Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 27 Sumir tala ævinlojía létt um aivarleg eíni. Þeir Septem- menn tala helzt aldrei alvar- lega, jafnvel ekki um myndlist. Það er liðin vikan frá þvi ég talaði við Septem-mann siðast. Mér þóttu þetta svo skemmti- legir kallar, að ég notaði tæki- færið, þegar ég frétti, að sýn- ingu þeirra væri að ljúka og spjallaði við þá hvernig hefði gengið. Breytingin Á Kjarvalsstöðum vóru þeir aðeins tveir, þegar ég kom, Valtýr Pétursson og Jóhannes Jóhannesson. — Það er gott þú komst, sagði Valtýr, við vórum nefnilega að auka við sýninguna. Þetta eru tólf litlar myndir, sem við höfum sett hér upp við innganginn í salinn. Þetta er einskonar inn- gangsfrétt. Okkur kom þetta bara ekki í hug fyrr, en þetta er svo miklu skemmtilegra, eins og þú sérð. Helvítis veggirnir vóru steindauðir. Jóhannes og Valtýr og á milli þeirra Valtýr og Þorvaldur, Guðmunda fyrir ofan Valtý. Sýningu Septem að ljúka Er það nú lika til? Við settum okkur þrír og tókum að spjalla. — Ekkert viskí hjá ykkur í dag? — Nei, ekkert viskí hjá okkur í dag. — Viskí, segirðu, það minnir mig á það, segir Valtýr, að væri maður drykkfelldur alkohólisti, þá myndi maður segja að lifi- standardinn hefði hækkað með- an sýningin okkar stóð! — Eru þeir líka til, spurði Jóhannes, drykkfelldir alkahól- istar. Aðsóknin Nú gekk maður í salinn. — Þá er sá fyrsti kominn, segir Valtýr, og svo kemur hinn fyrir lokun. Nei, neineinei, auðvitað er það ekki svo slæmt. En aðsóknin hefði mátt vera betri. Veðrið hefur verið svo gott undanfarið og öllum til blessunar — nema okkur. Við erum samt ánægðir. Gunnar í Geysi Talið barst að Gunnari Sig- urðssyni í Geysi. — Hann átti geysilega gott málverkasafn og hafði auga með okkur í Septem-hópnum — það er kannski týpískt að hann var eineygur. Gunnar kom á vinnustofur okkar og sá þar myndir, sem við vórum kannski ekki alltof ánægðir með, og hann var svo ákveðinn, að við létum hann hafa þær flestar fyrir rest. Sum þessara verka myndum við aldrei sýna. Ekki það að Gunnar væri ekki smekkmaður, heldur eru svona tiktúrur í okkur sum- um. Hann Nay — Ég hef nú aldrei málað nema góðar myndir, Valli minn, þú þarft ekki að hafa áhyggjur að því, segir Jóhannes. — Já, þú ert tekinn að eldast svona, segir Valtýr. — Einu sinni héldu tveir mál- arar sýningu saman og þegar blaðamenn kómu, sagði annar að oft hefði hann gert skárri mynd- ir, en hinn var harður á því að hann hefði aldrei málað betur. Hann er nú öllum gleymdur, sá hæverski, en hinn er heims- þekktur, það var Nay. — Já, var það Nei. Svona er maður gamall Safnið hans Gunnars, það er hjá ekkjunni, segir Valtýr. Jú, það var sýnt úr því á Kjarvals- stöðum fyrir nokkrum árum. Það var þá sem ég spurði hana Guðrúnu: — Heyrðu Guðrún, hvenær málaði hann Kalli Kvar- an þessa mynd? — Ja, það veit ég ekki, sagði Guðrún, en það stendur Valtýr aftan á henni. Kjarval og Geir Hallgrímsson ... Við tölum um húsið. Við kunn- um að segja þér þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Það var æði kómísk athöfn. Eftir að Listamannaskálinn datt uppfyrir skapaðist mesta vandræða ástand, þar til Geir Hallgrímsson tók af skarið og tengdi nýtt sýningarhús nafni Kjarvals og fékk gamla manninn til að taka fyrstu skóflustung- una. Við vórum þá í stjórn ég og Sigurður Sigurðsson og annar til sem ég man ekki í augnablikinu. Kjarval var með mikla reku og mokaði í poka. Þegar hann hafði fyllt pokann, tók hann úr vasa sínum snærisspotta að íslensk- um sið, og batt fyrir pokann og rétti Geir Hallgrímssyni. Svo sté kallinn aftur til okkar Sigurðar og hvíslaði að okkur: Jæja, piltar nú gildir það hold kjaft! Það var líka rétt, málið var komið í hendur borgarinnar. Það var einhver sem sagði, að þessi merkispoki væri nú geymdur á Korpúlfsstöðum, sem einn af dýrgripum Borgarsafnsins ... Að skrifa stórt... — Heyrðu, þú verður að hvetja fólk til þess að missa ekki af þessari beztu sýningu ársins. Hún stendur fram á sunnudags- kvöld og ekki lengur. — Þetta er nú orðin heil bók hjá honum, segir Jóhannes. — Nei, nei, segi ég, ég skrifa bara svo stórt. — Já, þú skrifar stórt, segir Valtýr, ég þekki annan til sem skrifar stórt. Það er hann Vet- urliði Gunnarsson. Hann skrifar svo stórt, að hann fyllir allar gestabækur hvar sem hann kem- ur. — Já, hann skrifar stórt, seg- ir Jóhannes, — í gestabækur. Valtýr keyrði mig ofaná Mogga. Á leiðinni töluðum við illa um sálfræðinga. —J.F.Á. Samstarfsverkefni um hönnun og rað smíði fiskiskipa er vel á veg komið FÉLAG dráttarbrauta og skipa- smiðja hefur i samráði við iðnað- arráðuneytið og sjávarútvegs- ráðuneytið hrundið af stað sér- stöku þróunarverkefni í skipa- smíðum, sem miðar að því, að hér á landi verði hönnuð og raðsmið- uð fiskiskip, en fyrirsjáanleg er mikil endurnýjun hér á landi. Vegna máls þessa var boðað til hlaðamannafundar i vikunni. þar sem mættir voru fulltrúar félags- ins, starfsmenn verkefnisins og fulltrúar ráðuneytanna. Þar kom fram, að íslenzkur skipaiðnaður standi nú á krossgöt- um. Fiskibátar af stærðinni 20— 250 brúttórúmlestir, þ.e. vertíðar- bátar, rækjubátar og fleiri eru nú að komast á jafn úrelt tæknistig og síðutogararnir gömlu, þegar hafist var handa um endurnýjun þeirra á sínum tíma. „I byrjun þessa árs voru 255 skip íslenska fiskiskipaflotans 20 ára eða eldri og eftir 2—3 ár verða þau orðin meira en 400. Langsam- lega flest þessara skipa eru af áður nefndri stærð. Það er því ljóst, að hvað svo sem líður athugunum á hagkvæmustu stærð fiskiskipastólsins, mun eðlilega skapast mikill þrýstingur frá út- gerðarmönnum um endurnýjun þessa hluta flotans alveg á næst- unni. Er sá þrýstingur raunar þegar hafinn, sbr. óskir Vest- mannaeyinga o.fl. um innflutning allmargra alhliða fiskiskipa frá Póllandi. Það fer því ekkert á milli mála, að mikill markaður verður fyrir báta af þessari stærð á næstu árum, auk nýsmíði skuttog- ara og annarra bátastærða," sagði Þórleifur Jónsson, framkvæmda- stjóri félagsins, en hann er jafn- framt formaður verkefnisstjórn- ar. „Ekki er ennþá ljóst í hvaða farveg þessi endúrnýjun muni beinast, eða hve mikil hún verður mælt í brúttórúmlestum og fjölda skipa. Leggja verður áherslu á, að íslenskur skipaiðnaður er fyrir margra hluta sakir betur undir- búinn en áður, til að takast á við enduruppbyggingu fiskiskipaflota landsmanna. Á hinn bóginn er ljóst, að hér er fyrirsjáanleg svo stórkostleg endurnýjunarsveifla, að verði ekkert að gert, hefði það í för með sér gífurlega innflutn- ingsb.vlgju í líkingu við þá, er skuttogarinnflutningurinn var sem mestur. Fari svo mun það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir íslenskan skipaiðnað og ann- að atvinnulíf í landinu. Samstillt átak skipasmíðastöðvanna í sam- vinnu við opinbera aðila, útvegs- menn o.fl. gæti aftur á móti komið í veg fyrir þessar miður æskilegu afleiðingar. Félag dráttarbrauta og skipa- smiðja er þeirrar skoðunar, að jafnframt því, sem hér er að skapast mikið hættuástand, þá sé hér einnig að skapast tækifæri til verulegs átaks í íslenskri skipa- smíði, ef rétt verður við brugðist. Félagið telur að annars vegar þurfi að huga að því, hvaða skipategundir og stærðir munu leysa þessa gömlu báta af hólmi, og hefjast handa við hönnun nýrra íslenskra vertíðarbáta. Slíkt hefur verið gert víða erlendis, t.d. í Noregi og Kanada, í tengslum við nýtingu nýrrar fiskveiðilögsögu. Ilins vegar þarf að gera ráðstaf- anir til þess að íslendingar geti smíðað sjálfir mestan hluta af þessum skipum á samkeppnishæfu verði. Til þess þarf annað tveggja, að tryggja mikla aukningu á afkastagetu þeirra stöðva, sem geta smíðað báta af þessari stærð, eða að nýta afkastagetuna með umfangsmikilii samvinnu og raðsmíði. Það krefst aftur á móti góðrar og vel útfærðrar hönnunar, svo og þess, að leyft sé að smíða án þess að kaupsamningur hafi fyrir- fram verið gerður um hvern bát. Félag dráttarbrauta og skipa- smiðja telur nauðsynlegt, að fljótt sé við brugðist, og að þessi mál verði leyst með einu samstilltu átaki margra aðila. Félagið hefur því í samráði við iðnaðarráðuneyt- ið og sjávarútvegsráðuneytið hrundið af stað sérstöku þróunar- verkefni, sem ætlað er að búa íslenskan skipaiðnað undir að leggja sinn skerf til að hafa áhrif á þessa þróun. Iðnrekstrarsjóður, Iðnþróunarsjóður og iðnaðarráðu- neytið hafa ákveðið að veita fjár- magnsfyrirgreiðslu til verkefnis- ins. Samin hefur verið ýtarleg starfslýsing fyrir verkefnið og er þar gert ráð fyrir nánu samráði við ýmsar stofnanir og einstakl- inga, sem í daglegu starfi hafa meiri eða minni afskipti af ýmsum ytri skilyrðum íslensks skipaiðn- aðar. Samstarfsverkefnið um hönnun og raðsmíði fiskiskipa er nú þegar komið allnokkuð á veg. Má raunar segja, að verkefnið sé nú statt á nokkrum krossgötum, þar sem fyrir dyrum stendur skipuleg kynning meðal íslenskra útvegs- manna á þeim hönnunardrögum að skipum, sem nú liggja fyrir, auk kynningar verkefnisins í heild," sagði Þórleifur ennfremur. Annars má segja í stuttu máli, að samstarfsverkefnið um hönnun og raðsmíði fiskiskipa hafi eftir- farandi meginmarkmið: Sýna fram á endurnýjunarþörf bátaflotans. Hanna í samráði við útgerðar- aðila og þátttökufyrirtækin, þrjár til fjórar gerðir alhliða fiskiskipa með mestu lengd milli 20—39 metra. Vinna sem mest af hönnunar- vinnu á samstarfsgrundvelli í því augnamiði að lækka kostnaðinn. Gera samræmdar og ítarlegar tilraunir með líkön af þeim skip- um sem hönnuð verða, til að tryggja sjó- og mótstöðuhæfni þeirra. Koma af stað og samræma raðsmíði þeirra skipa sem ákveðið verður að smíða hjá íslenskum skipasmíðastöðvum eftir ofan- greindum teikningum og ná með þeim hætti fram sem skemmstum smíðatíma og lægstu söluverði. Skapa — með þessu samstarfs- verkefni — grundvöll fyrir því að stjórnvöld og fjármögnunaraðilar samþykki að umrædd raðsmíð fiskiskipa fari fram án þess að kaupsamningar hafi verið gerðir fyrirfram. I verkefnisstjórn eru: Þórleifur Jónsson, Emil Ragnarsson, Jafet Ólafsson, Bjarni Einarsson og Matthias Sveinsson, en fram- kvæmdastjóri er Ingólfur Sverris- son. Tæknilegir verkefnisstjórar eru Steinar Viggósson og Þor- steinn Már Baldursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.