Morgunblaðið - 18.09.1980, Síða 26

Morgunblaðið - 18.09.1980, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 Yfirleitt góð- ur afli vestra, en lítið róið AFLI var yfirleitt góður, baeði hjá togurum og bátum á Vest- fjörðum. þann tíma sem þeir voru að veiðum i ágúst, en vegna sumarleyfa voru mörg frystihúsn á Vestfjörðum lokuð fram yfir miðjan ágúst og ekki tekið á móti fiski á þessum tíma. Voru margir togararnir í viðgerðum eða á veiðum fyrir erlendan markað á þessu tímahili. Linuhátarnir hættu fiestir veiðum i lok júli og færabátarnir voru margir frá veiðum á þessu tímahili, en byrj- uðu svo aftur um miðjan mánuð- inn. í ágúst stunduðu 120 (150) bátar botnfiskveiðar frá Vestfjörðum, en 27 (12) bátar stunduðu rækju- veiðar. 100 (121) bátar voru á handfæraveiðum, 3 (8) réru með línu, 2 (5) með dragnót, 2 (0) með net og 13 (16) með botnvörpu. Heildaraflinn í mánuðinum var 6.432 lestir, en var 8.291 lest á sama tíma í fyrra. Er heildarafl- inn frá áramótum þá orðinn 67.918 lestir, en var 68.150 lestir á sama tíma í fyrra. Rækjuaflinn var nú 451 lest, en var 257 lestir í fyrra segir í frétt frá skrifstofu Fiskifé- lags Islands á Isafirði. Norræna húsið: í DAG verður haldin ráðstefna um vistfræðirannsóknir á ís- landi. Ráðstefnan fer fram i Norræna húsinu og er haldin á vegum Liffræðifélags íslands og Nordiskt Kollegium för Ekologi, sem er norrænt ráð, er vinnur að framgangi vistfræðirannsókna og framhaldsmenntunar i vist- fræði á Norðurlöndum, með þvi að efla samvinnu milli landanna. Á ráðstefnunni halda 16 islenskir visindamenn erindi um rann- Finnskur píanóleikari í Norræna húsinu FINNSKI pianóleikarinn Pekka Vapaavuörí heldur tónleika i Norræna húsinu í dag kl. 20:30 og leikur verk eftir Bach, Beet- hoven og Debussy en einnig eftir finnsku tónskáldin Einojuhani Rautavaara og Kullervo Karjala- inen. Pekka Vapaavuori fæddist árið 1945 og er fjölmenntaður maður. Hann tók próf í guðfræði frá Helsingforsháskóla og próf í organleik, kórstjórn og píanóleik frá Síbelíusarakademíunni í Hels- ingfors. Nú starfar hann sem yfirkennari við Tónlistarskólann í Uleaaborg. Hann hefur farið í fjölda tónleikaferða, bæði sem söngstjóri og organisti, en einkum hefur hann þó komið fram sem píanóleikari. Eitt af hugðarefnum hans er flutningur norrænnar nútímatónlistar og hefur hann margoft frumflutt finnsk nútíma- tónverk. Pekka Vapaavuori kom fram á Norrænum tónlistardögum í Hásselbyhöll í ágúst síðastliðn- um. sóknir sínar. Allmargir vistfræð- ingar frá öðrum Norðurlöndum sækja ráðstefnuna og verða er- indin flutt á ensku eða á ein- hverju skandinavísku máli. Tilgangur ráðstefnunnar er bæði sá að kynna stöðu vistfræði- rannsókna á Islandi, bæði innan- lands og utan svo og að efla samskipti mílli þeirra Islendinga, sem við slíkar rannsóknir fást. Nordiskt Kollegium för Ekologi mun gefa út á ensku ágrip fyrir- lestra, sem fluttir verða á ráð- stefnunni og verður því riti dreift til vistfræðinga á Norðurlöndum og víðar. Ingvar Gíslason menntamála- ráðherra setur ráðstefnuna kl. 09.00 og stendur hún til um kl. 17.00. Ráðstefnan er öllum opin. Flugvirkjafélag íslands: Vinnustöðvanir ekki rétta leiðin MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Flugvirkjafélagi íslands: „Vegna frétta í fjölmiðlum um að aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra hafi hvatt til verkfalla og veikinda hjá Flugleiðum Hf., og hugsanlega stofnun nýs flugfé- lags, telur F.V.F.Í. rétt að komi fram að ekkert af ofangreindu var rætt við fulltrúa F.V.F.Í., heldur einungis um félagslega hlið máls- ins og atvinnumöguleika flug- virkja. F.V.F.Í. telur að vinnustöðvanir eða aðrar aðgerðir séu ekki rétta leiðin úr þeim vanda sem að steðjar og var aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra sammála þeirri niðurstöðu." Norræn vistfræðiráð- stefna haldin í dag Nýja þyrlan ekki á fjárlögum 1980 HIN NÝJA þyrla Landhelgis- gæslunnar sem kemur til lands- ins eftir nokkra daga, mun kosta 800 milljónir króna eins og þegar hefur komið fram i fréttum. Athygli hefur hins vegar vakið, að þyrlukaupin voru hvorki á fjárlögum fyrir árið 1980, né á lánsfjárlögum. Morgunblaðið sneri sér til Friðjóns Þórðarson- ar dómsmáiaráðherra af þessum sökum. og spurði hverju það sætti. „Kaupin eru löngu ákveðin sem kunnugt er,“ sagði dómsmálaráð- herra, „hugmyndin er frá árinu 1974 og kaupin síðan ákveðin árið 1976. Þá var greitt inn á vélina og aftur síðar. Ekki varð því aftur snúið með þessi kaup, — og ekki í rauninni áhugi heldur á að hætta við þau. En er lánsfjáráætlun fyrir 1980 var gerð var af eðli- legum ástæðum reynt að hafa hana sem lægsta, og þyrlukaupin ekki færð þar inn á. Var enda ekki búist við því að þyrlan kæmi á þessu ári. Dómsmálaráðuneytið lagði því ekki sérstaka áherslu á að fá þyrlukaupin þar inn. Síðar gerðist það svo að þyrlan varð tilbúin nú í september, og var þá ákveðið að leysa hana út.“ Friðjón Þórðarson sagði líklegt að þyrlukaupin yrðu inni á láns- fjárlögum næsta árs, en þó væri þess að geta, að ætlunin væri að selja eldri Fokkervél Gæslunnar. Fengjust væntanlega fyrir hana um 500 milljónir króna, eða veru- legur hluti kaupverðs þyrlunnar Leiðrétting í frétt frá blaðamannafundi við- skiptaráðherra í Mbl. í gær var rangt farið með nafn setts fyrsta varaviðskiptautanríkisráðherra Sovétríkjanna. Hann heitir Michail Romanovich Kusmin. Leiðréttist það hér með. sem er 800 milljónir sem fyrr segir. Spurningu um hvort ekki hefði átt að selja Fokkervélina í sparn- aðarskyni, svaraði ráðherra á þá leið, að rétt væri að mikið hefði verið rætt um sparnað, það væri rétt. Þar væri margt enn til athugunar, svo sem hugsanleg sala vitaskipsins Árvakurs, litlu þyrlunnar og fleira væri í athug- un. Um þyrlusöluna kvaðst ráð- herra þó hafa mjög ákveðnar efasemdir, enda nýttist hún oft vel þar sem um minni háttar verkefni væri að ræða. Varðskip mun sækja nýju þyrluna utan, og var ráðherra að lokum spurður hvort það væri hagkvæmari flutnings- máti en að fá hana senda með vöruflutningaskipi. Sagði hann það vera, og kæmi þar til álita eitt og annað, svo sem ódýrari olíu- kaup. Ef þessi leið hefði ekki verið valin hefði þurft að flytja þyrluna fyrst til Norfolk í Virginíu, og koma henni þar í skip. Slíku hefði fylgt mikið umstang og ófyrirsjá- anlegur kostnaður. Menningarauki fyrir þjóðlíf okkar Blaðinu hefur borist eftirfar- andi bréf, sem Félag islenskra leikara hefur sent menntamála- ráðherra, fjármálaráðherra og bæjarstjórnar Akureyrar: „Félag íslenskra leikara harmar hvernig komið er fyrir atvinnu- starfsemi Leikfélags Akureyrar. Það er leitt til þess að vita, að þrátt fyrir að löngu var séð hvert stefndi og þrátt fyrir að mennta- málaráðherra, fjármálaráðherra og bæjarstjórn Akureyrar hafi hvað eftir annað lýst þeim vilja sínum að atvinnuleikhús á Akur- eyri megi ekki leggjast af, hefur þessum aðilum ekki tekist að forða því. Við skorum því á menntamála- ráðherra, fjármálaráðherra og bæjarstjórn Akureyrar að grípa þegar til ráðstafana sem duga til þess að atvinnustarfsemi L.A. geti hafist sem fyrst og framtíð leik- hússins verið tryggð. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að tilvist atvinnuleikhúss á Akureyri er menningarauki fyrir Baldur Kristjánsson, blaðafulltrúi BSRB: „Fjarstæða, að BSRB^amningur- inn sé ekki launajöfnunarsamningur“ BALDUR Kristjánsson, blaða- fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, hefur gert athuga- semd við ummæli tveggja forystu- manna i launþegahreyfingunni, þeirra Jóns Kjartanssonar frá Vestmannaeyjum og Magnúsar L. Sveinssonar formanns VR, þar sem þeir sögðu, að samningar BSRB væru ekki láglaunasamn- ingar. Baldur sagði i samtali við Morgunblaðið i gær: „í Morgunblaðinu í fyrradag birtast viðtöl við Magnús L. Sveinsson og Jón Kjartansson, þar sem þessir verkalýðsforingjar leyfa sér að vera með staðlausar fullyrðingar um kjarasamninga BSRB. Þannig segja þeir, að samningur ríkisins og opinberra starfsmanna sé ekki launajöfnun- arsamningur, þvert á móti. Þessar fullyrðingar gefa svo sannarlega kolranga mynd af samningi bandalagsins. Kjarni málsins er, að launaflokkar 19 til 31 færast til samræmis við launa- flokka BHM, en engin hækkun kemur önnur í þeirra hönd. Þessi leiðrétting verður í þremur hlut- um á samningstímabilinu, 1. des- ember, 1. marz og 1. júní. Það ætti að vera hverjum manni ljóst, að hækkun sem kemur svo seint á samningstímabilinu, vegur ekki jafn þungt og hækkun, sem kemur strax. Ef tekið er tillit til þessa, er hækkunin í efstu launaflokkunum ekki nema frá 'k % til liðlega 3%. Ef auk þess er tekið tillit til fjölda starfsmanna í þessum flokkum, þá er hækkunin í þeim ekki nema 1,2%. Það er vegna þess, að flestir á áðurnefndu launaflokkabili eru í 19. og 20. flokki, þar sem hækkun- in er aðeins um 'k %. Til samanburðar má geta þess, að hækkunin í neðri hluta launa- stiga BSRB er á bilinu 5 til 7% og ellilífeyrisþegar geta fengið allt að 15% og þeir eru óneitanlega lægst launaði hópurinn. Það er því fjarstæða, að samningar BSRB séu ekki launajöfnunarsamn- ingar," sagði Baldur Kristjánsson að lokum. þjóðlíf okkar og vegsauki fyrir þjóð okkar, því hróður leikhússins hefur víða borist og vakið verð- skuldaða athygli. Það væri því landi og þjóð til mikillar van- sæmdar ef leikhús þetta yrði nú lagt niður. Við vonum því að hlutaðeigandi sjái þetta mál í réttu Ijósi og sendum þeim hér með okkar bestu kveðjur með hvatningu. Virðingarfyllst, f.h. F.Í.L. Gisli Alfreðsson. Slitlag á Eyrar- bakkaveg Eyrarbakka 16. september. VERIÐ er að ljúka lagningu oliumalar á Eyrarbakkaveg, að vegamótum Eyrarbakka og Stokkseyrar. Lagning slitlagsins, sem er á 10 kíló- metra löngum kafla frá Sel- fossi, hefur gerst í smááföng- um árlega, frá árinu 1976. Okkur hér á Eyrarbakka þykir nú smátt skammtað, sér í lagi vegna þess að ekki skyldi klárað að leggja slit- lagið út i þorpin á þessu ári. Það er enda ekki frítt við, að við hér á ströndinni teljum okkur afskifta í samgöngu- málum vegna hafnleysisins. Við þetta bætist síðan að loksins þegar hillti undir möguleika á hitaveitu þá sá blessuð ríkisstjórnin til þess, að 250 milljón króna lánsfjár- heimild til hennar er skorin niður um 180 milljónir. Segj- um svo að ríkisstjórnin hafi ekki áhuga á að nýta innlenda orku sem allra fyrst! —óskar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.