Morgunblaðið - 18.09.1980, Síða 31

Morgunblaðið - 18.09.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 31 hafa áhrif á rekstur þess fyrirtæk- is, sem hefði nánast einokunar- stöðu í samgöngukerfi þjóðarinnar við útlönd. Þessi þrjú grundvallarviðhorf Alþýðuhandalagsins hirtast öll i þeirri samþykkt. sem ríkisstjórn- in hefur nú gert i málefnum Flugleiða. Þar eru stigin fyrstu skrefin í að skilja á milli áhættu- flugsins og grundvallarflugsins. Þar er starfsfólkinu heitið veru- legum stuðningi til að öðlast áhrifameiri ítök í rekstri fyrirtæk- isins. Og þar er eignarhlutur al- mannavaldsins í Flugleiðum auk- inn úr 6% í 20%. Enn fremur er í samþykkt ríkisstjórnarinnar kveð- ið á um, að grundvallaratriði í samningum við Luxemborgara sé að áframhald flugrekstursins sé í höndum íslensks flugfélags. Öll þessi meginatriði í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar eru því í samræmi við þau grundvallar- atriði, sem Alþýðubandalagið hef- ur boðað í málinu. Til viðbótar þessum atriðum felst í samþykkt ríkisstjórnarinnar fyrirheit um 3 millj. dollara bak- tryggingu árlega á næstu þremur árum. Hún fæli í sér eftirgjöf á ýmsum opinberum gjöldum til að auðvelda áframhald Atlantshafs- flugsins. Steingrímur Hermanns- son samgönguráðherra hefur lagt ríka áherslu á að hið opinbera færi þannig að styrkja þann þátt í rekstri Flugleiða, en Alþýðubanda- lagið hefur hins vegar haft veru- legar efasemdir um að almenning- ur ætti að borga brúsann af tapinu. Að þessu leyti höfum við haft mjög svipaðar skoðanir og koma fram hjá Friðriki Sophussyni, alþing- ismanni Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu, þriðjudag- inn 16. september. Og varla verður Friðrik sakaður um „aðför að Flugleiðum". Alþýðubandalagið hefur ávallt verið andvígt því að fjármunir almennings í landinu væru notaðir til þess að borga brúsann af taprekstri einkafyrirtækis og við höfum talið mjög hæpið að íslenska ríkið færi að borga niður farmiða fyrir ameríska túrista með því að nota skattpeninga íslensks almenn- ings til að greiða hallann af Ameríkurútunni. Samgönguráð- herra hefur hins vegar lagt á þetta ríka áherslu. Til samkomulags inn- an ríkisstjórnarinnar höfum við því fallist á tillögu hans um að gefa baktryggingu fyrir slíkum niður- greiðslum á farmiðum útlendinga. Eg tel hins vegar, að á sama tíma og farmiðar íslendinga til Evrópu eru seldir á uppsprengdu verði, sé óeðlilegt að íslenska ríkið sé að borga með farmiðum útlendinga. Trúnaður við fólkið eða f jármagnið Meginþráðurinn í gagnrýni Morgunblaðsins á undirritaðan og Baldur Óskarsson, eftirlitsmann fjármálaráðherra með Flugleiðum, hefur verið krafa um þögn í Flugleiðamálinu. Forstjórar fyrir- tækisins hafa átt að sitja einir að því að „upplýsa" málið. Alþingis- menn, sem telja að veruleikinn sé á annan veg, og opinberir eftirlits- menn, sem draga í efa áreiðanleika þeirra upplýsinga sem forstjórar fyrirtækisins láta í té, eiga sam- kvæmt kröfu Morgunblaðsins að þegja. Við erum hins vegar þeirrar skoðunar, að almenningur i land- inu eigi rétt á öllum upplýsingum varðandi málefni Flugleiða. Forstjórar fyrirtækisins hafa gengið til stjórnvalda og óskað eftir beinum og óbeinum fjár- styrkjum úr opinberum sjóðum til fyrirtækisins, krafist þess að ríkis- stjórn aðstoðaði við að endurráða starfsfólk, talið nauðsynlegt, að fyrirtækið • hlyti fyrirgreiðslu stjórnvalda varðandi lánveitingar og aðra fjármálastarfsemi. For- stjórar fyrirtækisins hafa í reynd lýst því yfir, að án aðstoðar ríkisvaldsins treysti þeir sér ekki til þess að reka fyrirtækið. Það er ekki Alþýðubandalagið, sem hefur farið fram á slik rikisafskipti. Það eru forstjórar fyrirtækisins sjálfir. Fulltrúar Alþýðubanda- lagsins hafa gert það eitt að telja nauðsynlegt að almenningur i landinu hefði réttar upplýsingar um stöðu og hag fyrirtækisins, þegar farið væri fram á, að fjár- munir almennings væru notaðir í þess þágu. Krafa Morgunblaðsins um þögn og takmörkun á upplýsingum, sem almenningi yrðu látnar í té, minnir hins vegar óþyrmilega á þau er- lendu forræðisöfl, sem telja það hagsmunum fjármagnseigenda og ríkisvalds fyrir bestu að almenn- ingur viti sem minnst. Alþýðu- bandalagið er hins vegar þeirrar skoðunar, að það sé grundvallar- regla í lýðræðisþjóðfélagi að þegar um meðferð opinberra fjármuna er að ræða liggi allar upplýsingar fyrir. Alþýðubandalagið mun því hér eftir sem hingað til telja það skyldu sína gagnvart almenningi í landinu að láta honum í té allar upplýsingar varðandi málefni Flugleiða svo lengi sem forstjórar fyrirtækisins óska eftir opinberri aðstoð við reksturinn. Ég minni hins vegar á það að lokum, að í þessari grein hef ég gert ritstjórum Morgunblaðsins tilboð um það, að við sameinumst um að hið opinbera hafi á næstu mánuðum engin afskipti af rekstri fyrirtækisins svo að forstjórar Flugleiða geti óhindraðir fengið að sýna í reynd, hvort skýrslan fræga hefur reynst á rökum reist. Nú er það spurningin, hvort Morgunblað- ið þorir að taka þátt í þeirri tilraun. Vill Morgunblaðið að ríkisstjórn- in hafni beiðni forstjóranna um ríkisafskipti? Það skal ekki standa á mér að lofa forstjórunum að sýna án nokkurra afskipta ríkisins hvort þeir hafi rétt fyrir sér í skýrslunni frægu. Eigum við ekki að gefa fyrirtækinu „frítt spil“ og sjá hvað einkaframtakið getur? Athugasemdir Morgunblaðsins í grein þeirri, sem birtist hér á síðunni býður Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, ritstjórum Morgunblaðsins upp á bandalag þeirra og hans um, að ríkið hafi engin afskipti af rekstri Flug- leiða á næstu 12 mánuðum. Ritstjórar Morgunblaðsins hafa ekki áhuga á bandalagi við Ólaf Ragnar Grímsson, hvorki um þetta eða annað. Astæðurnar eru þessar: X. Vinnubrögð þingmannsins í pólitík eru með þeim hætti, að ritstjórar Morgunblaðsins hafa ekki áhuga á samstarfi við hann. Þingmaðurinn er í pólitískum trúðleik. Þeim fækkar stöðugt, sem hafa áhuga á því að eiga yfirleitt nokkur pólitísk samskipti við Ólaf Ragnar Grímsson. Það á ekki síður við um hans eigin flokksmenn en aðra. X. Ólafur Ragnar Grímsson er ekki maður til að gera banda- lag um eitt eða neitt. Þótt hávaðinn, sem frá honum kemur í opinberum umræð- um sé mikill, eru áhrif hans í lágmarki. Þegar forystumenn Alþýðubandalagsins þurfa að eiga samskipti við forystu- menn í öðrum stjórnmála- flokkum t.d. í stjórnarmynd- unum, hafa þeir ekki áhuga á því, að Ólafur Ragnar Grímsson komi þar við sögu. Hans verkefni innan Alþýðu- bandalagsins er að blaðra út á við, þegar það hentar. Yfirboðarar hans þagga niður í honum, þegar það á við. Forystusveit Alþýðu- bandalagsins mun notast við Ólaf Ragnar í þessu skyni, meðan það hentar þeim, að því loknu verður honum kastað út í kuldann. Af þess- um sökum á Ólafur Ragnar ekki að berja sér á brjóst, þykjast vera stór karl og gera mönnum tilboð um bandalag, sem hann er enginn maður til að standa við. Að öðru leyti skulu eftirfar- andi athugasemdir gerðar við grein þingmannsins, þótt rit- stjórum Morgunblaðsins sé ljóst, að almenningur er orðinn skelf- ing þreyttur á upphlaupum þessa þingmanns og fyrirferð hans í opinberum umræðum. 1. Þingmaðurinn segir: „Nú birt- ast dag eftir dag nýjar kröfur til almennings í landinu um að fjármagna hallann á Flug- leiðum. Forstjórar fyrirtækis- ins og ritstjórar Morgun- blaðsins hafa undanfarið myndað samkór um kröfur, sem fela í sér niðurfellingu skatta, beina styrki, afslátt af gjöldum og aðra fjármuni frá almenningi í landinu til flug- rekstursins." Þetta er rangt. Ritstjórar Morgunblaðsins hafa ekki sett fram neina kröfu um það. að ríkið legði Flugleiðum til fjár- magn til þess að fjármagna haliann á fyrirtækinu. Vill ekki þessi hávaðasami þingmaður gera svo vel að standa við orð sin. Hvar og hvenær hefur Morgunblaðið krafizt þess, að rikið greiddi hallann af rekstri Flugleiða? Forstjóri Flugleiða svarar að sjálfsögðu fyrir sig, ef hann sér ástæðu til. En Morgunblaðinu er ekki kunnugt um, að fyrirtækið hafi sett fram nokkrar kröfur eða óskir um, að ríkið stæði undir hallarekstri Flugleiða. Fyrirtækið hefur verið rekið með halla á undanförnum ár- um. Eigendur þess hafa tekið þann haliarekstur á sig. Eftir því, sem bezt verður vitað hafa Flugleiðir sett fram þrenns konar óskir við stjórn- völd: 1. Félagið hefur óskað eftir fyrirgreiðslu ríkisvaldsins við breytingu lausaskulda í föst lán og til þess að greiða fyrir rekstri þess yfir vetrarmán- uðina. f þessari ósk felst ekki krafa um eina einustu krónu úr rikissjóði. Slíka fyrir- greiðslu hafa bæði Flugfélag lslands og Loftleiðir og siðar Flugleiðir notið svo og fjöl- mörg atvinnufyrirtæki. Ekki sízt i útgerð. Margvisleg að- stoð hefur þótt sjálfsögð tii að koma i veg fyrir rekstr- arstöðvun grundvaliarat- vinnuvega. m.a. þegar óraun- hæfar kaupgjaldshækkanir hafa kippt stoðunum undan útflutningsverzluninni — og á t.a.m. ekkert skylt við þjóðnýtingu sem ólafur Ragnar og félagar reyna nú að þvinga uppá Flugleiðir, en eí það tekst verður fyrir- tækið fyrsta fórnardýrið af mörgum. Slik aðstoð sem fyrr er getið er eins og hver önnur lána- og fyrirgreiðslu- starfsemi sem tiðkast bæði hér á landi og annars staðar. 2. Félagið hefur rætt vandamál varðandi starfsaldurslista flugmanna við ráðherra. Það er mál mjög sérstaks eðlis og eðlilegt, að það sé rætt við stjórnvöld eins og ástatt er. Hafi félagið óskað eftir að- stoð rikisstjórnarinnar við lausn þessa vandamáls, felst ekki í þeirri ósk krafa um eina einustu krónu úr rikis- sjóði. 3. Ríkisstjórn Luxemborgar bauðst til þess að fella niður lendingargjöld þar í landi meö þvi skilyrði að islenzk stjórnvöld gerðu slikt hið sama. Þar sem hér var um að ræða tiltölulega smávægilega fyrirgreiðslu af hálfu íslenzka rikisins er varla hægt að líta svo á, að í þessari ósk felist krafa um að íslenzkir skatt- greiðendur greiði hallann af rekstri Flugleiða. Það er því ljóst, að Morgun- blaðið hefur ekki sett fram nokkrar kröfur um að rikissjóð- ur greiddi tapið á Flugleiðum og eftir því, sem bezt verður vitað hafa stjórnendur Flug- leiða ekki gert það heldur. Hins vegar eru staðhæfingar Ólafs Ragnars Grímssonar um þetta efni dæmigerðar fyrir málflutn- ing hans yfirleitt. Uppspuni, ósannindi, blekkingar. 2. Stjórnendur Flugleiða hafa skv. framansögðu ekki leitað eftir þvi, að islenzka rikis- stjórnin greiddi tapið á rekstri félagsins undanfarin ár. Þeir hafa hins vegar horfzt í augu við staðreyndir og sjálfir dregið saman rekstur félagsins. M.ö.o. þeir taka sjálfir á sig það tap, sem orðið er og þegar þeir sjá fram á það, að þeir geta ekki lengur staðið undir þessum taprekstri. þá draga þeir saman seglin. 3. Islenzka ríkisstjórnin þarf því ekki að hafa önnur af- skipti af málefnum Flugleiða en þau að veita fyrirtækinu eðlilega fjármálalega fyrir- greiðslu, með sama hætti og fjölmörgum öðrum íslenzkum fyrirtækjum, þegar erfiðleik- ar steðja að. Þetta á að vera sjálfsagt mál og á ekki að þurfa að mynda nein banda- lög til þess að stjórnvöld hér líti með jákvæðum hætti á sérstök vandamál. sem upp koma í atvinnurekstri. 4. Hitt er svo annað mál, að ríkisstjórnin sjálf hefur tekið ákvörðun um það að leita eftir samkomulagi við ríkis- stjórnina í Luxemborg, að ríkissjóðir þessara tveggja landa leggi fram fé til þess að halda Atlantshafsfluginu gangandi enn um sinn. Þetta er ekki gert að kröfu Flug- leiða — og ekki að kröfu Morgunblaðsins. Markmið ríkisstjórnarinnar með þessu er að tryggja atvinnu þess fólks, sem ella stendur uppi atvinnulaust. Ef Ólafur Ragnar er andvígur þessum framlögum fer bezt á því, að hann tali um það við flokks- bræður sína í ríkisstjórninni, en hvorki forstjóra Flugleiða eða ritstjóra Morgunblaðsins. 5. Þótt ekki sé ástæða til að gera fleiri athugasemdir við grein þingmannsins getur Morgun- blaðið ekki stillt sig um að nefna nokkur dæmi, sem sýna meðferð hans á staðreyndum. Þingmaðurinn telur kaupin á nýju Boeing-þotunni „ranga fjárfestingarstjórn" m.a. vegna þess, að hún geti ekki tengt saman vöruflutninga og farþegaflutninga með sama hætti og eldri vélar. Hið rétta er, að þegar nýja þotan er t.d. hálf af farþeg- um getur hún flutt a.m.k. jafn mikið af vörum ef ekki meira en gömlu þoturnar, þegar þær eru setnar farþeg- um að hluta, en vörunum er hins vegar komið annars staðar fyrir í nýju vélinni en þeim gömlu! Með tölvunotkun í nýju vélinni er hægt að spara mikið eldsneyti. Loks má geta þess, að þotur af þessari gerð, B-727-200, eru taldar einhverjar öruggustu flugvélar sem nú eru í notkun og alls hafa verið framleiddar um 2000 B-727 og hafa flutt á annan milljarð farþega með frábærum árangri. Hitt er svo annað mál að sérfræð- ingar Flugleiða eru áreiðan- lega betur að sér í því hvaða flugvélar henta félaginu bezt, bæði hvað snertir rekstur og öryggi, heldur en bæði rit- stjórar Mbl. og félagi Ólafur Ragnar, sem þykist nú vita allt betur um þessi mál eins og önnur. Þingmaðurinn telur kaupin á DC-10 þotu Flugleiða „ranga fjárfestingu". Enginn gat séð fyrir þau sérstöku vandamál, sem upp komu í sambandi við þessi þotukaup en þrát't fyrir þau eru mestar líkur á, að fyrirtækið muni stórlega hagnast á þessum kaupum. jafnvel þótt þotan verði áfram i leigu erlendis. Ann- ars er það athyglisvert, að nú heldur Ólafur Ragnar því fram, að Flugleiðir hafi keypt þessa þotu en í síðustu viku hélt hann því fram, að þeir hefðu ekki keypt hana og ættu ekkert í henni!! 6-. Enn skal nefnt eitt dæmi, sem sýnir þekkingarleysi þing- mannsins á atvinnurekstri yfirleitt. Hann býsnast yfir því, að Flugleiðir hafi grætt á Evrópufluginu 1979. Er ómögulegt að koma því inn í kollinn á Ólafi Ragnari og félögum hans, að atvinnufyr- irtæki þurfa að hagnast til þess að geta endurnýjað tæki sín og í flugrekstri þarf sá hagnaður að vera mjög veru- legur. En það er Alþýðu- bandalagsmönnum likt að býsnast yfir hagnaði. ef ein- ' hver er, beita áhrifum sinum til þess að hann verði lítill sem enginn, þegar svo er komið hlaupa þeir upp og saka forystumenn fyrirtækj- anna um ódugnað og mistök og krefjast þess að rikið komi til skjalanna. Það sýnir svo samhengið í málflutningi Ólafs Ragnars, að annars vegar býsnast hann yfir hagnaði á Evrópu- flugi 1979 en hins vegar dregur hann i efa að rekstur Flugleiða geti sýnt hagnað, þegar búið er að skera niður það flug. sem tapið hefur verið á. þ.e. Amerikuflugið! Menn, sem haga málflutningi sínum með þessum hætti geta ekki búizt við því að verða teknir alvarlega. 7. Þingmaðurinn segir, að meg- inþráðurinn í gagnrýni Morg- ~ unblaðsins á hann sjálfan og fóstbróður hans, Baldur Óskarsson hafi verið krafan um þögn í Flugleiðamálinu. Þetta er rangt eins og annað, sem frá bessum þingmanni kemur. Morgunblaðið hefur gert þá kröfu fil Baldurs ðskarssonar, að hann virði þann trúnað, sem honum hef- ur verið sýndur í starfi hans, sem eftirlitsmaður fjármála- ráðherra. Það er sjálfsögð krafa og þarf ekki fleiri orð um það að hafa. Hins vegar hefur Morgunhlaðið síður en svo krafizt þess, að ólafur Ragnar þagnaði heldur þvert á móti hvatt til þess að hann talaði sem mest, þvi að í hvert skipti. sem hann opnar munninn fækkar kjós- endum Alþýðubandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.