Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 Þarna eru „strákarnir“ að íleivfja torfinu af hestunum en svo fara þeir aðra ferð og ná í meira torf — það þarf mikið torf i hvert hofuðból. Þarna tekur gamii timinn við af nútimanum — lengra var ekki hægt að komast með torfið á bíl. En hvað ætli Björn Hitardælakappi heföi hugsað ef hann hefði rekist á þetta furðuverk þarna við vatnið? Þarna er Kristján að rista torf — það er handhægt byggingarefni sem auðvelt er að sniða til eftir þörfum. Kvikmynd ísfílm um Gísla sögu Súrssonar: Framkvæmdum í Hítardal lokið - taka myndarinnar hefst í vetur Að undanförnu hefur ísfilm staðið fyrir sérkennilegum framkvæmdum í Hítárdal. Mýrarsýslu. Þar hafa verið reistir tveir „torfhæir“ með allfornlegu sniði, eins og sést á myndunum. Er hér um að ræða undirbúning að töku kvikmyndarinnar um Gísla sögu Súrssonar og munu hæði þessi höfðingjasetur verða notuð við kvikmyndatökuna. Aætlað er að taka myndarinnar hefjist í marz á næsta ári og verða þá mynduð þau atriði sögunnar sem gerast að vetri en aðaltakan mun fara fram næsta sumar. Hítardalur er forn sögustaður og munu flestir minnast Bjarnar Hítardælakappa þegar nafn dals- ins ber á góma. Eru fjölmörg örnefni þarna í dalnum tengd sögu Bjarnar, t.d. standa bæirnir tveir sem Isfilm hefur reist í Hvítings- hjöllum (Hvítingshjalla) sem draga nafn sitt af Hvítingi, reið- hesti Bjarnar. Þarna við fjallsræt- urnar var Birni gerð fjölmenn fyrirsát og hann drepinn. Björn var þá á leið til hrossa þeirra erinda að klippa þau. Hafði hann skæri mikil og bitur, en lélegt sverð. Kastaði hann sverðinu, þeg- ar tilræðismennirnir réðust að honum, en varðist með skærunum og varð mörgum manni að bana áður en þeir lögðu hann að velli. Sandfellið, sem hér sést á með- fylgjandi mynd, telja sumir að sé Grásteinn, sem talað er um í sögu Bjarnar, — þar upp ætlaði Björn að forða sér en óvinir snöruðust í veg fyrir hann og varð honum ekki undankomu auðið. Er blaðamaður Morgunblaðsins átti leið um Hítardal fyrir skemmstu, voru framkvæmdir ís- film þar komnar á lokastig. Lokið hafði verið við neðri bæinn, Sæból, — þar sem Gísli bjó fyrst og er það mikið hús, alls um 28 metrar á lengd auk hlöðu sem stendur að húsabaki. Hinn bærinn, Hóll, — sem Gísli flytur í eftir að „þeir Súrssynir skilja félag sitt“, stend- ur á bökkum Hvítárvatns, ofar í dalnum. Bygging þess bæjar var ekki að fullu lokið og sést því vel á myndunum hvernig þessir bæir eru gerðir. Er fyrst slegið upp trégrind með því lagi sem bærinn á að hafa en síðan tyrft yfir tvær umferðir, — í fyrri umferðinni er torfunum snúið öfugt, þannig að grasið veit niður, en í þeirri síðari rétt. Meðfram öllum bæjarhúsum er gerður gerfigrjótgarður úr torfi og mikil vinna lögð í að gera allan dyraumbúnað sem eðlilegastan, því að í kvikmyndinni munu menn sjást fara inn og út úr bæjarhús- unum. Innandyra er ekki eins glæsilegt um að litast, — þar verður ekki um þvert hús komist fyrir sperrum og styrktarstoðum, enda ekki ætlunin að kvikmynda inni í þessum bæjum. ÖIl kvik- Jón Hermannsson, kvikmynda framleiðandi. myndataka mun fara fram í sér- stöku stúdíói þar sem innviðir bæjanna verða reistir, — líklega í vöruskemmu sem aðstandendur kvikmyndarinnar hafa augastað á í Kópavogi. Jón Þórisson, leikmyndagerðar- maður, hefur ráðið allri gerð torfbæjanna en um tíu menn unnu við að reisa þá og tók verkið rúmlega mánuð. Þáð var forvitni- legt að fylgjast með verkinu, þegar verið var að ljúka tyrfingu höfðingjasetursins að Hóli, og léti maður ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur, var engu líkara en tíminn hefði runnið til baka aftur í gráa forneskju. Þarna minntu allar tiltektir á vinnubrögð fyrri alda og voru menn allverklegir við að rista torfið og snara því upp á bæjarhúsin. Ekki eru bílvegir við Hítarvatn og gat því að líta hestalest, klyfjaða torfi, á leið upp að bænum en í baksýn gnæfði Sandfell, — snarbratt og ógnandi. A hverri stundu átti maður von á að sjá Björn Hítardælakappa skunda neðan dalinn með „man- skæri mikil á linda ok hött á höfði ok skjöld á hlið“. Landslagið við Hítarvatn hefur varla breyst mikið síðan á land- námsöld, — það er fjölbreytt og ósnortið, en þetta tvennt réði mestu um að staðurinn var valinn til kvikmyndatökunnar. Eigendur ísfilm eru þeir Ágúst Guðmundsson, leikstjóri; Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur og Jón Hermannsson, kvikmynda- framleiðandi. Blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi við Jón Her- mannsson um kvikmyndina og var hann fyrst spurður um hversu mikill kostnaður yrði við gerð hennar. „Upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 250 milljónir króna en sé gert ráð fyrir verðbólgunni og ýmsum viðbótarútgjöldum, má búast við að kostnaðurinn verði orðinn 400 milljónir króna þegar myndin verður fullgerð, væntan- lega í byrjun árs 1982“, sagði Jón. „Það er ekki óeðlilegt að kostnað- urinn við gerð sviðsmyndar í tímabilsmynd eins og þessari sé u.þ.b. einn þriðji af heildarkostn- aðinum. Framkvæmdirnar í Hít- ardal kostuðu um 30 milljónir króna en þar verða teknar um helmingurinn af útisenunum í kvikmyndinni. Einnig munu fara fram tökur á Breiðafjarðareyjum, í Geirþjófsfirði og Dritvík á Snæ- fellsnesi. Þá verður komið upp þingstað vegna myndarinnar næsta sumar en staðsetning hans er ekki ákveðin ennþá. Það er mikill kostnaður sem felst í gerð myndar sem þessarar. Ég var í Englandi fyrir skömmu og komst þá í kynni við John nokkurn Stears, sem er meðal færustu sérfræðinga í því að framkvæma tæknibrellur í kvik- myndum. Það kom til tals að hann tæki að sér að sjá um bardagasen- ur í kvikmyndinni fyrir okkur og lýsti hann sig reiðubúinn til þess. Kostar hann, ásamt aðstoðar- mönnum sínum, 12 milljónir á viku sem er óneitanlega töluverð upphæð." Hvernig hefur kvikmyndin um Gíslasögu Súrssonar verið fjár- mögnuð? „Við munum nota alla þá pen- inga sem koma inn fyrir Land og syni en það fé mun að sjálfsögðu hvergi nærri duga til. Að öðru leiti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.