Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 Anna Bjarnadóttir skrifar frá Bandaríkjunum Fjölmiðlar og stjórnmál ForsetakosninKabaráttan viröist lengjast í Bandaríkjun- um meö hverju kjörtimabilinu, sem líður. Aliir eru jafnóánæKÖ- ir með þá þróun, en enginn viröist tilhúinn aö axla ábyrtfö- ina eða gera neitt í málinu. Gatfnrýnendur fjölmióla kenna þcim um og sejfja, að afkomu þeirra væri bezt borffiö, ef baráttan stæði i fjójfur ár, og þess vejfna stefni óðum í þá átt. Starfsmenn fjölmiðla ök aörir talsmenn þeirra seKja, að fjöl- miölar Kreini frá þvi, sem íréttnæmt þykir, ok Kerðir ok athafnir frambjóöenda falli undir það. Sjónvarpsstöðvarnar þrjár, CBS, ABC og NBC, sem nást um öll Bandaríkin, sæta mestri gagnrýni. Þær ná til flestra kjósenda, en 98% af öllum heim- ilum í Bandaríkjunum hafa eitt sjónvarpstæki eða fleiri. Margir telja áhrif stöðvanna gífurleg og mun meiri en dagblaða eða útvarpsstöðva. Dagblöð helztu stórborganna, eins og New York Times, Washington Post, Los Angeles Times, Chicago Tribune og Wall Street Journal, sæta þó einnig oft gagnrýni, en útvarp gegnir litlu hlutverki í banda- rískum stjórnmálum. Auglýsingar eru eina tekju- lind sjónvarpsstöðva. Barátta stöðvanna um áhorfendur, og um leið auglýsendur, er því býsna hörð. Flestir blaðalesend- ur eru tryggir einu blaði og láta sér nægja að fletta áfram, þegar þeim leiðist frétt eða grein. En sjónvarpsstöð á stöðugt á hættu að missa áhorfendur til keppi- nautanna, ef þeim leiðist efnið, sem boðið er upp á þá stundina. Sjónvarpsstöðvunum er því mjög í mun að halda áhuga áhorfenda, og það gildir jafnt í fréttum sem öðru sjónvarpsefni. Fjöldi forkosninganna gerði það að verkum, að fréttir af þeim minntu oft einna helzt á íþróttafréttir. Ronald Reagan og Jimmy Carter virtust öruggir um útnefningu flokka sinna, eftir að þeir sigruðu í forkosn- ingunum í Illinois 18. marz sl. En keppinautar þeirra gáfust ekki upp, og fjölmiðlar reyndu að halda spennu í baráttunni fram yfir landsþing flokkanna í júlí og ágúst. Um 12 þúsund starfsmenn fjölmiðla sóttu landsþingin, þótt flestir væru sammála um, að þar myndi ekki bera til stórtíðinda. Sjónvarpsstöðvarnar þrjár sendu hver um sig um 650 manns. Dagskrá þinganna var samin með fjölda sjónvarps- áhorfenda í huga, og sjónvarpað var beint frá fundum þess. Ræður útvalinna ræðumanna voru sýndar, en áhuga áhorfenda var aðallega haldjð með viðtöl- um við frægt fólk, samtölum frægra fréttamanna og æsi- fregnum, en stjórnmálamönnum var jafn umhugað um og sjón- varpsstöðvunum, að áhorfendur slökktu ekki á tækjum sínum. Raunin varð þó sú, að lítill áhugi reyndist meðal áhorfenda, og stór hluti þeirra kaus heldur að horfa á gamla skemmtiþætti eða bíómyndir frá öðrum stöðvum. Vangaveltur um varaforseta- efni Reagans gerðu landsþing repúblikana áhugavert. En spurningin á þingi demókrata var öllu bitastæðari: Skyldi Edward Kennedy styðja Jimmy Carter og flokkurinn ganga sam- einaður til kosninga? Fréttaþul- ir sjónvarpsstöðvanna, Walter Cronkite hjá CBS, John Chanc- ellor á NBC og Frank Reynolds hjá ABC, veltu þessu fyrir sér fram og aftur, og minntu oft einna helzt á þuli sakamála- þátta: „Stay tuned for the con- clusion of our broadcast. We will return after this brief message." Þeir horfðu yfir þingið úr stórum básum, og tilvist þeirra fór ekki fram hjá neinum. Fréttamenn sjónvarpsstöðvanna njóta hylli á við Holly- woodstjörnur. Mörgum þykir t.d. mun meira til þess koma að sjá Dan Rather, sem er krónprins Cronkites, augliti til auglitis, heldur en pólitíkusa á við Reag- an eða Walter Mondale. Þetta voru síðustu þing Cronkites, en hann hefur fylgzt með 14 slíkum síðan 1952. Hann nýtur geysi- legrar virðingar, en hefur staðizt þá freistingu að fara sjáifur út í pólitík, þótt margir telji, að hann gæti flutzt í Hvíta húsið vandræðalaust. A blaðamannafundum svara stjórnmálamenn yfirleitt spurn- ingum fréttamanna stærstu fjöl- miðlanna fyrst. En á landsþing- unum 1976 og aftur 1980 nutu nokkrir blaðamenn góðs af smæð sinni — í bókstaflegri merkingu. Þeir voru starfsmenn tímaritsins Children’s Express, sem börn undir 13 ára aldri skrifa í. Children’s Express var fyrst með fréttir af ákvörðun Carters að velja Mondale sem varaforsetaefni sitt 1976. Blaðamenn þess segja, að þeir frétti hluti á ólíklegustu stöðum, t.d. í lyftum milli hæða, þegar fróðir menn ræða málin og taka ekki eftir krakkanum, sem mæn- ir á þá athugulum augum. Þeir fá oft greinarbetri svör við einföldum spurningum en þaul- reyndir fréttamenn, sem stjórn- málamenn eru sífellt á verði gegn. Stjórnmálamenn taka börnin ekki mjög alvarlega, og kosturinn við þau er sá, að þau gera það ekki heldur. Mikið er gert úr áhrifum fjölmiðla á skoðanamyndun al- mennings. Þó voru 95% banda- riskra dagblaða á móti Franklin D. Roosevelt á sínum tíma, en hann var kjörinn forseti fjórum sinnum. Það var fyrir daga sjónvarpsins. Nú eyða frambjóð- endur stærstum hluta kosn- ingasjóða sinna í auglýsingar í sjónvarpi og gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að vera í kvöldfréttum sjónvarpsstöðv- anna. Þeir, sem hafa rannsakað áhrif auglýsinga, eru flestir sammála um, að kjósendur geri ekki upp hug sinn um frambjóð- endur af auglýsingum einum saman, frekar en um bíla eða baðsápur. Þeir telja auglýsingar þjóna tvennum tilgangi: Þær minni kjósendur á, að kosningar séu framundan og efli sannfær- ingu þeirra, sem þegar hafa tekið ákvörðun. I kosningunum 1968 eyddi Richard Nixon helmingi meira fé í sjónvarpsauglýsingar en Hub- ert Humphrey, en sigur Nixons í kosningunum var ekki í neinu samræmi við það. Auglýsingar frambjóðenda eru allt frá hálfri mínútu upp í fimm mínútur. Helztu kostir frambjóðendanna eru dregnir fram, oft á kostnað keppinautanna, og reynt er að segja sem minnst á sem áhrifa- ríkastan hátt. Ein frægasta auglýsing nokk- urs frambjóðanda var sýnd að- eins einu sinni í kosningunum 1964. Hún sýndi barn að leik með blóm, á meðan karlmannsrödd taldi niður að eldflaugarskoti. Það varð kjarnorkusprenging, og áhorfendur voru minntir á að kjósa Lyndon B. Johnson for- seta. Auglýsingin komst eins nærri og hægt var, án þess að nefna nafn Barry Goldwaters, að segja, að stuðningur við Gold- water væri stuðningur við kjarn- orkustyrjöld. Auglýsingar Jimmy Carters í forkosningabaráttunni í ár þóttu klókar. Minnt var á vandræði í einkalífi Kennedys með að leggja áherzlu á hlutverk Cart- ers sem fjölskylduföður, og al- menningur á götum úti tjáði sig um forsetann á jákvæðan hátt. Ronald Reagan er þaulvanur kvikmyndavélum frá fyrri starfsferli sínum og kann að nota þær vel. Hann ræðir efna- hags- og utanríkismál í auglýs- ingum sínum og virðuleg fram- koma hans bendir helzt til þess, að hann hafi verið forseti undan- farin 20 ár. Áhrif auglýsinga eru kannski takmörkuð, en það er afar mik- ilvægt fyrir frambjóðendur að vera stöðugt í sviðsljósinu. Kappræður þykja einna mikil- vægastar. 1960 horfðu 80% þjóð- arinnar á kosningaaldri á eina eða fleiri af fjórum kappræðum Johns F. Kennedys og Nixons. 1976 horfðu 90% á að minnsta kosti eina af þremur kappræðum Carters og Geralds Fords. í ár hafa miklar deilur verið um kappræður frambjóðendanna. John Anderson vill ólmur vera með, svo að kjósendur taki sjálfstætt framboð hans alvar- lega. Carter vill skilja hann útundan við fyrri kappræðurnar svo að hann og Reagan geti tekizt á í friði. En Reagan vill, að Anderson verði með í báðum kappræðunum, sem hann hefur fallizt á, því Anderson mun væntanega taka fleiri atvkæði frá Carter en honum sjálfum. Sjónvarp hefur gert frambjóð- endum kleift að tala beint til kjósenda. Hlutverk flokkanna hefur minnkað verulega við það. Fjölmiðlar og fréttamenn þeirra hafa að miklu leyti tekið við hlutverki flokkanna. Þeir segja frá og skýra stefnu stjórnmála- mannanna og hvernig þeir standa sig á framboðsfundum eða í embætti. Segja má, að bandarískir fjölmiðlar gegni hlutverki stjórnarandstöðu, sama hver fer með stjórn, og séu þannig liður í stjórnkerfi lands- ins. En lífið er þeim auðveldara en stjórnmálamönnunum, þvi fjölmiðlar þurfa aldrei að leggja til úrræði eða bera ábyrgð á vandamálum þjóðarinnar. — ab (Stuðzt vlð American Film uk ~U.S. Politics in the Video Ageu, eítir Everett C. Ladd Jr.) Walter Cronkite, fréttastjóri CBS. Dan Rather. Mörgum þykir skemmtilegra að sjá hann en einhverja pólitikusa. \ASiIIM.ION John Chancellor, fréttaþulur NBC. Frank Reynolds, fréttaþulur ABC.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.