Morgunblaðið - 18.09.1980, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980
Bandarikin:
Ákaf ar ofsóknir á hendur
andófsmönnum í Rússlandi
WashinKton. 17. sept. — AP.
HÁTTSETTUR starfsmaður
bandaríska innanríkisráðu-
neytisins, sem fer með mann-
réttindamál, sagði i gær. að
ofsóknir f Sovétríkjunum á
hendur andófsmönnum væru nú
„jafn ákafar og nokkru sinni
síðan Stalín leið“. Þessi ummæli
embættismannsins koma fram í
skýrslu. sem lögð hefur verið
fyrir utanrikismálanefnd full-
trúadeildarinnar.
„Á síðustu tólf mánuðum hafa
stjórnvöld í Sovétríkjunum hald-
ið uppi áköfum ofsóknum á
hendur andófsmönnum," segir í
skýrslunni. „Lögreglan leggur
andófsmenn í einelti, rýfur sam-
skipti þeirra við Vesturlönd,
beitir uppsögnum í vinnu, hand-
tökum, röngum sakargiftum,
hörðum dómum, útlegð innan-
lands eða neyðir þá til að flytjast
úr landi."
Þessi harða gagnrýni kemur
fram tveimur mánuðum áður en
efnt verður til Öryggismálaráð-
stefnu Evrópu í Madrid, en hún
á að meta hvernig staðið hefur
verið við ákvæði Helsinki-
sáttmálans. Sovétríkin hafa áð-
ur samþykkt að halda þau í
heiðri.
Óánægðir með
þróun fiskveiða
ÖhIó. 17. sepl. Krá frétt»ritar» Mbl.
NORSKA ríkisstjórnin mun í
næstu viku senda nefnd manna
til Kaupmannahafnar, Bonn og
Brussel til að leggja áherslu á
óánægju Norðmanna með þróun
fiskveiða í Norðursjónum.
Fiskiskip frá Danmörku, Eng-
landi og Vestur-Þýskalandi hafa
um langa hríð farið langt fram úr
samningsbundnum kvótum og 12.
september sl. sögðu Norðmenn
upp samningum við Efnahags-
bandalagið um markrílveiðar.
Norðmenn hafa einnig gefið í
skyn, að þeir muni segja upp
samningum um veiðar á öðrum
fisktegundum.
Þetta gerdist
18. september
1979 — Fréttir um að Nur Mo-
hammed Taraki, forseti Afghanist-
ans, hafi dáið af sárum eftir skot-
bardaga í forsetahöllinn í Kabul.
1978 — Utanríkisráðherra Egypta
og fastafulltrúi þeirra hjá SÞ segja
af sér vegna samkomulagsins í
Camp David.
1973 — Austur-Þýzkaland, Vestur-
Þýzkaland og Bahamaeyjar fá inn-
göngu í SÞ.
1967 — Bandaríkin ljúka smíði
gagnflaugakerfis gegn Kína.
1963 — Apartheid-nefnd SÞ hvetur
til banns við hergagna-og olíusölu til
SÞ.
1961 — Dag Hammarskjöld, fram-
kvæmdastjóri SÞ, ferst í flugslysi í
Norður-Rhódesíu.
1948 — Indónesískir kommúnistar
mynda stjórn á Jövu, en neyddir til
að hörfa.
1946 — Stepinac, erkibiskup í Króa-
tíu, fangelsaður.
1931 — Japanir setjast um Mukden
og taka mikilvæga staði í Mansjúríu.
1918 — Orrustan við Megiddo hefst.
1915 — Þjóðverjar lofa að hætta
kafbátaárásum á kaupskip.
1885 — Uppreisn brýzt út í Austur-
Rúmelíu og sameiningar við Búlg-
aríu krafizt.
1860 — ítalskur her Cavour greifa
sigrar her páfa við Castel Fidardon.
1851 — „New York Tirnes" hefur
göngu sína.
1838 — Richard Cobden stofnar fé-
lag til baráttu gegn korrilögunum í
Bretlandi.
1810 — Chile lýsir yfir sjálfstæði
frá Spáni.
1740 — Austurríki lætur Orsova,
Belgrad og Serbíu af hendi við Tyrki
með Belgrad-sáttmála.
1544 — Gústaf Vasa af Svíþjóð gerir
bandalag við Frakka til mótvægis
við bandalag Dana við Þýzkalands-
keisara.
324 — Sigur Konstantíns mikla í
Liltu Asíu.
Afmæli. Gilbert Burnet, enskur
klerkur og stjórnmálaleiðtogi
(1643—1715) — Dr. Samuel Johnson,
enskur rithöfundur og orðabókar-
höfundur (1709-1784) - Greta
Garbo, sænsk leikkona (1905---) —
Kwame Nkrumah, fv. leiðtogi Ghana
(1909-1972).
Andlát. 1721 Matthew Prior, skáld
— 1830 William Hazlitt, rithöfund-
ur — 1964 Sean O’Casey, leikrita-
höfundur.
Innlent. 1816 Prestaréttur dæmir
Sæmund Hólm — 1855 Jón Hjalta-
lín skipaður landlæknir — 1885 Lög
um stofnun seðlabanka staðfest —
1919 Faber kafteinn flýgur frá
Reykjavík til Vestmannaeyja —
1939 Gengið miðað við dollar í stað
punds — 1950 Áhöfn „Geysis" finnst
heil á húfi á Vatnajökli — 1957 d.
frú Georgía Björnsson — 1959
Yfirmanni Varnarliðsins vikið úr
starfi — 1973 „Lincoln" reynir að
sigla á „Ægi“ — 1977 Kröflu-umbrot
— 1900 f. Þórarinn Jónsson tónskáld
— 1879 f. Laufey Vilhjálmsdóttir.
Orð dagsins. Þegar ég var lítill
drengur var mér sagt að hver sem
væri gæti orðið forseti; núna er ég
farinn að trúa því — Clarence
Darrow, bandarískur lögfræðingur
(1857-1938).
Anastasio Somoza
Ana.sta.sio Somoza var síðasti
liður fjölskyldunnar, sem ráðið
hefur rikjum í Nicaragua um 40
ára skeið. Á sama hátt og faðir
hans lét hann lífið i banatilraeði
— ofbeldisfullur dauðdagi fyrir
ofbeldisfullan ráðamann í Latn-
esku Ameríku.
Somoza var útskrifaður frá
bandaríska herskólanum í West
Point og einu sinni var um hann
sagt, að hann væri „eini nemand-
inn í allri sögu skólans, sem hefði
fengið heilan her að gjöf þegar
hann útskrifaðist." Somoza fylgdi í
fótspor föður síns, Anastasio Som-
oza Garcia, og bróður, Luis, og varð
forseti Nicaragua árið 1967. Árið
1979 hrökklaðist hann frá völdum
fyrir skæruliðum sandinista og
leitaði hælis hjá Alfredo Stroessn-
er, einræðisherra í Paraguay.
Faðir Somoza komst til valda
árið 1936 þegar hann gerði byltingu
gegn þingræðislega kjörinni stjórn
í Nicaragua. Hann var ýmist yfir-
maður þjóðvarðliðsins eða forseti
þar til kúla tilræðismanns batt
enda á líf hans árið 1956. Eldri
sonur hans, Luis, var forseti frá
1957—1963 og lést af hjartaslagi
fjórum árum síðar.
Anastasio Somoza var fæddur 5.
desember 1925. Eftir nám í Banda-
ríkjunum var hann gerður að
majór í hernum og þegar bróðir
hans hafði tekið við forsetaemb-
ætti eftir lát föður þeirra var hann
skipaður yfirmaður þjóðvarðlið-
sins. Hann gerði þjóðvarðliðið að
sterkasta her í Mið-Ameríku og
beitti því óspart til að kveða niður
alla mótspyrnu í Iandinu.
Vinskapur Somoza og Banda-
ríkjamanna versnaði mjög árið
1978 þegar hann var sakaður um að
hafa stungið í eigin vasa milljónum
dollara, sem Bandaríkjamenn
veittu Nicaraguabúum vegna mik-
illa jarðskjálfta í landinu.
Somoza og fjölskylda hans höfðu
öll tök í efnahagslífi Nicaragua og
telja sumir að auðæfi hans hafi
numið meira en hálfum milljarði
dollara. Hann fór með landslög
eins og honum best líkaði en reyndi
Anastaslo Somoza
þó að gefa stjórn sinni lýðræðislegt
yfirbragð.
Árið 1977 var Somoza í Banda-
ríkjunum í þrjá mánuði til lækn-
inga. Skæruliðar vinstrimanna,
sem um tveggja áratuga skeið,
höfðu reynt að koma Somoza-
fjölskyldunni fratvöldum, létu þá
til skarar skríða og í fyrsta sinn
tók allur almenningur þátt í bar-
áttunni gegn einræðisherranum.
Somoza neitaði að segja af sér en
Sandinistar hertu sóknina og náðu
forsetahöllinni í ágúst 1978 og
héldu 1500 þingmönnum og emb-
ættismönnum stjórnarinnar föngn-
um þar til Somoza sleppti úr haldi
84 skæruliðum. Þó að Somoza beitti
þjóðvarðliðinu gegn uppreisnar-
mönnum fékk hann við ekkert
ráðið enda voru hermennirnir hon-
um ekki meira en svo trúir.
Undir lokin einangraðist Somoza
meir og meir og sagt er, að hann
hafi varið mestum tíma sínum með
ástmey sinni en kona hans hélt
hins vegar til í London og öðrum
stórborgum Evrópu.
í Paraguay lifði Somoza lífi
uppgjafa auðkýfings og lét sig
dreyma um að geta snúið aftur til
Nicaragua. Hann fann litla sök hjá
sjálfum sér en kenndi hins vegar
kommúnistum, Jimmy Carter
Bandaríkjaforseta og öðrum um
ófarir sínar.
Færeyjar:
Smyrill á siglingu inn Seyðisfjörð.
Ferjur hafa valdið
deilum innan stjórn-
arinnar frá upphafi
Frá JóKvani Aar«e, fréttaritara Mbl.
í Færeyjum. 17. september.
ATLI Dam lögmaður Færeyinga lagði í dag fram í færeyska
þinginu tillögu um þingiausnir. Tillagan kemur í kjölfar þess að
slitnað hefur upp úr samstarfi stjórnarflokkanna. Þingið tekur
tillögu lögmannsins til afgreiðslu nk. föstudag.
Deilan milli stjórnarflokk-
anna þriggja, Fólkaflokksins,
Jafnaðarmannaflokksins og
Lýðveldisflokksins, er sprottin
upp vegna áætlana um að
bílferjan Smyrill sigli milli
landa að vetrarlagi einnig.
Meirihluti landsstjórnarinnar
samþykkti áætlunina en Fólka-
flokkurinn lagðist gegn henni
og tilkynnti að ef landsstjórnin
endurskoðaði ekki afstöðu sína
til málsins teldi flokkurinn að
grundvöllur til frekara stjórn-
arsamstarfs væri brostinn.
Jafnaðarmannaflokkurinn og
Lýðveldisflokkurinn hafa síðan
haldið fundi meðal þingflokk-
anna og flokksstjórnanna og
hafa báðir ákveðið að halda
fast við fyrri ákvörðun sína.
Fólkaflokkurinn hefur lagt
fram tillögu í þinginu um að
Smyrill sigli ekki milli landa í
vetur. Enn er ekki ljóst hvort
tillaga þessi kemur til af-
greiðslu í þinginu. Þingið mun
greiða um það atkvæði á föstu-
daginn.
Systurskip
Smyrils keypt,
enn var Fólka-
flokkurinn á móti
Þessi málalok urðu til þess að
miklar deilur urðu milli Fólka-
flokksins og Jafnaðarmanna-
flokksins og var stjórnarkreppa
Atli Dam lögmaður 1 Færeyjum.
Fólkaflokkurinn
á móti
kaupum á Smyrli
Ferjukaup, siglingar ferja og
Smyrill, hafa verið vandræða-
börn stjórnarflokkanna allt frá
því þeir hófu samstarfið í
janúar 1975.
Strax fyrstu mánuðina eftir
að samstarfið hófst stóðu
flokkarnir frammi fyrir fyrsta
vandanum, hluti af
Fólkaflokknum var ekki sam-
þykkur kaupum á Smyrli. En
tillagan náði samt sem áður
fram að ganga í þinginu.
Smyrill hóf strax innan-
landssiglingar yfir vetrar-
mánuðina en á sumrin sigldi
hann bæði milli landa og inn-
anlands.
Færeyingar voru ekki ánægð-
ir með þá lausn mála og vorið
1979 lagði landsstjórnin fram
tillögu um að kaupa dönsku
ferjuna Lasse II. Ferja sú átti
að sigla milli landa allt árið um
kring þannig að Smyrill gæti
siglt innanlands allt árið.
Fólkaflokkurinn lagðist gegn
þessari tillögu og var hún ekki
samþykkt í þinginu.
í landinu í fleiri mánuði. En
þegar tillagan um nýjar kosn-
ingar fékk ekki samþykki og
ekki var heldur hægt að mynda
nýja stjórn gengu stjórnar-
flokkarnir þrír að samninga-
borði á ný og urðu sammála um
að halda áfram samstarfinu.
Samningur flokkanna gerði
ráð fyrir að keypt yrði ný ferja,
systarskip Smyrils. Fest voru
kaup á ferjunni í vor eftir að
þingið hafði samþykkt kaupin.
Enn var hluti Fólkaflokksins á
móti kaupunum.
Þessi nýja ferja hefur siglt
innanlands í Færeyjum í allt
sumar og Smyrill hefur í fyrsta
sinn aðeins siglt milli ianda í
allt sumar.
Fyrir viku síðan samþykkti
landsstjórnin að Smyrill skyldi
í vetur halda áfram að sigla
milli landa en Fólkaflokkurinn
hefur lagst gegn því á þeim
forsendum að sú sigling muni
ekki borga sig. Samkvæmt
áætlun mun Smyrill í vetur
sigla þessa leið í hverri viku:
Þórshöfn — Aberdeen —
Hanstholm — Stavanger —
Bergen — Þórshöfn. Hvort
þessi áætlun stenst er ekki
vitað með vissu ennþá.