Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 34 Jón Guðbrandsson, héraðsdýralæknir, Selfössi: N alnlausum lög- fræðingi svarað Selfossi, 4. sept. 1980. „Lögfræðingur" skrifar nafn- laust bréf í Velvakanda 4. sept. vegna greinar Helgu Finnsdóttur dýralæknis í Morgunblaðinu 29. ágúst sl. I greininni segir Helga, að enginn dýralæknir fái starfs- leyfi í Danmörku nema hann hafi staðist próf í danskri réttarlækn- isfræði. Ennfremur segir Helga: Enginn dýralæknir fær nú starfs- leyfi hér, fyrr en hann hafi kynnt sér lög og reglugerðir er varða störf þeirra á Islandi. Þessar setningar verða síðan bréfritara tilefni til spurninga og er óskað eftir svari. í Danmörku fær cnginn heimild til dýralækninga, sem ekki hefur lokið prófi í réttarlæknisfræði og gildir einu hvort viðkomandi er Dani eða af öðru þjóðerni. Ein af námsgreinum Danska dýralækna- háskólans er réttarlæknisfræði og sá sem ekki nær lágmarks ein- kunn í henni lýkur ekki prófi úr þeim skóla enda þótt allar aðrar einkunnir verði upp á tíu. Sama gildir um danska og erlenda menn sem lokið hafa dýralæknisprófi utan Danmerkur, en sækjast eftir störfum þar. Þeir þurfa að ljúka prófi í réttarlæknisfræði. Þótt dýrin séu eins eða svipuð, er lagasetningin er varðar dýralækn- ingar mjög ólík í hinum ýmsu löndum. Lögfræðingurinn, sem af skilj- anlegum ástæðum vill ekki láta nafns síns getið, undirstrikar í setningu Helgu Finnsdóttur að nú fái enginn íslenskur dýralæknir starfsleyfi hér nema hann hafi kynnt sér áður lög og reglur er varða dýralækningar. Því er til að svara að íslensk dýralæknastétt er tiltölulega ung og fámenn, t.d. kemur dýralæknir nr. 15 til starfa á íslandi 1958. Þegar stétt er svo fámenn, er auðvitað minna um lög og reglur varðandi störf hennar heldur en varðandi störf mjög gamalla og stórra stétta. Þegar 15. dýralæknirinn kom voru fyrir í landinu 10 dýralæknar. Þessir 10 dýralæknar höfðu haft mótandi áhrif, beint og óbeint, á flest lög og reglur er lutu að dýralækning- um þá. Síðan eru liðin 22 ár og félagatala Dýralæknafélags ís- lands er orðin 35. Við þessar breyttu aðstæður vaknar þörfin á því að kynna nýjum dýralæknum Íög og reglur er varða dýralækn- ingar. Með tímanum urðu einnig þessi lög og reglur æ umfangs meiri. I Danmörku er dýralækna- stéttin gömul og gróin stétt með sterkar hefðir. Þar í landi er einnig mikið og fjölbreytt hús- dýrahald. Þetta hvorttveggja krefst flókinnar lagasetningar sem auðvitað er miðuð við þarfir Dana eins og okkar löggjöf er miðuð við okkar þarfir. Það er þess vegna nauðsynlegt að læra reglur þess lands, sem á að vinna í og ætti engum að finnast það undarlegt, ekki einu sinni lögfræð- ingi. Spurningum lögfræðingsins hef ég nú þegar svarað að mestu, en ég ætla þó að nefna þær hverja fyrir sig og gera þeim nokkur skil. 1. sp.: Hvernig fer kynning dýralækna á íslenskum lögum og reglugerðum fram? Svar: Með lestri og umræðu. Islenskir dýralæknar kunna ís- lensku á meðan danskir dýralækn- ar kunna ekki íslensku. 2. sp.: Hvaða lög og reglugerðir er um að ræða? Svar: Lög um dýralækna, lög um dreifingu lyfja, lög um innflutning dýra, lög um framleiðslu mjólkur, lög um dýravernd, lög um smit- andi búfjársjúkdóma og varnir gegn þeim, lög um sláturhús og matvælaeftirlit. Síðan eru svo reglugerðir sem eiga stoð í nefnd- um lögum svo eitthvað sé nefnt. 3. sp.: Eru umrædd lög frá- brugðin dönskum lögum í veru- legum atriðum? Svar: Já. 4. sp.: Hvers vegna þarf að ganga undir próf í réttarlæknis- fræði í Danmörku, en ekki á íslandi, ef menn hafa lært í öðrum löndum? Svar: Skýringuna er að finna hér að framan og er hún nánast fólgin í aldri og stærð stéttanna og umfangi þeirrar lagasetningar er þær varðar. í Danmörku er einnig menntasetur í dýralæknis- fræðum, en hér ekki. Aðstaða okkar er aðstaða frumbýlingsins og brautryðjandans, ófullkomin en fer batnandi. 5. sp.: Ef íslenskir dýralæknar þurfa nú að kynna sér lagareglur, hvernig fóru þeir að áður en slík kynning var fundin upp? Svar: Ég lýsti áður hvernig lög og reglur uxu með dýralækna- stéttinni, frá því að vera ekki til, í það að verða að lagabálkum, sem fjalla um þau fjölbreyttu störf, sem dýralæknum er ætlað að vinna. Kynning á lögum um dýra- lækna og dýralækningar er auð- vitað í samræmi við þetta. 6. sp.: Hún er í eftirskriftar- formi og hljóðar svo: Hvernig hljóðar Voff Voff á dönsku? Þarna drepur bréfritari á mikilvægan þátt, en það er lágmarks kunnátta í tungumáli þeirrar þjóðar sem unnið er með. Fólk talar um það, að dýrin skilji hvort eð er ekki íslensku og þess vegna þurfi dýra- læknirinn ekki að kunna íslensku. Dýralæknirinn ræðir ekki við dýr- in, hann ræðir við eigendur þeirra og margt fleira fólk, því að dýralækningar krefjast stöðugra tjáskipta við stóran hóp fólks eins og öll önnur störf í landinu. Þessi tjáskipti fara hér á landi fram á íslensku. Til eru barnalæknar, sem hafa það að aðalstarfi að lækna ómálga börn, sem kunna jafn mikið í íslensku og dýrin, sem dýralækn- arnir annast. Þessum mönnum er gert að kunna íslensku, ef þeir ætla að stunda sjálfstæðar lækn- ingar hér á landi. Það sama gildir auðvitað um dýralækna og það sama gildir einnig um lögfræð- inga. Þeir verða að kunna tungu og reglur þeirrar þjóðar, sem þeir vinna hjá. Kveikja verkfall- anna var niðursuðu- matur DÓS merkt „tómatsafi“ hratt af stað öngþveitinu, sem færði Pólland fram á barm bylt- ingar fyrir nokkrum vikum samkvæmt fréttum frá land- inu. Dósum, sem á stóð „Made in Poland“, var raðað í hillu í Lenin-skipasm iðaver ksmið j- unni i Gdansk. Dósirnar áttu að fara til Kúbu og forvitnir hafnarverkamenn höfðu opn- að þær. Stimplað var á dósina með tómatsafanum að hún hefði verið fyllt 5. maí 1980. Hafnarverkamennirnir furðuðu sig á því, að nóg skyldi hafa verið til að tómötum í norðurhlutum Póllands um þetta leyti. í annarri dós var fyrsta flokks pólskt svínaflesk. I hinum dósunum voru úrvals- fæðutegundir. Fréttin barst eins og eldur í sinu meðal verkamannanna. Af ótta við hefndaraðgerðir földu þeir dósirnar. Þeir gerðu sér grein fyrir því, að kjöt var ekki aðeins selt til útlanda til að afla nauðsynlegs erlends gjaldeyris til að greiða skuldir landsmanna, sem þeir skildu, þótt þeim gremdist það. Kjöt var einnig sent til beztu vina- þjóðar Rússa, Kúbana, sem höfðu vel efni á því að kaupa kjöt annars staðar. Konum hafnarverkamann- anna gramdist þetta sérstak- lega, þar sem þær eru flestar útivinnandi auk þess sem þær stunda heimilisstörf og standa í biðröðum frá sólaruppkomu til sólseturs til að fá eina únsu af bjúga eða þriðja flokks fleski. Þess vegna gerðist það, að þegar verkfallið hófst og pólska stjórnin færði fram þá afsökun, að allt færi til Vest- urlanda til að tryggja harðan gjaldeyri, ærðust verkamenn- irnir. '-m dlcl * 1980 Dansskóli Heióars Asfraldssonar Danskennsla ætti aðvera sk/ldunámsgrein hjáöllumbörnum ■'flf Létt spor fyrir minnafólkið s Innritun. Reykjavík hefst fímmtudag 18. sept. og lýkur Hafnarfjörður laugardag 27. sept. Kópavogur Innritað er frá 10-12 og l-7alladaga Seltjarnarnes nema sunnudaga. Mosfellssveit Innritunarsímar: 24959 - 39551 - 38126 - 74444 - 20345 Afhending shírteina Skírteini afhent í Brautarholti 4 og Drafnarfelli 4 miðvikudag 1. október og fímmtudag 2. október klukkan 16-22 báða dagana. Afhending skírteina á öðrum stöðum auglýst síðar. Lífleg og skemmtileg danskennsla ^Ddnsdð í tuttugj og jimm ár^ að afla nauðsynlegs erlends gjaldeyris til að greiða skuldir landsmanna, sem þeir skildu, þótt þeim gremdist það. Kjöt var einnig sent til beztu vina- þjóðar Rússa, Kúbana, sem höfðu vel efni á því að kaupa kjöt annars staðar. Konum hafnarverkamann- anna gramdist þetta sérstak- lega, þar sem þær eru flestar útivinnandi auk þess sem þær stunda heimilisstörf og standa í biðröðum frá sólaruppkomu til sólseturs til að fá eina únsu af bjúga eða þriðja flokks fleski. Þess vegna gerðist það, að þegar verkfallið hófst og pólska stjórnin færði fram þá afsökun, að allt færi til Vest- urlanda til að tryggja harðan gjaldeyri, ærðust verkamenn- ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Þumalbúóirnar (mini-markaöurinn) Leifsgötu 32. Utsöluafsláttur 50—70% Gnægð sængurgjafa og allt til matargerðar. Góö þjónusta. Þumalína og Tumi þumall, Leifsgata 32, sími 12136.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.