Morgunblaðið - 18.09.1980, Page 19

Morgunblaðið - 18.09.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 19 Það er í raun ekki eins óal- gengt og margur álítur að virk listgáfa gangi í erfðir, dæmin eru þó nokkur. Hins vegar er það ekki eins algengt að eiginleik- arnir fái sömu aðstæður til að dafna og njóta sín, — það þarf nefnilega ótvírætt ákveðin skil- yrði til að hæfileikarnir njóti sín til fulls og gáfan kann að dreifast á margar listgreinar innan sömu fjölskyldu. Þó er alveg rétt, að í mörgum tilvikum er það ákaflega erfitt að feta í fótspor foreldra sinna eða systk- ina er fram úr hafa skarað í einhverri ákveðinni listgrein. Stundum hafa menn breytt um nafn til að vera alveg óháðir frægð ættmenna sinna og njóta ekki óverðskuldaðs ávinnings af virtu ættarnafni í listaheimin- um og/eða lifa í skugga viðkom- andi. Hér getum við í einn stað nefnt Duchamp-fjölskylduna en þeir munu ennþá fjölmargir sem gera sér ekki grein fyrir að bógarnir Marchel Duchamp og Jaques Villon voru bræður auk þess sem að systkini þeirra Suzanne Duchamp og Raymond Mvndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Duchamp-Villon voru einnig á heimsmælikvarða í myndlist- inni. En menn þekkja vafalítið allnokkrir til Wyeth-fjölskyld- unnar amerísku en þrír ættliðir eru þar nafntogaðir myndlist- armenn. Svo er dæmið líka þannig að menn geta sem kunn- ugt er verið bæði virkir sem óvirkir vímuefnaneytendur á hin aðskiljanlegustu efni. Þessir eig- inleikar ganga einnig í erfðir að vissu marki en hér spila einnig aðstæður og uppeldi inn í það á hvorn veg eiginleikarnir þróast. Fallþunginn er ekki ævinlega hinn sami meðal einstaklinga innan sömu fjölskyldu en það kemur fyrir að hæð, ummál og þyngd er svipuð, sömuleiðis útlit og litarraft. Hitt er miklu al- gengara að gen og litningar dreifist innan fjölskyldu, hæfi- leikar og skapgerð sömuleiðis. Ég nefndi hér fyrir framan vímuefnaneytendur með ásettu ráði því að iðkun lista er ótví- rætt hliðstæð vímuefnaneyzlu, en hins vegar með góðum og hollum eftirköstum í flestum tilvikum. Þessi formáli er til kominn vegna þess, að mér þykir full- mikið hafa verið vísað til for- eldris Unu Dór'u Copley, sem um þessar mundir sýnir allmörg verk sin í anddyri Norræna hússins og á það bæði við í fréttum, viðtölum og listrýni. — Víst er Una Dóra undir áhrifum frá foreldrum sínum enn sem komið er en það eru holl og góð áhrif sem hún vafalaust þrosk- ast frá með tíð og tíma. Ennþá er list hennar í ungæðislegri gerjun, — hún vinnur hratt og ákveðið og lætur tilfinningarnar ráða ferðinni, en svið þeirra virðist ríkt ög safamikið. Una Dóra er fjörmikil, rómantísk og opinská, en svo kemur hún a.m.k. fyrir í framkomu og myndum sínum og hefur vafalít- ið erft heilmikið af verðmætum eiginleikum frá foreldrum sín- um. Myndsvið hennar einkennist mjög af klippmyndum en fyrir slíkar var Nína móðir hennar vel þekkt, — en gætum þess einnig að þetta gera ungir sem aldnir í stórum stíl austan hafs og vest- an nú um mundir og þar á meðal fjöldi íslenzkra listamanna, — ekki eru hér allir undir áhrifum frá Nínu! Nei, síður en svo. Hitt er annað mál að expressjónískur skaphiti birtist í ríkum mæli hjá Unu Dóru, er mjög sver sig til foreldranna og mér þykir það einungis vita á gott. En svo er Una Dóra einnig undir allt öðrum áhrifum sem koma vel fram í fíngerðri litameðferð eins og t.d. í myndinni „Röndótt stúlka" og mörgum öðrum fín- gerðum litasinfóníum er sverja sig í ætt við ameriska nútímalist og margvíslegar tilraunir í sömu veru víða um heim. Ég læt þetta nægja en undir- strika, að mér þótti þetta hressi- leg og mjög lífræn frumraun sem gefur fyrirheit um að Una Dóra hafi alla möguleika til að láta verulega að sér kveða á vettvangi myndlistar er fram líða stundir. Bragi Ásgeirsson. Bæklingur um álmótun og vinnslu ÚT ER kominn bæklingurinn ÁL — mótun og vinnsla. en eins og nafnið bendir til er þar fjallað um framleiðslu og vinnslu hluta úr áli og ieiðbeint um val á aðferðum, efnum og verkfærum. ÁL — mótun og vinnsla er þriðja ritið sem Skanaluminum, norræn samtök áliðnaðarins, hafa gefið út á íslenzku um ál, notkun- armöguleika þess og meðhöndlun. Áður eru komnar út bækurnar ÁL — suðuhandbók, Tig-Mig, sem fjallar um Tig-Mig-suðu og ÁL — samskeyting, sem fjallar um ýms- ar aðferðir við samskeytingu á áli, svo og hnoðun, límingu, lóðn- ingu og ýmsar aðferðir við álsuðu. Bækur þessar eru ætlaðar sem kennslubækur fyrir iðnnema og handbækur fyrir iðnaðarmenn og hönnuði. Þær fást í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bóka- búð Olivers Steins. Kristileg- ir sækja á IlamborK, 16. september. — AP. SAMKVÆMT skoðanakönnun AIl- enbach-stofnunarinnar í V-Þýzka- landi hafa kristilegir demókratar og samstarfsflokkur þeirra i Bæj- aralandi, Kristilega sósialsamband- ið, CSU, sótt talsvcrt á undanfarnar vikur. Kosningar fara fram þann 5. október. Samkvæmt skoðanakönn- uninni hljóta jafnaðarmenn undir forustu Ilelmut Schmidts 45,1%, kristilegir demókratar og CSU 45% og frjálsir demókratar 7,7%. Stjórnarflokkarnir tveir, jafnað- armenn og frjálsir demókratar hafa misst samanlagt fylgi á undanförn- um vikum. Fyrir þremur vikum fengu jafnaðarmenn 46,8% í skoð- anakönnun, kristilegir demókratar og CSU 43% og frjálsir demókratar 7,6%. Olía út af N-Noregi Frá fréttaritara MorKunhlaðsins. ÓalA i Itar STATOIL er komin á slóð olíu út af strönd Norður-Noregs. Nokkur olía fannst þegar borpallurinn „Ross Rigg“ hafði borað niður á 3.000 metra dýpi á Tromsöflaket. Óvíst er hvort magnið er nógu mikið til þess. að framleiðsla sé möguleg. en oliufundurinn hendir til þess að verið geti að mikil olia sé einnig norðan við 62. breiddarbaug. „Ross Rigg“ á að bora um 700 metra í viðbót. Upplýsingar frá borholunum sýna, að á 3.000 metra dýpi eru svipuð lög og í Norðursjó, cr hafa aö geyma olíu og gas. Norsk Hydro borar eftir olíu á Halten-banka fyrir utan Þrændalög. Enn sem komið er hefur ekki fundizt olía í þeirri borholu. — Lauré. B(ðið á meðan smurt er eða skiljið bllinn eftir. Með því að láta smyrja bifreiðina reglulega, eykur þú þar með endingu, jafnframt því sem endursöluverð bifreiðarinnar verður hærra. Við hjá Heklu hf. bjóóum uppá fullkomna smurþjónustu á öllum tegundum bifreiða í smurstöð okkar. Líttu við hjá okkur, næst þegar bifreiðin þarfnast smurningar. n

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.