Morgunblaðið - 18.09.1980, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980
39
glaðværum vinum, minntist
gróskunnar, hlýrra sólríkra
sumra, fuglasöngsins og þytsins í
skóginum. En á íslandi átti hún
samt eftir að festa rætur, hún tók
að unna þessu landi af heilum hug
og var þakklát fyrir æviárin hér.
Hún naut mikils ástríkis og virð-
ingar á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar í Reykjavík, eignaðist
hér marga vini og fylgdist orðið
vel með framvindu mála á íslandi.
Veg þessa lands og velgengni vildi
hún sem mesta.
„Allt á að vera fagurt við
manninn, andlit, klæðnaður, sál
og hugsun.“ Þannig komst rússn-
eska skáldið Anton Tsjékhov að
orði. Þessi orð má sem hægast
hafa um Soffiu Theofilovnu: Hún
var sannarlega fríð kona og höfð-
ingleg í fasi; falleg augun lýstu af
mildi og djúpri, dýrkeyptri vizku
þeirrar konu, sem hefur margt séð
og margt reynt á löngum æviferli.
í öllu hennar fari komu skýrlega í
ljós sterkir þættir gamallar evr-
ópskrar og rótgróinnar gyðing-
legrar menningar. Hún var stolt
af uppruna sínum, fylgdist af
áhuga með þróun mála í Israel og
bað landi forfeðra sinna og for-
mæðra friðar og blessunar.
Það var Soffiu Theofilovnu
aldrei að skapi að sitja auðum
höndum á meðan heilsan og kraft-
arnir leyfðu; vann hún heimili
þeirra Árna og Lenu allt það gagn,
sem hún mátti, við að létta
útivinnandi dóttur sinni heimil-
isstörfin. Af alúð og kærleika tók
hún þátt í uppeldi íslenzku barna-
barnanna sinna tveggja; þessum
börnum unni hún mjög, engu síður
en sonarsyninum í Moskvu, sem
heldur ekki var gleymt.
í návist Soffiu ríkti alltaf líf og
fjör, og frá henni stafaði einstök
hjartahlýja, sem laðaði alla eins
og ósjálfrátt að þessari elskulegu
konu. Þannig urðu yinir Lenu og
Árna einnig hennar einlægu vinir.
Soffiu var ekki einungis í blóð
borin mikil gestrisni, heldur hafði
hún sannarlega yndi af að um-
gangast annað fólk og taka þátt í
fjörugum og skemmtilegum um-
ræðum. Sjálf var hún þakklátust
fyrir þá Guðs gjöf að eiga í hjarta
sínu svo ríkan kærleika til allra
sinna náunga, að hún gat ausið af
þessari auðlegð alla ævi. Auk
þeirrar meðfæddu háttvísi, sem
hún hafði tekið að arfi, átti hún til
að bera fínlegan kvenleika, sem
einkenndi persónu hennar svo
mjög. Þótt hún væri orðin fársjúk
síðustu vikurnar og biði með
rósemi hugans þess, sem brátt
mundi koma, vanrækti hún aldrei
snyrtilegt útlit sitt og tók á móti
gestum við sjúkrabeð sinn af sömu
reisn, alúð og nærgætni eins og
væri hún í stofunni á heimili sínu.
Hugur hennar var alla tíð opinn
og sístarfandi. Henni var jafn
tamt að tala og lesa rússnesku,
pólsku og þýzku eins og jiddísku
og las stöðugt blöð og tímabirt á
þessum tungumálum sér til fróð-
leiks og ánægju, alveg fram undir
það síðasta. Hún hafði ætíð mikla
þörf fyrir að lesa góðar bókmennt-
ir og ræða þær við vini sína, og
menn og málefni bæði hérlendis, í
Rússlandi, Póllandi og víðar um
lönd áttu athygli hennar.
Vinátta hennar við okkur hjón-
in, ástúð hennar og umhyggja
fyrir börnunum okkar, hefur frá
fyrstu kynnum okkar við Soffiu
Theofilovnu verið okkur dýrmæt
eign. Það var alltaf tilhlökkunar-
efni að fara á hennar fund og
alltaf sönn gleði að fá hana sem
gest á okkar heimili.
Vafalaust eru það ein hin mestu
verðmæti í mannlegu lífi að eign-
ast góða og göfuglynda vini — að
eiga að í blíðu og stríðu jafn
hollan og einlægan vin og Soffiu
Theofilovnu.
Hún andaðist að morgni hins 11.
þessa mánaðar — á nýársdegi
samkvæmt tímataii gyðinga, er
árið 5741 gekk í garð hjá þessari
gömlu menningarþjóð. Við erum
öll orðin fátækari við fráfall
hennar. En þótt hún sé fallin frá,
lifir hún vissulega áfram í hugum
okkar og hjörtum.
Við vottum Lenu, Árna, börnum
þeirra tveim, og Juri R. Tuvin
einlæga samúð okkar vegna þeirra
mikla missis.
Alevtina V. Druzina
Björn Sigurösson
— Minningarorð
Fæddur 22. ágúst 1932.
Dáinn 11. september 1980.
í dag verður jarðsettur minn
besti vinur, Björn Sigurðsson og
langar mig til þess að minnast
þessa góða drengs með nokkrum
orðum. Björn var fæddur í
Reykjavík 22. ágúst 1932, sonur
hjónanna Sigurðar Einarssonar
sem var í fjölda mörg ár verslun-
arstjóri í verslun Björns Krist-
jánssonar og konu hans, Jóhönnu
Zoéga Henriksdóttur. Björn var
elstur þriggja bræðra, hinir eru
Einar og Sigurður. Björn lauk
námi við Verslunarskóla Islands
og vann fyrstu árin á eftir við
skrifstofu- og bókhaldsstörf, jafn-
framt sem hann stundaði leigu-
akstur sem síðar varð hans aðal-
starf. Vegna gáfna sinna og
menntunar var hann mjög eftir-
sóttur bílsjóri og hann fór ótaldar
ferðir með útlendinga um landið
og eignaðist hann marga vini,
enda var Björn með lundbestu
mönnum sem ég hef fyrirhitt.
Hann gat alltaf séð ljósu hliðarn-
ar á öllum hlutum, enda bjó hann
yfir miklum húmor.
Björn kvæntist Erlu Hauksdótt-
ur og eignuðustu þau saman 6
börn. Þau eru Jóhanna Olga,
Sigurður, Örn, Kristjana, Björn og
Ingibjörg. Björn og Erla slitu
samvistum. Björn var mikið fyrir
börnin sín, eins og önnur börn og
hef ég aldrei fyrirhitt eins mikinn
barnavin. Þar var sama hvar hann
kom, hann virkaði eins og segull á
þessa litlu vini sína og meðal
annars hugsaði hann vel um börn
bræðra sinna. Eg kynntist Birni
fyrir um það bil tíu árum síðan er
ég hóf störf í verslun vestur í bæ
og varð okkur fljótt til vina, svo og
foreldrum hans sem bjuggu þar
rétt hjá. Sigurður Einarsson var
einn af þessum mönnum sem allt
vildi fyrir alla gera og naut ég
góðs af ráðleggingum hans við
verslunarstörfin og svo Björns,
sem hjálpaði mér mikið við bók-
haldsstörfin, svo ég á þeim feðgum
mikið að þakka. Sigurður lést 29.
desember 1977 og var það mikið
áfall fyrir Björn, enda voru þeir
mjög samrýmdir feðgar og fjöl-
skylduböndin sterk, enda bjó frú
Jóhanna þeim framúrskarandi
hlýlegt og gott heimili, enda er
vandfundin elskulegri og betri
kona en hún, svo að mikill er
missir hennar.
Björn vinur minn gekk ekki
heill til skógar síðustu ár ævinnar
en þá varð hann þeirrar gæfu
aðnjótandi að kynnast Unni Ólafs-
dóttur og hófu þau búskap og
bundust traustum böndum og
aldrei hef ég heyrt nokkurn tala
eins vel um sína nánustu eins og
Björn talaði um Unni, ljósgeislann
sinn. Unnur var ekkja og reyndist
hann börnum hennar vel eins og
þau honum, sérstöku ástfóstri tók
hann þó við Sigga son hennar, en
hann á við vanheilsu að búa. Björn
lagði sig allan fram um að gera
honum lífið eins auðvelt og hægt
er svo að missir hans er mikill. En
þegar maður lítur yfir farinn veg
er svo margs að minnast, en efst í
huga mér er þakklæti til Guðs
fyrir að eignast slíkan vin sem
Björn var. Þegar ég lá á sjúkra-
húsi fyrir 2 árum, brást ekki að
Björn kom í heimsókn eins oft og
hann gat og hafði nærvera hans
og hlýja svo sérstök áhrif að því
verður ekki með orðum lýst.
Ég votta Jóhönnu, Unni, börn-
um, bræðrum og fjölskyldum
þeirra mína innilegustu samúð og
bið þeim öllum Guðs blessunar, en
Birni vini mínum þakka ég allt og
bið góðan Guð að blessa hans góðu
minningu.
óli Geir.
Helga Gísladóttir
- Minningarorð
Fædd 19. desember 1896.
Dáin 13. september 1980.
I dag verður til moldar borin frá
Neskirkju í Reykjavík Málfríður
Helga Gísladóttir, sem lengi bjó
að Víðimel 39 hér í borg.
Helga var fædd í Vesturbænum
í Reykjavík 19. desember, 1896,
dóttir hjónanna Guðríðar Einars-
dóttur og Gísla Kolbeinssonar.
Faðir hennar drukknaði áður en
hún fæddist, og fór Guðríður eftir
fæðingu Helgu austur í Flóa með
eldri börnin þrjú, en kom Helgu í
fóstur til sæmdarhjónanna Stein-
unnar Guðbrandsdóttur og Þor-
kels Helgasonar, sem bjuggu alla
tíð á Akri við Bræðraborgarstíg.
Tóku þau reifabarnið eins og sína
dóttur og ólst hún upp með
börnum þeirra hjóna. Voru alla tíð
miklir kærleikar með Helgu og
fósturforeldrum hennar og fóstur-
systkinum. Hún átti margar ljúfar
æskuminningar frá Akri, og var
ósínk á að draga upp myndir fyrir
börn sín og barnabörn af lífi
almúgafólks í Vesturbænum upp
úr aldamótunum.
Uppeldissystkini Helgu á Akri
voru Sveinn, kaupmaður, látinn
fyrir mörgum árum, Margrét, sem
enn býr á Akri, Guðríður, sem
heimsótti Helgu reglulega fram til
hins síðasta, og Daníel, málara-
meistari. Auðséð er að vel hefur
verið búið að börnunum á Akri í
uppvextinum, því þau hafa notið
óvenjulangra lífdaga og komið
upp mjög myndarlegum hópi af-
komenda.
Systkini Helgu, sem fluttust
austur fyrir Fjall, voru Sæmundur
og Guðlaug, sem eru löngu dáin,
og Lára, sem lengst af bjó í Hrygg
í Flóa. Mikill samgangur varð
síðar á milli heimila þeirra Helgu
og Láru, og ekki síst milli barna
þeirra.
Helga gekk í Kvennaskólann í
Reykjavík og minntist veru sinnar
þar með mikilli ánægju, enda var
hún hannyrðakona mikil allt fram
til síðustu ára. Síðan vann Helga í
nokkur ár í Smjörlíkisgerðinni,
sem var þekkt og stórt iðnfyrir-
tæki í bænum á sinni tíð. Hún
giftist þann 24. júní 1925 Magnúsi
Þórðarsyni sjómanni frá Ólafsvík,
sem lengi var bátsmaður á togar-
anum Karlsefni. Kristjana systir
hans er enn á lífi, og sýndi
mágkonu sinni ætíð mikla tryggð
og vináttu. Magnús drukknaði 29.
desember 1951, og varð Helgu það
mikill missir.
Þau Magnús eignuðust fimm
börn. Hörður var þeirra elstur,
fæddur 1925, flugumferðarstjóri
að menntun, en lést af slysförum
rúmlega fertugur að aldri. Hann
giftist enskri stúlku, Audrey, sem
enn býr hérlendis með börnum
þeirra fjórum og fjórum barna-
börnum. Eina myndardóttur eign-
aðist Hörður áður en hann gifti
sig, sem Helgu þótti alltaf mjög
vænt um, Áslaugu, sem býr að
Haga í Grímsnesi, ekkja með tvö
börn. Margrét, fædd 1929, lauk
verslunarskólaprófi og starfaði
lengi hjá Magnúsi Kjaran, Heild-
verslun, en er nú gift í Bandaríkj-
unum og á þrjú börn. Hún heim-
sótti móður sína á sjúkrabeðinn
fyrir ári. Þóra, fædd 1931, gekk í
Kvennaskólann, gift Emil Sig-
urðssyni í Hafnarfirði og eiga þau
þrjú börn. Þorsteinn, fæddur 1933,
viðskiptafræðingur að menntun,
starfar nú sem skólastjóri Banka-
mannaskólans, giftur Þórdísi
Þorgeirsdóttur, og eiga þau þrjú
börn. Yngstur barna Helgu er
Bjarni Þorkell, fæddur 1937, sím-
tæknifræðingur, stöðvarstjóri
Lóranstöðvarinnar í Keflavík,
giftur Hafdísi Þórólfsdóttur, og
eiga þau einnig þrjú börn. Helga
og Magnús eiga því 17 barnabörn
og 6 barnabarnabörn, alls 27
afkomendur á lífi.
Lengst af bjuggu þau á Víðimel
39, og urðu með fyrstu íbúum í
Melahverfinu. Helga bjó þar uns
hún fór á sjúkrahús fyrir um
tveimur árum, eða alls í rúm 40 ár.
Hún leit jafnan á sig sem sannan
Vesturbæing, þó hún byggi í
nokkur ár fyrir austan læk, og var
sennilega með elstu borgurum,
sem ólu aldur sinn í „gamla
Vesturbænum". Hún starfaði mik-
ið með Kvenfélagi Nessóknar, og
tók virkan þátt í fjáröflun og
byggingu Neskirkju á sínum tíma.
Eins starfaði hún á yngri árum í
KFUK, og með Kvenfélagi Hvíta-
bandsins frá 18 ára aldri. Hún
minnist oft þeirra dugnaðar-
kvenna, sem störfuðu með henni
hjá Hvítabandinu, og þeirrar vin-
áttu og hlýju, sem hún naut
jafnan hjá því félagi fram á
síðustu ár.
Helga var dæmigerð íslensk
sjómannskona, sívinnandi og
aldrei Ieí hún deigan síga, þótt í
móti blési, kom öllum barnahópn-
um til manns og góðra mennta,
ætíð reiðubúin að rétta öðrum
hjálparhönd. Oft var mannmargt
á heimili hennar, og margir hafa
notið umönnunar hennar þar,
leigjendur, kostgangarar og ætt-
menni. Sjálf lifði hún fábrotnu
lífi, fór helst í leikhús eða á
félagsfundi, sjaldan í lengri ferða-
lög. Þó fór hún eitt sinn í siglingu
á togara með Magnúsi til Dan-
merkur, og minntist oft samveru-
stunda þeirra í þeirri ferð. Á efri
árum fór hún í heimsókn til
Margrétar dóttur sinnar í Banda-
ríkjunum.
Heilsa hennar var með ólíkind-
um, þrátt fyrir ýmis slys og óhöpp
allt til síðustu ára, alltaf náði hún
sér fljótt aftur eftir áföllin. Á
sjúkrahús hafði hún ekki komið
fyrr en allra síðpstu arin, og á
læknum hafði hún litla trú. Fyrir
um hálfu öðru ári fékk hún
aðkenningu að slagi og átti eftir
það erfitt um hreyfingar. Síðustu
mánuðina bjó hún við góða um-
önnun á sjúkradeild Hrafnistu í
Reykjavík, lengst af rúmliggjandi,
síðustu dagana rænulaus. Hún
fékk hægt andlát, 83 ára gömul.
Helga bjó alla tíð yfir mjög
sérstakri lund, var síglöð og já-
kvæð, enda vinamörg. Barnabörn
hennar hefðu orðið af mjög mik-
ilsverðri lífsreynslu og uppeldis-
áhrifum, ef hennar hefði ekki
notið við svo lengi, sem raun varð
á.
Ég kynntist ekki Helgu fyrr en
hún var komin á sjötugsaldur. Hin
létta lund hennar og einstakur
hæfileiki til að njóta þess, sem
lífið bauð, var hennar aðalsmerki.
Fram á síðustu ár átti hún
gamanyrði og kankvíst bros til
barnanna í fjölskyldunni jafnt
sem annarra. Bjartsýni, bros og
birta fylgdu henni jafnan, þó lífið
hafi ekki alltaf verið henni dans á
rósum. En sigur hennar var sá, að
lífsgleðin og þakklæti fyrir allt
það góða, vó meira en sorg og
vonbrigði lífsins. Ég á henni
margt að þakka fyrir samfylgdina
á lífsleiðinni, þó hún hafi ekki
verið löng á hennar mælikvarða.
Mér var hún mikils virði. Öllum
leið jafnan vel í nærveru Helgu.
Blessuð sé minning hennar.
Tengdadóttir.
Ömmu þótti vænt um alla, t.d.
þegar ég kom með lítil börn til
hennar, sem ég var að passa, þá
brosti hún til þeirra og var góð við
þau. Það voru mörg lítil börn í
hverfinu hjá henni, og þegar hún
fór eitthvert út, talaði hún alltaf
við þau. Amma var líka mjög
hraust, miðað við hvernig hún
varð eftir að hún slasaðist.
Meðan hún bjó á Víðimelnum
leigði hún oftast herbergin í kjall-
aranum og vildi ekki hafa húsa-
Ieiguna háa, vildi frekar fá gott
fólk. Þegar amma fór á Hrafnistu,
spurði hún oft, hvort það væri
ekki gott fólk í húsinu hennar.
Amma hafði mikinn áhuga á
blómum. Þegar systkinin buðu
henni heim í mat, vildi hún oftast
sjá garðinn þeirra áður. Þegar
amma var hætt að geta eldað ofan
í sig sjálf, komum við alltaf með
mat handa henni og það var svo
gaman að vera hjá henni, því hún
sagði manni svo mikið frá því sem
hafði gerst hjá sér, og á haustin
þegar skólarnir voru byrjaðir,
spurði hún alltaf, hvort það væri
ekki skemmtilegt í skólanum.
Amma var líka mjög iðin við að
prjóna. Á daginn prjónaði hún
fallegar lopapeysur eftir gömlum
uppskriftum og seldi þær, og á
kvöldin meðan hún horfði á sjón-
varpið prjónaði hún aðrar lopa-
peysur.
Já, amma var frábær, aldrei
reið út í einn eða neinn.
Blessuð sé minningin um ömmu.
Þórný Ásta.
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.