Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 21 Hóll, — þangað ílutti Gísli eftir að „þeir Súrssynir skilja félag sitt“. Lokið hefur verið við að setja fyrsta torfulagið á bæinn sem er um 17 metra langur. Framar á túninu eru fjós og hlaða — tilbúin undir tyrfingu. Jón Þórisson, leikmyndargerðarmaður, stendur þarna í bæjardyrun- um á Sæbóli. Hann réði gerð bæjanna og staðsetningu. Sandfell. Fremst á myndinni sést hvar Hvitá rennur um miðjan dal en upp við fjallsræturnar sést Sæból ef vel er gáð — torfbæir eru ekki áberandi byggingar. verður kvikmyndin fjármögnuð í gegn um hið almenna lánakerfi og eru það sömu lánastofnanir sem hlaupið hafa undir bagga með þessa kvikmynd og hjálpuðu okkur með Land og syni á sínum tíma. Það er fyrst og fremst vegna þess hve kvikmyndin Land og synir gekk vel að við töldum okkur fært að fara út í töku þessarar myndar. Nú er verið að sýna hana í Noregi en þaðan fer hún til Þýzkalands þar sem hún verður sýnd með þýzku tali. Þá verður hún sýnd í Austurríki og Sviss en fer þaðan til Bandaríkjanna, þar sem hún verður sýnd á norrænni kvikmyndaviku Museum of Mod- ern Art í New York og kvik- myndahátíðum í Chicago og Los Angeles. í október verður hún endursýnd hér á landi, bæði í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Kvikmyndin um Gísla sögu Súrssonar er mynd af þeirri stærðargráðu í kostnaði að hún kemur aldrei til með að borga sig upp hér á íslandi og við verðum aífarið að treysta á að hún nái nokkuri aðsókn erlendis. Þess vegna höfum við í athugun að myndin verði leikin á einu tungu- máli öðru en íslenzku og kæmi þá helst enska til greina." Að lokum spyr ég Jón hvernig sagan verði notuð í myndinni og hvort byrjað sé að ráða leikara í einhver hlutverk? „Það er eiginiega ekki mitt að svara þessari spurningu, — Ágúst Guðmundsson hefur alfarið séð um gerð kvikmyndahandritsins. Ég get þó sagt að kvikmyndin fylgir sögunni í öllum meginatrið- um að því leiti sem hún gerist hér á íslandi — þeim hluta sögunnar sem gerðist erlendis verður alveg sleppt. Málfarið í myndinni verður nútimaleg íslenzka, — 19. aldar íslenzka getum við sagt. Við gerð sviðsmyndar og búninga verður reynt að nálgast raunveruleikann á þeim tíma sem sagan gerist á eftir föngum. — Það hefur ekki verið ráðið í neitt hlutverk enn — það eru tiltölulega fá stór hlutverk í þessari kvikmynd en auka- og uppfyllingarhlutverk fjöldamörg, t.d. verður mjög fjölmennt á þinginu sem verður eitt atriðanna í myndinni. Ágúst Guðmundsson er leikstjóri myndarinnar og sér jafnframt um kvikmyndahandrit- ið; Jón Þórisson, leikmyndagerð- armaður, sér um leikmynd og búninga; Sigurður Sverrir Páls- son, kvikmyndatökumaður, mun annast töku myndarinnar og að- stoðarleikstjóri verður Ingibjörg Briem. í önnur störf hefur ekki enn verið ráðið", sagði Jón að lokum. bó. Dæmd fyrir morð á barni Bangrui, 16. september. — AP. DR. JEAN-BRUNO Dedea- vode, sem var ákærður fyrir að myrða 10 mánaða gamalt barn að skipan Bokassa fyrrverandi keisara, mágs sins, var dæmdur til dauða i gær þegar réttað var aftur í máli hans. Ný réttarhöld voru fyrirskipuð vegna formgalla á hinum fyrri. Þau einnig leiddu til dauðadóms. Frá Yvonne Mbetigalama, sem hjálpaði Dedeavode að byrla barninu eitur, var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. í fyrri réttarhöldun- um var hún dæmd í tíu ára skilorðsbundið fangelsi. Barnið var sonur liðsfor- ingja, sem var líflátinn nokkr- um mánuðum áður fyrir meint samsæri gegn Bokassa, sem var steypt með stuðningi Frakka í ágúst 1979 og býr nú á Fílabeinsströndinni. Bok- assa óttaðist að barnið mundi hefna sín síðar ef það héldi lífi. ÚTSALA herrakild Z:?’ VELOUR SLOPPAR öthúlega Ugt vero. ÖTSALAN HÆTTIR EFT|r NOKKRA DAGA. NOTIO TŒKIFÆRIO OG GERIo HAGSTÆÐ 'HNKAUp Egill Sacobsen Austurstræti 9 ræða heildsölu, smásölu, veitingarekstur, afgreiðslur eða birgöageymslur - hafa Skrif- stofuvélar h.f. lagt áherslu á fjölbreytni í tegundum og gerðum „búðarkassa" frá viðurkenndum framleiðendum. Skrifstofuvélar h.f., tæknideild og söludeild, búa að áratuga reynslu og þjónustu i sam- bandi við „búöarkassa" þess vegna bjóðum við þér að njóta góðs af reynslu okkar. Allar ráðleggingar viðvíkjandi notkun reiknikassa, afgreiðslukassa og búðarkassa eru því fús- lega veittar. V«1C^ ? m \ SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. + —x _ Hverfisgötu 33 Sími 20560 KASSITIL SOLU! Er meb góöa bókhaldsþekkingu, undirstöiu í vörutalningu, og gefur rclt til baka! Hlutverk gamla, góða „búðarkassans" hefur breyst meira en lítið með árunum. Nú er til dæmis talið sjálfsagt, að kassinn geti gefið til kynna hve mikið eigi að gefa til baka hverju sinni, haldi birgðabókhald, hafi eftirlit með vörubirgðum, sé með innbyggða verð- skrá, sýni sundurgreinda sölu eftir hvern söludag, o.fl. Vegna mismunandi þarfa hinna ýmsu fyrir- tækja, sem nota kassa, - hvort sem um er að Við bjóðum þér að njóta góðs af reynslu okkar. HVERRSGATA 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.