.
íþróttafélag kvenna.
Kjólar — Peysur
Nýtt fjölbreytt úrval af kvöldkjólum í öllum stæröum,
hagstætt verö.
Dömupeysur — Mohair-Boucle. Ódýrar skólapeysur,
jakkapeysur og vesti í úrvali.
Opiö 9—18.
Fatasalan Brautarholti 22,
Inngangur frá Nóatúni.
Málverkauppboó
veröur haldiö aö Hótel Sögu
fimmtudaginn 25. sept. kl. 20.30.
Tekið veröur viö myndum til uppboös aö
Laugavegi 71. Kiausturhóiar.