Morgunblaðið - 18.09.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980
23
Veður
víða um heim
Akureyri
Am*t«rdam
Aþena
Baraelona
Berlín
BrOssel
Chícago
Feneyjar
Frankfurt
Faareyjar
Genf
Lissabon
London
Los Angeles
Madrid
Malaga
Mallorca
Miami
Moskva
New York
Oslo
París
Reykjavík
Rfó de Janeiro
Rómaborg
San Fransisco
Stokkhólmur
Tal Aviv
Tókýó
Vancouver
Vínarborg
3 rigning
18 skýjaó
31 heióskírt
26 þokumóóa
16 skíjaó
18 skýjaó
23 skýjaó
22 þokumóða
22 heióskirt
22 alskýjaó
19 rigning
16 heióskírt
heióskírt
heiðskírt
skýjaó
heiðskirt
33 heióskírt
18 heióskírt
28 skýjaó
31 heióskírt
27 mistur
27 léttskýjaó
30 skýjaó
15 heióskirt
20 skýjaó
12 rigning
24 skýjaó
7 léttskýjaó
24 skýjaó
31 heióskírt
20 heióskírt
18 heiöskírt
28 heióskírt
29 skýjaó
21 skýjaó
17 skýjaó
Helsinki
Jerúsalem 27
Jóhannesarborg 22
Kaupmannahófn 15
Las Palmas 27
Tyrkland.
Skriðdreki fyrir framan eitt aðaltorgið í Istanbul. Öryggisgæsla í borginni var
aukin eftir að herstjórnin hafði skipað verkamönnum. sem voru í verkfalli, að
snúa aftur til vinnu sinnar.
Alþjóðlega herfræðistofnunin:
Vesturveldin hafa dregist
aftur úr í vopnabúnaði
lAJIIUUII. 3 1. sept. /1M *
í SKÝRSLU Alþjóðlegu hagfræðistofnunarinnar í
London sem birt var í dag, segir að Sovétríkin og
fylgiríki þeirra séu komin all verulega fram úr
Bandaríkjunum og bandalagslöndum þeirra hvað snert-
ir kjarnorkuvopn og annan venjulegan vopnabúnað.
Sagt er, að það taki Vesturveldin nokkur ár að vinna
upp forskot Varsjárbandalagsríkjanna.
í skýrslu stofnunarinnar
kemur fram, að hernaðar-
máttur NATO-ríkja muni
ekki aukast að marki fyrr en
tekið verði í notkun lang-
drægt eldflaugakerfi á árun-
um 1983—4. Að mati stofnun-
arinnar hafa atburðirnir í
Póllandi ekki haft nein áhrif
á styrkleika Varsjárbanda-
lagsins en hins vegar hafa
aukist „líkurnar á því, að
upplýsingar leki um varnar-
kerfi Austur-Evrópuríkjanna
og meiri óvissa er um hvort
þau geta treyst sínum eigin
hermönnum.“
Alþjóðlega herfræðistofn-
unin hvetur Bandaríkjamenn
til að stefna að fjölþættari
kjarnorkuvopnabúnaði enda
megi líta á tækniframfarir
Rússa í þessum efnum sem
beina ógnun við bandarísk
flugskeyti sem komið er fyrir
á landi. Bent er á, að þó að
sum NATO-ríki standi við
skuldbindingar sínar um að
verja 3% útgjalda sinna til
hermála, séu önnur, sem
standi ekki í stykkinu, eink-
um Danir og Belgar.
Handrit eft-
ir da Vinci
á uppboði
London 17. Heptember. — AP.
HANDRIT sem Leonardo da
Vinci hefur skrifað ok skreytt
verður boðið upp i London i
næsta mánuði. Er búist við að
það seljist fyrir 6 milljónir
punda sem er jafnvirði 7,5
miiljarða isl. króna. Er talið
að Elisabet II Englands-
drottning sé meðal væntan-
legra kaupenda.
Handritið sem er 36 síður er
skrifað á Ítalíu um 1507 og er
eitt dýrasta listaverk sem boð-
ið hefur verið upp. Da Vinci
ritar þar um ýmis vísindaleg
vandamál síns tíma, m.a. um
hafið, tunglið, öldugang, flóð
og steingerðar leifar sjávar-
dýra sem fundist hafa í fjöll-
um.
Þar er einnig að finna ljóð og
athugasemd frá höfundinum
um að hann muni ekki skýra
frá því hvernig hann dvaldist
neðansjávar „vegna illsku
mannanna".
Handritið hefur verið í eigu
Leicester-fjölskyldunnar frá
því árið 1717. Var það síðast í
eigu jarlsins af Leicester sem
lést fyrir fjórum árum.
Christie listmunahúsið í Lond-
on hefur tekið að sér að selja
handritið. Er þetta eina hand-
rit eftir da Vinci sem er í
einkaeign.
Bretar vilja gjarnan að
handritið verði áfram í land-
inu. Ríkisstjórnin hefur á und-
anförnum árum keypt merk
listaverk á uppboðum til að
koma í veg fyrir að þau fari úr
landi. Vegna erfiðs efnahags-
ástands í landinu hefur verið
skorið úr fjárframlögum til
slíks og óttast Bretar mjög að
ríkir Bandaríkjamenn muni yf-
irbjóða breskar stofnanir.
Helst óttast þeir að safn Pauls
J. Gettys í Kaliforníu muni
krækja í handritið.
Nýjustu skoðanakannanir í Bandaríkjunum:
Fri önnu Bjamadóttur.
(réttaritara Mbl.
I WaHhinirton
NÝJUSTU skoðanakannanir
New York Times/CBS og Gallups
sýna, að Jimmy Carter frambjóð-
andi demókraka hefur nú álika
mikið fylgi meðal kjósenda og
Ronald Reagan frambjóðandi
repúblikana. Fyrir nokkrum vik-
um stóð Carter langt að baki
Reagans. Í könnun NYT/CBS
hefur Carter 38% fylgi meðal
kjósenda, Reagan 35% og John
Anderson sem býður sig sjálf-
stætt fram til forseta, 14% fylgi. í
könnun Gallups hefur Reagan
40% fylgi, Carter 38% og Ander-
son 15%.
Þeir, sem spurðir voru, sögðu að
meiri hætta yrði á ófriði undir
stjórn Reagans, en hann myndi
frekar en Carter geta lagfært
efnahagslífið í landinu. Reagan
RE4GAN
gerði grein fyrir efnahagstillögum
sínum fyrir nokkru. Þær eru
frjálslyndari en búist hafði verið
við og minna á efnahagsstefnu
Geralds Fords fyrir fjórum árum
og nokkuð á þá stefnu, sem Carter
hefur fylgt í stjórnartíð sinni.
Reagan boðar skattalækkun,
niðurskurð á útgjöldum ríkisins
án niðurskurðar til helztu félags-
mála og halialausan ríkisbúskap í
náinni framtíð. Hann boðar ekki
sérstaka stefnu til að vinna bug á
verðbólgunni. New York Times
skrifaði í leiðara, eftir að Carter
og Reagan höfðu báðir gert grein
fyrir stefnu sinni í efnahagsmál-
um: „Ef efnahagsmál eru helzta
kosningamálið í ár, og fólk er
óánægt með frambjóðendur
stærstu stjórnmálaflokkanna, er-
um við að minnsta kosti farnir að
skilja hvers vegna.“
Þeir
hafa
svipað
fylgi
CARTER
Frambjóðendurnir hafa lítið
gert að málefnalegri umræðu það
sem af er þessum hluta kosn-
ingabaráttunnar. Carter bar kyn-
þáttahatur upp á Regan á þriðju-
dag, en hann svaraði með að
minna á, að Carter vill ekki taka
þátt í kappræðum frambjóðend-
anna á sunnudag. Reagan og
Anderson munu þá sitja fyrir
svörum, en autt púít mun minna á
fjarveru Carters.
Carter vill ekki að framboði
Andersons sé gert jafn hátt undir
höfði og hans og Reagans. Ander-
son er talinn taka mest fylgi frá
Carter. Frjálslyndi flokkurinn í
New York lýsti yfir stuðningi við
hann fyrir nokkru, en flokkurinn
hefur ávallt stutt frambjóðanda
demókrata síðan hann var stofn-
aður fyrir 36 árum. Carter á því
verulega á hættu að tapa í New
York, en New York, Texas og
Kalifornía eru talin einna mikil-
vægustu ríkjanna í kosningunum.
Carter og Reagan fóru báðir til
Texas í vikunni og gerðu hosur
sínar grænar fyrir minnihluta-
hópum þar. Carter mun fara til
Kaliforníu í næstu viku. Það er
heimaríki Reagans, en stuðn-
ingsmenn Carters hafa enn ekki
gefið upp alla von um sigur þar.
—AB